Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1992. Útlönd Fara milli hótela Tveir menn hafa um helgina farið miJli hótela í Kaupmanna- höfn og sMpt fölsuöum sænskum þúsund króna seðlum. Vitað er að þeir hafa komið á tíu hótel en voru ófundnir þegar síðast frétt- ist Mennimir tala báðir ensku en lögreglan telur þó aö um Svía sé að ræöa. Þeir fara alitaf eins að; láta skrá sig í gistingu en eru farnir eftir fáar klukkustundir. Þá hafa þeir sMpt fjórum til sex þúsund sænsku krónum. Seðlamir eru mjög vel gerðir og ekki auðvelt að sjá á auga- bragði að þeir eru falsaðir. Syncgjandi huitdi bannaðað skemmta Eigandi kráar í Oldbury á Eng- landi hefur bannað manni nokk- um að láta hund sinn syngja á kránni. Hundurinn, sem gegnir nafninu John Major, söng Sin- atra-lagið My Way. Áö sögn fór söngurinn í taugamar á kráar- gestum. Riteau og Reuter Norsku og sænsku krónumar sterkar á gjaldeyrismörkuðum í morgun: Við verjum krónuna með kjafti og klóm - var boðskapur norsku ríkisstj ómarinnar eftir langan fund í gærkveldi „Genginu verður haldið fóstu með öllum ráöum,“ sagði í boðskap norsku ríMsstjómarinnar þegar fundi hennar um gengismálin lauk í gærkveldi. Tónninn í boðskap stjóm- arinnar var túlkaður sem svo að ætlunin væri að verja gengi krón- uimar með kjafti og klóm. LiðsauM hefur og borist frá Þýska- landi en þar þyMr mikils um vert að stöðugleiki komist á ný á gjaldeyris- markaöina eftir óróann í lok síðustu viku þegar sænska krónan var látin fljóta og féll um allt að 10%. Þegar byijaö var að skipta gjald- eyri á mörkuðum í Asíu í morgun virtist sem sænsku og norsku krón- umar stæðu sterkar. Sænska krónan hækkaði um eitt prósent í Singapore. Norska krónan stóð lakar og einnig sú danska. Hins vegar komu ekM fram merM um að gjaldeyrisbraskar- ar hefðu trú á miklu gengisfalh. Fjármálasérfræðingar í Noregi em enn efms um hvað gerist á gjaldeyris- mörkuðum í dag. Sumir úr þeirra hópi spá enn að hörð hríð verði gerð að gengi krónunnar og því verði að kaupa mikið af krónum til að halda gengi hennar uppi. Spákaupmenn gætu enn reynt að selja mikið af krónum af ótta við að gengið falli og reynt þannig að koma í veg fyrir tap vegna inneignar í norskum krónum. Norska ríMsstjórnin ætlar að grípa til sérstakra aðgerða til styrktar at- vinnulífmu. Álögur á fyrirtæki verða minnkaðar til aö koma í veg fyrir þrýsting af þeirra hálfu á gengisfell- ÍngU. NTBogTT Rikisstjórn Gro Harlem Brundtlands stendur í ströngu. Símamynd Reuter sína Umsjónarfélag einhverfra tileinkarþessa íslensku útgáfu öllum þeim íslendingum sem hafa trú á manneskjunni og möguleikum hennar. DYRNAR OPNAST er einstök og hrífandi bók sem lýsir leið Temple Grandin frá einangrun einhverfunnar til doktorsnafnbótar. Skringileg uppátæki, furðuleg framkoma, misskilningur og rangtúlkanir, þrá eftir ást og innri barátta í flóknum og yfirþyrmandi heimi. Lesandinn kynnist því hvernig undarleg áhugamál og þráhyggja einhverfunnar breytist í þautseigju er knýr fram sigur. Allt er þetta sett fram á skemmtilegan, fróðlegan og lifandi hátt. Þessi bók er ekki aðeins einstök fyrir þá sök að þar er einhverfu í fyrsta sinn lýst ítarlega frá sjónarhorni einhverfrar manneskju, heldur varpar hún nýju ljósi á styrk mannsins frammi fyrir erfiðleikum sínum. UMSJÓNARFÉLAG IPRRffi EINHVERFRA lltfgjlj Dreifing: Öm og Örlygur. Skútaíhnatt- siglingufundin mannlaus Skúta hnattsiglarans Michaels Plant fannst um helgina á hvolfi norður af Azoreyjum. Hún var mannlaus og er óttast aö Plant hafi farist. Hans hafði verið saknað í meira en mánuð. Plant ætlaði að sigla í kringum hnöttinn og lagði í haust upp frá Flórída. Hann sendi frá sér neyðar- kall á miðju Atlantshafinu en víðtæk leit bar ekki árangur. Nú um helgina sigldi flutningasMp fram á skútuna þar sem hún var á hvolfi í sjónum. Engin merki um skemmdir var að sjá á skútunni. Vatnslitamyndir Adolfs Hitiers seldustekki Ekkert boð kom í tuttugu vatnshta- myndir eftir Adolf Hitler þegar reynt var að selja þær á uppboði í Trieste á Ítalíu um helgina. Uppboöshaldar- inn sagði að blaöamenn og ljósmynd- arar hefðu einir sýnt myndunum áhuga en hugsanlegir kaupendur létu ekM sjá sig. EkM verður gerð önnur tilraun til aö bjóða myndimar upp í bráð. Myndirnar vom lengi í eigu nas- istans Martins Bormann og núver- andi eigandi þeirra fékk þær að gjöf frá ekkju hans. Myndimar vora málaðar skömmu fyrir fyrri heimsstyrjöldina og á þeim má sjá frægar byggingar í Vín- arborg og Munchen. Farþegum bjargaðúr brennandi þotu Öllum var bjargað úr Boeing 373 þotu þegar eldur kom upp í henni á flugvellinum í San Liús í Argentínu. Þotan eyðilagðist í eldinum. Um borð vom 110 farþegar auk áhafnar. Tveir slösuðust lítillega. Eldurinn kom upp eftir að hjóla- búnaður gaf sig þar sem verið var að aka þotunni milli flugbrauta skömmu fyrir flugtak. Annar væng- urinn rakst niður í brautina með miMu neistaflugi og þotan fór út af brautinni. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.