Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 32
56 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992. Menning Þjóf ur og hundar í Þjófur og hundar segir frá af- brotamanni sem haldinn er „dul- inni geöbilun og glæpsamlegu áræði“. Hann er „tilfinningalaus af sorg og reiði" og vill hefna sína á manninum sem stal konunni hans frá honum og manninum sem afvegaleiddi. hann hugmynda- fræðilega. Þegar hann reynir að drepa þessa menn myrðir hann óvart og af fljótfæmi saklaust fólk. Nagíb Mahfúz Nagíb Mahfúz (1911) er egypskur rithöfundur og heimspekingur sem hefur skrifað 30 skáldsögur, en hin sálfræðilega spennusaga, Þjófur og hundar, sem kom út árið 1961, er þeirra þekktust utan Egyptalands. Nagíb hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1988. Þjófurinn er þriðja verk hans sem er þýtt á ís- lensku. Sagan gerist í Kaíró á bökk- um Nílar og er að mörgu leyti skrif- uðeinsogkvikmyndahandrit;enda Nagíb Mahfúz. hefur Nagíb skrifað mörg shk og Þjófurinn hefur auk þess verið kvik- myndaður. Sagan er sérlega vel sögð en hefur þó ekki sterkan tilgang. Við erum sett inn í hugsanagang hefndarfikils en erum litlu nær um slíka bilun eftir lestur sögunnar. Þýðingin Nagíb skrifar á arabísku en Þjófurinn er þýddur á íslensku úr ensku og dönsku, en þær útgáfur eru þýddar úr frummálinu. Úlfur Hjörvar er einn af okkar vönduðustu þýðendum. Þýðingin er að mestu leyti fáguð og sums staðar afar smekkleg t.d.: „Hann leit rannsakandi á þau sínum Bókmenntir Árni Blandon möndlulöguðu, hunangsgullnu augum...“, „Að baki þeim var keðja harm- hlekkja."....veröldin með sólþrúguðum strætum...“. En þýðingar eru illa borgað og vanþakklátt starf og sums staðar hefur Úffur flýtt sér að- eins um of og kemur það niöur á málfarinu. Það er-undarlegt að segja „að vera sáttur með einhvern" (24) og að „finna einhvem lausan" (42). Ekki er gott að segja að....hefjast til að búa í...“ (45) og að „taka við að kveina" (71). Ekki fer vel á að segja að „fá löngun" (81) eða að „klippa mynd vandlega" (101). Og ekki er það vel íslensk orðaröð að segja að ein- hver fái „allt um það að vita“ (86). Þjófur og hundar, 167 bls. Nagib Mahfúz, þýðandi: Úlfur Hjörvar Setberg, 1992 MÁLTÍÐ 595- NAUTASTEIK Sveppasósa - nýtt grænmeti - franskar kryddsmjör - koktailsósa r EÐA SViNASTEIK Franskar eöa bakaðar kartöflur - hrásalat kryddsmjör - bernaisesósa - ananas nýtt grænmeti - kínagrjón - súrsætt EÐA BARBEQUE LAMBALÆRI Viltsósa - franskar - kryddsmjör Nætursala fimmtud., föstud. og laugard. til kl. 3.00. Ekkert næturgjald. hrásalat - koktailsósí Ódýr heimsendingar- þjónusta frá kl. 16.30, kr. 200. B'ONVS BORGARI Gulur þorskur gekk um haf Gulnaðar bækur, græningi með grænan hatt og grár hversdagsleikinn er hluti þess sem er að finna í bók- inni Litarím. Þórarinn Eldjárn yrkir vísur um grunn- liti litrófsins en í verkahring myndlistarmannsins Tryggva Ólafssonar er að myndskreyta verkið. Á hverri síðu er yfirleitt að flnna þrjár vísur um hluti eða hugtök sem tengjast viðkomandi lit. Þórarinn er Bókmenntir Jóhanna Margrét Einarsdóttir þekktur fyrir skemmtilega orðaleiki en i þessari bók eru þeir ekki jafn flóknir og í bókinni Óðfluga sem kom út á síðasta ári. Skjannahvít er skyrtan mín skór og sokkar Lísu, salt og hveiti, sykur, lín og samviskan i Dísu. yrkir Þórarinn um hvíta htinn óg eins og sjá má er glettnin ekki langt undan. Vísan er einfóld en hefur sterkan hljóm og að slíkum kveðskap þykir börnum jafnan gaman. Grár er margur gamall klár, grágæsir og steinar. Kemur hér sem köttur grár um kaffileytið Einar. Hér er gamansemin í fyrirrúmi og eftir að hafa ort um nokkra algenga liti er hringnum lokað. Gult plús blátt er grænt að sjá, geislar htakynngin. Blátt plús rautt er brúnt, ójá, bætist það í hringinn. Tryggvi Ólafsson myndskreytir bókina. Helsti gall- Tryggvi Ólafsson myndskreytir við vísur Þórarins Eld- járn. inn á myndunum er sá að þær tóna ekki í nærri öllum tilvikum við vísurnar auk þess sem þær eiga það til að flæða fullmikið hver inn í aðra. Það þarf