Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1992. Fréttir Efnahagsaðgerðir ríkisstjómarinnar: Gengi krónunnar er fallið um 6 prósent - tekjuskattur hækkar, hátekjuskattur en ekki fjármagnsskattur Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar ákvað á fundum í gærkvöldi og í nótt að fella gengi íslensku krónunn- ar um sex prósent. Þá var ákveðið að afnema aðstöðugjald, setja á há- tekjuskatt, lækka útgöld ríkisins um tvo milljarða frá því sem ákveðið var fyrr í vetur, lækka bindiskyldu bank- anna auk annarra aðgerða. Fallið var frá fyrri hugmyndum um að setja skatt á fjármagnstekjur. „Það vom ekki allir sáttir en ég held að ég meti þetta rétt þegar ég segi að við höfum ákveðið að standa saman sem heild,“ sagði einn af þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins, eftir að aðgerðimar höfðu verið ræddar á þingflokksfundi hjá sjálfstæðis- mönnum í nótt. Fundur þeirra stóð aðeins í rúma klukkustund. Þing- flokksfundur Alýðuflokksins var tveimur tímum lengri, eða rétt um þijár klukkustundir. Þingmenn Al- þýðuflokksins vom þöglir að loknum fundi. „Þetta er greinilega ekki biíið,“ var það eina sem einn þeirra vildi segja. Gengið fellt þrátt fyrir allt Sem fyrr segir var gengi íslensku krónunnar fellt um sex prósent. Dav- íð Oddsson forsætisráðherra og Frið- rik Sophusson fjármálaráðherra vildu fátt um aðgerðimar segja og sögðu að aðgerðimar yröu kynntar á Alþingi í dag en samkvæmt dag- skrá hefst þingfundur klukkan hálf- tvö í dag. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra hefur hingað til hafnað gengisfellingu alfarið en að loknum þingflokksfundi um kiukkan fjögur í morgun sagði hann að gengi ann- arra gjaldmiðla hefði fallið á síðustu dögum. Hann sagði einnig að þing- flokkurinn hefði verið sammála um aðgerðimar. DV hefur heimildir fyr- ir því að aðgerðimar, eða aRa vega hluti þeirra, hafi falhð í grýttan jarð- veg í flokknum. Jóhanna Sigurðar- dóttir átti hvað erfiðast með að kyngja aðgerðunum og mun henni hafa falhð sérstaklega illa að þurfa að draga saman í húsbréfakerfinu. Að loknum þingflokksfundi sagðist Jóhanna ekki tala við blaðamenn. Aðstöðugjaldið út, skattur á hátekjur en ekki fjármagn Ákveðið er áð fella aðstöðugjöldin niður. Sveitarfélögunum verður bætt tekjutapið að stærstum hluta, en ekki að öllu eftir því sem heimild- ir DV herma. „Þetta verður gert með þegjandi samkomulagi viö sveitarfé- lögin,“ sagði einn þingmannanna í nótt. Meðal þess sem gert verður er hækkun tekjuskatts um eitt og hálft prósentustig og rennur sú hækkun til sveitarfélaganna. Þaö dugar ekki á móti tekjutapinu vegna missis að- stöðugjaldanna en fleira mun koma til. Ekki náðist samkomulag um að setja á fjármagnstekjuskatt og fór það illa í margan kratann, sam- kvæmt því sem heimildir DV herma. Hins vegar náðist samkomulag um hátekjuskatt og verður miðað viö tekjur einstakhngs upp á 200.000 krónur á mánuði en 400.000 krónur fyrir hjón. Ákveðið var að skera útgjöld ríkis- ins niður um tvo milljarða umfram það sem áður var ákveðið. Útfærsla á með hvaða hætti það verður gert er óákveðin. Þá var ákveðið að lækka bindiskyldu bankanna við Seðla- bankann og eins verða dráttarvextir lækkaðir. Þetta á að lækka vexti. Svörin til þingmanna í dag „Við fengum ekki endanlegar nið- urstöður af því hvað hvert og eitt atriði gerir nákvæmlega. Það vantar okkur alveg,“ sagði einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Davíð Oddsson mun svara því í dag sem hann gat ekki svarað á þingflokksfundinum í nótt en það eru aðallega spurningar um hvað hvert og eitt atriði þýðir í raun. Sem fyrr segir verða aðgerð- imar kynntar fyrir Alþingi í