Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992.
5
dv___________________________________________________________________________________Fréttir
Hringl með opnun veiðisvæða á Vestfjarðamiöutn:
Togarasjómenn æfir af reiði
Togarasjómenn á Vestfjarðarmið-
um eru æfir af reiði út í sjávarútvegs-
ráðuneytið fyrir hringlandahátt og
stjómleysi, eins og einn þéirra komst
að orði. Ástæðan fyrir reiði togara-
sjómanna er sú að mörg undanfarin
ár hefur verið opnað samkvæmt
reglugerð veiðisvæði fyrir þá á
grunnslóð út af Vestfjörðum þann 1.
október. Hefur þeim verið leyft að
veiða á þessum svæðum í þrjá mán-
uði.
Þessi reglugerð var í gildi og því
. lögðu togaramir af stað af hefð-
bundnum miðum 30. september, en
sólarhrings sigling er af þeim á
Loðnuveiðamar:
Búið er að
veiða 66
þúsund lestir
Að sögn Teits Stefánssonar hjá
Félagi fiskmj ölsframleiðenda eru
komnar á land um 66 þúsund lestir
af loðnu, þar af hafa veiðst 8.800 lest-
ir síðan um helgi. í gær var bræla á
loðnumiðunum. Loðnuveiðarnar eru
ekki hafnar af neinni alvöm enn og
ekki nema 15 skip við veiðarnar.
Teitur sagði að töluvert væri búið
að selja af loðnulýsi fyrirfram. Verð
l á lýsi er hátt eða um 400 dollarar
fyrir tonnið.
Fyrirframsala á loðnumjöli er aftur
á móti mjög lítil. Mjölverð hefur ver-
ið í algeru lágmarki. Talað hefur ver-
ið um 290 sterlingspund fyrir tonnið
en var á sama tíma í fyrra frá 320
upp í 340 sterlingspund fyrir tonnið.
-S.dór
Þrotabú stálfélagsins:
Fleiri útlending-
arsýnaáhuga
Bandaríska fyrirtækið St. Lois
Colddrawn er hætt við að kaupa
eignir þrotabús íslenska stálfélags-
ins. Forráðamenn bára fyrir sig of
háum flutningskostnaði héðan.
Helgi Jóhannsson, bústjóri þrota-
búsins, segist vita um fleiri erlend
fyrirtæki sem áhuga hafa á kaupum
en viidi ekki tjá sig um hvaðan þau
væra. Þau væra þó ekki frá Banda-
ríkjunum. Eitt þeirra myndi skoða
aðstæður hér um miðjan október.
Helgi sagði að hár flutningskostnað-
ur þyrfti ekki aö vera fyrirstaða, það
færi eftir því hversu langt þyrfti að
flytja og hvemig vinna ætti stálið.
-Ari
Sjávarútvegsráðuneytiö:
Tveir íslendingar
styrktirtil náms
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðið að veita tveimur íslending-
um styrki til framhaldsnáms. Stefán
Áki Ragnarsson, sem er við doktors-
nám í sjávarvistfræði í Skotlandi,
fær 500 þúsund krónur og Þorsteinn
Sigurðsson, sem nemur fiskifræði í
Noregi, fær 250 þúsund. Ráðherra
hefur þegar ákveðið að veita sam-
bærilega styrki að ári í ljósi þess
hversu mikilvæg þekking á lífríki
sjávarer. -kaa
á næsta sílustai • Askriftarsimi 63-27-00
reknir til baka eftir sólarhrings siglingu
grannslóðarmiðin. Svo gerðist það
að í fréttum ríkisútvarpsins kl. 16
þann 30. september var tiikynning
frá sjávarútvegsráðuneytinu um að
veiðisvæðin verði ekki opnuð fyrr en
1. nóvember.
„Togaraflotinn hefur stillt sig inn
á að veiða á þessum svæðum nú eins
og undanfarin ár. Það voru flestir
togaramir komnir á svæðið eftir sól-
arhrings siglingu þegar þessi fyrir-
varalausa tiikynning barst. Það era
smábátaeigendur, krókaleyfishafar,
sem höfðu sitt í gegn þama. Þeir
hafa skipulagt símhringingar og
annan þrýsting á ráðuneytið um að
opna ekki svæðið fyrr en 1. nóvemb-
er og ráðuneytið gaf eftir,“ sagði
Reynir Traustason, stýrimaður á
Sléttanesinu, í samtah við DV.
Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu, sagði að
svæðin hefðu ekki alltaf verið opnuð
L október. Aðspurður um rök fyrir
því að opna ekki fyrr en 1. nóvember
sagði hann að í sjálfu sér væru engin
rök fyrir því að opna svæðið fyrir
togurunum yfirleitt.
„Það hefur alltaf verið ágreiningur
um að opna svæðið. Á sínum tíma
var opnað fyrir kolaveiði sem hefur
mætt mikill andstöðu smábátaeig-
enda.
„Kolaveiðin hefur verið frekar lítil
allra síðustu ár, var sæmileg ef farið
er nokkur ár aftur í tímann. Smábát-
amir eru á svæðinu og því var ákveð-
ið að seinka opnun þess þar til 1.
nóvember,“ sagði Jón B. Jónasson.
-S.dór
SLÁTURMARKAÐUR SS í IIAGKAUP SKEIFUNNI SLÁTURMARKAÐUR SS í HAGKAUP SKEIFUNNI
. . . enda gefur sláturtíðin kærkomið tækifæri til
að gera bestu matarkaup sem hugsast getur.
Fimm ófrosin slátur kosta aðeins 2.830 krónur,
og úr fimm slátrum er hægt að tilreiða
45 máltíðir.
í Hagkaup í Skeif-
unni stendur nú yfir
sláturmarkaður. Þar
fæst bæði ófrosið
og frosið slátur og
aö sjálfsögðu allt
annað sem þarf til l
i sláturgeröar. /
V Sala á ófrosnu /
jA slátri stendur
^ yfir frá
kl. 14:00 til lokunar þriðjudaga til
föstudaga, laugardaga ffá kl. 10:00 til 16:00, en
frosiö slátur fæst alla daga í frystiborðinu.
krónur
ffla-ónur
íöft í S,lí,"r-
*90 krónur
HAGKAUP
allt i einni ferö
SLATURMARKAÐUR SS í HAGKAUP SKEIFUNNI SLÁTURMARKAÐUR SS í IIAGKAUP SKI IFUNNI