Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992. 11 Vínarblóð í Sjónvarpinu: Konungar valsanna og örlög þeirra Saga Straussættarinnar austur- rísku, Vínarblóö, er viðamesti sjón- varpsmyndaflokkur sem gerður hefur verið í Evrópu. Sögusviðið er Vín 19. aldarinnar og fóru tökur fram á 150 stöðum í og umhverfis Vín á fyrri helmingi ársins 1990. Sjónvarpið hefur nú sýnt fyrsta þáttinn af tólf og hófst hann á kynnum Johanns Strauss eldri og tónlistarmannsins Josefs Lanners. Þeir spiluðu saman fyrir Vínarbúa en urðu síðar keppinautar í tónhst- inni. Þeir kepptu líka um hylli sömu konu, Önnu Streim. Þegar Anna og Strauss gengu í hjónaband lauk vináttu Strauss og Lanners. Með Önnu eignaðist Strauss þijá syni, Johann Strauss yngri, Josef og Eduard. Þegar synimir lýsa því yfir að þeir vilji verða tónlistar- menn bannar Strauss þeim það og sendir Johann í verslunarskóla. Hann fer hins vegar á laun í tónlist- artíma til Lanners, keppinautar og fyrrum félaga föður síns. Strauss hótar að hætta að greiða skóla- gjöldin en þá hættir Johann í skó- lanum. Með aðstoð móður sinnar hellir hann sér út í tónlistina. Það var svo hann sem skrifaði vals ald- arinnar, Dónárvalsinn. Konumar í lífi Straussfeðganna em margar og þær bæði elska þá, hvetja þá og nota þá. Eiginkonu Strauss eldri leikur Lisa Harrow sem er frá Nýja-Sjálandi. Hún fékk styrk til að læra leiklist í Englandi 1965. Hún hefur verið búsett í Eng- landi síöan og leikið bæði á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpsþátt- um. Anthony Higgins, sem leikur Strauss eldri, er íri. Hann býr í London og hóf feril sinn á sviði eins og margir gera á Bretlandseyjum. Um Strauss segir Higgins að hann hafi verið knúinn áfram af metnað- argimi og því ekki tekið tillit til tilfinninga annarra. „Sjálfselska hans var nauðsynleg fyrir hann sem listamann. Hann er aldrei ill- gjarn og þegar hann reynir að hindra að synir hans verði tónlist- armenn er það til að bjarga þeim frá erfiðu lífi.“ Leikstjóri myndaflokksins er Marvin J. Chomsky sem er þekktur fyrir sjónvarpsþáttaraðirnar Ræt- ur og Helforina. Hann segist hafa ákveðið að gera myndaflokk um ævi Straussfjölskyldunnar eftir að hann komst að því hversu við- burðaríkt líf hennar hafði verið. „Ég hef unnað tónlist Straussfeðg- anna alla ævi en í myndaflokknum er tónlistin ekki í fyrsta sæti heldur mannleg örlög,“ segir Chomsky. Astum og örlögum Straussfjölskyldunnar austurrísku eru gerð skil í myndaflokknum Vínarblóð. NÆTURSALA Opið til kl. 4 í nótt Verð á spólurn: 95 195 295 395 EXTRA-EXTRA 1 Allir þættir á verði ^innar spók^ WA afsláttur við ) aðra spólu seni tekin er Steinar C.I.C. Bíómyndir, Opió sunnudaga til fimmtudaga til kl. 1 eftir miðnætti, föstud. og laugard. til kl. 4 eftir miðnætti. TOPP-MYNDIR A TOPP-LEIGU Video START -:«SVS DiANÍ KtiAlOH MAtrTWSHOXT ; FaTHER of the BRIDE Jöldugróf K|a"hó'rt" , VlvannÞö'T" ytL'^o/S'a"hó'rf" ■*y< ■ .5 G* Gata Gata D’ aia.— C- ? Gata f'offöt' B-Gata 65 ^Ga'a s Skemmuvegur x T-? 1 q O Q Engihia"' | § § » Smiðjuvegi 6, s. 677005, Kóp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.