Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992.
Skák
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur:
Júlíus með fullt hús að
loknum fimm umferðum
Júlíus Friöjónsson hefur gert sér
lítið fyrir og unnið fimm fyrstu
skákir sínar í A-flokki á haustmóti
Taflfélags Reykjavíkur sem nú
stendur yfir í Faxafeni. Áttatíu
skákmenn taka nú þátt í mótinu
og tefla í fjórum flokkum. Engir
alþjóðlegir titiihafar eru að þessu
sinni meðal keppenda en betur er
þó skipað í sæti en oft áður. Þannig
hafa nokkrir valinkunnir garpar
orðið að láta sér lynda að tefla í
B-flokki, s.s. landsliðsmennimir
fyrrverandi, Jón Þorsteinsson og
Bragi Halldórsson.
Júlíus hóf aftur aö tefla á mótum
hér á landi fyrir um tveimur árum
eftir aö hafa dvahst erlendis við
nám. Hann var landsliðsmaður hér
á árum áöur og frammistaða hans
þyrfti því ekki að koma á óvart.
Hann hefur unnið skákir sínar til
þessa af miklu öryggi, gjaman í
endatafli eða honum hefur tekist
að færa sér í nyt tímahrak mótherj-
ans. Keppendur hafa nú 90 mínútur
til umhugsunar á fyrstu 36 leikina
og síðan 45 minútur til aö ljúka
skákinni. Biðskákir heyra því loks
sögunni til.
Sjöttu umferð mótsins átti að
tefla í gærkvöldi en sjöunda umferð
verður tefld á morgun, sunnudag.
Alls verða tefldar ellefu umferðir
og lýkur mótinu 14. október.
Þannig var staðan í A-flokki að
loknum fimm umferðum:
1. Júlíus Friðjónsson 5 v.
2. Helgi Áss Grétarsson 4,5 v.
3. -5. Ágúst S. Karlsson, Benedikt
Jónasson og Tómas Bjömsson 3,5
v.
6. Jón G. Viðarsson 2,5 v.
7. -8. Halldór G. Einarsson og Bjöm
Freyr Björnsson 2 v.
9. Guðmundur Gíslason 1,5 v.
10. -11. Magnús Sólmundarson og
Áskell Örn Kárason 1 v.
12. Sigurbjöm Bjömsson 0 v.
Staða efstu manna í B-flokki var
þessi:
1. Magnús Öm Úlfarsson 4,5 v.
2. -3. Olafur B. Þórsson og Haraldur
Baldursson 3,5 v.
4. -7. Bragi Halldórsson, Jón Þor-
steinsson, Gunnar Bjömsson og
Kristján Eðvarðsson 3 v.
í C-flokki var Ingvar Jóhannes-
son efstur með 4,5 v., Matthías
Kjeld í 2. sæti með 4 v. Þorvaröur
Fannar Ólafsson hafði 3,5 v„ Jón
Viktor Gunnarsson 3 v„ Páll Agnar
Þórarinsson, Siguröur Ingason og
Amar E. Gunnarsson höfðu 2,5 v.
í opnum flokki hafði Friðgeir
Hólm unnið allar sínar skákir,
hafði 5 v. Láms Knútsson og Frið-
rik Egilsson höfðu 4,5 v. og Harald-
ur Haraldsson hafði 4 v.
Helgi Áss Grétarsson er helsti
keppinautur Júlíusar um sigur-
launin, 65 þúsund krónur, og titil-
inn „skákmeistari Taflfélags
Reykjavíkur 1992“. Helgi er mikill
baráttumaður við borðið og sumir
hafa nefnt hann „íslenskan Agde-
stein“ enda margt líkt með þeim
tveimur. Helgi er markvöröur í
unglingalandshðinu í knattspymu
en í skákinni vih hann heldur
sækja, eins og norski félagi hans.
Hér sjáum við árangursríka sókn
eftir vinstri kantinum úr skák í
flmmtu umferð.
Hvítt: Halldór G. Einarsson
Svart: Helgi Áss Grétarsson
Katalónsk byrjun
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2
Be7 5. Rf3 0-0 6. 0-0 b6
- en Helgi Áss veitir honum harða keppni
fft <>*« J
Helgi Ass Grétarsson er markvörður í unglingalandsliðinu f knattspyrnu
að sækja.
en við skákborðið líkar honum betur
DV-mynd JAK
Með þessum leik skiptir svartur
yfir í drottningarindverska vöm en
afbrigðið eftir 7. cxd5 exd5 8. Rc3
er áhtið eihtið hagstæðara hvítum.
Hahdór fer rólegar í sakimar og
svartur jafnar taflið.
7. Re5 Bb7 8. b3 Rbd7 9. Bb2 Dc8 10.
Rd2 c5 11. cxd5 Rxd5 12. Rxd7 Dxd7
13. dxc5 Bxc5 14. Re4 Be7 15. Dd4 f6
16. Hfdl Had8 17. Rc3 Bc5 18. Dc4
DÍ7 19. Rxd5 Bxd5 20. Bxd5 exd5 21.
Dh4
Svartur hefur fengið stcikt peð á
d5 en virk staða hans ætti að vega
upp á móti. í síðasta leik virðist 21.
Dd3 eðlilegra.
