Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992. Neytendur Nor ðmannsþinur lækkar í verði - sama verð og í fyrra á öðrum tegundum Jólatréssalan er aö hefjast af full- um krafti og á eftir að aukast þegar á líður. Mesta athygli vekur lækkun á norðmannsþini sem er rúm tuttugu prósent að meðaltali. Alaska og Blómaval hafa lækkað verðið á norð- mannsþini miðað við í fyrra en Land- græðslusjóður og Magnús Guð- mundsson selja sín tré á sama verði. Sem dæmi má nefna norðmanns- þin af stærðinni 150-175 cm sem kost- aði 3.325 í Blómavali í fyrra kostar nú 2.720 krónur. Sama stærð af norð- mannsþini kostaði 3.550 í Alaska í Blómaval Land- græðslusj. Aiaska Magnús Guð- mundss. Fylkir Norðmanns- þinur 70-100 cm 1085 X 1050 1000 X 101-125cm 1605 2100 1600 1500 1490 126-150 cm 2175 2700 2160 2150 2150 151-175 cm 2720 3400 2700 2695 2690 176-200 cm 3475 4300 3460 3450 3450 Rauðgreni 0-100cm 625 620 600 101-125 cm 1020 1020 1000 126-150 cm 1435 1430 1410 151-175 cm 1905 1900 1865 176-200 cm 2525 2530 2490 Stafafura 0-100cm 875 870 870 100-125 cm 1425 1420 1400 126-150 cm 1950 1990 1980 151-175cm 2650 2660 2640 175-200 cm 3540 3550 3300 fyrra en kostar nú 2.700 krónur. í fyrra kostaði norðmannsþinur af stærðinni 150-175 cm 3.400 krónur hjá Landgræðslusjóði og það sama í dag. Magnús Guðmundsson, sem sel- ur sín tré við Miklagarð líkt og und- anfarin ár, verður með sama verð og í fyrra á norðmannsþininum. Þá kostaði stærðin 150-175 cm 2.695 krónur og einnig í ár. Stærðin 175-200 cm af norðmanns- þini kostaði 4245 kr. í Blómavali í fyrra en nú 3.475 kr. Sama stærð kostaði 4100 kr. í Alaska í fyrra en kostar nú 3.300 krónur. Stærð 175-200 kostaði þá og nú 3.450 hjá Magnúsi og 4.300 krónur hjá Land- græðslusjóði líkt og síðasta ár. Aðrar tegundir, svo sem rauðgreni og stafafura, eru á sama verði og í fyrra á öllum stöðum. Norðmannsþinur barrheldinn Norðmannsþinur er innfluttur frá Danmörku en rauðgreni og stafafura eru ræktuð hér. Norðmannsþinur er dýrastur en mjög barrheldin tegund. Stafafuran er líka barrheldin en rauðgreniö fellir barrið mjög auð- veldlega. íslensku trén eru rauðgreni og stafafura og fyrir hvert eitt ís- lenskt jólatré sem selt er eru gróður- sett 30 ný í staðinn, segir Skógrækt ríkisins. -jj Verð á norðmannsþini hefur lækkað frá þvi í fyrra. ÞEGAR MEST Á REYNIR...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.