Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1992, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. - A-yjý--'• .■ - DrelfM. Sirr^ ^3 &T FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992. Raf ni Geirdal varvikiðúr félagi nuddara Eyjaflarðarsveit: Fjórir slasaðir eftirharðan árekstur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Mjög harður árekstur tveggja bif- reiða varð skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi við Hrafnagil í Eyjafjarð- arsveit. Ökumenn beggja bifreiðanna auk eins farþega úr hvorri bifreið voru fluttir á sjúkrahús á Akureyri og munu hafa verið nokkuð slasaðir, . m.a. beinbrotnir. Bifreiðamar voru mjög mikið skemmdar ef ekki ónýtar og voru fluttar í burtu með kranabif- reiðum. Akranes: Harður skellur Bíll og mótorhjól skullu saman í hörðum árekstri á Akranesi í gær- kvöldi. Bílnum var ekið eftir Skaga- braut og ökumaður hans hugðist beygja til vinstri inn á heimkeyrslu þegar mótorhjóhð lenti á bílnum. Ökumaður hjólsins hlaut minni hátt- ar áverka á fæti. Bæði ökutækin eru mikið skemmd. / -bjb LOKI Ætli Villi hafi seilst í atkvæðatakkann hjá Höllustaðatröllinu? Rafni Geirdal, skólastjóra og eig- ’ anda Nuddskóla Rafns Geirdals, hef- ur verið vikið úr Félagi íslenskra nuddara og fræðslunefnd félagsins. Þetta var einróma samþykkt á fundi félagsins í gærkvöldi. Var honum vikiö úr félaginu samkvæmt 6. grein félagslaga sem heimilar stjórn félags- ins að víkja þeim félagsmönnum úr félaginu er hafa gróflega brotið gegn lögum félagsins eða samþykktum eða á annan hátt unnið gegn hags- munum þess. Eins og DV greindi frá hafa 27 af 33 nemendum Nuddskóla Rafns Geirdals lagt fram kæru á hendur honum til Rannsóknarlögreglu ríkis- ins þar sem þeir telja að þeim hafi verið veittar rangar upplýsingar í upphafi náms. í kærunni er m.a. nefnt að nemendum hafi ekki verið ljóst að Félag íslenskra nuddara við- urkenni ekki nám þeirra í Nuddskóla Rafns Geirdals. Þann 20. ágúst síðastliðinn stofnaði Rafn Geirdal Félag íslenskra nudd- fræðinga og viðurkennir það félag nám við Nuddskóla Rafns Geirdals. -GHK 775 milljóna skattur lagður á ■ ■ 0 r m ■ ■ cifoitíinóliiii D¥Cltai lu,w8 „Tilfærsla ýmissa verkefna tíl sveitarfélaga. Hér koma helst tíl skoðunar eftirtaldir málaflokkar; málefiú fatlaðra, löggæsla, heilsu- gæsla og kirkjugarðar. Árangur 775 milljónir króna.“ Þannig hfjóö- ar orörétt hugmynd sem sctt er fram á vinnuskjah starfshóps um fjárlagagerðina. Vinnukjalið er frá því seint í júlí. Fyrirsögn þessarar tillögu er „Verkefnatilfærsla til sveitarfélaga". Sveitarféiögin verða fyrir frekari ■ áfóhum ef það gengur eftír sem starfshópurinn setti frá sér í lok júh, þvi þar er gert ráð fyrir að uppgjöri við sveitarfélög verði fre- stað. Hér er um að ræða 300 millj- óna króna spamað á árinu 1993. Á sama stað'er gert'er ráð fyrir að fræðsluskrifstofurnar verði lagðar niður og verkefni þeirra flutt til skólanna sjálfra og sveitar- félaganna. Þetta á að spara rikinu 30 milljónir, sem að stærstum hluta lenda á sveitarfélögunum. ! kaflanum um flármálaráöu- neytíð kemur fram að þar er ætlun- in að spara 10 milljónir fyrir ríkis- sjóð - en það á að gera með aö end- urskoöa samninga við sveitarfélög um þóknun fyrir innheimtu stað- greiðsluskatta. í tihögum starfshópsins er gert ráð fyrir að rekstrarstyrkur Akra- borgar verði afnuminn. Þá er einn- ig gert ráð fyrir að styrkir tíl ferja og ferjumaimvirkja fiármagnist af mörkuðum tekjustofnum yegáá- ætlunar. En starfshópurinn er ekki hættur: „Skerða markaða tekju- stofna vegaáætlunar. Skoða rekst- ur Vegagerðar og B-hluta áhalda- húss sérstaklega.