Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1992. 15 Órói í breskum stjórnmálum John Major, forsætisráðherra Breta. - Sumir þingmenn velta því fyrir sér hvort þessi hægláti maður sé starfi sínu vaxinn, segir m.a. í greininni. Stjórn Johns Major hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hvert áfalhð á fætur öðru ríður yfir. Pirndið hrunið af sínum háa stalli, efnahagsmáhn í ólestri, horf- ur í atvinnumálum slæmar og at- vinnuleysi eykst. Major gæti án efa staðið af sér ahar öldur ef hann hefði sterkan og samhentan flokk að baki sér. En í öhum þessum erf- iðleikum hafa hans eigin þingmenn reynst honum hvað erfiðastir. - Sýnt mikið sjálfstæði og verið ódælir við að fylgja stefnu stjómar- innar. Þrátt fyrir hótanir og þvinganir „flokks svipanna", en svo era þeir menn kahaðir sem hafa því ihut- verki að gegna innan hvers þing- flokks að sjá th þess að óbreyttir þingmenn kjósi „rétt“, hafa nokkr- ir þeirra greitt atkvæði gegn að- gerðum stjómarinnar. Þessar uppákomur hafa valdið mikihi spennu innan breska þingsins og gert stöðu Johns Major ótrygga. Óskabarn Thatcer Þegar John Major tók við sem formaður íhaldsflokksins fyrir rúmum tveimur árum var hann htt þekktur, ekki aðeins meðal al- mennings heldur einnig innan flokksins. Margaret Thatcher var einn helsti hvatamaður þess að hann byði sig fram og hvatti hokks- bræður sína óspart th að kjósa hann sem eftirmann sinn. Sumir þingmenn segja jafnvel að þeir hafi kosið hann vegna þess að Margaret Thatcher valdi hann og þeim fannst hún eiga skihð að fá sína „hinstu ósk“ uppfyhta. En nú velta þessir sömu menn fyrir sér hvort þeir hafi keypt köttinn í sekknum og hvort þessi hægláti maður sé starfi sínu vaxinn. Þrátt fyrir hrakspár og htla thtrú KjaUaiinn Sigurrós Þorgrímsdóttir sfjórnmálafræðingur starfar hjá Upplýsingamiðstöð EB í Bretlandi margra vann Major sætan sigur í síðustu þingkosningum. Við það styrktist staða hans mikið innan flokksins því þetta var ekki aðeins sigur fyrir flokkinn heldur einnig hans persónulegi sigur. Þeir þingmenn, sem næstir hon- um standa, segja að hann sé ætíð rólegur og yfirvegaðiu-, sama á hverju gangi, og virðist fátt hagga honum. Á ríkisstjómarfundum leggur hann málin fyrir meðráða- menn sína og eftir að hafa hlustað á skoðanir þeirra segir hann síðan áht sitt á málunum. Á brattann að sækja En þrátt fyrir ágæta byrjun hafa hjólin nú byijað að snúast gegn honum. Innanlandsmálin í Bret- landi eru dekkri en verið hefur í marga áratugi. „Svarti miðviku- daginn", eins og dagurinn er al- mennt kahaður þegar pundið hrap- aði svo um munaði, mun lengi verða í minnum hafður. Það hefur ekki enn náð að fóta sig á fjármála- mörkuðunum og nokkur óvissa virðist ríkja um hvenær eða hvort það taki að fikra sig upp aftur. Þetta var gífurlegt áfah fyrir breskt efna- hagshf, en fjármálasérfræðingar telja þó að pundið hafi verið aht of hátt skráð undanfarin ár og það hafi verið löngu tímabært að leyfa því að faha og komast á réttan grundvöh. En sjaldan er ein báran stök. Horfur í atvinnumálum hafa sjald- an verið eins dökkar í Bretlandi og nú. Fyrir nokkrum vikum tilkynnti Michael Heseltine iðnaðarráðherra að nauðsynlegt væri að loka 31 kolanámu. Kolaiðnaðurinn hefði verið rekinn með haha undanfarin ár eða jafnvel áratugi