Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992. 15 Ótímabær sala Búnaðarbankans Eftir að núverandi ríkisstjóm hafði verið mynduð fóru ráðherr- amir að tala um að selja ríkisbank- ana og ætluðu að vera búnir að framkvæma þá fyrirætlan sína fyr- ir lok þessa árs. Einn milijarð fyrir banka Þeim var efst í huga að leggja til atlögu við Búnaðarbankann. Kannski einna helst af því að þama var eign sem.ríkið taldi að helst og best væri hægt að selja. Friðrik fjármálaráðherra hefur oft minnst á það að hægt væri að fá einn millj- arð fyrir bankann. - Og það viU nú verða svo hjá ýmsum að ef þeir eiga einhvem kjörgrip, sem hægt er að fá eitthvað fyrir, telja þeir gjaman að hann eigi að selja. En það em bara ekki nema yfirburða búskussar sem láta taka bestu kúna sem þeir eiga og selja. Nú hefur fjármálaráðherra ávaUt orðað það þannig að hann gæti aUt- af notað þennan mUljarð upp í greiðsluhalla hjá ríkinu og sem er orðinn yfir 10 mUljarðar. En auð- vitað yrði það eins og dropi í hafið. Búnaðarbankinn eins og aðrir bankar gerði mikið í því að stofna útibú. StofnlánadeUd landbúnaðar- ins var stofnuð af Búnaðarbankan- um, og því var það að útibú þessa banka vom kannski betur séð úti á landsbyggðinni. KjáUaiinn Björn Pálsson fyrrv. alþingismaður Ekki er enn fulUjóst hvemig á að selja, hvort þetta á að vera almennt hlutafélag eða hvort þeir ætla að selja hluta bankans. Og þá er ekki víst aö betra verði að skipta við þá sem þar verða hlutaðeigendur fremur en í því formi sem nú er, þ.e. að ríkið eigi bankana að hluta eða að öUu leyti. Óvinsælt mál En hvað sem því Uður held ég að það verði afar óvinsælt mál ef selja á Búnaðarbankann. Og ég held að Sjálfstæðisfiokkurinn sem slíkur muni ekki græða á þeirri ráðstöf- „Það sem landsbyggðarfólkið þarf að gera, ef sú verður niðurstaðan að selja Búnaðarbankann, það er að taka spari- fé sitt út úr útibúunum á landsbyggð- inni og stofna nýja lánastofnun.“ Greinarhöfundur efast mjög um ágæti þess að selja Búnaðarbankann. un. Ég held að hann muni tapa á því máU. Og því trúi ég ekki fyrr en ég heyri að allir sjálfstæðismenn greiði atkvæði með sölu Búnaðar- bankans og aUs ekki sjálfstæðis- menn úti á landsbyggðinni. Það er að mínu mati hrein fiflska að vera að braska með bankana. Þess vegna efast ég ekkert um það, að ef menn fara að kaupa bankana, sem ég nú efast um, nema þá Búnaðarbankann - verða það braskarar sem kaupa og verða hið ráðandi afl í þjóðfélaginu, gagn- stætt því sem ríkiö á að vera. Miklir peningar í héruðunum Það sem landsbyggðarfólkið þarf að gera, ef sú verður niðurstaðan að selja Búnaðarbankann, það er að taka spariféð út úr útibúunum á landsbyggðinni og stofna nýja lánastofnun. Þá er hægt að efna til verðbréfaviðskipta eða á annan hátt að nota okkar eigið fé. Og raunar eru það algjör svik við íbúa landsbyggðarinnar að ætla að selja útibúin ásamt bankanum eftir það sem á undan var gengið þegar sparisjóðimir voru sameinaðir útibúunum á sínum tíma. Lands- byggðarfólkinu er skylt og ber raunar að veija sitt sparifé með því að stofna nýja lánastofnun. Það