“ Þetta á að skila 265 milljónum króna og það sem lýtur aö feijunum á að skila 330 milljóna króna sparnaði, eða þessir tveir höir eiga að spara ríkinu alls 595 mUljónir króna. -sme Aukning ferða- manna í ágúst Erlendir ferðamenn, sem komu til íslands í ágúst, urðu ahs 24.909 og er það aukning um 2,1% frá síðasta ári. Fyrstu 8 mánuði ársins eru er- lendir ferðamenn orðnir 116.007 - 0,6% aukning miðað við sama tima 1991. Nokkur auknmg hefur verið á komu ferðamanna frá Norðurlönd- unum og Þýskalandi en um 10-20% færri ferðamenn hafa komið frá Sviss, Frakklandi, Bretlandi og ítal- íu. Ef sumarmánuðirnir á þessu ári eru bornir saman við síðasta ár þá kom hingað 81.901 ferðamaður í sum- ar en 80.461 í fyrrasumar og er það aukninguml,8prósentustíg. ÍS Gjaldþrot Hildu hf.: Kröfurnarvoru 310milljónir Skiptum á þrotabúi Hhdu hf. er lokið. Kröfur í búið námu samtals tæpum 310 mihjónum króna, auk vaxta. Forgangskröfur voru tæpar tvær mihjónir og greiddust þær að fuhu. Upp í veðkröfur greiddust tæpar 99 milljónir króna. Almennar kröfur voru 211 milljónir. Upp í þær greidd- ust rúmar 8 mihjónir. Hehdarkröfur voru 310 mhljónir og upp í þær greiddust um 106 mihjónir króna - og því töpuðu kröfuhafar rúmum 200 mihjónumkróna,aukvaxta. -sme Ríkisendurskoöandi: Ákváðum að taka tölurnar út núna - áralöng deila - segir íjármálaráðherra Tveir þingmenn frá Norðurlandi vestra, Páll Pétursson, Framsóknarfiokki, og Viihjálmur Egilsson, Sjálfstæðisflokki, við vinnu sína á Alþingi i gær. Verið var að ræða bráðabirgðalögin vegna úrskurðar Kjaradóms frá því sumar. Vilhjálmur meiddi sig á hendi þegar hann hrasaði á Þingvöllum fyrir skömmu. . DV-mynd GVA „Það hefur verið ágreiningur við fj ármálaráðuneytið í nokkur ár hvort taka ætti þessar tölur inn í skýrsluna. Við höfum veriö með þær inni til þessa en vorum orðnir þreytt- ir á þessum dehum og ákváðum að taka tölurnar út núna. Okkur þótti ' rétt að gera þetta upp á sama grumú og fj ármálaráðuneytið en gera grein fyrir því sérstaklega í skýrslunni,“ sagði Sigurður Þórðarson ríkisend- urskoðandi í samtah við DV í morg- un um þann mun sem er á reiknings- aðferð Ríkisendurskoðunar nú og í aprh 1991 í spá um afkomu ríkissjóðs. „Eftir á að hyggja sér maður að við hefðurn átt að segja frá þessu í skýrsl- unni þegar viö skýrðum tölurnar. Ég fehst alveg á það að þetta hefðuin við átt að gera. Þá hefði þetta verið ótvírætt. Við erum ekki að leyna neinum upplýsingum eða breyta um vegna pólitískrar stöðu eins og Ólaf- ur Ragnar er að gefa í skyn,“ sagði Sigurður Þórðarson ríkisendurskoð- andi. „Þetta er áralöng deila við Ríkis- endurskoðun. Það er rétt hjá Ólafi Ragnari að Ríkisendurskoðun hefur alltaf sett upp haha með skuldbind- ingum. Fjármálaráðuneytið hefur alltaf sagt að það sé ríkisreikningur sem eigi að setja þannig upp en fjár- lög séu aðeins sjóðsstreymi," sagöi Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra. „Þess vegna setjum við ekki skuld- bindingar, sem ekki eru greiddar á árinu, sem hallatölur, en afborganir af gömlum lánum, meðal annars af þeim sem Ólafur Ragnar tók, setjum við inn sem hallatölur." S.dór/-sme Veðriðámorgun: Næturfrost imn- sveitum Á hádegi á morgun verður fremur hæg breytheg átt og víð- ast þurrt framan af degi en dáht- il rigning á Vesturlandi síðdegis. Áfram verður kalt í veðri og víða verður næturfrost í innsveitum. Veðrið í dag er á bls. 36 RAFMOTORAR í ÞREFALDUR 1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.