Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Side 10
10 LAUGARDAGUfí 3. OKTÓBER 1992. Myndbönd Sláttumaðurinn THE LAWNMOWER MAN Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Brett Leonard. Aðalhlutverk: Jeff Fahey, Pierce Brosn- an og Jenny Wright. Bandarisk, 1991 - sýningartími 99 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Það sem er eftirminnilegast við The Lawnmower Man er mögnuð tölvugrafik sem birtist á skjánum í mörgum atriðum. En þessi frá- bæra tæknihbð á því miður Utið sameiginlegt með myndinni í heUd sem er sundurlaus kvikmynd, gerð eftir einni smásögu Stephens King. Pierce Brosnan leikur vísinda- manninn dr. Angelo sem fæst við að gera forrit sem eykur greind. Tilraun með apa mistekst og hætt er við rannsóknimar. Dr. Angelo, sem er ósáttur við að þurfa að hætta, fer á eigin spýtur að eiga við heila fávitans Jobes sem gjörbreyt- ist og það mun hraðar en dr. Ang- elo hafði gert ráð fyrir. En auka- verkanir, sem fylgja meðferðinni, hafa alvarlegar og hættulegar af- leiðingar. The Lawnmower Man er þrátt fyrir marga gaUa athygUsverð og í sjálfu sér ágæt fyrir aðdáendur vís- indaskáldsagna en aUa festu í handritið vantar og aöalleikaramir em ekki sannfærandi. Nótt í stórverslun ONE WILD NIGHT Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Bryan Gordon. Aðalhlutverk: Frank Whaley, Jennifer Connely og John Candy. Bandarisk, 1991 - sýningartimi 90 min. Leyfö öllum aldurshópum. Hingað til hefur svo til aUt sem John Hughes kemur nálægt breyst í guU. En öUum mistekst einhvem tímann og One Wild Night, eða Career Oportunities eins og mynd- in hét upphaflega, em stóm mistök Hughes. Ekki leikstýrir Hughes sjálfur heldur skrifar handrit og framleið- ir myndina, sem gerist að mestu nótt eina í stórmarkaði þar sem nýr næturvörður hefur verið ráöinn, einstaklega leiðinleg persóna sem verður enn leiðinlegri í meðforum Franks WaUey. Lendir næturvörð- urinn í ýmsum ævintýrum þessa einu nótt sína í starfinjj. Söguþráðurinn er slík endaleysa og handritið það illa skrifað að erf- itt er að ímynda sér aö hér sé gam- anmynd á ferðinni. Tvennt er það sem myndin hefur við sig. John Candy er ágætin- í Utlu hiutverki verslunareigandans og Jennifer ConneUy er gullfaUeg. ★★ Skotheldir töffarar THE LAST BOYSCOUT Útgefandi: Steinar. Leikstjóri: Tony Scott. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Damon Way- ans og Chelsea Field. Bandarísk, 1991 -sýningartimi 101 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Bruce WUUs hefur náð sér best á strik í miklum hasarmyndum, myndum á borð við Die Hard. Til- raunir hans til að leika öðruvísi hiutverk hafa að mestu mistekist og má nefna The Bonfire of Van- ities og Hudson Hawk. í The Last Boyscout rær hann á örugg mið. Þar leikur hann hörkutöffara og tekst að skapa nokkuð skemmti- lega persónu sem að vísu ber ekki að taka alvarlega. Willis leikur fyrrverandi öryggis- vörð öldungadeUdarþingmanns, Joe HaUenbeck, er var rekinn úr starfi þegar skátaeðUð blossaði upp í honum er þingmaðurinn fór illa með stúlku eina. Hallenbeck starf- ar nú sem einkalögga og þykir sop- inn góður. í leit sinni að morðingja nektardansmeyjar einnar Uggja leiðir hans og fyrrverandi íþrótta- stjörnu, James Alexander Dix (Damon Wayans), saman. Það er álíka komið fyrir Dix og Hal- lenbeck. Dix hefur verið rekinn vegna eiturlyfjanotkunar. Ekki er að sjá að vínið og dópið hafi nein áhrif á þessa harðjaxla. Þeir tuska glæpamennina tU með slíkum glæsibrag að það minnir helst á atriði í teiknimyndum og þegar tal og tilsvör þeirra eru athyguð nánar þá eiga þeir mun meira sameigin- legt með teiknimyndahetjum held- ur en raunverulegum manneskj- um. Það má finna margt að The Last Boyscout en það verður ekki af myndinni tekiö að hraðinn og spennan er mikU og í heUd er myndin allra þokkalegasta skemmtun en eins og máltækið segir; tUgangurinn helgar meðaUð. Hér er lagt upp með sögu sem á að slá í gegn hjá unga fóUtinu og allt raunsæi látið víkja fyrir ofbeldi og persónudýrkun. Bruce WiUis og Damon Wayans leika eins og tU er af þeim ætlast, talsmáti þeirra er kaldranalegur, setningar beinskeyttar og stuttar og hræðsla ekki til, sem sagt skot- heldir töffarar. -HK DV-myndbandalistinri Father of the Bride er ný mynd á listanum. Á myndinni eru þrír aðalleikaranna, Diane Keaton, Steve Martin og Kimberley Williams. Fjórði aðalleikarinn f myndinni er Martin Short. 