dag og eins verður blaðamannafundur í dag. -sme/-pj Friðrik Sophusson, Davið Oddsson og Gelr Haarde við upphaf þingflokksfundarins. Ráðherrarnir kynntu aðgerðirn- ar en umræður urðu ekki miklar - alla vega ekki háværar - þar sem andstaða gegn þeim virðist ekki vera mikil innan þingflokksins. DV-mynd ÞÖK Atburðarásln í gær og í nótt: Dagskrá ráðherranna sprakk enn og aftur - þingmennimirbiðuogbiðu Gærdagurinn var afdrifaríkur í ís- lensku efnahagslífl og stjómarflokk- amir höfðu í nógu að snúast. Fram eftir'degi ræddu forystumenn flokk- anna við sérfræöinga sína, aðila vinnumarkaðarins og sín á rnilli. TUlögumar vom tilbúnar í stómm dráttum og ríkisstjómafundur var boðaður klukkan sex í gærkvöldi. Honum var frestað til átta og þing- flokksfundir boðaöir klukkan tíu í alþingishúsinu. í stjómarráöinu var reiknaö fram og til baka, menn rædd- ust einslega við en í þinghúsinu söfn- uöust þingmenn flokkanna saman. Biðin var löng, menn slógu á létta strengi og framkvæmdastjóri þing- flokks Sjálfstæðisflokksins náði í taflborð. Loks fimmtán mínútmn eftir mið- nætti komu ráðherramir niður á Alþingi og þingflokksfundir hófust. Rúmri klukkustund síðar komu sjálfstæðismenn út, höfðu gengið frá sínum málum en Davíð varðist allra frétta, gaf aðeins upp aö gengið hefði verið fellt um 6 prósent. Kratamir sátu rúmum tveimur tímum lengur en þegar klukkan var að verða fjögur í morgun fóra þeir að tínast út, allir nema ráðherramir þrír og Össur. Nokkm síðar kom Jón Baldvin og tilkynnti aö flokkurinn hefði samþykkt tillögumar. Klukkan var orðinn íjögur um morgun. sme/pj Jóhanna Siguröardóttir: „Ég tala ekki við blaðamenn" - eftirátakafundhjákrötmn „Ég tala ekki við blaðamenn á þessari stundu," var það eina sem Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra vildi segja að loknum þing- flokksfúndi Alþýðuflokksins seint á fjórða tímanum í nótt. Heimildir DV herma aö Jóhanna hafi tekið þessum aðgerðum verst allra - aUa vega verst af ráðherrunum. „Þaö er ekkert nýtt ef liggur ifla á henni,“ sagði einn samflokksmanna hennar. „Er hún ekki aUtaf reið?“ sagði annar krati í nótt. Ekki fór á milti mála að til orðaskipta kom á þingflokksfundi kratanna. „Það er varla hægt að segja að menn hafi rifist, aUa vega ekki af neinum krafti," sagði einn þing- manna Sjálfstæðisflokksins eftir þingflokksfundinn í nótt. „Það er mismunandi hversu timbraðir menn verða,“ sagði annar þingmaður Sjálf- stæðisflokksins þegar hann var spurður hvort eining hafi verið með- al þingmannanna. Ráðherramir vörðust allir frétta nema hvað Davíð Oddsson upplýsti það eitt að gengi krónunnar verði feUt um sex prósent og Jón Baldvin Hannibalsson sagði meðal annars að þingflokkur Alþýðuflokksins hafi veriö sammála en hann varðist að skýra nákvæmlega frá til hvaða að- gerðaverðurgripið. -sme/-pj Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson koma í þinghúsið skömmu eftir miðnætti í nótt. Þingmenn stjórnarflokkanna höfðu þá beðið ráöherr- anna í á þriðju klukkustund. Sjálfstæðismenn luku sínum þingflokksfundi á einum og hálfum 1ima en þingtiokkur Alþýðuflokksins fundaði í rúma þrjá tíma. DV-mynd ÞÖK Fimm til sex milljarðar - frá einstaklingum til fyrirtækja „Þaö er upphæð sem er á bilinu 5-6 mtiljarðar," sagði Jón Baldvin Hannibalsson þegar hann var spurð- ur að því hve miklar byrðar yrðu lagðar á einstaklinga til að létta und- ir með atvinnuvegunum. Hann sagði jafnframt að'stjómar- flokkana greindi á í niðurskurði. Al- þýðuflokkurinn hefði viljað ganga lengra og þá sérstaklega í landbúnað- armálum, flokkana greindi mikið á í landbúnaðarmálum. sme/pj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.