Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 34
58 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992. Fólk í fréttum Kristín Á. Guðmundsdóttir Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags íslands, hef- ur mikið verið í fréttum að undan- fomu vegna kjaradeilna og samn- ingsviðræðna sjúkraliða við ríkis- valdið. Starfsferill Kristín fæddist í Reykjavík 7.3. 1950 og átti þar heima til þriggja ára aldurs en ílutti þá með foreldrum sínum að Miðgmnd undir Vestur- Eyjafjöllum. Þar ólst hún upp við öll almenn sveitastörf en foður sinn missti Kristín er hún var tólf ára. Kristín stofnaði heimili og flutti til Reykjavíkur 1967. Hún hóf þar störf við Landspítalann 1967 og hef- ur starfaö þar lengst af síðan, að frátöldumtveimurámm, 1978-79, er hún starfaði við geðdeild sjúkra- húss í Kristianstad í Svíþjóð. Kristín stundaði nám við Náms- flokka Reykjavíkur og síðan við Sjúkraliðaskóla íslands en þaðan útskrifaðist hún 1981. Hún hefur síð- an verið sjúkrahði við Landspítal- ann. Kristín varð trúnaðarmaður sjúkraliða við Landspítalann 1983, situr í stjórn Sjúkraliðafélags ís- lands frá 1986, var varaformaður félagsins 1986-88 og formaöur þess frá 1988. Hún er forseti Evrópusam- bands sjúkraliða frá 1989, sat í stjórn BSRB1988-90, er formaður Heil- brigðishóps BSRB og var varafor- maður Samtaka heilbrigðisstétta 1987-89. Fjölskylda Eiginmaður Kristínar er Diðrik, f. 17.1.1946, starfsmaður hjá ístaki. Hann er sonur ísleifs Einarssonar, lengst af starfsmanns hjá Kaupfé- lagi Hallgilseyjar, en hann er látinn, og Þorgerðar Diöriksdóttur hús- móður. Börn Kristínar og Diðriks era Þor- gerður L. Diðriksdóttir, f. 22.10.1967, nemi við KHÍ, búsett í Reykjavík, gift Hilmari Harðarsyni bifvéla- virkja og eiga þau einn son; Sigurð- ur G. Diðriksson, f. 27.3.1970, þjónn, búsettur í Reykjavík; Diðrik Dið- riksson, f. 13.8.1974, iðnskólanemi í foreldrahúsum. Systkini Kristínar eru Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir, f. 30.1.1946, bóndakona á Ásólfsskála undir Vestur-Eyjafjöllum, gift Viðari Björnssyni, b. þar, og eiga þau fjög- ur börn; Bára Guðmundsdóttir, f. 29.9.1951, bóndakona á Miðgrund, gift Lárusi Hjaltested, b. þar, og eiga þau fjögur börn á lífi; Róbert B. Guðmundsson, f. 9.8.1956, verktaki í Reykjavík, kvæntur Hólmfríði H. Ólafsdóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn á lífi; Jóhann B. Guð- mundsson, f. 9.8.1956, verktaki í Kópavogi, kvæntur Láru Grettis- dóttur húsmóður og eiga þau sitt barniö hvort frá því áður; Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 10.5.1960, hús- móðir í Kópavogi, gift Alexander Kristjánssyni verktaka og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Kristínar: Guðmundur Jón Árnason, f. 8.2.1924, d. 1962, símamaður í Reykjavík og síðar b. að Miðgrund, og kona hans, Sigríð- ur K. Jónsdóttir, f. 25.2.1925, hús- móðir. Ætt Guðmundur var sonur Áma, tré- smiðs á ísafirði, Gunnlaugssonar og Kristínar Jónsdóttur sem