21. - Hfe8 22. e3 Dg6 23. Da4!? h5!
Hleypur upp eftir vinstri kanti!
Svartur kærir sig kollóttan um a-
peöið; eftir 24. Dxa7 h4 og upp-
skipti á g3, vofir yfir fóm á e3. En
24. Ba3 hefði dregið vígtennumar
úr svörtum.
24. Bd4 Bd6!? 25. Bb2?!
Hvítur hefði mátt láta slag standa
og þiggja fómina. Eftir 25. Dxa7 h4
26. Dxb6 hxg3 (26. - h3 27. Db5 De4
28. Dfl) 27. hxg3 er ekki að sjá að
fóm á g3 gefi svörtum vinnings-
færi.
25. - Bb8 26. Dc6?
Tapleikurinn. Eftir 26. Hacl He4
27. Hd4 heldur hvítur stöðunni
saman.
26. - h4! 27. Hxd5 hxg3 28. hxg3
28. - Hc8!
Trúlega hefur hvítum sést yfir
þennan millileik áður en svartur
fómar á g3 sem gerir gæfumuninn.
Umsjón
Jón L. Árnason
29. Db7 Bxg3! 30. Kfl Bxf2! 31. Hd7
Dgl + 32. Ke2 Hxe3 + 33. Kd2 Bel +
Og hvitur gafst upp.
Rennum loks yfir stutta skák úr
fimmtu umferð þar sem vafasamt
byrjunarafbrigði varð svörtum að
falli.
Hvitt: Benedikt Jónasson
Svart: Áskell Örn Kárason
Spænskur leikur.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 f5
Sjaldséð afbrigði sem hefur ekki
hlotið náð fyrir augum fræði-
manna. Benedikt bregst rétt viö.
5. d4 exd4 6. e5! Bc5 7.0-0 Rge7 8. De2
Samkvæmt byijanabókum er 8.
Bb3 nákvæmari leikur en þá er
hvítur reiðubúinn að svara b7-b5
með a2-a4 að bragði.
8. - b5 9. Bb3 Ra5 10. Rbd2 d5?!
Eftir 10. - Bb6 11. Rg5? Rxb3 12.
Dh5+? g6 13. Dh6 Rc5 14. Dg7 HÍ8
15. Rxh7 Re6 (Pachman -
Hromadka 1944) rann sókn hvíts
út í sandinn en 11. a4! gefur hvítum
von um fmmkvæði.
11. exd6 frhl. Dxd612. Hel h613. Re5!
Svartur er kominn í mestu vand-
ræði. Hvítur hótar 14. Rf7 og einnig
15. Dh5+ og rústa stöðunni.
13. - Rxb3 14. Rxb3! Bb4
Ef 14. - 0-0 15. Rxc5 Dxc5 16. Rd3
og síðan fellur riddarinn á e7 og 14.
- KfB (beint gegn 15. Dh5+) strand-
ar á 15. Rxc5 Dxc5 16. Rg6+! Rxg6
17. De8 mát.
15. c3! dxc3 16. Dh5+ g6 17. Rxg6
Be6 18. Rxh8+ Kd7 19. Rf7 cxb2 20.
Bxb2
- Svartur gaf.
Taflfélag Kópavogs
Haustmót Taflfélags Kópavogs,
sem hefst 22. október nk. verður
nú með breyttu sniði. Aðeins verða
tefldar sex umferðir og stendur
mótið í fjóra daga - hefst á fimmtu-
degi en lýkur á sunnudegi. Um-
hugsunartími verður 90 mínútur á
30 fyrstu leikina og síðan 30 mínút-
ur til að ljúka skákinni. Skráning
á mótsstað og í síma TK á miöviku-
dögum og laugardögum og er öllum
heimil þátttaka.
Vetrarstarf TK er nú komið á
fulla ferð en öll starfsemi félagsins
fer nú fram í húsnæði þess að
Hamraborg 5. Hraðmót (5-15 mín-
útna umhugsunartími) verða á
miðvikudögum kl. 20 og á laugar-
dögum kl. 14 í vetur. Unglingaæf-
ingar veröa á þriðjudögum kl. 17
og á sunnudögum kl. 14 og hefst
starfið á morgun, sunnudag 4. okt-
óber. Áhersla verður lögð á að veita
viðurkenningar fyrir bestan árang-
ur í mótum og einnig fyrir ástund-
un. Einnig verður stefnt að því að
standa að fjölteflum, sveitakeppn-
um milli skóla o.fl. Haustmót ungl-
inga hefst síðan sunnudaginn 1.
nóvember kl. 14.
Fleira verður á dagskrá félagsins
í vetur. Fyrirhugaö er atskákmót 1
samvinnu TK, Taflfélags Hafnar-
fjarðar og Hellis í nóvember. Ungl-
ingameistaraót íslands, 20 ára og
yngri, verður haldið í Hamraborg-
inni 5.-8. nóvember. Þá hyggst TK
gefa út veglegt blað í október/nóv-
ember.
Aðalfundur Taflfélags Kópavogs
verður haldinn nk. fimmtudag, 8.
október, kl. 20 og eru félagar hvatt-
ir til að mæta og taka þátt í umræð-
um.
-JLÁ
(
í