Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1992. 41 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stórasviölökl. 20.00. DÝRIN í HÁLSASKÓGI eftir Thorbjörn Egner. Mlö. 25/11 kl. 16.00, uppselt, sun. 29/11 kl. 14.00, uppselt, sun. 29/11 kl. 17.00, uppselt, sun. 6/12 kl. 14.00, uppselt, sun. 6/12 kl. 17.00, uppselt, sun. 13/12 kl. 14.00, uppselt, sun. 13/12 kl. 17.00, uppselt. HAFIÐ eftirÓlaf Hauk Simonarson Lau. 28/11, uppselt, föstud. 4/12, lau. 5/12, nokkur sæti laus, lau. 12/12. KÆRA JELENA eftir Ljúdmílu Razumovskaju. Föstud. 27/11, uppselt, miövikud. 2/12, fimmtud. 3/12. Ath. Siöustu sýningar. UPPREISN Þrir ballettar meö íslenska dans- flokknum. Fimmtud. 26/11, siöasta sýning. Smiðaverkstæöið kl. 20.00. STRÆTI eftir Jim Cartwright. Mlðvlkud. 25/11, uppselt, fimmtud. 26/11, uppselt, lau. 28/11, uppselt, föstud. 4/12. lau. 5/12, miðvlkud. 9/12, lau. 12/12.. Ath. aö sýningin er ekki viö hæfi barna. Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn eftlr aö sýnlng hefst. Litlasviðiökl. 20.30. RÍTA GENGUR MENNTA- VEGINN eftirWiily Russel. Miðvikud. 25/11, uppselt, fimmtud. 26/11, uppselt, lau. 28/11, uppselt, fimmtud. 3/12, föstud. 4/12. lau. 5/12, fimmtud. 10/12, föstud. 11 /12. lau. 12/12. Ekki er unnt að hleypa gestum inn í sal- inn eftir aö sýning hefst. Ósóttar pantanir seldar daglega. Ath. aðgöngumiðar á allar sýningar greiöist viku fyrir sýningu ella seldir öörum. Miöasala Þjóðleikhússins er opln alla daga nema mánudaga frá 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Miöapantanirfrá kl. 10 vlrka daga í sima 11200. Greiöslukortaþj. - Græna linan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015. AMAHL og næturgestirnir eftir Gian-Carlo Menotti i Langholtskirkju Frumsýnlng 5. des. 1992 kl. 17.00. 2. sýning 6. des. 1992 kl. 17.00. 3. sýnlng 12. des. 1992 kl. 17.00. 4. sýning 13. des. 1992 kl. 20.00. Kr. 750 f. börn, 1200 f. fulloröna - Greiöslukortaþjónusta - Upplýsingar i síma 35750 ÓPERUSMIÐJAN v ' y ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ HAFNARHUSI Tryggvagötu 17, 2. hæð inngangur úrporti. Sími627280 „HRÆÐILEQ HAMIHQJA” eftir Lars Norén Sýningar hefjast kl. 20.30. Fim. 26. nóv. Lau.28. nóv. Fim.3. des. Fös. 4. des. Lau. 5. des. Sun. 6. des. Sýningin er ekki viö hæfi barna. Ath. Ekki er hægt að hleypa gestum i salinn eftir aö sýningin hefst. Miðasala daglega (nema mánudaga) f rá kl. 17-19 í Hafnarhúsinu, sími 627280. Miðpantanir allan sólarhringinn (símsvari). LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stórasvlðlökl. 20.00. DUNGANON eftirBjörn Th. Björnsson Föstud. 27. nóv. Síðasta sýning. HEIMA HJÁ ÖMMU eftirNeil Slmon. Fimmtud. 26. nóv. Laugard. 28. nóv. Örfá sæti laus. Fimmtud. 3. des. Laugard. 5. des. Síöustu sýningar fyrir jól. Litla sviðið Sögur úr sveitinni: eftir Anton Tsjékov PLATANOV OG VANJA FRÆNDI PLATANOV Fimmtud. 26. nóv. Laugard. 28. nóv. kl. 17.00. Fáein sæti laus. Föstud. 4. des. kl. 17.00. Laugard. 5. des. kl. 17.00. Siðustu sýningar fyrir jól. VANJA FRÆNDI Föstud. 27. nóv. Laugard. 28. nóv. Fáein sæti laus. Laugard. 5. des. Sunnúd. 6. des. Síðustu sýningar fyrir jól. Verð á báðar sýningarnar saman aðeins kr. 2.400. KORTAGESTIR, ATH. AÐ PANTA ÞARF MIÐA Á LITLA SVIÐIÐ. Ekki er hægt að hleypa gestum inn i salinn eftir að sýning er hafin. