Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gaett. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ásmundur Stefánsson: Mikil vonbrigði Gyffi Kristjánssan, DV, Akureyri; Bjöm Grétar Sveinsson: Mikið áfall Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri; „Þetta er mikið áfall og ekkert nema kjaraskerðing eins. og gengis- fellingin sem við vorum búnir að lýsa yfir andstöðu við,“ sagði Bjöm Grét- ar Sveinsson, formaður Verka- mannasambands íslands, um efna- hagsráðstafanir ríkisstjómarinnar. Björn Grétar rak strax augun í að enginn skattur er lagður á íjár- magnstekjur og var óánægður.með það. „Ég er auðvitað ekki búinn að sjá ajlan pakkann en fyrstu viðbrögð mín em þau að ég er óánægður. Eg átti t.d..alls ekki von á gengisfelling- unni því ég hef það fyrir vana að taka mark á ábyrgum aðilum. Það var ekki að heyra á forsætisráðherra í gærkvöldi aö gengisfelling væri í burðarliðnum," sagði Bjöm Grétar og sagði að þessi tíðindi myndu ör- ugglega setja svip á þing ASÍ sem hófst á Akureyri í morgun. Fimmprósenta hátekjuskattur Fimm prósenta hátekjuskattur verður lagður á einstakiinga sem hafa yfir 200 þúsund á mánuði og hjón með yfir 400 þúsund. Þetta er ein af aðgerðum ríkisstjómarinnar sem verður tilkynnt í dag. Tekjuskattur skattgreiðenda með þessar tekjur verður því þannig . reiknaður að skatturinn er nú 39,85 . prósent, við bætist 1,5 prósenta hækkun á tekjuskattinum almennt og síðan 5 prósent þar ofan á í há- tekjuskatt. Þetta fólk borgar því sam- tals 46,35 prósent af tekjum sírnun í tekjuskatt. -HH Frjalst,ohaö dagblaö MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1992. „Þetta er ekki það sem við vonuð- umst eftir og það em mér mikil von- brigði að gengið skuli hafa verið fellt,“ sagði Ásmundur Stefánsson, fráfarandi formaður ASÍ, í morgun um efnahagsaðgerðir ríkisstjómar- innar. Ásmundur sagði það einnig mjög mikil vonbrigði að ekki yrði lagður skattur á fjármagnstekjur. Hátekju- skatturinn væri frekar siðferðilegt atriði í þessu máh en mikil tekjuöfl- unarleið en til þess hefði hann þurft að miðast við mun lægri tekjur. „Það er í grundvallaratriðum horf- ið frá okkar tillögum, sérstaklega varðandi fjármargstekjuskattinn og í heildina vantar mikið upp á að þetta sé eitthvað sem ég er sáttur við. Það . liggur alveg ljóst fyrir án þess að ég hafi séð þetta í heilu lagi,“ sagði Ás- mundur. LOKI Maður sleppur að minnsta kosti við hátekjuskattinn! Var að biðja um hjálp þegar sam- band rof naði Reynir Traustasan, DV, Flateyxú „Það kom gífurlegt högg á bílinn haígra megin, hann snerist á vegin- um og rann aftur á bak niður snar* bratta hliðina. Það var guðslán að hann valt ekki og stöðvaðist ofar- lega í snarbrattri hlíöinni. Ég dreif fólkið strax út úr bílnum og við forðuðura okkur. Við sáum hvar bíllinn stóð nánast lóðréttur í hlíö- inni, Maður hafði engan tíma til að verða hræddur, þetta gerðist á augabragði," sagði Magnús Kristj- ánsson, skipstjóri í Bolungarvík, sem lenti í því með fjölskyldu sinni að snjóflóð hreif bifreið þeirra I svokallaðri Kínn á Breiðadalsheiöi. Magnús hélt um hádegisbilið i gær frá ísafirði ásamt konu sinni, Hjördísi Guðmundsdóttur, og 10 ára syni þeii-ra. Farið var að snjó- flóði í Kinninni þar sem þau náðu í 14 ára son þeirra sem kom með bíl frá Þingeyri. Fjölskyldan var einungis komin nokkra tugi metra til baka þegar snjóflóð féll og festi bíl