Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992. 19 Merming Barn síns andófstíma Silungsveiði í Ameríku hefur ferns konar merkingu í bók Richard Brautigans (1935-1984) og breytist merk- ingin eftir því hvemig setningin er skrifuð. Skáletruð vísar hún til bókarinnar sjálfrar; innan gæsalappa vísar hún til setningarinnar almennt; með litlum upp- hafsstaf merkir hún silungsveiði og með stórum staf er hún mannsnafn sem er myndað eins og indíána- nöfn eru gjarnan sett saman. Metsölubók Brautigan lauk við silungsbók sína árið 1962 en eng- inn fékkst til að gefa hana út fyrr en árið 1967. Tregða útgefenda varð bókinni til happs þannig að hún kom út á tíma sem var á mótum áhrifa beat-rithöfundanna (Ginsberg, Kerouac) og blómapopps-hreyfingarinnar (Dylan, Lennon). í Bandaríkjunum er ekki til hugtak- ið 68-kynslóðin og þar kannast enginn við það. Þetta er evrópskt hugtak og komið úr frönsku stúdentaupp- reisninni. í Bandaríkjunum er aðeins talað um fyrri hluta sjöunda áratugarins (early sixties) og síðari hluta sjöunda áratugarins (late sixties). Presleyæðið og bítla- Bókmenntir Árni Blandon æðið afmarka þessi hugmyndafræðilegu byltingskeið og það var á milli þeirra sem Silungsveiði í Ameríku tók upp á því að seljast í tveimur milljónum eintaka. Silungsveiði Lítil von er til þess að Silungsveiðin nái vinsældum á íslandi þegar hún kemur loks út núna. Bæði er það að verkið er barn síns andófstíma og svo hitt að unga fólkið, sem nú er að uppgötva Trúbrot og Hljóma, hefur ekki sömu þörf fyrir hinn ærslafulla frumleika sem einkennir Silungsveiðina. Silungsveiðin er safnverk þar sem sterkasti hlutinn er nokkrar smásögur. En þær eru ekki það sterkar að þær nái að halda bókinni á floti sem sígildu verki. Verkið hefur fyrst og fremst sögulegt gildi ásamt því að vera heimild um fyrstu „skáldsögu" höfundar sem náði ekki að opna gáttir sínar fyrr en tveimur árum áður en hann skaut sig. Árið 1982 kom út bók hans Svo berist ekki burt með vindinum, og þar tókst Braut- igan loks að lýsa óhamingju sinni sem hafði verið undir niðri í fyrri bókum hans og gert þær svo kaldar og ópersónulegar. Þar naut hann þess að sjálfsögðu að geta fetað í fótspor bandarísku játingaskáldanna (Plath, Sexton). Gyrðir Elíasson þýddi þetta verk einn- ig á íslensku og var það vel. Þýðing -eftirmáli Þýðing Gyrðis er vönduð, aðeins á einum stað er þýðingarbragur á setningu: ...fáum stundum síð- ar... “ (146). Gyrðir ritar stuttan eftirmála sem er \ Richard Brautigan. Lauk við Silungsveiði í Ameríku 1962 en bókin fékkst ekki útgefin fyrr en 1967. greinargóður varðandi Brautigan. Gyrðir hefur hins vegar ekki vandað sig eins við þann hluta sem fjallar um þá sem höðu áhrif á Brautigan: Það er til lítils að minnast á að „sumir“ vilji tengja Brautigan við Mark Twain en skilja síðan ekkert í hverju það geti falist, halda helst að það tengist skegginu á þeim. Það er líka erfitt að trúa því að Gyrðir hafi lesið mikið af þyngstu heimspekiritgerðum Emersons fyrst hann talar um „laufþyt" raddar hans. Og erfitt er að fylgja Gyrði þegar hann hugleiðir að Steingrímur Thorsteinsson hafi ort um silung undir áhrifum frá Emerson í gegn- um Grasblöðin sem Whitman sendi Steingrími. Skyldu allir lesendur þessa eftirmála vita hvað Grasblöð eru? Það er líka lítil þjónusta við lesendur að fá ekki að vita annað um Thoreau en að hann hafi leikið á flautu á Walden-tjörninni í litlum báti á næturþeli. Hvers vegna skyldi þá Skinner hafa kallað eina bók sína „Walden Two“. Og hvers vegna skyldi Brautigan þá kalla einn kaflann í Silugsveiðinni „Walden-tjöm fyrir púrtvínsbyttur". Og hvers vegna skyldi Brautigan vera að minnast á Gandhi? Það er þó góð þjónusta við lesendur að rita eftir- mála um höfund og verk hans. En slíkar ritgerðir þarf að vanda og þær þurfa að skrifast af sérþekk- ingu, ekki vera útþynningar úr alfræðibókum. Silungsveiði í Ameriku, 184 bls. Richard Brautigan Þýðing: Gyrðir Elíasson Hörpuútgáfan Sviðsljós Jólatónleikar í Áskirkju Kammersveit Reykjavíkur hélt sína árlegu jóiatónleika í Áskirkju um siöustu helgi. Á efnisskránni voru verk frá barokktimanum. DV-mynd JAK 10 STYRKLEIKASTI1 - HLJÓÐROFI. * SÝNIR BESTA ÁRANGUR Á SKJÁ, • VERÐ AÐEINS kr. 2.990,- PÖNTUNARSÍMI: 651297 GKVILHJALMSSON Smyrlaliraun 60, 220 Hafnarfjöröur Akranes: Bókaskemman. Akureyri: EST og Nýja Filmuhúsíð. Blönduós: Kaupfélagió. Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar. Dalvík: Sogn. Egiisstaðir: Bókabúðin Hlööum. Eskifjörður: Rafvirk- inn. Flateyri: Þjónustulundinn. Hafnarfjörður: Rafbúðin Álfaskeiði. Húsavík: Öryggi. Hvammsfangi: Kaupfélagið. Hveragerði: Ritval. Höfn: Hafnarbúðin. Reyóarfjörður: Rafnet. Reykjavík: Bókahornið, Hjá Magna. Sauðárkrókur: Rafsjá. Siglufjörður: Aðalbúöin. Stykk- ishólmur: Húsið. TjkfcKTAtf DEEP JlfVII & THE ZEP CREAMS JET BLACKJOE WVeiviháUar rokktóu\e\kav i í TvmcuNU B 1 WmmtudagVnn | TO. desember. | Tvær bestu I rokkh\\ómsve\t\r \ands\ns sýna Uvah „ROKK er í raun 09 veru. u M M IÚ S í K FORSALA AÐCÖN OLLUM VCRSLUNU MUSIK & MYNDIR MIÐAVERÐ AÐEINS 750, KR. HÚSIÐ OPNAR KL. 22:00 TÓNLEIKARNIR HEFJAST KL. 22:30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.