því að skoða þær nákvæmlega th að sjá hvað hlutir eru á myndfletinum. Miðað við hinn einfalda texta vísnanna sem virðist eiga að höfða til yngri barna þá eru mynd- irnar fullflóknar og ekki í nógu miklu samræmi við textann. Sem dæmi má taka myndskreytinguna við vísurnar um hvíta litinn. Þar er ýmislegt að fmna á myndinni sem ekki er í textanum og öfugt. Litarím er hinn ágætasti skáldskapur og myndirnar eru vel gerðar og standa fyrir sínu. Það eina sem vant- ar er samræmið mhli texta Þórarins og mynda Tryggva. Litarim Rim: Þórarinn Eldjárn Myndir: Tryggvi Ólafsson Forlagið 1992 Bætt úr vanrækslu við þjóðardýrgrip Með alþýðuútgáfu Máls og menningar á Grágás, mesta lagasafni norrænna manna frá miðöldum, er ráöin bót á vanrækslu íslendinga við einn af þjóðar- dýrgripum sínum. Er öh ástæða th að fagna þessu framtaki Gunnars Karlssonar prófessors og samstarfs- manna hans. Útgáfa þessi, sem er mjög vegleg og vönd- uð í alla staði, er byggð á stafréttum útgáfum Vh- hjálms Finsens, hæstaréttardómara í Kaupmanna- höfn, á Grágásartextum frá árunum 1852-1883 en hefur þá sérstöðu að vera fyrsta útgáfan sem gerö er hér á landi auk þess að textinn er færður til nútímastafsetn- ingar. Vandaðar neðanmálsskýringar, efnisskrár, skýring- armyndir og orðskýringar í atriðisorðaskrá aftan við meginmál bókarinnar réttlæta það að tala um alþýöu- útgáfu í þess orðs bestu merkingu. Sama ghdir um fróðleg inngangsorð þar sem fjallað er um aldur Grág- ásarsafnsins og sögu og gefið yfirlit um efni þess á greinargóðan hátt. Grágás er lagasafn íslenska þjóðveldisins og lýsir stjómarháttum og daglegu lífi íslendinga frá landnámi th ofanverðrar 13. aldar. Er ekki ofsagt að Grágás sé ómetanleg th skilnings á íslenska þjóðveldinu, svo mikhvæg heimhd sem hún er um aldarfar, atvinnu- hætti og heimilishagi á fyrstu öldum íslandsbyggðar. Grágás ber það með sér að reynt hefur verið að setja lög um hvaðeina sem reynslan hafði sýnt að ágrein- ingi gat valdið. Aht kapp virðist lagt á að nefna sem flest hugsanleg thvik og sjá við alls kyns afbrigðum. Almennar réttarreglin- eru hins vegar fátíðar. Má því með sanni kenna lagasafn þetta við tilfehafræöi. Grágásarlög eru varðveitt á tveimur aðalhandritum, Konungshók og Staðarhólsbók, og talið er að þessi handrit hafi verið skráð á tímabibnu 1250-1280. Vitaö er að lög vom meö því fyrsta sem íslendingum þótti vert að setja á bókfeh á móðurmáh sínu og með nokk- urri vissu er vitaö að Kristinna laga þáttur er ritaöur á árunum 1122-1133. í Kristinna laga þætti er kveðið svo á að allir menn skuh vera kristnir á íslandi auk þess sem þar er að finna íjölmörg ákvæði um rétt kristnihald. Af öðrum athyghsverðum þáttum Grágásar má nefna Ómagabálkinn sem hefur að geyma framfærslu- löggjöf þjóðveldisins. í honum kemur vel fram hve óttinn við ómagabyrði hefur veriö mikhl. Vígslóði er eini þáttur Grágásar sem vitaö er fyrir víst að var ritaður á Breiðabólsstað veturinn 1117-18. Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson Vígslóði hefur að geyma margþætta refshöggjöf. Þar er að finna ítarlegar reglur um hvernig sækja eigi menn th saka fyrir afbrot. Hér er þess enginn kostur að gefa yfirlit um inni- hald þessa umfangsmikla rits. En af öllu því forvitni- legu efni, sem enn er ótahð, má nefna Rekaþátt sem er hluti af svoköhuðum Landabrigöisþætti. í Reka- þætti er, eins og nafnið ber með sér, fjallað um með- ferð reka, bæði viðarreka og hvalreka, og einnig er þar fjallað um hvalveiðar. Þar segir meðal annars: „Nú finnur maður hval í ísum svo nær landi, og þó fyrir utan netlög. Þá á hann hálfan ef kvikur er en landeig- andi á allan ef dauður eri“ Er ekki ónýtt að geta vitnað í svo fornan lagabálk um hvalveiðar hér við land nú þegar okkur íslendingum er meinað af alþjóðlegum samtökum að nýta þessa fornu auðlind okkar. Grágás. Lagasafn islenska þjóðveldlsins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Möröur Árnason sáu um útgáfuna. Mál og menning. (568 bls.) Rvk. 1992.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.