Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992. Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: .(91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Áfram með EES Eftir aö Svisslendingar felldu að ganga til samstarfs um Evrópska efnahagssvæðið hafa andstæðingar EES hér heima látið öllum illum látum. Þeir telja að samning- urinn sé ekki lengur til, þeir segja að semja verði upp á nýtt, þeir segja að Alþingi eigi ekki að eyða tíma sínum í úrelt plagg og einskis nýtt. Um hvað snýst þetta mál? Við skulum aðeins rifja það upp. EFTA-löndin hafa sameiginlega gert samning við Evrópubandalagið um sérstakt efnahagssvæði. I þeim samningi eru ákvæði og ákvarðanir sem íslensk stjómvöld og íslenski vinnumarkaðurinn hefur tahð hagstæð fyrir efnahag íslendinga. Meirihluti er greini- lega fyrir því á Alþingi að samþykkja aðild að EES og eftir því sem þjóðin hefur haft tækifæri til að kynna sér samninginn er hún í vaxandi mæh fylgjandi honum. Kröfur hafa verið settar fram um að þjóðaratkvæða- greiðsla fari fram hér á landi um þennan mikhvæga samning en þeirri kröfu hefur verið hafnað af stjórnar- flokkunum. Það er miður vegna þess að jáyrði þjóðar- innar um EES væri mikih styrkur fyrir málið og setti niður deilur. Nú erum við hins vegar smám saman að falla á tíma enda nauðsynlegt að íslendingar taki afstöðu til samn- ingsins með formlegum hætti fyrir janúarlok og því hefur verið lagt kapp á að afgreiðslu ljúki á Alþingi fyrir áramót. Því fyrr sem ísland hefur lýst yfir vilja sínum með eða móti EES því betra fyrir aha þá fjöl- mörgu sem þurfa að undirbúa sig fyrir nýtt efnahagsum- hveríi. Hvað er það þá sem gerst hefur sem veldur því að andstæðingar EES fullyrða að samningurinn sé ekki lengur í gildi, sé ekki lengur til? Það sem hefur gerst er að Svisslendingar, ein EFTA-þjóðanna, hafa ákveðið að vera ekki með í EES. Það er auðvitað þeirra mál en hefur nákvæmlega engin áhrif á samriinginn að öðru leyti. Brotthvarf þeirra hefur engin áhrif á hagsmuni íslendinga og Svisslendingar eru ekki að greiða atkvæði fyrir aðra en sjálfa sig. Viðskipti íslands og Sviss eru sáralítil og gildir þess vegna einu hvort Svisslendingar standa utan Evrópska efnahagssvæðisins eða ekki hvað það snertir. Utanríkisráðherrar Evrópubandalagsríkj- anna hafa sent frá sér yfirlýsingu um að EES standi óbreytt þótt Svisslendingar heltist úr lestinni. íslendingar standa í nákvæmlega sömu sporunum og áður en Svisslendingar greiddu atkvæði. Það má jafn- vel halda því fram að nú sé meiri nauðsyn en áður að afstaða íslendinga hggi fyrir sem fyrst. Dráttur á form- legri staðfestingu kemur okkur einum í vanda. Ef gengið er út frá því að íslendingar hafi hagsmuni af EES, er það ljótur leikur og óheiðarlegur tilgangur sem felst í því að lýsa ógilt það samkomulag á Alþingi sem búið var að gera um afgreiðslu málsins fyrir jól. Það er verið að nota ranga forsendu til að hleypa mál- inu í strand. Til þess eru engin efnisleg rök. Það er málefnalegt að vera á móti EES, ef menn á annað borð hafa þá skoðun að Evrópska efnahagssvæð- ið sé skaðlegt fyrir ísland. En það er ekki málefnalegt að bera fyrir sig formsatriði eða afstöðu Svisslendinga til að tefja fyrir eðhlegri afgreiðslu Alþingis. Það eru óheiðarleg og óvönduð vinnubrögð og engum málstað til framdráttar. Ríkisstjórnin getur nagað sig í handarbökin að hafa ekki fahist á þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig hefði hún getað komið í veg fyrir að örfáir afturhaldsseggir á þingi þvæhst fyrir í þessu stórmáli. EUert B. Schram „Líklega höfum við fjárfest 6-7.000 milljónir króna f vinnslu- og veitumannvirkjum að Nesjavöllum nú,“ seg- ir Guðmundur í grein sinni. - Við Nesjavallavirkjun. 