Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992. Fréttir Einstæðir foreldrar og aðgerðir ríkisstjómarinnar: Eitt hundrað hagnast en átta þúsund tapa vondar aðgerðir gerðar af iIM nauðsyn, segir Sighvatur Sighvatur Björgvinsson, heilbrigð- is- og tryggingaráðherra, sagði á blaðamannafundi í gær að þær efna- hagsaðgerðir sem gripið yrði til í hans málaflokkum væru vondar að- gerðir sem gerðar væru af illri nauð- syn. Hann sagði aðgeröimar bitna mest á fólki 20 til 50 ára, dæmigerðu bamafólki. Hækkun meðlaga er meðal þess sem mesta athygli hefur vakið, en meðlög hækka úr rétt um 7.500 krón- ur og í 11.300 krónur. Fyrir mann sem greiðir með tveimur bömum er hækkunin tæplega 100 þúsund krón- ur á ári og fyrir mann sem greiðir með þremur bömum er hækkunin rúmar 130 þúsund krónur, en sá þyrfti að auka tekjur sínar um rúmar 200 þúsund krónur á næsta ári til að hafa sömu ráðstöfunartekjur. Mæö- umar, eða það foreldri sem er með bömin, fær hins vegar minna eftir þessar aðgerðir en fyrir, þar sem mæðra- og feðralaun verða skert, en þessar ráðstafanir eiga að spara rík- issjóði um 500 milljónir króna. Einstæðir foreldrar, með fjögur böm eða fleiri, en þeir em samtals innan við 100 hér á landi, hagnast lítillega við þessar aðgeröir en þeir rúmlega átta þúsund einstæðir for- eldrar, sem eiga þrjú böm eða færri, tapa á þessum aðgerðum. Þá á enn að auka hlut sjúklinga í lyfjakostnaði og eins verða breyting- ar í aðgangi fólks aö sérfræðingum, en um áramót þarf, ef lögin verða samþykkt á Alþingi, tilvisun frá heimUislækni áður en farið verður til sérfræðings aö því undanskildu að sjúkhngurinn kjósi að greiða sér- fræðingnum að fullu en það mun kosta um 3.400 krónur. í dag greiða sjúklingar 1.500 krónur fyrir heim- sókn til sérfræðings. Með þessari breytingu er ætlunin að spara um 200 milljónir króna en það má geta þess að þeir sérfræðing- ar sem nú fá greitt frá Trygginga- stofnun eru um 400, þannig að að jafnaði gerir spamaðurinn um 500 þúsund króna tekjutap hjá hverjum sérfræðingi. Þegar Sighvatur Björg- vinsson var spurður hvort þessi breyting yröi til þess aö það sem hann og Friðrik Sophusson kalla sjálftökukerfi sérfræðinga væri liðið undir lok, sagði hann of fljótt að segja tilumþað. -sme Samningurinn handsalaður eftir undirskrift i gær. DV-mynd Brynjar Gauti Sighvatur Björgvinsson: Aðgerðirnar slöðva ekki vöxt kerf isins - segir Halldór Blöndal ekki vera gungu „Vöxturinn í kerfinu er svo mikill að við náum ekki að lækka útgjöldin frá því sem er á yfirstandaijdi ári. Sem dæmi má nefha að þaö fjölgar í þeim hópi sem er 67 ára og eldri. Það kallar á meira útgjaldastreymi. Eftir því sem þjóðin eldist aukast útgjöld- in. Við getum líka spurt okkur hvert verður atvinnustigið. Atvinniileysi kallar á aukin útgjöld. Viö getum ekki stöðvað vöxtinn, við getum bara hægt á honum,“ sagði Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og trygg- ingaráöherra. - Aðrir ráðherrar virðast ekki ná settum niöurskurðarmarkmiðum. „Ég vil ekkert vera að dæma um þaö. Ég trúi því aö við veröum að fara í erfiöar aðgerðir til þess að veija atvinnustigiö í landinu. Ef halli ríkissjóðs veröur svo mikill að hann þurfi á öllum peningum þjóðarinnar að halda til þess aö rétta sig af, þann- ig að fólkið í landinu og atvinnulífið mæti afgangi, þá verða hér miklir erfiðleikar. Viö ætlum aö koma í veg fyrir það. Þess vegna er ég aö þessu. Eg ætla ekki að bera mig saman viö aöra ráöherra." - En dugar það eitt aö þú náir þínum markmiðum en aðrir ráðherra ekki? „Þetta eitt dugir ekki. Það þarf meira til. - Hvað myndir þú gera fyrst ef þú værir félagsmálaráðherra? „Ég veit það ekki. Ég myndi reyna að finna einhver viðfangsefni. Fé- lagsnjálaráðherra hefur gert það. Hún hefur til dæmis lækkaö mjög verulega framiög í húsbyggingasjóö- ina.