Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1992. Menning_________________________________ dv Þögul söguhetja Þessi skáldsaga segir frá ungum manni sem lengstum virðist vera í Reykjavík. Hann fer þar mikið um kafBhús, sýningarsali og fundarsali, síðan umhverfis landið ásamt vini sínum. Þeir pretta þar sértrúarsöfnuði, þó aðallega til að fá fæði og gistingu, einnig þykjast þeir ætla að selja unglingum fíkni- efni en snúa svo við blaðinu og predika gegn slíkum efnum. Þá er söguhetjan komin út á fiskibát, síðan kemur löng hugleiðing um umhverfismál. Næst er hann meðal bama sem lifa á öskuhaugum einhvers staðar í þriðja heimimnn. Þeim skilar hann til ís- lands og hlýtur fangelsi og pyntingar fyrir, en loks fellur allt í ljúfa löð. Persónur Aðalpersónan heitir oftast „Sonur skugg- ans“, en stundum „Skugginn“, jafnvel eru bæði heitin notuð á sömu bls. Aörar persón- ur eru kallaðar: „Náttúruguðinn, skáldkon- an, myndlistarkonan, uppeldisstúdínan." Allar persónumar em dauflegar enda koma þær aðallega fram í frásögn og hugleiðingum sögumanns. Fyrir sögunni er stuttur formáli sem skýr- ir að með sérstökum leturmerkjum séu sýnd- ar hugsanir sem ekki séu orðaðar. Þetta helg- ast af því að aðalpersónan segir lengstum ekkert, en hugsar sitt, og tekur víst ekki eft- Bókmenntir Örn Ólafsson ir því að það kemst ekki út úr munninum á henni. Lesendum bókarinnar mætti þá þykja þessi persóna skemmtilegri en sögupersón- um, en þaö er þveröfugt, þær em með ólík- indum sólgnar í félagsskap þessa dauðyflis, t.d. reyna konur og karl við hann en aldrei sýnir hann nein viðbrögð. En hér er dæmi um hvað hann þá hugsar (bls. 144): „Að geta upplifað án þess að reyna er manninum lífsnauðsynlegur eiginleiki. Við höfum bara eina jörð til umráða, einn alls- heijar veruleika, og við höfum ekki ráð á að gera mistök. En við erum forvitnasta dýrið á jörðinni, horfumst spurul í augu við allt sem er og allt sem er horfir til okkar. Við verðum að geta prufað okkur áfram og lifað allt til fulinægjandi fullnustu. Við viljum reyna allt, líka að eyða jörðinni og sjálfum okkur. Við viljum reyna tor- tíminguna, spilhnguna, váskeyttar ástríð- umar og allt hið svokallaða háleita. Við léit- um inn á hinar hálu brautir ef við látumst ekki kannast við þær. o.s.frv.“ Hugleiðingar Ég býst við að lesendur kunni framhaldið eins vel og ég, það er þetta venjulega vistkerf- isfjas, sem maður er búinn að lesa þúsund sinnum, og hversu mikill sannleikur sem í því kann að felast, þá bæta svona útþvældar tuggur enga bók. En þær fylla u.þ.b. helming þessarar. Þetta þus gegnir þó engum tilgangi í framvindu sögunnar, ef um framvindu væri að ræða. Því síður hefur þetta nokkum tilgang í sjálfu sér. Vilji maður reka áróður fyrir málstað þarf að rökræða efnið kerfis- bundið og umfram ailt, gera það í fjölmiðlum þar sem það nær til fólks. Þar myndi hann líka heflast í eitthvað gagnorðara ef ekki frumlegra. Fahnn í skáldsögu eftir óþekktan höfund dettur málflutningurinn dauður nið- ur enda gæti hann steindrepið sögu sem væri mun líflegri að öðm leyti en þessi er. Einhverjum kann að þykja þetta óþarflega grimmdarlegur ritdómur um bók sem ókunnur höfundur gefur út sjálfur, engum til meins né mæðu (öðram en þeim sem þurfti aö lesa bókina). En því er þá til að svara aö hann óskaði eftir ritdómi og að þetta er fimmta bók hans. Hann hefði gjaman mátt fá viðbrögð fyrr og því ættu byijandi skáld að senda tímaritum