4,5 milljarðar á ári Líklega eru íbúar höfuðborgar- svæðisins farnir að líta á hitaveit- una sem sjálfsagöan hlut. Menn leiða ekki einu sinni hugann að þessu mikilvæga fyrirtæki borgar- innar í mestu kuldaköstunum heldur skrúfa bara meira frá ofn- lokunum. Jóhannes Zoega, sem lengi var hitaveitustjóri í Reykjavík og stýrði þeirri byltingu sem varð í hita- veitumálum höfuðborgarsvæðisins á liðnum áratugum, hefur reiknað út athyglisverðar tölur. Ef íbúar höfuðborgarsvæðisins hefðu ekki hitaveitu og yrðu aö kynda með olíu hefðu þeir greitt 4.500 milljónum meira fyrir upphit- un árið 1991. Og Jóhannes hefur gert betur. Frá 1944 hafa notendur Hitaveit- unnar sparað sér um 125.000 millj- ónir króna miöað viö að kynda með olíu. Hér er um að ræða hreinan gjaldeyrisspamaö að mestu. Þjóð- hagslegur spamaöur er þannig gríðarlegur. Þess ber að gæta að árið 1991 var innkaupsverö á olíu fremur hagstætt. Til samanburðar var olíuverö óhagstætt árin 1982-85. Þessi fjögur ár sparaði hitaveitan notendum sínum um 40.000 milljónir króna miðað við kyndingu með olíu. Fá munu fyrirtæki sem slíkum spamaði skila notendum sínum og slíkum þjóðhagslegum spamaði. Hér er ekki um litla lífskjarabót aö ræða. Hugmyndin 1926 Nafnið Hitaveita Reykjavíkur kemur fyrst fram í erindi sem Jón Þorláksson, þáverandi forsætisráð- herra, hélt á fundi í Verkfræðinga- félagi íslands 17. nóvember 1926. í erindi þessu ræddi Jón Þorláks- son möguleikana á að sækja heitt vatn með leiðslum upp í Mosfells- KjaUarinn Guðmundur G. Þórarinsson varaformaður Verk- fræðingafélags íslands Nesjavellir Eftir lagningu hitaveitu í Kópa- vog, Hafnarfjörð og Garðabæ auk vatnssölu til Bessastaðahrepps og Kjalamess kom gríðarátak, virkj- un jarðvarmasvæðisins að Nesja- völlum. Verkfræðingafélag íslands heim- sótti Nesjavelli í boði Hitaveitunn- ar í haust. Þetta svæði mun endast höfuðborgarsvæðinu í marga ára- tugi. í framtíðinni verður þarna unnt að framleiöa 80 MW rafmagn auk varma til upphitunar og neyslu. Líklega höfum við tjárfest 6-7.000 milljónir'króna í vinnslu- og veitu- mannvirkjum að Nesjavöllum nú. Við fyrstu sýn virðist það allhá fjárhæð. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að aðeins nemur fjár- festingin eins og hálfs árs spamaði notenda miðað við árið 1991. „Frá 1944 hafa notendur Hitaveitunnar sparað sér um 125.000 milljónir króna miðað við að kynda með olíu. - Hér er um að ræða hreinan gjaldeyrissparnað að mestu.“ sveit eða á Hengilssvæðið. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur nú ritað ævisögu Jóns Þor- lákssonar og þar kemur margt fram um verkfræðistörf Jóns. Árið 1930 var 3 km löng leiösla lögð frá Laugardalnum að Austur- bæjarbarnaskóla og var skóhnn þannig fyrsta húsið sem tengdist veitunni. Árið 1943 var fyrsta íbúðarhúsið tengt hitaveitunni en það var hús Einars Jónssonar myndhöggvara. Hitaveita Reykjavíkur er löngu orðin stærsta hita- eða fjarvarma- veita heims sem byggir á jarð- varma. Vinnslan að Nesjavöllum byggir á sömu lögmálum og vinnslan að Svartsengi og byggir á reynslunni þaðan. í nýtingu jarövarma til upphitun- ar hafa íslenskir verkfræðingar haft frumkvæði og standa meðal þeirra allra fremstu í heiminum. Guðmundur G. Þórarinsson. Skoðaiúr annarra Urslitin í Sviss „í eftirleik atkvæðagreiðslunnar í Sviss hefur komið skýrt í Ijós, að talsmenn atvinnulífsins þar í landi lita á niðurstöðuna sem reiðarslag fyrir viö- skipti landsins við aðrar þjóðir. Þeir telja, að landið muni smám saman einangrast og í kjölfarið bíði svissneskar vörur lægri hlut í samkeppninni á mörk- uðum Evrópu, þar sem þær þurfi að yfirstíga tolla- hindranir sem EES ryður úr vegi samkeppnisþjóð- anna. - Það er því ekki ólíklegt, að flótti bresti á al- þjóðleg fyrirtæki sem til þessa hefur þótt handhægt aö framleiöa vörur sínar í Sviss. ... Þessar ályktanir sem forsvarsmenn svissnesks atvinnulífs hafa þegar dregið af niðurstöðum kosn- inganna þar í landi eru lærdómsríkar fyrir íslend- inga.“ Ur forystugrein Alþbl. 8. des. Skilaboðin f rá Sviss „Staða mála varðandi Evrópska efnahagssvæðið eftir þjóðaratkvæöagreiðslu í Sviss er óljós, þrátt fyrir fullyrðingar íslenskra ráðamanna um hið gang- stæða. Ljóst er að breytingar verða á samningnum í kjölfar þess að Svisslendingar hafna honum... Úrshtin í Sviss ættu að verða ríkisstjórn íslands og stjórnarliðum umhugsunarefni. Þjóðaratkvæðá- greiðslu hefur nýlega verið hafnað í atkvæðagreiðslu á Alþingi. Skhaboðin frá Sviss eru þau aö stjómmála- menn endurspegla ekki þjóðarviljann. Þau úrsht hggja nú fyrir í einu landinu enn þar sem þjóðarat- kvæðagreiðsla hefur farið fram. - Nú vih utanríkis- ráðherra knýja máhð í gegn á ótrúlega veikum grunni. Það er mikið óráð og reyndar alveg ótrúleg þráhyggja." I forustugrein Tímans 8. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.