Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Side 23
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992. 23 dv_________Vísnaþáttur Hartog mikinn flestir fara „Hjá sjálfum sér fmnur maður helst þá eiginleika sem skipta máli.“ Það var danski rithöfundur- inn Frithiof Brandt sem komst þannig að orði en líklega eru þeir talsvert margir meðal íslendinga sem gætu gert þessi orð að sínum. Stökur þær sem hér fara á eftir renna stoðum undir þá skoð- un. Karl Sigtryggsson á Húsavík lýsir skemmtun á Sauðárkróki þannig: Á Sauðárkróki söngur bestur sálum veitir yl. Þar er enginn minni en mestur, minnstur er ekki til. og á síðan fast skot á Skagfirð- inga: Þegar flón sér hreykir hátt, heyrist Þingeyingur spyrja eins og ósjálfrátt: „Er það Skagfirðingur?" Haraldur Hjálmarsson frá Kambi í Deildardal í Skagafirði leggur þetta til málanna: Skýrir þykjast Skagfirðingar, skemmtilegt er þeirra vit. Held ég þó að Húnvetningar hafi meira sjálfsálit. Þorsteinn Magnússon frá Gil- haga: Margan hendir manninn hér, meðan lífs er taflið þreytt, að hampa því sem ekkert er og aldrei hefur verið neitt. Karl Ágústsson frá Grund í Borg- arfirði eystra orti um drýldinn mann: Má hann telja með þeim bestu, miklu viti er sáhn gædd, en sýnist vera, svona að mestu, sjálfsánægjan holdi klædd. Ekki veit ég með vissu hver fékk þessa ráðleggingu frá Karh Sig- tryggssyni á Húsavík og ágiskanir eru ekki við hæfi: Sértu að lækka, htih minn, láttu fækka hrekki. Þó að hækki haugurinn haninn stækkar ekki. Æðibunugangurinn hefur trú- lega gengið fram af Áma G. Ey- lands þegar hann kvað: Hart og mikinn flestir fara, fárra kröfur eru vægar, yrði margt hér auðveldara ef menn lærðu að fara hægar. Ari Guðmundsson frá Þúfnavöh- um í Eyjafirði hefur að líkindum verið að reyna að ganga fram af einhverjum þegar hann lét þessa vísu frá sér fara: Ég er snjah viö allt hvað er, enginn fahegar sig ber, ég er ofjarl ahra hér, enginn galh finnst hjá mér. Grimur Sigurösson, bóndi á Jök- ulsá á Flateyjardal í S-Þingeyjar- sýslu orti til manns sem barst mik- ið á: Jarðarinnar sértu salt, sem þú hyggst að vera, það hlýt ég að efa allt, eins og fleiri gera. Höfundur næstu vísu, sem ég veit ekki hver hefur verið, telur að ahur sé varinn bestur: Hætt er við að hróðurinn hljóti skjótt að týnast þeim, er miða manndóm sinn mest við það að sýnast. Nikulás Steingrímsson telur ó- maklegt lof varasamt: Lof ber títt af lasti keim, lim af sama stofni runnið, er heimurinn fer að hæla þeim sem hafa htið til þess unnið. Kristján Ólason, skrifstofumaður á Húsavík, yrkir svo um þá sem aldrei efast um sjálfa sig: Aðdáun og undrun hafa aukið hjá mér jafnt og þétt þeir sem aldrei eru í vafa og alltaf vita hvað er rétt. Ekki veit ég hver hefur fengið þessa kveðju frá Braga Björnssyni frá Surtsstöðum: Þótt ekki sértu iha gerður, eigir gilda sjóði vits, ertu tæpast viðtalsverður vegna mikhs sjálfsáhts. Bjarni Jónsson frá Gröf: Endalaust ég ahtaf finn annarra sálir grunnar. Ég er sjálfur, manni minn, miðja tilverunnar. Knútur Þorsteinsson, kennari frá Úlfsstöðum í Loðmundarfirði, sendi einhverium þessa kveðju: Þó þú létir hvert um hlað hreykinn ljós þitt skína, varstu oftast einn um það að eygja snihi þína. Sverrir Stormsker er sjálfum sér nógur og þarf ekki að leita th ann- arra: Vísnaþáttur Ég endurtek mig ekki og eigin leiðir fer. Ég er aðeins undir áhrifum frá mér. en gerir sér ljósa grein fyrir hvernig málum er almennt háttað: Flest hér virðast feta sama stig, fæstir vhja að náunganum hyggja. Jörðin snýst í kringum sjálfa sig, sömuleiðis þeir sem hana byggja. Og um þaö mætti kannski segja að hann hafi þar hitt naglann á höfuðið - eða hvað? Torfi Jónsson Bók þarf ekki MMÍÍÍ 2000 krónur til að vera góð. Sjfehael heldur lesendunum föngnum frá fyrstu síðu til hinnar síðustu. Samnefnd kvikmynd efflr sögunni verður sýnd í Regnboganum. FEMMUSAG ÚRVALS ‘: k'i m £ X&.. w ■ r Ahr . , \ . / * *•' f f '«Bk; «| \ JSk ' vfljr jf. &ST - { jB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.