bæði voru ættuðfráÓlafsvik. Sigríður er dóttir Jóns, b. á Mið- gmnd, Eyjólfssonar, b. á Miðgrund, Jónssonar, b. í Vallatúni, Stefáns- sonar Þorvaldssonar. Móðir Eyjólfs var Rannveig Eyjólfsdóttir, b. í Vallatúni, Andréssonar. Móðir Jóns á Miðgrund var Jóhanna Jónsdóttir, b. í Vesturholtum undir Eyjafjöll- um, Gunnsteinssonar, b. í Hvammi í Skaftártungu, Runólfssonar. Móð- ir Jóhönnu var Sigríður Jónsdóttir. Móðir Sigríðar var Ragnhildur Gísladóttir frá Höfðabrekku í Mýr- dal. Móðir Sigríðar var Þorgerður, systir Skærings, langafa Hauks Gunnarssonar, heimsmeistara í hlaupum fatlaðra. Þorgerður var dóttir Hróbjarts, b. á Rauðafelli, Kristín Á. Guðmundsdóttir. bróður Odds, b. í Heiði, afa Þorsteins Oddssonar á Hellu. Hróbjartur var sonur Péturs, b. á Rauðafelli, Odds- sonar, b. á Hrútafelli. Móðir Þor- gerðar var Sólveig Pálsdóttir, í Mið- mörk, Bjamasonar, b. á Laxamýri, Jónssonar. Móðir Sólveigar var Þor- gerður, systir Guðrúnar, langömmu Sigurðar, afa Þorsteins Pálssonar. Þorgerður var dóttir Jóns, b. í Stómmörk, Guðmundssonar. Afmæli Ágúst Guðmundsson Ágúst Guðmundsson, lengst af bif- reiðasfjóri hjá Frón, til heimilis að Ásgarði 149, Reykjavík, er sjötugur ídag. Starfsferill Agúst fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lærði harmóníkuleik á stríðsárunum hjá Fritz Weiss- happel og píanóleik í tvö ár hjá Ro- bert Abraham Ottóssyni. Ágúst hóf störf hjá Kexverksmiðj- unni Frón 1942 og stundaði þar út- keyrslu í flöratíu og sjö ár. Agúst starfar nú í íspan í Reykjavík. Þá tók hann meirapróf 1947 og stundaði ökukennslu í tuttugu og sjö ár. Ágúst spilaði með hljómsveitum fyrir dansi um þijátíu og fimm ára skeið. Hann lék fyrst með Guðna Guðnassyni á einkasamkvæmum í Tjamarcafé 1944 en spilaði lengst af í Ingólfscafé á vegum Óskars Cortes. Auk þess lék hann með Bjama Böðvarssyni 1955 og spilaði í Gúttó einn vetur. Þá hafði hann umsjón með bingói í Ingólfscafé og í gamla og nýja Sigtúni. Fjölskylda Ágúst kvæntist 2.8.1944 Bjargeyju Stefánsdóttur, f. 30.4.1925, húsmóð- ur. Hún er dóttir Stefáns Hannes- sonar, fisksala í Reykjavík, sem nú er búsettur í Hafnarfirði, og Önnu Jakobsdóttur húsmóður sem nú er látin. Böm Ágústs og Bjargeyjar em Anna Ágústsdóttir, f. 21.2.1943, fé- lagsfræðingur í Bandaríkjunum, gift Robert Severson, þjóðfélags- fræðingi Michigan-fylkis í Banda- ríkjunum, og eiga þau tvö böm; MargrétÁgústsdóttir, f. 10.8.1946, blómaskreytingameistari í Banda- ríkjunum, gift AðalSteini Ólafssyni lífeðhsfræðingi og eiga þau þijú böm; Kristján Ágústsson, f. 31.3. 1948, starfsmaður hjá Ingvari Helga- syni hf., búsettur í Reykjavík, kvæntur Stefaníu Gunnarsdóttur húsmóður og eiga þau flögur börn; Ágúst Björn Ágústsson, f. 17.12. 1954, pípulagningarmeistari í Reykjavík, kvæntur Þórdísi Krist- insdóttur meinatækni og eiga þau tvö böm; Bjarni Ágústsson, f. 22.10. 