og þjóðfélagið stæði ekki undir því lengur. Stjórnin skipti um skoðun Við þessa yfirlýsingu risu ekki aðeins námumenn, stjómarand- staðan og almenningur upp og mótmæltu harðlega heldur einnig óbreyttir þingmenn íhaldsflokks- ins. Þingmenn stjómarinnar kepptust við að koma fram í flöl- miðlum og skora á ráðherrana að endurskoða afstöðu sína í þessu máh. Þeir töldu óréttmætt að ráð- herramir og aðeins örfáir útvaldir þingmenn gætu tekið shka ákvörð- un, sem að þeirra mati væri van- hugsuð skyndiákvörðun, án þess að ráðgast við ahan þingflokkinn. - Máhð væri aht of viðamikið og viðkvæmt th þess og þeir vora ekki thbúnir th að greiða atkvæði með þessu máh á þinginu. Þingmenn kjördæma, þar sem námugröftur er ein helsta atvinnu- greinin, voru vissulega ekki aðeins að berjast fyrir hfi kjósenda sinna heldur einnig sínu eigin sæti. Lík- lega fengju þeir fá atkvæði ef þeir hefðu greitt atkvæði með lokun námanna, því með því væru þeir e.t.v. að leggja blessun sína yfir dauðadóm héraðsins. Þessi mót- mælaalda, sér í lagi frá stjómar- þingmönnunum, varð th þess að ráðherramir endurskoðuðu af- stöðu sína og stjómin ákvað að loka aðeins 10 námum th að byija með. Þingið gaf Michael Heseltine þriggja mánaða frest th að skha ít- ariegri skýrslu um lokun hinna námanna. Málinu er því ekki lokið og mun það verða tekið upp að nýju í janúar. Sigurrós Þorgrímsdóttir „Major gæti án efa staðið af sér allar öldur ef hann hefði sterkan og sam- hentan flokk að baki sér. En í öllum þessum erfiðleikum hafa hans eigin þingmenn reynst honum hvað erfiðast- • u Samtökum atvinnu- lífsins leiðbeint „Ætluðu menn i fyrri ríkisstjórn að kippa fótunum undan islensku atvinnu- lífi með þessum samningi en hafa nú skyndilega séð að sér?“ spyr greinarhöfundur. Nokkuð hefur horið á þvi að und- anfömu að ýmsir hafi vhjað hafa vit fýrir hagsmunasamtökum at- viimulífsins þegar afstaða þeirra th samningsins um evrópskt efna- hagssvæði (EES) á í hlut. Eitt dæmi um þetta er grein sem Svavar Gestsson alþingismaður skrifaði í DV 12. nóvember. Þar gerir hann að luntalsefni auglýs- ingaherferð sem tæpir tveir tugir samtaka atvinnulífsins stóðu fyrir á dögunum um EES-samninginn og segir þeim nær að taka þátt í herferð sem hvetur th þess að kaupa íslenskt. Setjum íslenskt áfram í öndvegi Félag íslenskra iðnrekenda (FÍD tók þátt í umræddri herferð sam- taka atvinnulífsins um EES og er það í fuhu samræmi við skoðun þess á mikhvægi samningsins fyrir íslenskan iðnað og íslenskt at- vinnulíf í hehd sinni. FÖ hefur um áratugaskeið reynt eftir mætti að vekja skilning ráða- manna á mikhvægi þess að velja íslenskt og búa íslenskum iðnaði þau skhyrði að hann fái vaxið og dafnað. Því miður hefur oftast ver- ið talað fyrir daufum eyrum. Það er því FÍt sérstakt fagnaðar- eftii að mörg félagasamtök, með verkalýöshreyfinguna í broddi ■fyhcingar, hafa byijað að hvetja th þess að efla íslenskan iðnað með því að kaupa íslenskt Bakari fyrir smiö Þaö er auðvitað græthegt að þaö þurfi erfiðleika eins og þá sem nú KjaHarinn Jón Steindór Valdimarsson lögfræöingur hjá Félagi íslenskra iðnrekenda era í íslensku efnahagslífi th þess að menn beini augum að íslenskum iðnaöi og. ghdi hans. Þá fyrst taka menn að spyija sig að því af hverju hann sé ekíd öflugri og af hveiju