1 {-) The Last Boyscout 2(1) JFK 3 (2) Pure Luck 4 {-) Father of the Bride 5 (3) Deceived 6 (4) Dead again 7 (6) My Girl 8 (5) The Lawnmower Man 9 (7) Freejack 10 {-) Once upon a Crime 11 (11) True Identity 12 (10) All American Murder 13 (9) Stonecold 14 (8) Rocketeer 15 (13) Frankíe & Johnnie ★★ ® Ekki bara klauíi heldur óheppinn klauíi PURE LUCK Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Nadia Tass. Aöalhlutverk: Danny Glover, Martin Short og Sheila Kelley. Bandarfsk, 1991 - sýningartfmi 93 mfn. Leyfð öllum aldurshópum. Valerie er mUljóneradóttir sem er einstaklega óheppin. Það er al- veg sama hveiju hún tekur upp á, aUtaf skal eitthvað fara úrskeiðis vegna klaufaskapar hennar og óheppni. En eins og títt er um slík- ar persónur sleppur hún ávaUt með skrekkinn. í byrjun myndarinnar er hún á ferðalagi í Mexíkó. Vegna sinnar venjulegu óheppni er henni rænt og hverfur hún af yfirborði jctrðar eða það virðist öUum sem leita hennar. Faðir hennar ræður sérfræðinginn Raymond Campan- eUa til að hafa upp á dóttur sinni en CampaneUa, sem aldrei hefur áður mistekist, verður að játa sig sigraðan. Sálfræðingur hjá fyrirtæki fóður- ins kemur með þá tiUögu að láta Sœniiwhcie eu ííæMe&flfi Rmcc c, beouiiM hsáiAi K K«vi>g CHy oí* !í«« usi f=nd her. : Únföttisiiisy thev two jljJlí: 1 :« U; CVAl CfiC jafn óheppinn einstakhng og Val- erie leita hennar. Og þaö viU svo til að einn slíkur vinnur hjá foður Valerie. Vegna meöfæddrar óheppni gæti hann álpast til að finna stúlkuna. Eugene Proctor er því sóttur og þótt CampaneUa sé það þvert um geð verður hann að fylgja honum eftir til Mexíkó. Og að sjálfsögðu vegna óheppni og klaufaskapar Proctors komast þeir á slóð stúlkunnar. Mörg atriði í Pure Luck eru fynd- in og það er skemmtilegur heUdar- svipur yfir myndinni en hún er endurgerð franskrar gamanmynd- ar. Það er helst í lokin sem myndin missir allan kraft og verður yfir- borðskennd. Martin Short hefur hingað tU verið hálfmisheppnaður í farsa- hlutverkum en hér nær hann sér vel á strik og sýnir þá hæfileika sem hann býr yfir. Danny Glover ! er aftur á móti mun betri í spennu- myndum og er frekar stirður en í heild er Pure Luck ágæt skemmt- un. -HK BLACKR0BE Dramaíóbyggðum BLACK ROBE Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Bruce Beresford. Aðalhlutverk: Lothaire Bluteau, August Schellenberg og Aden Young. Kanadísk/áströlsk, 1991 - sýningartimi 96 min. Bönnuö börnum innan 16 ára. Black Robe er gerð af ástralska leikstjóranum Bruce Beresford og er næsta mynd hans á eftir Driving Miss Daisy. Myndina gerir Beres- ford í óbyggðum Kanada og gerist hún á sautjándu öld og segir frá trúboða einum og ferðalagi hans ásamt aðstoðarmanni og indíána- flokki. Aðalpersónan er jesúítaprestur- inn Laforgue en ferð hans er heitið til afskekktrar trúboðsstöðvar sem hafði sent hjálparbeiðni. Á meðan á ferðinni stendur fáum við smá- glefsur um fyrra líf prestsins. Ferð- in verður mikil mannraunsferð fyrir hann og aöra leiðangurs- menn. Auk þess að lenda í klónum á óvinveittum indíánum þarf La- forgue aö beijast við langanir sem hann var búinn að grafa með sér og á hann erfitt með að kyngja ást- arsambandi aðstoðarmanns síns og indíánastúlku einnar. Black Robe er áhugaverð kvik- mynd og raunsæ og hún sýnir indí- ána fortíðarinnar í sínu rétta um- hverfi. En þaö vantar samt líf í myndina, hún verður drungaleg og köld, nokkurs konar söguskoðun, í stað þess að vera mikið tilfinn- ingadrama. Kvikmyndun er frábær en ef miða á Black Robe viö Dances with Wolves verður samanburður- inn Black Robe mjög í óhag. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.