Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1992. 17 Sviðsljós DV Meiming The Maddest Axeman Það er ævinlega fengur þegar menn, sem staðið hafa framarlega í mikilli atburðarás á tímamótum í þjóðlífi okkar, rekja æviferil sinn. Helgi Hallvarðsson, einn af kunnustu skipherrum íslensku Landhelgisgæslunnar, hefur nú látið frá sér fara æviminningar. Á bókarkápu segir: „Helgi Hallvarðsson er sá af skip- herrum Landhelgisgæslunnar sem hvað harðskeytt- astur og áræðnastur var sagður heima og erlendis á dögum landhelgisstríðanna. Titilhnn „The Maddest Axeman" var ekki bara gam- anyrði í munni breskra herskipaforingja heldur var hann hka blandinn taisverðri lotningu. Helgi er sú manngerð, sem með erlendum þjóðum hefði safnað að sér heiðurspeningum, krossum og stjörnum á víg- velli, en þess í stað hefur Helgi uppskorið þakkarhug og virðingu landa sinna.“ Bókmenntir Guðmundur G. Þórarinsson Bókin er skrifuð í fyrstu persónu, skráð af Atla Magnússyni. Hún er rituð af glettni, stimdum gáska, skemmtileg aflestrar og oft fróðleg. Helgi lýsir uppvaxtarárum sínum í vesturbænum, á Seltjamamesi og á Hrísateig. Hann hefur snemma verið úrræðagóður, bar út og seldi blöð, setti jafnvel á fót sjoppu og vildi hkjast hinum foma kappa og garpi, Helga Hahvarðarssyni, nafna sínum. Helgi fór ungur til sjós og sjómennskuferill hans varð langur og merkur. Fróðlegast mun mörgum þykja að lesa frásagnir Helga frá vörn landhelginnar, oft í harðri baráttu viö Breta. Þar er greint frá návígi með orðum þess sem í eldhnunni stóð. Hinu skæða vopni, togvíraklippunum, var beitt af lagi og festu. 5. september 1972 khppti Ægir aftan úr fyrsta togar- anum og í janúar 1973 var búið að klippa aftan úr 15 togurum. Helgi khppti togvíra tveggja breskra togara sama morguninn á Austfjarðamiðum. Mörg bresk togarat- roh em á hafsbotninum við ísland. í maí birtust svo þrjár freigátur á miðunum og að þessu sinni búnar forneskjulegu vopni, járnbrautar- teinar stóðu aftur úr þeim eins og gaddar. Helgi talar oft tæpitungulaust í þessari bók. Hann lýsir óánægju skipherranna með bannið við töku tog- ara er aukin harka tók að færast í átökin á miðunum. Fjölmargar lýsingar bókarinnar eru sem fyrr segir sagðar með orðum manns sem var á staðnum og lýsa hugsunum og viðbrögðum manna sem standa í sjálfu öldurótinu. í bókinni lýsir Helgi og mörgum samstarfsmönnum sínum og samskiptum við þá. Oft er það gert í léttum dúr og gripin glaðværð og glettni augnabliksins. Mann- lýsingar eru erfiðar enda sagt að menn lýsi oft best sjálfum sér þegar þeir lýsa öðrum. Eftirminnileg er lýsingin á skipherra úr úteyjum, Gunnari Gíslasyni. Bókin „í kröppum sjó“ er góð viðbót við það sem ritað hefur verið um landhelgisstríðin og gefur auk þess lýsingar atburða og augnabhka sem þeir einir geta greint frá er upplifað hafa, innsýn í heim skipherr- Helgi Hallvarðsson skipherra í fullum skrúða. ans, viðhorf hans til samferðamanna og lífshlaup hans sjálfs. Bókina tileinkar Helgi konu sinni, Þuríði Erlu Erl- ingsdóttur. Helgi greinir af mikilli hreinskilni frá stjórnmálaaf- skiptum sínum. Ungur gekk hann í Heimdah og fram kemur skýrt í bókinni að hann hefur orðið fyrir von- brigðum með stjómmálavafstur sitt. Skipherrann, vanur í ólgusjó úthafsins, þar sem stutt getur verið milh lífs og dauða, segir um stjórnmálin: „Þegar menn sækja að tindinum æsast vindar og kólna.“ Refskákin á sér sínar leikreglur. Greinhegt er aö skipherrann telur dóttur sína hafa verið hart leikna í þeim hildarleik. En sáttur eigi að síður vinnur hann flokki sínum á leikvelh lýðræðisins. Og sjómaðurinn orðar átök stjórnmálanna þannig að „ásighngar bar að höndum úr þeirri átt sem síst skyldi“. Rétt er að gefa lesendum örhtla innsýn í ein- stakar lýsingar. „Skipti þá engum togum að Star Aquarius sveigði hart í stjórnborða og skall á bakborðshliðinni á Þór, þótt við reyndum að beygja undan. Mér leist ekki á blikuna og setti á fulla ferð. En þar með tók Lloyds- man við sér og kom öslandi, dró okkur uppi og gaf okkur svo vænt högg á bakborðssíðuna að skipinu snarhahaði. Höggin voru því meiri að stefni bátanna voru sérstaklega styrkt og vélarkraftur þessara þungu skipa mikill. Enn varð það okkur til bjargar að við vorum á fuhri ferð og veit ég ekki hvemig farið hefði annars." Þar með var ekki allt búið: „Lloydsman kom aftur askvaðandi og sigldi á okkur eina ferðina enn.“ „Hafði ég engar vöflur á en lét skjóta kúluskoti í stefnið á honum. Það buldi ógurlega í skipsskrokknum og þetta hreif: Allir dráttarbátarnir þrír lögðu á flótta.“ Bókin mun reynast mörgum góð jólalesning. Atli Magnússon í kröppum sjó Örn & Örlygur, 1992, 244 bls. AÐ SKOLA UR EFTIR HARÞV 0°'' L'Oréal BY APPOINTMENT TO THE ROYAL DANISH COURT ecco Loving Living Teg. 3763 Litur: Svart, glansandi leður, loðfóðraðir, m/slitsterkum gúmmísóla. Stærðir 37-42 Verð kr. 6.485 Borgarbókasafnið: Nýtt útibú íað Hólmaseli 4 ÚRVALS PIPARMYNTUKEX Laugavegi 41, sími 13570 Kirkjustræti 8, sími 14181 Borgarnesi, Brákarbraut 3, sími 93-71904 Borgarbókasafn hefur nú opnað útibú að Hólmaseli 4 og beinist þjónustan einkum að börnum og unghngum í Seljahverfi. Bóka- og tímaritakostur útibúsins er um 2.500 eintök en stefnt er að því að auka hann verulega á næstum árum. Markus Orn Antonsson borgarstjóri var að sjalfsogöu mættur þegar útibúið var opnað en til að kynna honum starfsemina voru starfsmenn Borgarbókasafns, þær Þórdís Þorvaldsdóttir, Bjargey Arnórsdóttir og Sólborg Pétursdóttir. DV-mynd Brynjar Gauti 0CCO Skóverslun Þórðar Teg. 3853 Litur: Svart, olíuborið leður, loðfóðraðir, m/grófum, slitsterkum gúmmísóla. Stærðir: 37-42 Verð kr. 7175,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.