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir í sima 680680 alla virka daga frá ki. 10-12. Greiðslukortaþjónusta - Faxnúmer 680383. Leikhúslinan, sími 991015. Aðgöngumiðar óskast sóttir þrem dögum fyrirsýn. Munið gjafakortin okkar, frábær jóla- gjöf. Leikfélag Reykjavikur- Borgarieikhús. Safnadarstaif Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa þriðjudag kl. 10-12 og 13-16. Dómkirkjan: Mömmumorgunn þriðju- dag í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 12A, kl. 10-12. Feður einnig velkomnir. Grensáskirkja: Kyrrðarstund þriðjudag kl. 12.00. Orgelleikur í 10 mínútur. Fyrir- bænir, altarisganga og léttur hádegis- verður. Biblíulestur þriðjudag kl. 14.00. Sr. Halldór S. Gröndal annast fræðsluna. Kaffiveitingar. Hallgrimskirkja: Fyrirbænaguðsþjón- usta þriðjudag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Langholtskirkja: Aftansöngur alla virka daga kl. 18.00. Laugarneskirkja: Biblíulestur þriðju- dagskvöld kl. 20.30. Sr. Jón D. Hróbjarts- son ræðir um efnið: „Hvað segir Biblían um bænina?" Samverustundin hefst á bænastund i kirkjunni kl. 20.30 en þar verða sungnir Taizé söngvar. Neskirkja: Mömmumorgunn þriðjudag í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 10-12. Þórhalla Harðardóttir kennari heldur sýnikennslu í öskjugerð. Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgunn þriðjudag kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára þriðjudag kl. 17.30. Fimdir ITCdeildin Eik heldur fund í kvöld kl. 20.30 í Fógetanum, Aðalstræti 10. Kynning á Epal og efnum frá þeim. Fundurmn er öllum opinn. Upplýsingar gefur Edda s. 26676 og Jón- ína s. 687275. Hjjjjmwa Leikhús Leikfélag Akureyrar eftir Astrid Lindgren Laugard. 28. nóv. kl. 14. Næstsióasta sýning. Sunnud. 29. nóv. kl. 14 Síðasta sýning. Enn er hægt að fá áskriftarkort. Verulegur afsláttur á sýnlngum leikársins. Miðasala er í Samkomuhúsinu, Hafn- arstræti 57, alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýningu. Laugardaga og sunnudaga frákl. 13-18. Símsvari allan sólarhringinn. Greiöslukortaþjónusta. Simi i miðasölu: (96) 24073. Tnim ISLENSKA OPERAN __iiiii eftir Gaetano Donizetti FÁAR SÝNINGAR EFTIRI Föstud. 27. nóv. kl. 20.00. Örlá sæti laus. Sunnud. 29. nóv. kl. 20.00. örfá sætl laus. 3?w»vmemrw<w Miðasalan er opin frá kl. 15.00-19.00 daglega en til kl. 20.00 sýningardaga. SÍM111475. GREIDSLUKORTAÞJÖNUSTA. Tórúeikar Á einu máli í Norræna húsinu í kvöld verða útgáfutónleikar þeirra Að- alsteins Ásbergs Sigurðssonar og Önnu Pálínu Ámadóttur í Norræna húsinu, en fyrir skömmu kom á markaðinn plata þeirra Á einu máh sem hefur aö geyma fjölbreytta vísnatónlist með djass- og blúsívafi. Tónleikamir hefjast kl. 21. Tilkyrmingar Myndlist í íslenskri Ijóðlist í tengslum viö sýninguna „Orðlist Guö- bergs Bergssonar" mun Guðbergur flytja skyggnufyrirlestur „Ljóö: frá niöi til orða og myndar" í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í kvöld, mánudagskvöld kl. 20.30. Fyrirlesturinn fjallar um tengsl myndlistar og Ijóðhstar og gengur Guö- bergur út frá kveðskap Gríms Thomsen í erindi sínu. Veggurinn Höfundur: Ó.P. Menning Hamrahlíðarkórinn Tónleikar voru í Hallgrímskirkju í gær. Þar flutti Hamrahlíðarkórinn og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð kórtónhst. Stjórnendur voru Þor- gerður Ingólfsdóttir og Johan Duijck. Einsöngvarar voru Gunnar Ólafur Hansson, Þorgeir J. Andrésson og Bergþór Pálsson. Þá lék með Strengja- sveit Tónhstarskólans í Reykjavík. Á efnisskránni voru verk eftir Ales- sandro Scarlatti, Edvard Grieg, Thomas Jennefeldt og Benjamin Britten Undirritaður hélt áfram á þessum tónleikum prívatathugunum á hljóm- burði Hallgrímskirkju. Ljóst er að ómurinn er enn mikil þótt mikið hafi dregið úr honum við tilkomu orgelsins nýja og hinna nýju sæta. Hljómur- inn er hins vegar mjög fallegur. Húsiö setur mikinn svip á allan flutning Tónlist Finnur Torff Stefánsson og hefur tilhneigingu til að gera alla flytjendur hka. Svo virðist sem Mjóm- urinn sé mjög svipaður hvar sem setið er í kirkjunni og er það mikil kostur. Kórsöngur er sú tónhst sem nýtur sín einna