Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992. Utlönd Fimm heimamenn snerust til varnar - mannfall hefur ekkert orðið í innrásarliðinu sem hefur öll völd í Mogadishu „Þaö komu þama fjórir eða fimm menn meö riffla og skutu á okkur. Okkur brá því viö vorum hálíber- skjaldaöir þama á hafnarbakkanum en við svömöum skothríðinni og mennimir lögðu á flótta," sagöi Jos- eph Rossi, sveitarforingi í land- gönguliöi Bandaríkjamanna sem gekk á land í Mogadishu, höfðuborg Sómalíu, í nótt. Liö Bandaríkjamanna hefur ekki mætt teljandi mótspyrnu við töku borgarinnar og ekkert mannfall hef- ur orðið aö því er best er vitað. Inn- rásin var gerð í nótt samkvæmt áætl- un en fyrirfram var búið að lýsa yfir að stundin rynni upp í dag. Liðið var þó fyrr á ferðinni en búist var við. Ein skýringin á því er að vegna tímamunar náðist innrásin á besta sjónvarpstíma í Bandaríkjun- um. Fréttamenn helstu sjónvarps- stöðva þar em í för með innrásarhð- inu. , í þessu fyrsta herhlaupi í nafni Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu vom 1800 menn. A eftir fylgja fleiri her- menn frá Bandaríkjunum og öðram þjóðum. Alls er gert ráð fyrir að 37 þúsund hermenn, þar af 28 þúsund Bandaríkjamenn, verði í setuliðinu í Mogadishu en því er ætlaö að hrekja skæruhða úr borginni og tryggja ör- ugga dreifingu hjálpargagna. Ótti viö skærur Þótt liðið sé enn fámennt hefur það náð öllum helstu stöðum í borginni. Sveitunum fylgdi öflug þyrlusveit en skæruliöar í Sómalíu hafa ekki vopn til að verjast svo vel búnu innrásarl- iöi. Margir óttast þó að til mannfalls komi síðar ef skærar hefjast milli heimamanna og hersveitanna. Margir vopnaðir Sómahr hafa ver- ið handteknir. Yfirmaður gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna segist ætla að sjá tíl þess að mennirnir verði látnir lausir enda hafi þeir ekki sýnt mót- spymu. í dag verður unnið að því að koma meiri hðstyrk til borgarinnar. Þús- undir hermanna verða fluttar frá þremur herskipum útifyrir strönd- inni og eftir að húið verður að tryggja öryggi manna við höfnina er ætlunin að herflutningaskip með þungavopn leggist aö. Enn er óljóst með framvindu inn- rásarinnar því að helstu skæruhða- foringjar hafa beðið menn sína að hafa sig hæga fyrst um sinn. Lítil stjóm er þó á skæruhöum og vitað er að þeir era margir imdir áhrifum eiturlyfla og til ahs liklegir. Reuter Bandarísku landgönguliðarnir mættu lítilli mótspyrnu af hálfu heimamanna þegar þeir hertóku Mogadishu, höfuð- borg Sómalíu, í nótt. Hér hafa hermenn tekið mann á flugvellinum, grunaðan um að ætla að snúast gegn liðinu. Símamynd Reuter Forsetahöllin Mogadishu Til flugvallar Mogadtónu Moskan mikla KENÍ V ~mHersjúkrahús uv Hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Sómalíu EÞIOPIA INDLANDS- HAF Herskip með meira en 1800 sjóliðum liggja úti fyrir strönd Sómalíu. Landgöngusveitirnar hertóku Mogadishu í nótt. í dag verður fjölg- að um þúsundir manna í innrásarliðinu. Þyrlur fluttu landgöngu- liðana á land og lögðu þeir höfnina og flugvöllinn undir sig baráttulaust. Landgönguliðarnir tryggðu stöðu sína með því að hertaka ákveðin borgarhverfi og eftir því sem liðs- aflinn eflist treysta þeir stöðuna. Þegar í dag hefja skip hergagnaflutninga til borgarinnar. Ibúar Sarajevo fá að fara Stjómendur Scala-óperahússins í Mílanó hafa hótað að grípa tíl harkalegra aðgerða gegn uppi- vöðslusöraum áhorfendnm eftir að „í kvöld náðum við botninum. Leikhús getur látið óánægju gesta sinna viögangast en ekki svona Rólegt var í Sarajevo, höfuðborg Bosníu, í nótt eftir mjög