Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1992. Spumingin Ert þú farin(n) aö hugsa. til jólanna? Guöbjörn Gústafsson nemi: Nei, þaö er ég ekki farinn að gera. Agnes Sævarsdóttir ræstitæknir: Nei, það held ég ekki. Davíð Garðarsson námsmaður: Já, núna akkúrat í dag. Ingveldur Ágústsdóttir, starfsstúlka hjá sælgætisgerðinni Freyju: Já, það held ég bara, svolítið svona. Unnur Björnsdóttir nemi: Jú, ég er farin að hugsa mjög mikið um jólin. Lesendur Ný atvinnutæki- færi á íslandi Umtalsverðum rekstri verður aldrei komið á nema með utanaðkomandi fjármagni, segir hér m.a. - Bláa lónið við Svartsengi. G.H. skrifar: Mig langar til að vitna í grein sem ég las nýlega í einhveiju tímaritinu hér um Austurríki og þá miklu möguleika sem sjálf náttúran og aðr- ar aðstæður hafa fært Austurríkis- mönnum nánast á siifurfati til að efla atvinnustarfsemi í sínu landi. - En eru ekki fleiri lönd en Austurríki og mörg lönd Mið-Evrópu sem eiga ósnerta náttúru og náttúrufyrir- bæri? - Jú, mikil ósköp. En dægur- þras, vangaveltur og skýjaborgir loka fyrir möguleikana á að nýta þessa möguleika. í Austurríki streymir úr iðrum jarðar vatn sem líklega hefur fallið til jarðar fyrir meira en 4000 árum. Vatnið inniheldur frumefni og gas, og nær þetta vatn alit aö 120 stiga hita. Þetta gas er nýtt ásamt jaröhit- anum fyrir heilsubótarlindir sem auglýstar eru grimmt og þúsundir manna sækja heim ár hvert. Hversu oft hefur ekki verið talað um að gera Hveragerði að heilsubæ á alþjóðlegan mælikvarða? Þegar það virtist úr sögunni fóru menn að huga að Svartsengi og hinu frábæra Bláa lóni. Sama virðist ætla að verða uppi á teningnum þar. - Dægurþras og vangaveltur um hveijir eigi aö gerast eignaraöilar, og hverjum megi treysta til að byggja upp nauðsynlega aðstöðu. Auövitaö verður hvorki þama né annars staðar byggt rteítt upp nema með erlendu íjármagni. Og þá vand- ast nú málið! Hér má ekki koma inn erlent íjármagn nema í formi lántöku sem fylgir óbærileg skulda- og vaxta- byrði fyrir almenning. Við íslendingar eigum ótal mögu- leika, ekki síður en t.d. aðrar Evr- ópuþjóðir, en við ætlum aldrei að skflja aö það er okkur ofviða, svo fámennir sem við erum, að koma af stað umtalsverðum rekstri nema að fá utanaðkomandi fjármagn sem er alfarið í eigu útlendinga. Aðstöðu og skflyrði getum viö útvegað að kostn- aðarlausu og það ætti að vera okkar framlag. Atvinnutækifæri þarf að skapa hér og þau verða til vegna þessara framkvæmda, og halda áfram að vera tfl með því að sýna þá samvinnu og samstarfsvilja sem nauösynlegur er til að viöhalda slík- um rekstrarfbrmum og þeim við- skiptamönnum sem hingað myndu sækja. Bankarán í allra augsýn B.S. skrifar: Það var framið bankarán úti á landi fyrir u.þ.b. tveimur árum. Rán- ið var framiö um hábjartan dag að ölium starfsmönnum viðstöddum utan einum. Enginn hreyfði hönd eða fót enda hefði það ekki þýtt neitt. Stuldurinn stóð yfir í marga mánuði og fór ekki leynt. - Þetta var rán af þeirri tegund sem ekki er saknæmt að sumra mati. Ég sagði aö einn starfsmaður hefði ekki verið viðstaddur. Til þess voru gildar ástæður. Honum hafði verið sagt upp störfum. Yfirstjómendum bankans hafði hugkvæmst að nú þyrfti aö spara og þá var auövitað sjálfsagt að segja þeim upp sem styst- an hafði starfsaldur. Allt í góðu lagi meö það. - AUir sáu aö það var já- kvætt að bankinn héldi vel utan um fjármuni sína. Einn starfsmaður hafði hætt og þar höfðu eflaust sparast nokkur hundr- uð þúsund króna á ársgrundvelli. Skítt með þótt bankinn væri undir- mannaður og langar biðraöir löngum við afgreiðsluna. Það var þó alla vega búið að eyða mörgum milljónum tfl aö vel færi um nýjan bankastjóra, fyrst í nýrri íbúð og svo einbýlis- húsi. Eftir tvo mánuöi eða svo í nýju einbýlishúsi var bankastjórinn far- inn í annan banka í öðrum landa- fjórðungi. - Skyldi hafa þurft að eyða jafnmörgum milljónum í vistarverur handa honum á nýja staðnum? Þannig spara opinberar stofnanir á íslandi. Er nema von að þeir sem beijast í bökkum nú, þeir sem nán- ast svelta, vegna atvinnumissis séu sárir og undrandi? Er nema von að sumum verði á að kalla svona nokk- uð þjófnað? Hvenær kemur sá dagur að hætt verður aö meðhöndla al- menning í þessu landi eins og tusku- brúður, á meðan aðrir sópa tfl sín fjármagni í krafti valds og réttinda? - Er ekki komið nóg? Eiturlyfjasmygl og ábyrgð fjölmiðla n myndina að reyna þessa aðferð í stað þess að hryggjast yfir einstaklingn- um sem gerðist sekur um slíkt lög- brot eða kannski gleðjast yfir því að þetta