“ - En ef þú værir menntamálaráð- herra? „Þessum ráðuneytum er þaö öllum sameiginlegt að ef á aö ganga lengra í niðurskurði en þegar hefur veriö gert þá er verið aö tala um aö skeröa þjónustu. Það hef ég veriö að gera og það hefur menntamálaráðherra verið að gera, til dæmis varðandi Lánasjóð námsmanna, eins í Háskól- anum. Ef menn vilja meiri samdrátt veröa menn að gera sér að góðu minni þjónustu og þá er spumingin sú hvort fólk sé reiðubúiö til þess." - En ef þú værir landbúnaöarráð- herra? „Viö í Alþýðuflokknum höfum haft riokkra sérstöðu í landbúnaðarmál- um, ásamt DV, og ætli við vildum ekki sjá meira að gert. Það má ekki gera litiö úr því sem landbúnaöar- ráðherra hefur þegar gert. Bændur eru ekki of sælir af sínum hlut. Þeir eiga margir í erfiðleikum.“ - Nú hefur formaður Alþýðuflokks- ins, Jón Baldvin Hannibalsson, sagt að þær 250 milljónir sem til stóö að skera niður til viðbótar í landbúnað- inum, væru smáaurar. „Mér þykja 250 milljónir ekki smá- aurar. Sú landbúnaöarstefna sem fylgt hefur verið hefur komið illa við tvo hópa manna, það erum við neyt- endur og bændur. Hún hefur hins vegar yljað ýmsum aðilum sem hafa verið þama á milli. Það er hægt að taka á miRiliðakerfinu og stofnlána- kerfinu. Ég tel hins vegar aö var- hugavert sé, og varla hægt, að ganga lengra gegn bændunum sjálfum." - Er þá ekki gunguháttur að ráðst ekki gegn milliliðunum núna? „Halldór Blöndal er engin gunga.“ -sme Sjúkraliöar undirrituöu samning: Friðrik gaf eftir varð- andi hýrudráttinn Samninganefnd Sjúkraliðafélags íslands og viðsemjendur hennar undirrituðu kjarasmning í gær. Sam- kvæmt honum fá sjúkraliðar 1,7 pró- senta launahækkun og 8000 króna orlofsauka. Þá féll Friðrik Sophusson frá þeirri ákvörðun að draga af sjúkraliðum tvöfalda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir sátu á fundum og mættu ekki til vinnu. Það mál er nú fyrir félagsdómi. Sjúkraliðafélagið mun leggja fram greinargerð á morgun og hyggst Kristín Guðmundsdóttir, formaður félagsins, flytja það sjálf. Fari svo aö aðgerðimar verði úr- skurðaðar ólöglegar verða dregin laun af sjúkraliðum samsvarandi þeim sem þeir hefðu fengið hefðu þeir verið í vinnu á umræddum tíma, þ.e. króna á móti krónu. Þá geta þeir valið um hvort þeir láta draga af laununum sínum eða hvort þeir greiöa fjarveruna með sumarfríi sínu. -JSS Skoðanakönnun um efnahagsráöstafanimar: — oi /o utyjdjtsjc „ Meirihluti þjóðarinnar, eða 56% sem styðja Kvennalistann. þeirra sem afstööu tóku, telur að í sömu könnun var spurt hvort nýlegar efriahagsráöstafanir ríkis- þaö væri eðlilegt eða óeðlilegt að stjómarinnar muni ekki skila ár- almenningur tæki nú á sig nokkra angri, samkvæmt nýrri skoðana- kjaraskerðingu til aö bæta stöðu könnun sem Félagsvísindastofhun gjaldeyrisskapandi atvinnugreina. Háskóla íslands gerði. Af þeim sem tóku afstöðu töldu 44% þeirra sem svömöu töldu að 57% það eðlilegt en 43% óeðiilegt þær raundu skila árangri. 37% Verkafólk sagði skerðingu eðlilega verkafólks taldi þær skila árangri, í 47% tilfella og sjómenn og bændur 32% bænda og sjómanna, 45% iön- í 46% tilfella. 77% fólks í stjómun- aðarmanna, 42% skrifstofufólks og arstöðum taldi skeröingu eðlilega. 62% stjómenda. Könnunin var gerð dagana 25. til 63% alþýðuflokksmanna taldi aö 30. nóvember og stuðst var viö 1500 efnahagsaðgerðinar myndu skíla manna slembiúrtak úr þjóðskrá á árangri, 26% framsóknarfólks, 80% aldrinum 18 tíl 75 ára af öllu land- sjálfetæðismanna, 21% alþýðu- inu. Nettósvörun var 73%. bandaiagsmanna og 24% þeirra -Ari Sambýlingum fjölgar ört - segirSighvaturBjörgvmsson Þaö kom fram á blaðamannafundi með Sighvatí Björgvinssyni í gær að tilkynningar um sambúðir nánast streyni inn til Hagstofu íslands en eins og kunnugt er hefur ráðherrann gefiö fólki, sem hefur veriö í sambúð en verið með lögheimili hvaö á sínum staö, frest tíl áramóta til að tilkynna rétt aösetur, annars eiga viðkomandi á hættu að reynt verði að sækja til þess þá fjármuni sem það hefur feng- ið frá hinu opinbera vegna rangrar tilkynningar um hjúskaparstöðu. Sighvatur sagöist hafa óstaðfest frá Hagstofunni að tilkynningar frá nýj- um sambýlingum væru nú 60 til 120 í hverri viku. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.