Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1992, Blaðsíða 14
14 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aörar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblaö 150 kr. Verndun þjóðareignar Leiðir era til að koma í veg fyrir, að erlendir aðilar eignist landið og auðlind þess í hafinu í kjölfar aðildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Þær era aðrar en girðingamar, sem alþingismenn era að ræða um að setja upp og hafa ekki skaðleg hhðaráhrif eins og þær. Girðingar hafa þann galla, að þær mega ekki mis- muna innlendum og erlendum aðilum, nema menn vilji eiga á hættu, að þeim verði hnekkt fyrir erlendum dóm- stólum, sem við höfum meira eða minna játast undir. Smíði slíkra girðinga er lögfræðilega vandmeðfarin. Jafnvel þótt unnt sé að smíða heldar girðingar á grandvelh kröfu um langvinna búsetu í landinu og á öðrum hhðstæðum forsendum, er hætt við, að þær hindri eðlileg viðskipti innanlands, því að þær verða um leið girðingar gegn hversdagslegum viðskiptum. Betra er að fara aðrar leiðir, sem byggja á aht öðrum forsendum og varða ekki sérstaklega gráa svæðið um mismunun innlendra og útlendra aðha. Þessar leiðir hafa einnig þann kost að vera mikilvægar af öðram þjóðfélagslegum ástæðum en þjóðernislegum einum. í sjávarútvegi þarf að greina milli sjálfrar auðlindar- innar, sem íslenzka efnahagslögsagan nær yfir, og aðild- ar að fyrirtækjum, sem nýta þessa auðlind. Skilgreina þarf lögformlega, að þjóðin eigi auðlindina, en hún sé ekki eign fiskiskipa eða fyrirtækja í sjávarútvegi. Á þessum grunni þarf þjóðin að koma á fót sölu veiði- leyfa á frjálsum uppboðsmarkaði, samhhða frjálsri gengisskráningu, svo að útgerðarfélög hafi ráð á að greiða auðhndarskattinn, sem felst í kostnaði við veiði- leyfin. Á þennan hátt á þjóðin áfram aha auðlindina. Margir hagfræðingar hafa einmitt lagt til, að slíkt kerfi verði látið leysa kvótakerfið af hólmi, enda hefur það sjáanlega gengið sér til húðar. Þeir reisa þessar skoðanir á efnahagslegum forsendum, en við getum engu síður bætt við hinum þjóðemislegu forsendum. Ef þjóðin á skhyrðislaust auðlindir hafsins, má okkur vera sama, hvort erlendir aðhar eigi meira eða minna í skipum eða útgerðarfélögum, vinnslustöðvum eða dreifingarfyrirtækjum, sem borga sig inn í dæmið. Við höldum okkar auðhndartekjum eigi að síður á þurra. í landbúnaði þarf að gera þrennt. í fyrsta lagi þarf að verða lagalega ljóst, að afréttarlönd geti aðeins verið í eigu ríkis eða sveitarfélaga. Þau séu raunverulegur almenningur í skhningi gamáha laga. Setja þarf lög um, að jiessi lönd megi ahs ekki ganga kaupum og sölum. I öðra lagi þarf að ítreka og skerpa gömul lög um fullan og fijálsan rétt manna th að fara gangandi eða ríðandi um landið, meðal annars með ám og vötnum, án þess að á vegi þeirra verði hhðalausar girðingar, sem landeigendur setja upp th að ýta fólki af löndum sínum. í þriðja lagi þarf að leggja niður hvers konar stuðning ríkisins við landbúnað og nota féð að hluta th að kaupa jarðir í því skyni að taka þær úr ábúð. Þar með er í senn dregið úr umfangi landbúnaðar og samfélagið eign- ast eitthvað fyrir peningana, sem það leggur fram. Með þessum þremur aðferðum má taka mjög mikið landsvæði af sölumarkaði og tryggja fijálsan aðgang þjóðarinnar að öðrum svæðum, án þess að amast þurfi við, að útlendingar geti eignast skika hér og þar eins og innlendir þéttbýhsbúar hafa gert um langt skeið. Þótt við tökum þátt í Evrópska efnahagssvæðinu, getum við haldið áfram að eiga auðhnd hafsins og fijáls- an umgang um landið, ef farið verður að þessum ráðum. Jónas Kristjánsson FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992. Eru skímur í svartnættinu? Nú er farið að spá því í alvöru að 7000-8000 manns geti orðið at- vinnulaus innan nokkurra mán- aða. Þetta lýsir e.t.v. betur en margt annað þeirri svartsýni sem nú hef- ur gripið um sig í atvinnulífinu. Vonandi gengur þessi spá ekki eft- ir, og það hlýtur í raun að vera aðalviðfangsefnið stjómvalda að hamla gegn auknu atvinnuleysi. Framieiöni eykst Erfiðleikarnir í atvinnulífinu eru ekki allir af neikvæðum toga. ís- lensk fyrirtæki standa líklega þessa dagana í meiri hagræðingar- vinnu en nokkru sinni áður. Út- rýming verðbólgunnar og harðn- andi samkeppni á öllum sviðum hafa neytt stjómendur til að taka til höndum. mjóðlát bylting er að hefjast í framleiðni í viöskiptum. Verið er að undirbúa jarðveginn fyrir stórfellda útbreiðslu pappírs- lausra viöskipta með samstarfi samtaka