þeirra. Magnús var með bíla- síma og hringdi strax í lögregluna á ísafirði og tilkynnti um hvaö væri að gerast - hann væri fastur á milli snjóflóða. Lögi-eglan sendi bíl af stað til aðstoðar fólkinu. Um klukkan hálfíjögur, þegar fólkið hafði setið fast f rúma klukku- stund, féll svo seinna flóðið sem kastaðí bílnum út af veginum. „Við biðum í bílnum og ég hringdi i mann frá Vegagerðinni til að kanna hvort mögulegt væri að senda tæki upp til að koma bílnum úr þessari sjálfheldu en mér var hálfiUa við að skilja hann eftir. Ég var að tala við manninn þegai- flóð- ið skall á okkur. Sambandið rofn- aði og áður en við vissum af var allt afstaðið ogbíllinn kominn níð- ur. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef billinn hefði oltið. Ekkert okkar var í öryggisbelti því við höföum verið að reyna að losa bH- inn með þvi að ýta honum,“ sagði Magnús. Fjölskyldaa slapp án meiðsla. Veöriöámorgun: Snjókoma eðaél ■■■HM ' ‘41 Á hádegi á morgun verður norðlæg átt víðast hvar, rok norðvestanlands en annars held- ur hægari. Þurrt á Suðaustur- landi en annars snjókoma eða él. Veðrið í dag er á bls. 44 Þórarinn V. Þórarinsson: Of takmarkað- arráðstafanir „Þessar ráðstafanir eru takmark- aðri heldur en við heföum talið þörf á,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands, við DV. „Þessi gengisbreyting ér fyrst og fremst aðlögun að gengisfalli flestra Evrópumyntanna. Það er fyrst og fremst þýska markið og ennþá franski frankinn sem standa upp úr, meðan allt annað hefur fallið í kring. Gengi íslensku krónunnar hefur því verið að hækka undanfama mánuði og síðast nú um helgina, þannig að þessi gengisbreyting er afturhvarf til svipaðs hlutfalls og var. Það er ómetanlegt að loksins skuli hafa tekist skilningur á því að að- . stöðugjaldið eigi að fara út.“ -JSS Steingrímur: Gengisfellingin varstaðreynd „Eg var rétt að heyra af þessu og hef því ekki fengið heildarmat á þessu. Ég tel að gengisfellingin sé ekkert annað en að horfast í augu við staðreyndimar. En vegna þess hve það hefur dregist lengi að gera nauðsynlegar aðgerðir til styrktar atvinnuvegunum þá hlaut að koma að þessu,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins. -S.dór Kristín Ástgeirsdóttir: Ottast að aðgerð- irnardugiekki „Ég hef ekki átt þess kost að skoða og meta þessar aðgerðir. Það þarf maður að gera til að átta sig á hvort þær duga en ég óttast að svo sé ekki. Eins á maður eftir að sjá hvað rikis- stjórnin ætlar að gera til að skapa atvinnu, það er í mínum augum stóra máhð. Ég held að enda þótt þessar aðgerðir bæti eitthvað stöðu at- vinnufyrirtækja dugi þær ekki til að skapa ný atvinnustörf til að draga úr atvinnuleysinu. Gengisfellingin kemur' ekki á óvart, en menn verða að horfast í augu við staðreyndir," sagði Kristín Ástgeirsdóttir, þing- konaKvennalista. -S.dór Nýttgengi láekkifyrir Reynir Hugason, formaður Samtaka atvinnulausra, er hér að selja tindabikkju á Faxamarkaði um helgina. Samtök- in höfðu til sölu 19 tonn af tindabikkju og talsvert magn af síld á vægu verði. Allt seldist sem boðið var. DV-mynd Sveinn Gengisskráning var ekki tilbúin þegar DV fór í prentim í morgun. Bankaráð Seðlabankans sat þá á fundi og ekki var vitað hvenær gjald- eyrisafgreiðsla gæti hafist. ÖRYGGISKERFI fyrir heimili i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i 91- 29399

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.