eru miklir peningar til í mörgum þess- um héruðum og ef allir leggjast á eitt gætum við verið sjálfum okkur nógir um lánsfé. Að þessu loknu hafa þeir einungis beinagrindina eftir og geta þá braskað með hana ef þeim sýnist svo. En varla verður hátt boðið í hana eina. Bjöm Pálsson Gengisskráningin Hvert einasta mannsbam gerir sér grein fyrir því að mikU eftir- spum skapar hærra verð en lítU eftirspum þýðir verðhmn. FóUi á auðvelt með að sjá þetta fyrir sér í einstökum vöruflokkum eða í framleiðslugreinum en þegar kem- ur að mynt eða gjaldeyri, hvers lands mglast margir í ríminu. Verð á gjaldeyri hvers lands stendur auðvitað bara fyrir þá verðmæta- sköpun sem á sér stað í lándinu og markar hún eftirspumina eftir við- komandi gjaldeyri. Þessi eftirspum getur auðvitað verið af margvísleg- um toga. T.d. kaupa menn krónur tíl þess að fá fisk frá íslandi. Aukin fiskframleiðsla þýðir þá að meiri eftirspum verður eftir krónum okkar tíl þess að geta borgað fisk- inn hér verði ekki verðfaU. Stóra málið á bak við gengi flestra mynta er þó einfaldlega sú verðmæta- sköpun sem er í hagkerfinu. Því meiri verðmætasköpun, þeim mun meiri eftirspum eftir viðkomandi gjaldeyri tíl þess að geta borgað fyrir útflutning viðkomandi ríkis og gengið hækkar. Engin verð- mætasköpun eða lítil, hjá ein- hverju landi, þýðir að enginn vUl kaupa neina vöm eða þjónustu og enginn hefur áhuga á gjaldeyri við- komandi ríkis. Skilvirk gengisstefna Hin augljósa niðurstaða af þessu- ferli er sú að hafi eitthvert ríki yfir- Kjallariim Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur fyrir ytri áfoUum. Nú era margar ástæður fyrir því að ríkisstjórnir hafa áhuga á fastgengisstefnu. „Betri tið og blóm í haga - mentaU- tetið,“ auknar vinsældir út á ímyndaða staðfestu og svo era bara ráðandi öfl skuldug í útlöndum. Hættan við gengisfals er þó sú að falskri eftirspiuTi er haldið uppi eftir erlendri verðmætasköpun, umfram getu hagkerfis að standast henni snúning eftir áföU, og erlend verðmætasköpun flæðir yfir við- komandi ríki með tilheyrandi skuldasöfiiun og atvinnuleysi, ásamt minnkandi tekjum. Þess vegna er skUvirk gengisstefna for- sendan fyrir öflugum þjóðarbú- skap. Skuldir og atvinnuleysi Við íslendingar skuldum nú um Yfirleitt höfum við aUtaf staðið á háöldu góðærisins þegar upp- sveifla er í sjávarútveginum, sjald- an lagt neitt fyrir í jöfnunarsjóði til að lægja sveiflumar, en íjárfest eins og óðir menn í greinum, sem skila okkur svo sárahtlu þegar upp er staðið. Rannsóknir og nýsköpun er hreinn óþarfi hjá víkingaþjóð- inni, líka á efnahagssviðinu. Sfjómvöld verða svo klumsa, bíta sig á fastgengi, og vakna ekki upp fyrr en atvinnuleysi og skuldir era orðin yfirþyrmandi. Þá er gengið feUt, venjulega með einhveijum landskjálftum þótt alltaf hafi verið um gengisleiðréttingu að ræða, enda engin skUvirk gengisstefna til, þar sem gjaldeyrismarkaðinn hefur skort. Skuldastaðan versnar svo sífeUt og áróðurinn gegn inn- lendri verðmætasköpun er yfir- þyrmandi. Enga atvinnuleysis- kollsteypu Núna stendur loksins tíl að gera