1956, mjólkurfræðingur í Reykjavík, kvæntur Þórdísi Lára Ingadóttur tækniteiknara og eiga þau tvö böm. Ágúst átti fimm systkini en á nú Ágúst Guðmundsson. tvö systkini á lífi. Systkini hans á lífi eru Grímur Guðmundsson, for- stjóri íspan, og Gyða Guðmunds- dóttir, húsmóðir í Reykjavík. Látin era Sigríður Guðmundsdóttir, dó í æsku; Sigríður Guðmundsdóttir, húsmóðir í Hafnarfirði; Betty Guð- mundsdóttir, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Ágústs voru Guðmund- ur Grímsson, fisksah í Reykjavík, og Guðmundína Oddsdóttir hús- móðir. Gimnlaugxir Sigurjónsson Gunnlaugur Sigurjónsson, fyrrv. bóndi, Vahargötu 18, Þingeyri, varð sjötugurígær. Fjölskylda Gunnlaugur kvæntist 19.9.1945 Ingibjörgu Finnbogadóttur, f. 13.7. 1926, húsmóður. Hún er dóttir Finn- boga Kr. Bemódussonar og Sesselju Sturludóttur, húsmóður í Bolungar- vík. Gunnlaugur og Ingibjörg eiga sjö böm, Qórar dætur og þijá syni. Þau era: Sigurjón, f. 18.8.1944, verslun- armaður; Jóhanna, f. 24.11.1947, af- greiðslumaður; Ingibjörg, f. 6.2. 1951, húsmóðir; Gréta Björg, f. 26.2. 1952, húsmóðir; Finnbogi Unn- steinn, f. 21.12.1955, vörabifreiða- sflóri; Svanberg Reynir, f. 13.2.1956, verkamaður; og Sigríður Sesselja, f. 10.10.1959, húsmóðir. Gunnlaugur átti fimm systkini, eitt þeirra er nú látið. Systkinin eru: Jóhanna saumakona, nú látin; Har- aldur, húsasmiður í Reykjavík; Gunnar, starfar í Hátúni 12; Elísa- bet, húsmóðir í Bolungarvík; og Jónína, sjúkrahði í Reykjavík. Gunnlaugur er sonur Siguijóns Sveinssonar, f. 8.7.1893, b., Granda, og Guðrúnar Sigríðar Guðmunds- dóttur, f. 8.8.1891, húsmóður. Gunnlaugur Sigurjónsson. Til hamingju með afmælið 9. desember 80ára Guðfinnur Jónsson, Sogavegi 176, Reykjavík. 70ára Bjarni Þórhailsson, Breiðabólstað 1, Borgarhafnar- hreppi. Guðlaug Böðvarsdóttir, Búðarstíg 8, Eyrarbakka. Þórunn S. Kristjánsdóttir, ; Stórageröill, Reykjavík. 60 ára Iianna Sigurðardóttir, Álflieimum 66, Reykjavík. Jóna Sveinsdóttir, Fögrubrekku 38, Kópavogi. Páii Jósteinsson, ;■ Uppsalavegí 4, Sandgerði. Sigríður Erlingsdóttir, Þxngvallastræti 24, Akureyri. 50ára________________________ Ólafur Andrésson, ; Húsagarði, Landmannahreppi. Ari Viðar Jónsson, Sólheimum 23, Reykjavík. Erlendur Jónsson, Heinabergi 16, Þorlákshöfn. 40ára Sigurbjörn Þ. Guðmundsson, Garðabraut 45, Akranesi, Gísli B. Kvaran, Grundartúni 12, Akranesi. Guðrún Jóhannsdóttir, Seilugranda l, Reykjavík. ÓskarPálsson, Dofrabergi 17, Hafnarfirði. Jón Guðlaugsson, Brekkustíg 15, Njarðvík. Kristín Dröfn Árnadóttir, Víðigrund 24, Sauðárkróki. Sveinn Finnbogason, Reyðarkvísl 23, Reykjavik. Heigi Már Hreiðarsson, Hryggjarseli 17, Reykjavik. Gunnlaugur Pétursson, Gautlandi 21, Reykjavík. Svavar Jónsson, Álfaheiði 44, Kópavogi. Sviðsljós Ný smábátahöfn í Keflavík Ellert Eiriksson, bæjarstjóri í Keflavík, Kristján Pálsson, bæjarstjóri í Njarðvik, Halldór Blöndal samgönguráðherra og Pétur Jóhannsson hafn- arstjóri voru allir viðstaddir þegar ný smábátahöfn var formlega tekin í notkun í Grófinni i Keflavík á dögunum. DV-mynd Ægir Már

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.