Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Page 19
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992. 19 A P T 0 N Einfalt • auðvelt • handhægt Smíðakerfi sniðið f/rir hvern og einn Helgarpopp Hljómsveit gefurútblað Síðan skein sól tekur ekki þátt í plotuslagnuni fyrir þessi jol Hljómsveitin hefur síðan í sept- ember verið að vhma nýtt efhi á stóra plötu fyrir erlendan mark- að. Sólin, sem ekki hefur gefið ut plötu i meira en ár, ætlar að rækta sambandið við aödáendur sína í gegnum nýjan miðil nu í desembcr. Síöan skein sól ætlar nefnilega aö gefa út 24 síðna blað sem verður allt í senn dónalegt, rokkað og listrænt Helgi Bjömsson, söngvari hljómsveitarinnar, segir vonir standa til aö blaöiðkomi út i byij- un næsta mánaöar. Því hefur verið gefið nafnið SS Sól en það nafh notar Síöan skein sól utan landsteinanna. Ýmsir þekktir skríbentar munu skrifa í blaðið og ljósmyndarar kynna list sína á síðum þess. í fyrsta skipti á íslandi fylgir kaupbætir í fornn geisladisks með blaði en sá háttur er stund- um haföur á erlendis. Geisla- diskinn munu prýða tvö ný lög Sólarinnar. Annað ku vera rapp- aður rútubílasöngur til heiðurs Önnu og útlitinu og kallast það Toppurinn að vera í teinóttu. Hitt heitir Blómin sofa. Þessl lög tók hljómsveitin upp í haust i sam- vinnu við Eyþór Amalds úr Todmobiie. Hljómsveitin Orgill - nafn með 1001 merkingu „Þetta byijaði fyrir þremur ámm sem órafmagnað djamm í stássstofu á Njálsgötunni. Stuttu síðar stimgum við í samband og þá var ekki aftur snúið." Þannig lýsir trymbillinn Ing- ólfur Sigurðsson tilurð hljómsveitar- innar Orgils sem vakið hefur athygli fyrir forvitnilegar lagasmíðar á und- anfómum missemm. Þrátt fyrir að hljómsveitin hafi starfað síðan 1989 era aðeins nokkrir dagar síðan fyrsta plata hennar kom á markað. Orgill er að sögn Ingólfs nýyrði með þúsund og eina merkingu. Nafnið hefur vak- ið athygli en það mun vera útbreidd- ur misskilningur hjá fólki að Orgill sé þungarokkshljómsveit. Sú er hreint ekki raunin. Gera alltsjálf Orgil skipa Hanna Steina söng- kona, Hermann Jónsson hassaleik- ari, Ingólfur, Kolli gítarleikari og Biff Burger sem leikur á hljómborð. Saman hafa fimmmenningamir hamið skáldafákinn og leitt hann á nýjan bás. Tónlist Orgils er nefnilega ólík flestu því sem íslenskar hljóm- sveitir hafa verið að gera undanfarin ár. Trommuleikurinn er óheftur og spunakenndur, gangandi bassalínan er ágeng, afrísk sveifla setur svip á gítarinn og rödd Hönnu Steinu flæðir sem eitt af hljóðfærunum. „Sumir heyra Police-áhrif í tónlist- inni og aðrir áhrif frá King Crim- son,“ segir Ingólfur. „Ég er ekki dóm- bær á hvort þetta er rétt. Við leggjum hins vegar mikið upp úr sándi og því að gera eitthvað nýtt. Kolli og Sigurð- ur Bjóla upptökumaður eyddu mikl- um tíma í sándpælingar og þeir eiga mestan heiður af því hvemig platan hljómar. Hljómuriim bindur efnið saman því platan sem slík saman- stendur af ólíkum þáttum en hún nær því samt að vera heilsteypt.“ Orgill hélt útgáfutónleika I Tunglinu um miðjan mánuðinn. Þar vakti htjóm- sveitin mikla lukku fimm hundruð áheyrenda. Það vekur athygli við þennan frumburð Orgils að fáir koma nálægt framleiðslu hennar aðrir en Orglam- ir fimm. Þeir gáfu plötuna út sjálfir, hönnuðu umslag, gera myndband og sjá um alla kynningu. Einn hattur „Við reyndum að fá útgefendur og ræddum meðal annars við stóm fyr- irtækin tvö,“ segir Ingólfur. „Þeir samningar sem okkur vom boðnir vom lélegir brandarar og því ákváð- um við að gera þetta sjálf. Reyndar er menningarfélagið Einn hattur skrifað sem útgefandi en það er fé- lagsskapur ungra listamanna sem við tökum þátt í. Þetta merka félag hefur staðið fyrir alls kyns listuppá- komum og flutti m.a. inn franskt ska-reggy band í síðustu viku.“ Orgill tengist Frakklandi ákveðn- um' böndum því hijómsveitin fór í tæplega mánaðar tónleikaferð til Frakklands í árbyijun 1991. í þeirri ferð tók bandið út mikinn þroska. Það hristist saman og varð að heild. Reyndar höfðu piltamir fiórir verið saman í hljómsveitinni Rauðir fletir sem vakti athygli fyrir nokkrum árum og þekktust þvi vel. Þeir vom heldur ekki ókunnugir Hönnu Steinu sem er af miklu söngfólki komin. Systkin hennar em Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson. Eftir Rauða fleti barði Ingólfur Sig- urðsson húðir með Síðan skein sól í nokkur ár eða þar til í byijun þessa árs að hann tók Orgil fram yfir Sól- ina. Þá hafði hann verið samtímis í sveitunum