magn nær ekki að verða ungu fólki að falli. Ástæðan fyrir handtökunni er að sjálfsögðu sú að viðkomandi hefur undir höndum eiturlyf sem getur eyðflagt og lagt í rúst líf ótal ungra manna og kvenna. Nær væri að und- irstrika að svo mikið magn dugi tfl að eyðfleggja líf t.d. 10-20 ungmenna og líf fjölskýldna þeirra um leið. En það tjón verður að sjálfsögðu ekki metið tfl fjár, hvað þá skaði þjóðfé- lagsins í heild þegar upp er staðið. Fjölmiðlar og fréttamenn innan þeirra hafa gífurleg áhrif og er ábyrgð þeirra mikfl. - Frétt, sem er sett fram eins og ég hef bent á í upp- hafi bréfsins, hefur ákveðin áhrif og ekki æskfleg. Það er hins vegar von mín að fréttamenn muni í framtíð- inni gera sér grein fyrir áhrifamætti sínum og reyna að nýta hann til að stuðla að æskflegri mótun og þróun þess samfélags sem þeir þjóna. Undanfarið ár og allt til þessa hefur það vakið athygli mína að frétta- menn, sem flytja fréttir af eiturlyfja- smygli, hafa eins og undirstrikað í lok fréttanna að svo og svo mörg kíló af hassi eða ööru dópi, sem um ræð- ir, sé svo og svo margra þúsunda eða milljóna króna virði í sölu úti á hin- um almenna eiturefnamarkaði. í þeim filvikum, sem aðfli er tekinn með ólöglegan vaming eins og þenn- an, er nauðsynlegt að mínu mati að ekki sé sífellt endurtekið hversu gróðavænleg þessi iðja sé. Ég yrði ekki hissa þótt ég heyrði að einhveij- ir af þeim sem eru í miklum kröggum og heyrðu slíka frétt fengju hug- Hringið í sima 632700 milli kl. !4og 16 -eða skrifið Naíh ogsímariri veröurað fylgjabréfum Eru gróðasjónarmiðln af eiturefna- sölu um of í sviðsljósinu? Samkennd Hrafnhfldur Guðmundsd. skrifar: Mannréttíndabrot og kvenna- kúgun, eins og birtíst okkur í máli tveggja lítilla telpna, ís- lenskra rfkisborgara, og móður þeirra, hlýtur að vekja samkennd og viðbrögð okkar kvenna á ís- landi gegn misrétti sem viðgengst á bömum og konum. Þegjum ekki þunnu hljóöi og látum ekki þetta viðgangast án þess að við allar sem ein fordæm- . um slíkt framferöi. Sendum tyrk- neskum dagblöðum mótmæli okkar gegn þessum mannrétt- indabrotum eins oft og þurfa þyk- ir. - Ég skora á konur hvar sem þær vinna, einnig á kvennalista- konur, aö semja, fyrir hönd ís- lenskra kvenna, álit á þessu broti gegn íslenskum rikisborgurum í Tyrklandi og senda tyi-kneskum dagblöðum. Það gæti iíka hjálpað þarlendum bömum og konum ef við létum vel i okkur heyra gegn misréttinu. - Svíkjum ekki litlu stúlkumar um samstöðu í þessu mannréttindamáli. ,iDagpeningar“ Kristinn Sigurðsson skrifar: Það hefur nú komlð fram, svart á hvítu, oitar en einu sinni og oft- ar en tvisvar aö „dagpeningar" ráðherra virðast næstum því vera gjafafé þvi þeir þurfa t.d. ekki að greiða hótelreikninga sína með dagpeningunum. Auk þess fá eig- inkonur ráðherra hálfan dagpen- ingaskammt ferðist þær með eig- inmönnunum. Hér er um að ræða stórfé sem ég held að verði nú að stöðva greiðslu á ef ekki á fullkomnlega að sjóða upp úr hiá hinum al- mennu borgunun landsins. Það væri fróðlegt aö vita nákvæmlega hvar þetta dagpeningakerfl fyrir ráðherra gildir. Alliafaðrir -ekkiviðl Helga Sig. hringdi: í sambandi við forræðismál dætra þeirra Sophiu Hansen og Halims A1 hins tyrkneska finnst mér einkennilegt hve obbinn af fólki getur verið ósanngjam í umræðunni. Fólk segir sem svo að það sé réttlætismál að telpum- ar fái að vera hér hjá móður sinni. En er þetta rétt? Hefur ekki ein- mitt verið barist fyrir því að faðir- inn eigi lika sinn rétt? Hann veit sem er að fari telpumar hingað heim fengi hann þær ekki aftur, líkt og þær fást ekki hingað nú. - En það er eins og við íslendingar viljum alltaf varpa sökinni á aðra, við eigum aldrei neina sök! Jóhannes skrifar: Ofangreind fýrirsögn birtist í blaöi nýlega. Sagt var að menn væm að ræða málið og formaður Kaupmannasamtakanna taldi þetta þetta þess viröi að skoða. - Vonandi sýna nú kaupmenn hvað í þeim býr. - Mér dettur hins veg- ar ekki í hug að kaupmenn hafi þann manndóm til að bera að þeir leggi í svona nokkuö. - Þeir vflja frekar kvarta og kveina og óska eftir að ríkið „skapi skilyrðin" eins og nú er í tísku að krefjast. Eorsetiog forrædismálið í forræðisdeilu um dætur Sop- hiu Hansen og Halims A1 hefur enginn fariö ffam á að forseti ís- lands beiti sér fyrir lausn málsins. - Þótt sendiherra íslands ræði \úð forseta Tyrklands hefur það ekki sömu áhrif og ef forsetar landanna ræddust viö beint. - Þetta ættu baráttusamtök fyrir að fá telpum- ar heim að leggja áherslu á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.