verk sín, frekar en að gefa þau út sjálf. Bjaml Bjarnason: Til minningar um dauðann. Augnhvita 1992, 303 bls. Kynjasögur í þessari bók em sex smásögur, svipaöar að lengd, um 30 bls. Titillinn helgast af því að flestar em þær á einhvem hátt óraunverulegar. Ein segir frá því að guð skapaði Tarsan og Jane um líkt leyti og Adam og Evu, önnur rekur það að Snorri Sturluson hverfur frá því að vera engill á himnum og gerist - undir dulnefninu Arinbjöm - kennari í Reykholti til að hrekja vitleys- una sem skrifuö hefur veriö um hann. Víðar er vikið að kristinni kirkju, ein sagan segir frá Georg sem drap drekann og frelsaði jómfrú, þau fara síðan til íslands, eins og páfi í annarri sögu. Ádeila og boðskapur yfirgnæfir flest annað í sumum sögunum. Einna mest í „Riddari, jómfrú, dreki“, þar sem skáldfákurinn er notaður sem klyfjaklár fyrir þær fmmiegu upplýs- ingar að konur séu mannvemr, en ekki (skírlífis)hug- sjón holdi klædd. Vissulega eru þess mörg dæmi að málflutningur hafi lyft skáldskap á flug. En þó því aðeins að skáldið sé að glíma við raunvemlegan and- stæðing, en ekki eins og hér að búa til einhvem end- emisaula, tfi þess svo að slá hann niður á hverri síðu, með því að sýna hvað hann hafi rangt fyrir sér, ævin- lega í sama atriði. Sagan þróast ekki því þetta eru eilíf- ar endurtekningar. Svipað vandamál er á ferðinni í flestum sagnanna. T.d. sýnir „Þáttur af Pétri páfa“ hvað eför annað fram á að skírlífisboðskapur kirkj- unnar sé of einhliða. Þetta er aö ráðast til atlögu með miklu brambolti, eftir að hafa gengiö úr skugga um að andstæðingurinn sé ömgglega löngu steindauður og grafinn, þessi orrnsta stóð fyrir 50-100 árum. í síðasttalinni sögu er auk þess sífellt notuð sú gamal- kunna formúla fyrir gamansemi að láta upphafnar fig- úrur - hér páfa og kardínála - tala og hegða sér eins og íslenska alþýðumenn. Þetta gerði Jónas Hallgríms- son bara af meira ímyndunarafli og tilbrigðum, hér verður þetta þreytandi staðnaö og ófyndið. Svipuðu máh gegnir um misheppnaðar tilraunir Snorra Sturlu- sonar til að ná sambandi við íslenska nútiðarmenn, þetta er eilíf endurtekning á sömu andstæðum (einkum á málfari 13. og 20. aldar), engin þróun. Lítilmagnar Síðasta sagan ein þótti mér vel heppnast. Og þaö er Bókmermtir Örn Ólafsson lærdómsríkt að bera hana saman við „Norður og nið- ur“, sem hún á nokkuö sameiginlegt með. Báðar lýsa ungum karlmanni sem hefur tapað í lífsbaráttunni (a.m.k. a.n.l. í eigin augum í „Norður og niðurij. Það er allt stórkostlega ýkt í þeirri síöustu, „Sögunni af Svarra víkingi og Song Yong,“ en það sakar ekki, verð- ur fyrir bragðið dæmigert um fólkið sem alltaf verður undir, alltaf er troðið á. Munur sagnanna hggur þá frekar í sjónarhomi, því að í „Norður og niður“ fylgj- umst við náið með hugsunum söguhelju, síendurtek- inni þráhyggju hans. Það gefst ekki vel vegna þess hve einhhða persónan er, flöt. En í lokasögunni er sögu- maður í verulegri fiarlægð frá persónunum sem hann segir frá. Þannig kemst sagan hjá væmni, htilmagninn verður spaugilegur jafnframt því sem hann vekur samúð og verður dæmigerður fyrir viðleitni ahs fólks til að hljóta viðurkenningu, jafnframt kostulegu gríni um hkamsræktaræðið og aðrar hetjuhugsjónir sam- tímans. Þetta er líkt og í skáldsögu Böðvars, Bænda- býti, sem birtist fyrir tveimur árum og hlaut alltof htla athygh, það var ein af bestu skáldsögum sem birst hafa undanfarin ár á íslandi. Einnig hefur Böðvar