best í hljómburði af þessu tagi en kammertónlist trúlega síst. Þau verk sem tíest nutu sín í flutningi Hamrahlíðarkórsins voru þau sem sungin voru a cappella, eins og ítalski lofsöngurinn, Alta Trinita beata, og Exultato Deo eftir Scarlatti. Fjórir sálmar Griegs hljómuðu einn- ig vel þótt ekki skari þeir neitt framúr sem tónsmíðar. Gunnar Ólafur Hansson söng þar einsöng og hafði fallleg hljóð og söng vel en stundum svolítið óhreint. Warning to the Rich eftir Jennefeldt er dálítið ungæðis- legt verk, en virtist höfða til kórfélaga ef til vill einmitt þess vegna. Það hljómaði mjög vel í flutningi og var hressilega flutt. Stærsta og viðamesta verkið á tónleikunum var Cantata misericordium eftir Britten. Þessu verki hentaði hljómburður kirkjunnar einna verst. Þar kemur til sögunnar strengjasveit ásamt tveim einsöngvurum. Þá er saga sögð og texti á latínu þurfti að heyrast vel svo unnt væri að fylgjast með atburðarás. Þetta vildi sumt renna saman í ómi hvelfingarinnar. Tónverk Brittens er vel gert og áhugavert og flutningurinn virtist vera mjög góður. í heild var frammistaða kórsins frábærlega góð og greinilegt að hvergi haíði verið af sér dregið í undirbúningi. Skýrleiki, styrkbreyting- ar og önnur blæbrigði voru öll eins og best verður á kosið: Aðrir flytjend- ur komust einnig vel frá sínu framlagi. Það er áberandi hve mikil söng- gleði geislar frá Hamrahlíðarkómum og ekki að efa að það kemur að miklum leyti frá hinum hrífandi sljómanda kórsins, Þorgerði Ingólfsdótt- ur. Kirkjan var full út að dyrum og væri gaman að vita hve marga hún tekur í sæti. Menning Fagurt leikið á fiðlu Tónhstarfélagið í Reykjavik í félagi við Tónhstar- skólana í Njarðvík og Keflavík hélt tónleika í íslensku óperunni á laugardag. Þar lék Martynas Svegzda-von Bekker frá Litháen á fiðlu við undirleik Guðríðar Sig- urðardóttur á píanó. Á efnisskránni vom verk eftir Giuseppe Tartini, Sergei Prokofiev, Johannes Brahms, og Maurice Ravel. Verkefnin vom þannig vahn að þar mátti finna bæði verk sem byggjast á tæknilegri fæmi fiðluleikarans og dýpri verk þar sem túlkunarhæfileikar skipta mestu. Fyrsta verkið á tónleikunum var af fyrri teg- undinni, Djöflatrillssónatan eftir Tartini. Að vísu má heyra þar fallegar laglínur en aðalaðdráttaraflið er þó tækniþrautimar, tvígrip og trillur. Sónata í f moll eft- ir Prokofiev er hins vegar viðameira verk og íhugulla. Það verður að segjast um þetta verk eins og sum önn- ur eftir þennan fræga rússneska höfund að það er eins og það sé ekki fyllilega einlægt. Meira fer fyrir kunn- áttu og þjálfun en heilsteyptri sjálfstæðri sköpun. Verkið er aö sumu leytí. stæling á fiðlusónötu Shos- takovics og þótt það sé jafnvel fallegra á ytra borði er það mun lakara þegar allt er skoðað. Sónata Brahms í G dúr er að þessu leyti alger andstæða verks Prokofi- evs. Bæði verkin eiga það sameiginlegt að vera samin í síðrómantískum anda. Hins vegar er verk Brahms í senn dýpra, flóknara og aðgengilegra. Hinn þýski meistari hleður ekki flækjum sínum á yfirborðið. Þær em í undirlögunum og í byggingunni. Tórúist Finnur Torfi Stefánsson Tzigane eftir Ravel er eitt af þessum tækniþrauta- verkum fyrir fiölu. Gallinn er sá að yfirleitt era það sömu brellumar sem menn em að fást viö og flestar þeirra komu þegar fram hjá Paganini. Von Bekker spilaði yfirleitt ipjög fallega á tónleikun- um. Hann hefur góðan tón, með miklu loftí, eins og fiðlarar kalla það. Tæknikunnátta hans er góð þótt ekki sé hún í heimsmeistaraklassa. Margt í túlkuninni gerði hann miög vel. Það sem helst vantaði stundum var meiri kraftur og sannfæring. Guðríður Sigurðar- dóttir komst mjög vel frá sínu hlutverki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.