tveim. „Ég sá að Sólin var á ákveðnum tímamótum, verið að skipuleggja upp á nýtt. Síðan skein sól hafði alltaf gengið fyrir Orgli og því var orðið tímabært fyrir mig að velja á milli. Mér fannst skemmtilegri hlutir í gangi í Orgli. Þess vegna valdi ég hana. Þessi fyrsta plata Orgils heitir eftir skapara sínum. Platan var tekin upp á 250 tímum í sumar en lögin 11 dreif- ast nokkuð jafiit á árin þijú sem sveitin hefur starfað. Þau gefa því nokkuð góða mynd af viðfangsefnum Orgils í þijú ár. Ingólfúr segir sveit- ina alltaf vera leitandi og platan sýni því fiölbreytilegt þukl og þreifingar. USTASNDMM Litríkur lager Mý sending - fallegir litir fyrir leir, trölladeig og fleira. Listasmiðjan Korðnrbraut 41, Hafnar&rði, sími 652105 IVóatúni 17, sími 623705 étaéndoj 0DEXION SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI31 • SÍMI 62 72 22 Ný dönsk flýgur hærra „Hijómsveitin er ekki að hætta,“ sagði Bjöm Jörundur Friðbjömsson, bassaleikari Ný danskrar, við blaða- mann þar sem hann virti fyrir sér umslag nýrrar plötu sveitarinnar. Á því em sveitarmeðlimir í líki fljúg- andi engla með gullna hliðið sem áfangastað. „Myndin og nafnið á plötunni era að öllu leyti hugarsmíð Guðmundar Karls Friðjónssonar sem hannaði umslagið. Hann bar hugmyndina á borð fyrir okkur í haust áður en plat- an var tekin upp. Okkiir fannst hún góð og keyptum hana strax,“ bætir Bjöm við. Nýrhljómur Hijómsveitin Ný dönsk hélt utan til Englands seinni hlutann 1 sept- ember þar sem hún dvaldist innan Umsjón: Snorri Már Skúlason um ær og kýr á sveitasetri í Surrey. Setrið er vel tækjum búið til hljóðrit- unar og á átján dögum töfraði hljóm- sveitin ásamt upptökumanninum Ken Thomas fram tíu lög á nýja plötu sem heitir Himnasending. Allir hijómsveitarmeðlimir eiga lag á Himnasendingu en slíku hefur ekki verið að heilsa á fyrri plötum hljóm- sveitarinnar. í fyrra sendi Ný dönsk frá sér plötuna Deluxe og bar hún nafn með rentu. Það gerir Himna- sending á vissan hátt líka. Plötumar eru ólíkar þó þær séu skyldar. Eins og epli af sama trénu sem þó falla sitt hvorum megin girðingar. Deluxe var tekin læf upp á tíu dögum við allt að því frumstæð skilyrði á meðan Hljómsveitin Ný dönsk. nostrað var við Himnasendingu í hljóðveri á heimsmælikvarða. Það er því gaman að bera þessa tvo gripi saman. Aðspurður segir Daníel Ágúst Har- aldsson söngvari það ekki hafa plag- að hljómsveitina á nokkurn hátt að þurfa að fylgja Deluxe plötunni eftir þrátt fyrir að hún hafi verið hiaðin lofi. Og Bjöm Jörundur bætir við: „Ef hljómsveit getur ekki staðið undir því að fyigja góðu verki eftir_ þá á hún ekki skilið að vera til. De- luxe var komin og við urðum að halda áfram. Deluxe átti að vera hrá og ekta og það gekk upp. Vinnan við Himnasendingu var allt öðmvísi. Við vomm með hugann svo mikið við utanferðina, tilstandið og fyrirhöfn- ina að við höfðum einfaldlega ekki tíma til að hafa áhyggjur af útkom- unni.“ Daníel segir undirbúning fyrir upptökur þessara tveggja platna hafa verið mjög áþekkan. Farið í æfinga- búðir og pælt sameiginlega í laga- smíðunum og útsetningum. Eins og á Deluxe spilaði hljómsveitin allt efn- ið inn saman og svo var byggt ofan á það. Bjöm segir plötumar tvær í grund- vallaratriðum ekki ósvipaðar þó að hijómurinn á þeirri nýju sé í raun nýr. Hann getur ekki rökstutt þenn- an meinta skyldleika en segir hann hyggðan á tilfinningu. Á huglægum nótum - Um hvað syngur Ný dönsk á nýju plötunni? „Þemað, ef það er nokkuð, tengist huglægum hlutum. Við erum að teikna myndir og sefia fólk í ný hlut- verk. Við gerum stúlku að hiébarða og skyifium konur í gegnum nef. Þannig brjótum við gömul gildi þvi að í söngvum um fagrar fraukur hef- ur fyrst og fremst verið skírskotað til augnanna," segir Daníel. Ný dönsk spilaði á nokkrum klúbb- um í Englandi í haust og eftir áramót stefnir bandið á að komast út aítur. Hljómsveitin tók upp enskar útgáfur af þremur lögum á Himnasendingu og ætlar að kanna hvemig sá skammtur fer í Tjailann. Jakob Frí- mann Magnússon, menningarfuil- trúi í London, vinnur ötvdlega að kynningarmálum ytra fyrir Ný danska eins og fiölmargar aðrar ís- lenskar hljómsveitir. Fram að jólum mun hfiómsveitin hins vegar kynna nýju afurðina vítt og breitt um landið. Ný dönsk hefur þegar troðið upp fyrir vestan og á Suðurlandi auk höfuðborgarsvæðis- ins og í kvöld verður Akureyringum boðað fagnaðarerindið sem Himna- sending hefúr að geyma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.