bragarbót á þessu. í augsýn er gjaldeyrismarkaður þar sem krón- an okkar fær lagað sig að fram- leiðni hagkerfisins á hverjum tíma - og í tíma - og heUagsandahoppar- ar sláttumennskunnar verða að sanna sitt mál með rökum, áður en þjóðin er skuldfærð fyrir vit- leysunni úr þeim. Guðlaugur Tryggvi Karlsson „I augsýn er gjaldeyrismarkaöur þar sem krónan okkar fær lagað sig að framleiðni hagkerfisins á hverjum tíma - og 1 tíma - og heilagsandahopp- arar sláttumennskunnar verða að sanna mál sitt með rökum.“ leitt skUvirka gengisstefnu þá lækkar gengið ef hagkerfið verður 200 mUljarða króna, sem er með því hæsta á mann á veraldarvísu. „Á sínum tíma vora að- eins einka- reknar útfar- arþjónustur i Reykjavík. Þá var það mál mannaaðþaö væri óheyri- aö Ásbjöm Bjormraon, ior- f-,, sljóri Kirkjuflarós ., IU1K, HBykjavikurprófasis- , Margir mætir borgarar, með Knud Siemsen borgarstjóra í broddi fylkingar, ákváðu þá að stofha útfararþjón- ustu safnaðanna tU að ná niður kostnaðinum. Alla tíð síðan hafa menn reynt að vera trúir því að halda verðinu niðri. Tilgangur- iirn var sá að minnka prjálið, gera útfarir einfaldari og ódýrari. Allir skyldu jafnir eftir dauðann. Það var jafnvel farið út í það að hafa aðeins eina gerð af kistum. Okkur finnst mjög ódrengUega að okkur vegið. Við erum ekki að beijast við Davíð Ósvaldsson Ipá Líkkistuvinnustofu Eyvindar Árnassonar heldur menn sem era með honum. Þeir sjá peninga í útfararþjónustu og ætla að koma okkur út úr henni. En þaö verður það síðasta sem við ger- um. Það skal mikið gerast áður en við liættum því þá royndi verð- ið rjúka upp úr öllu valdi. Viö höfuro verið of linir i því að veija okkur. Hækkun okkar í síðasta mán- uði dugar í rauninni ekki til að borga allan útfai-arkostnaö. Hluti hans er enn greiddur með kirkju- garðsgjöldum. Það er ekki vist að við getum haldið núverandi verði því gjöldin hafa verið skert um 20 prósent. Fari þessi þjónusta hins vegar alfarið til einkafyrir- tækja mun almenningur fyrst sjá hvað það kostar að jarða fólk.“ „Þarna er opinber aðili í samkeppni viö eínkaað- ila. Þegar um slíkt er að ræða ernauð- synlegt að báðir aðilar njótíjaftiræö- is. Útfarar- þjónustan er ISSÍSKÍ afar viðkvæmt svið, bæði gagn- vart þeim sem er að veita þessa þjónustu og eins þeim sem era að kaupa þjónustuna. Gagnvart þeim sem eru að kaupa þjón- ustuna er algjörlega óþolandi að greiðslan ráðist af þeirri rois- munun sem hið opinbera stendur r. I þessum efnum sitja ekki viö hiá Verslunarráöi verið að gagnrýna. til þeirra niöurgrciðslna með kirkjusjóðsgjöldum sem Kirkju- garðar Reykjavíkur hafe verið með i útfararþjónustunni Spum- ingin snýr einnig að sl rekstri eins og einkaaðilar. Við erum að kanna þetta. Fljóttá liöð efast ég um að Kirkjugarðamir hafi greitt mikil aðstöðugjöld. Eðlileg niöurstaða í þessu máli væri að allir sætu vdö sama borö. Samkvæmt þeim reglum sem gilda á ekki að niðurgreiða út- fararþjónustuna. En ef menn vfija niðurgreiöslu aetti hún að vera óháö því hvaöa fyrirtæki veitirhana.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.