Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Side 19
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992. 19 Kraftajötnar keppa um titilinn „sterkasti maður heims": Taka á þessu, strákar! Það hefur verið tekið kröftuglega heims, sem fram hefur farið hér á Trukkadráttur var við Tjömina, á á og vöðvarnir reyndir til hins ýtr- landi undanfarna daga. Keppnin útitaflinu í Lækjargötu var þollyft- asta í keppninni Sterkasti maður hefur farið fram á ýmsum stöðum. ing, í Bláa lóninu var keppt í burði, við Gullfoss voru steinÉdyfdngar og á Þingvöllum eru hlaup með Húsafellshelluna á dagskrá. Magnús Ver Magnússon hefur titil að verja. í keppninni en hann sigraði í fyrra. Það var mikill mannfjöldi saman kominn við útitaflið í Lækjargötu í hádeginu á fimmtudag. Þar fóru fram þollyftingar en keppendur áttu að lyfta kerru með mjólkur- brúsum og áfastri stöng með lyft- ingalóðum. Menn tóku hraustlega á en eftir því sem kerran varð þyngri heltust fleiri úr lestinni. Þannig fór til að mynda um Dan- ann Henning Thorsen, sem bölvaði og ragnaði og var hinn versti eftir að hafa gefíst upp við tæp 400 kíló. Magnús Ver virtist fara létt með allar þyngdir en lyfti þyngst 452 James Perry, Bandaríkjunum, er þyngsti maður keppninnar, vegur ein kílóum. Suður-Afríkumaðurinn 230 kíló. Þegar hann ætlaði aö tylla sér á hvítan plaststól og hvíla sig Badenhorst varð hins vegar sterk- sprakk stóllinn nánast undan honum með látum. Sat hann eftir það á astur á útitaflinu, lyfti 465 kílóum. steinhellum. Áhorfendur voru vel með á nót- unum og hvöttu kraftakarlana ó- spart, ekki síst þegar okkar maður gekk fram. í Bláa lóninu áttu menn að vaða út í, sækja sex 100 kílóa tunnur og koma þeim upp á pall í landi. Þar hafði Magpús Ver sigur, rétt á und- an Suður-Afríkumanninum. Bandaríkjamaðurinn James Perry, sem er þyngsti maður keppninnar, vegur 230 kíló, gafst upp í Bláa lón- inu og þurfti að sögn súrefni til að jafna sig. Hjalti Úrsus kynnti keppendur með aðstoð gjailarhorns og lét ýmis- legt skondið flakka. Á samskiptum kraftajötnanna milli greina mátti ráða að þar fóru ágætir félagar sem voru komnir til að hafa gaman af þessu, en auðvitað fýrst og fremst tilaðsigra. -hlh Um miðbik þoliyftingakeppninnar á útitaflinu í Lækjargötu var hlassið ekki meira en svo að Magnús Ver gaf sér tima til að brosa sínu breið- asta framan í áhorfendur. Eins og sjá má voru þeír vel með á nótunum. DV-myndir Brynjar Gauti Einn keppenda stakkst á hausinn í Bláa lóninu og sést hér skreiðast á fætur. Fjölmennt lið breskra sjónvarpstökumanna fylgist með keppninni og myndar hana frá öllum sjónarhornum. Þannig þurftu tveir myndatöku- menn að vera berfættir í lóninu meðan keppnin stóð þar yfir. Á efri myndinni má sjá Kanadamanninn Gregg Ernst ræða við sjónvarpsmenn en hann naut hylli áhorfenda fyrir víkingslegt útlit sitt og mikil öskur. HÚSEIGENDUR Nú er rétti tíminn til þess að gera klárt fyrir veturinn. Notið góða veðrið til þess að skipta um rennur og klæða steypta kanta og endumýja lofttúður. NYJA BLKKSMIÐJAN HF. gerir þér tilboð sem þú getur ekki hafnað. Vanti þig eitthvað af eftirfarandi, t.d.: □ Rennur og niðurföll. □ Blikkkanta á steypta veggi. □ Hettu á skorsteininn. □ Þakventla. □ Flashningar. □ Kjöljám og skotrennur. □ Þakglugga og þaklúgur. □ Útloftunartúður. □ Sparkplötur á hurðir eða stál á þröskuld. □ Útípóstkassa. □ Ruslarör. Taktu þá upp símtólið og hringdu í sima 681172. Við veitum fljóta og góða þjónustu. Opið 7.30-17.15. Einnig í dag, laugardag, frá 10.30-15.30. Nýja Blikksmiðjan hf., Ármúla 30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.