hann hafi misst markaðshlutdehd. Svavar, eins og margir fleiri, hef- ur svar á reiðum höndum: Aöhdin að EFTA hefur drepið niður iðnað- inn. Ekki nóg með það, heldur vilja samtök atvinnulífsins, sem að mati Svavars hlupu á sig er þau studdu aðhd að EFTA, kóróna vitleysuna með því að styðja EES-samninginn. Þessu th stuðnings er bent á tölur um minnkandi markaðshlutdehd íslensks iðnaðar. Því miður era þessar tölur réttar en greining hans á ástæðunum er röng. Hér er verið að hengja bakara fyrir smið. Það er ekki fríverslunin sem hefur haft þessi áhrif á iðnað- inn heldur röng viðbrögð við henni. Að hluta th skrifast þetta á reikn- ing framleiðenda sjáhra, þeir hafa sjálfsagt í sumum thvikum ekki staðið sig sem skyldi. Hinn hlutinn, sem er öragglega ekki minni, verö- ur að skrifast á reikning sijóm- málamanna. Þeir hafa ekki staðiö við þau fyrirheit sem gefin vora við aðhdina að EFTA og iðnaður- inn hefur orðið að hða fyrir óstjóm í efnahagsmálum. Björgunarað- gerðir hafa síðan lengst af verið sértækar og miðast við þarfir sjáv- arútvegsins. Sljómvöld hafa alls ekki lagt sig fram um að búa ís- lenskum iðnaði heppheg starfsskh- yrði. Á því ber Svavar Gestsson ábyrgð með öðrum íslenskum stj ómmálamönnum. Bannað að kaupa íslenskt? í grein sinni gefúr Svavar í skyn að það felist mótsögn í því að hvetja th þess að kaupa íslenskt og styöja um leið aðhd að EES vegna þess að þar megi ekki taka íslenskt fram yfir erlent. Trúlega er verið að vísa th þess að skylt verður að bjóða út á EES-svæðinu stærri fram- kvæmdir, yfir 367 mihjónir króna, og vörukaup sem fara yfir 10 milij- ónir króna. Staðreyndin er sú aö allar stærri framkvæmdir hér á landi hafa ver- ið boðnar út erlendis svo þetta felur ekki í sér breytingar á því sem hef- ur tíðkast. Það sem fehur undir þessi mörk er hins vegar ekki skylt að bjóða út innan EES. íslenskir framleiöendur fara ekki fram áneina ölmusu í þessum efn- um. FÍI hefur lagt th að séu verk eða innkaup undir þeim mörkum, sem getur í EES-reglum, þá verði skylt að bjóða út innanlands og ís- lenskum framleiöendum gert mögulegt að bjóða í og farið sé að eðlilegum leikreglmn. Sinnaskipti fyrrverandi ráöherra Það vekur sérstaka athygh að þeir sem nú era á móti aðhd ís- lands að EES en áttu aðhd að síð- ustu ríkisstjóm segjast vera á móti höftum th vemdar íslenskum iðn- aði og era jafnvel thbúnir th þess að gera tvíhliða samning við EB um fjórfrelsið þrátt fyrir afleitar afleiðingar af EFTA og EES aðhd sem nú era málaðar dökkum htum. Þessir sömu menn sáu þó enga ástæðu th þess að vara Félag ís- lenskra iðnrekenda eða önnur samtök atvinnulífsins við aöhd að EES-samningnum þegar þeir unnu að fuhum krafti að því að semja um EES. í tíö fyrri ríkisstjómar lágu nefhi- lega að fihlu fyrir öh þau atriði sem máh skipta í þessu samhengi, önn- ur en þau sem varða hinn stjómun- arlega þátt EES-samningsins. Því er von aö spurt sé: Ætluðu menn í fyrri ríkisstjóm aö kippa fótunum undan íslensku atvinnulífi með þessum samningi en hafa nú skyndilega séð að sér? Jón Steindór Valdimarsson „I tíö fyrri ríkisstjómar lágu nefnilega að fullu fyrir öll þau atriði sem máh skipta í þessu samhengi, önnur en þau sem varða hinn stjómunarlega þátt EES-samningsins. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.