sent frá sér góðar ljóðabækur og sú var tíðin að hann lagði mikla stund á leikritagerð. Höfundur er sem sé mjög fiölhæfur og óhætt að vænta miklu betri bóka frá honum en nú tókst tíl. Böðvar Guðmundsson: Kynjasögur Mál og mennlng 1992, 203 bls. AMORSDRAUMAR • OFBELDI • AST ANGELA LANSBURY • ÓTTI • VIÐEY FYRIRTÍÐAVANLÍÐAN • MENNINGARÁFALL AFBURÐANEMENDUR • ABIMAEL GUZMÁN og margt, margt fleira í nýjasta heftinu 'r Kristján Gíslason við fossinn Glanna í Norðurá. Ijúf ur árniður Sá kunni fluguhnýtari og laxveiðimaður, Kristján Gíslason, hefur sent frá sér bókina Og áin niðar, með undirtithnum Sögur og sitthvað um veiðar. Fyrir nokkrum árum gaf Kristján út bókina Af fiskum og flugum og las ég hana mér til ómældrar ánægju. Þessi nýja bók Kristjáns er jafnvel enn skemmtilegri aflestrar auk þess að vera uppfuh af fróðleik um laxveiðar, tæki og tól til þeirrar iðju og síðast en ekki síst um margar frægar íslensk- ar veiðiflugur og uppskrift þeirra. Oft hittir maður menn sem farið hafa nokkrum sinnum í laxveiði og telja sig kunna aht, skhja aht og vita aht um þessa flóknu hstgrein. Þeir munu sjálfsagt ekki telja sig læra mikið af þessari bók frekar en öðm. Bókmenntir Sigurdór Sigurdórsson En fyrir okkur hina, sem teljum að laxveiöimaður verði aldrei fuhnuma, er bókin náma af fróðleik. Kristján skýrir í bókinni frá því hvemig hann telur best að haga sér við laxveiðar. Þar byggir hann á eigin áratuga reynslu. Hann tekur það þó ahtaf fram að það sem hann segi sé ekki hinn eini stóri sannleikur. Heldur hafi sér reynst þessi eða hin aðferðin best. Allt sem hann segir er rökstutt með dæmum byggðum á reynslu Kristjáns og veiðifélaga hans. Hann skýrir frá atferh laxa sem er sérlega nauðsynlegt fyrir laxveiði- menn að vita um. Maður verður margs fróðari eftir lestur þess kafla. Hann segir frá hvemig hann telji skynsamlegast fyrir veiðimenn aö haga sér viö ána. Það kahar hann - atferli við ána. Þá fá nútíma húkkarar, svo nefndir sjónrennshsmenn, harðar ákúrur. Hann ræðir um veiðitólin, stöngin, hjóhð, línuna og flugustærðir. Þá er kafh um frægar íslenskar flugur og annar um veiðiveðrið. Einnig era í bókinni skemmthegar veiði- sögur. Ein þeirra er sú besta sem ég hef heyrt, þegar ber öngull breyttist í flugu við það að festast í kýrhala og skha á land stærsta laxi sem höfund- urinn hefur veitt. Sagan er í þeim gæöaflokki að það skiptir ekki máh hvort hún er sönn eða ekki. Kristján mun á sínum tíma hafa fengið verð- laun fyrir þessa sögu. Þá skýrir Kristján frá hvemig hann og vinir hans ræktuðu upp Hvalsá í Hrútafirði á nokkrum árum. I lokin em svo nokk- ur kveðjuorð th genginna veiðifélaga og vina. í aha staði er þessi bók kjörbók fluguveiðimanna. Hún er mjög vel skrif- uð enda sýndi Krisfián það í fyrri bókinni að hann er ritfær í besta lagi. Frásagnar- og kímnigáfu hefur hann í ríkum mæh og beitir óspart gaman- semi í veiöisögunum og ýmsum öðrum frásögnum í bókinni. Það eina sem hægt er að finna að þessari bók er að hún hefði mátt vera lengri, meiri fróðleikur, fleiri sögur. Einnig hefðu mátt vera htmyndir í bókinni en hana prýða margar svart/hvítar Ijósmyndir. Aftur á móti eru nfiög vel teknar htmyndir af þeim íslensku flugum sem Krisfián kynnir í bókinni. Krisfián Gíslason hlýtur að skrifa fleiri bækur og ég er strax farinn að hlakka th næstu bókar. Og áin nlöar Kristján Gfslason Útgefandl Forlagiö, 1992

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.