atvinnulifsins og opin- berra aðila. Stjómendur fyrirtækja em orðn- ir mun aðgætnari við að auka skuldfr en áður var og má halda því fram að arðvænlegasta fiárfest- ingin nú sé aö greiða niður skuldir og byggja upp trausta lausafjár- stöðu enda er t.d. fjármagnskostn- aður vegna viðskiptavíxla enn yfir 20%. - Miklu meira er nú prúttað um verð og greiðslukjör í viðskipt- um. Verðhækkanir á því sem fyrir- tækin selja eru ekki lengur spum- ing um að halda í við verðbólguna og helst gott betur heldur em allar verðbreytingar orðnar sýnilegar og raunvenilegar og of djörf fram- ganga í verðhækkunum getur haft afdrifaríkar afleiðingar. Fyrirtæk- in hafa ekki lengur efni á því að halda uppi óarðbærri atvinnu og því þarf oft að grípa til sársauka- fujlra uppsagna. Ástandið þvingar því fram bætta stjómunarhætti og framleiðni á hveija vinnandi hönd er að aukast. Þetta er hin jákvæða hhð. En nei- kvæða hUðin felst í því að við gjald- þrotin tapast mikU verðmæti. Þokkalega stæð fyrirtæki geta aUt í einu verið komin í stórhættu viö að tapa útistandandi viðskipta- skuldum. Útlánatöp bankanna kalla á meiri vaxtamun sem aftur setur enn meiri þrýsting á skuld- ugri fyrirtækin. Erfiðleikar í öilum greinum Við sjáum sömu hlutina í öUum greinum atvinnulífsins. í sjávarút- vegi era feikUegir erfiðleikar vegna KjaUariim Vilhjálmur Egilsson alþingismaður og framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands aflasamdráttar. En þar em Uka erfiðleikar vegna þess að frystitog- arar em svo miklu hagkvæmari rekstrareiningar en flestar eining- ar í hefðbundnum ísfiskveiðum og landvinnslu. Ef hið hefðbundna rekstrarform getur ekki skfiað sambærilegri afkomu hlýtur frysti- togaravæðingin að halda áfram. - Stjómvöld geta ekki nema um skamman tíma hamlað gegn þróun til hagkvæmari rekstrar. í versluninni hafa verið mikUr umhleypingar svo ekki sé meira sagt. Það er athygUsvert að flest fyrirtæki, sem reynt hafa fyrir sér í rekstri stórmarkaða á höfuðborg- arsvæðinu síðasta áratuginn, hafa týnt tölunni. Oft hefur maður á til- finningunni að sum veitingahús skipti nánast jafnoft um rekstrar- aðila eins og viðskiptavini. Fyrirtæki í byggingariðnaði eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir vegna samdráttar í fjár- festingum. Iðnfyrirtæki þurfa að bregðast við minnkandi markaði og harðari samkeppni. Einn helsti viðskiptabanki landsmanna af- skrifar 100 milijónir á mánuði í töp- uðum útiánum til fyrirtækja í öU- um atvinnugreinum. Er þá aUt að fara á hUðina? Von- andi ekki. Erfiðleikarnir eru mikUr og það mun áfram reyna verulega á þolrif stjórnenda íslenskra fyrir- tækja. Kröfur tU þeirra hafa verið auknar og á þeim verður ekki slak- að aftur í fyrirsjáanlegri framtíð. Uppbygging eigin fjár nauðsynleg Stjómvöld geta ekki leyst allan vanda atvinnulífsins, heldur er hlutverk þeirra að sjá um að starfs- skUyrðin séu eins hvetjandi á ár- angur og kostur er. Aðalverkefnið hiýtur að vera að byggja upp nýtt eigið fé í atvinnulífinu í stað þess sem tapast hefur. Það gerist aðeins með hagnaði fyrirtækjanna eða innstreymi nýs íjár. Þá skapast ný störf fyrir þau sem nú eru að tap- ast og atvinna eykst á nýjan leik. Vextir þurfa að lækka til þess að árangur náist. Þar skiptir mestu máh að ná haUa ríkissjóðs niður. Vaxtamimur er nú mikUl m.a. vegna útiánatapa og því er enn mikUvægara að draga úr eftir- spum ríkisins eftir lánsfé. Breyt- ingar á skattiagningu fjármagns- tekna mega ekki leiða tU vaxta- hækkana. Laða þarf fram meiri fjárfesting- ar í atvinnulífinu. Finna veröur leiöir til þess að gera fjárfestingar lífeyrissjóða í hlutabréfum meira aðlaðandi og þær umbætur sem nú er verið að gera á hlutabréfamark- aðnum ættu að vera jákvæðar. Ótímabært virðist vera að draga úr skattalegri hvatningu einstakl- inga til að fjárfesta í hlutabréfum. Nauðsynlegt er að taka upp markvissar aðgeröir í því skyni að laða erlendar fjárfestingar til landsins. EES híálpar, en er ekki nóg. Á þessu sviði erum við algjör- ir eftirbátar nágrannaþjóða okkar. Þama þarf að taka mál nýjum tök- um bæði varðandi kynningu á landinu og leiðbeiningar til þeirra sem vUja skoða möguleika landsins betur. Hér þarf sameiginlegt átak samtaka atvinnulífsins og opin- berra aðUa að koma til. Vilhjálmur Egilsson „Aöalverkefnið hlýtur að vera að byggja upp nýtt eigið fé í atvinnulífinu 1 stað þess sem tapast hefur. Það gerist aðeins með hagnaði fyrirtækjanna eða innstreymi nýs Qár.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.