harða bar- daga þar í ahan gærdag. Sprengjuá- rásir bosnískra Serba vora þær mestu í nokkrar vikur en þeir fylgdu þeim eftir með óvæntu boði um að leyfa öhum íbúum borgarinnar að koma sér á brott. „Borgarar Sarajevo, búiö ykkur undir að skipta á köldum herbergj- um fyrir hlý, tómum diskum fyrir fuha og að friöur komi í staðinn fyr- ir stríð,“ sagði í tilkynningu frá bosn- ískum Serbum. Serbar bjóða öllum íbúum borgar- innar, óháð þjóðemi, trúflokki eða aldri, aö hverfa þaðan á brott. Þaö mundi tákna endalok átta mánaða umsáturs um borgina sem hefur kostað þúsundir mannslífa og mikið harðræði fyrir tugþúsundir. Serbar sögðu að ekki lægju nein annarleg sjónarmið að baki og buðu \ alþjóðastofnunum að koma á næstu dögum til að fylgjast með brottflutn- ingmun. Reuter Luciano Pavarottí var púaður niö- ur á fyrstu frumsýningu ársins á þriöjudagskvöld. Pavarotti varð tvisvar á í mess- unni í titilhlutverkinu í Ðon Carlos eftír Verdi sem fína fólkiö í Mílanó greiddi aht að 70 þúsund krónur fyrir aö sjá. Sýningin, sem var und- ir leikstjóm hins fræga Francos ZeföreUis, hlaut mjög slæmar við- tökur gagnrýnenda. skrílslætí," sagöi Carlo Fontana, framkvæmdasijóri Scala-óperunn- ar. Önnur sýning er fyrirhuguö á fostudag og í dag veröur ákveðiö tíl hvaða ráða verður gripiö. Pavarotti sjálfur var hinn róleg- asti út af þessu. Hann sagöist geta tekið púi ef hann ættí það skihð. Hann mundi reyna að gera betur næst. Reuter Allir sáttir við innrásina í Sómalíu George Bush Bandaríkjaforseti talaði strax i nótt við Boutros Boutros Ghah, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, og skýrði honum frá framgangi inn-: rásarinnar i Sómahu. Að sögn lýsti Ghali yfir ánægju með stöð- una en hann hefur þrýst mjög á um að þjóðir heims sameinuðust um aö tryggja híálparstarf í Só- malíu. Eftir því sem best er vitað hafa engin mótmæh borist við innrás- inni. Talsmaður Bandaríkjafor- seta sagði í morgun að viðbrögð allra væru á einn veg; mennfögn- uöu því aö loks heföi verið gripið Innrásin í Sómalíu fór fram i beinni utsendingu í Bandarikjun- um. Simamynd Reuter Ættingjar her- mannanna ötta- slegnir Fjöldi ættingja bandarísku her- mannanna hefur hringt tíl höfuð- stöðva hersins og lýst ótta símim við að mannfall verði í innrásar- liðinu í Sómalíu. , Þá haía raargir lýst furðu sinni á því hve margir sjónvarpsraenn vora með í fór. Um leiö og liðið var komið á land hófust beinar sjónvarpsútsendingar með við- tölum við hermenn. Þótti mörg- um sem i uppsighngu væri mikið sjónvarpsstríð sem miðaði að því einu að gera hlut landgönguliðs- ins sem mestan. Hungursneyðiii hefurkostað 300þú$und mannslrf Talið er aö 300 þúsund Sómalir hafi látist úr hungri í landinu á einu ári. Tilraunir hjálparstofn- ana til aö bæta úr neyðinni hafa komiö fyrir lítið enda nær ómögulegt að koma mat til svelt- andi fólks vegna rána skæruliða. Gæsluhðar Sameinuðu þjóð- anna hafa haft flugvöllinn á sínu valdi en ekki komist út fyrir hann vegnahernaðarins. Miklar birgð- ir matvæla hafa því hrannast þar upp og eins í skemmum við höfn- ina. Nú er ætlunin að koma matn- um til þeirra sem þurfa. HlutverkClintons aðnáliðinuút Að öhum likindum kemur það í hlut Bills Clinton að sjá um heimflutning bandarísku her- mannanna frá Sómalíu. Þótt markmiðiö sér aö Ijúka aögerð- um fyrir 20. janúar, þegar nýr forseti tekur við í Bandaríkjun- um, efast menn um aö það gangi eftir. Herförin til Sómalíu gæti dregist á langinn og verkefniö jeynst flóknara en þaö virðist i fyrstu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.