Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Side 16
 FÉLÖG, FYRIRTÆKI, SAMTÖK OG HÓPAR MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1992. Merming Diddú í Litháen en þar var hluti nýrrar geislaplötu henn- ar tekinn upp. Gunnar Guöbjörnsson og Jónas Ingimundarson flytja íslensk lög á nýrri geislaplötu. Tökum að okkur að sjá um jólaböll og útvegum allt sem til þarf á gott jólaball. Uppl. og pantanir tíman- lega í síma 621643 alla daga vikunnar fyrir kl. 23.00. Aukablað Bókahandbók 9. desember nk. kemur út Bókahandbók DV með upplýsingum um þær bækur sem gefnar eru út fyrir jólin. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í bókahandbókinni, vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í sima 63 27 22. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladag- ur auglýsinga er fimmtudagurinn 3. desember. ATH.i Bréfasími okkar er 63 27 27. ÍSLENSK / M HUSGOGN MIKIÐ ÚRVAL AF HORHSÓFUM OQ SÓFASETTUM. SÉRSMÍÐUM HORNSÓFA EFTIR MÁLI. Verð frá kr. 77.400 stk. % húsgögn FAXAFENI 5, SÍMI 674080 - 686675 Gróska í útgáfu á klassískri tónlist: Sigrún og Selma leika sönglög og Diddú syngur aríur Eins og ávallt fyrir jólin er mikið líf í plötuútgáfu. Stóru fyrirtækin Steinar hf. og Skífan hafa þegar sent frá sér mestallt sitt efni og þar með er talið klassískt efni. Steinar hf. gef- ur út þijár klassískar geislaplötur og ber þar fyrst að telja Ljúflingslög. Á þeirri plötu er tuttugu og eitt söng- lag þar sem Sigrún Eðvaldsdóttir leikur á fiðlu og Selma Guðmunds- dóttir á píanó. Það er Atli Heimir Sveinsson sem hefur útsett þessi lög sem flestir kannast við. Hugmyndina að þessari útgáfu átti Árni Tómas Ragnarsson og kviknaði hún nokkru eftir aö Sigrún og Selma gáfu út geislaplötuna Cantabile vorið 1991. Leitað var til Atla Heimis Sveinssonar og hefur honum tekist einkar vel upp í útfærslum sínum. Dregur hann fram marga nýja þætti í þessum þjóðkunnu lögum en er á sama tíma trúr hinni upphaflegu gerð þeirra. Á sinni fyrstu einleiksplötu leikur Selma Guðmundsdóttir píanóleikari ýmis píanóverk eftir íslenska og er- lenda höfunda. Hljóðritunin var gerð við mjög óvenjulegar aðstæður en Selma kaus að hljóðrita efni plötunn- ar við kertaljós að kvöldlagi á heim- ili sínu, Vesturgötu 36b í Reykjavík, og leika á sinn eigin flygil. Með þessu móti tókst henni að skapa persónu- lega stemmningu. Þriðja geislaplatan, sem Steinar hf. gefur út með klassísku efni, er með Gunnari Guðbjömssyni óperusöngv- ara og Jónasi Ingimundarsyni píanó- leikara þar sem þeir flytja tuttugu og sex íslensk sönglög eftir nokkur af þekktustu tónskáldum okkar. Gunnar hefur verið fastráðinn við óperuhúsið í Wiesbaden í Þýskalandi undanfarin tvö ár og endurnýjaði nýlega samning sinn til tveggja ára. Hann hefur aðallega starfað erlendis frá því hann lauk námi en komið hingað til lands öðru hvoru og haldið tónleika og hlotið mikið lof fyrir söng sinn. Skífan gefur út fyrstu sólóplötu Sigrúnar Hjálmtýsdóttur sem heitir einfaldlega Diddú. Eru það sjálfsagt margir sem hafa beðið efúr þessari geislaplötu. Áður en Sigrún hóf óperusöngnám var hún ein vinsæl- asta dægurlagasöngkona landsins og hefur söngur hennar vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis þar sem hún hefur unniö til verð- launa. Á plötunni syngur Sigrún bæði með Sinfóníuhljómsveit ís- lands, undir stjóm Roberts Staple- ton, og Fílharmóníu Litháens, undir stjóm J. Domarkas og Teije Mikkel- sen. Þrettán lög em á plötunni, að langmestu leyti aríur úr þekktum óperum. Hefur Sigrún flutt sumar aríumar á sviði. Sinfóníuhljómsveit íslands og Sig- rún Hjálmtýsdóttir koma einnig við sögu á annarri plötu sem Skífan gef- ur út, sannkallaðri jólageislaplötu sem heitir Hvít jól. Þar leikur Sinfón- ían lög sem em jafntengd jólunum og jólasveinninn. Með hljómsveitinni syngur Sigrún Ave Maria og Kór Öldutúnsskóla syngur með hljóm- sveitinni Nóttin var sú ágæt ein og Bjart er yfir Betlehem þar sem Hild- ur Guðnadóttir syngur einsöng. Önnur lög leikur hljómsveitin. Má þar nefna Heims um ból, White Christmas og Holy Night. Alls eru lögin íjórtán. Þá er vert að vekja athygli á þeim geislaplötum Sinfóníuhljómsveitar- innar sem Chandos í Englandi hefur gefið út og hafa fengið mjög góða dóma í mörgum erlendum tónlistar- tímaritum, meðal annars Gramo- phone og Classic CD. Fleiri klassísk- ar geisíaplötur eru væntanlega fyrir 'jólin og má þar nefna plötu með Kór Langholtskirkju. -HK Lesið upp úr bréfum Jóhanns. í bakgrunninum má sjá málverk af Jóhanni Jónssyni. Lesið í fyrsta skipti opin- berlega úr bréfum Jóhanns Það ríkti stemning frá fyrstu ára- tugum aldarinnar á kaffihúsinu Sól- on íslandus þegar lesiö var í fyrsta skipti opinberlega úr bréfum Jó- hanns Jónssonar skálds enjþau eru nú komin á bók. Bréf þessi skrifaði skáldið til æskuvinar síns, Friðriks A. Friðrikssonar, síðar prests á Húsavík, en þau fimdust fyrir tilvilj- un norður á Húsavík á liðnu vori. Bréf þessi eru óvænt viðbót við verk Jóhanns en honum auðnaðist aðeins aö gefa út eina Ijóðabók áður en hann lést úr berklum fyrir aldur fram, árið 1932. Jóhann orti hins veg- ar mikið og las upp á sérstökum bók- menntavökum í Þýskalandi er hann dvaldi þar viö nám og störf. Bókin með bréfum Jóhanns Jónssonar ber heitið Undarlegt er líf mitt og það er Vaka-Helgafell sem gefur hana út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.