Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992. Fréttir Hrikalegt atvinnuleysi á Akureyri: Hátt í þref alt fleiri án atvinnu en fyrir ári Atvinnuleysi á Akureyri l.sept. I.nóv. I.des. I.feb. 1. ma( l.júlí l.okt. I.nóv. 5. des. 1991 1991 1991 1992 1992 1992 1992 1992 1992 Gyffi Kristjánssom, DV, Akureyri: Atvinnuástandið á Akureyri er nú verra en þaö hefur verið um árabil og varla lengur hægt að tala um kreppueinkenni í því sambandi held- ur kreppu og neyöarástand. At- vinnulausir í bænum voru orðnir 410 um síöustu helgi og ekkert lát virðist á fjölgim þeirra sem enga atvinnu hafa. Miðað við sama tíma árs á síðasta ári er aukning atvinnuleysis um 260% og bara á síðustu vikum hefur atvinnuleysis aukist um nærri 80%. Menn sjá ekkert ljós í þessu myrkri annað en hugsanlega samvinnu Ak- ureyrarbæjar og Atvinnuleysis- tryggingasjóðs um tímabundið átak en bæjaryfirvöldum, sem nú er gert að taka á sig auknar byrðar vegna efnahagsaðgeröa ríkisstjómarinnar, er þröngur stakkur skorinn til að leggja fé í „atvinnubótavinnu". Atvinnuleysið virðist vera á flest- um sviðum en þó er þaö áberandi mest hjá ófaglærðu fólki. Þannig eru um 180 félagar í Verkalýðsfélaginu Einingar atvinnúlausir, yfir 70 í Iðju, félagi iðnverkafólks. Þá era um 40 iönaðarmenn á atvinnuleysisskrá, aðallega smiðir og járniðnaðarmenn, og einnig eru á listanum um 20 sjó- menn. Þá er ótalinn um fjórðungur atvinnulausra en þar er fólk úr ýms- um greinum, s.s. verslun. Þrátt fyrir þessar tölur hafa engar stóruppsagnir komið til fram- kvæmda á Akureyri upp á síðkastið. Uppsagnir hjá ullarfyrirtækinu Foldu fara að koma til framkvæmda fljótlega upp úr áramótum. Þá er óvissa um framhald atvinnu ein- hverra hjá Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar hf. Útlitið er því allt annað en glæsilegt. Á súluriti, sem fylgir greininni, má sjá þróunina á Akureyri síðustu 15 mánuðina. Þar vekur athygh að snemma á árinu fór ástandið mjög versnandi en atvinnuleysi minnkaði síðan og var minnst í október og nóvember. Þar spilar stóran þátt at- vinnuátak Akureyrarbæjar og At- vinnuleysistryggingasjóðs sem er lokiö og einnig unnu þá margir viö slátrun sauðfjár. Síðan rauk at- vinnuleysiö upp og hefur að öllum líkindum ekki náð hámarki ennþá. Verkalýðsfélagið Eining á Akureyri: Neyðarástand blasir við - segir Bjöm Snæbjömsson formaður Gyffi Rristjánason, DV, Akureyri: „Ástandið er orðið alveg hrikalegt og við höfum svo sannarlega fundið fyrir þessari þróun sem ekkert lát virðist á. Satt að segja kæmi mér ekki á óvart þótt við sæjum töluna 200 um áramótin hjá félagsmönnum okkar á Akureyri,“ segir Bjöm Snæ- bjömsson, formaður Verkalýðsfé- lagsins Einingar í Eyjafirði, en nú em um 180 Einingarfélagar á Akur- eyri á atvinnuleysisskrá. Bjöm segir það á allra vitorði aö kreppa sé í þjóöfélaginu og menn haldi að sér höndum. „Atvinnurekendur taka enga áhættu og em með vinnuafl í lág- marki. Mig hryllir við því ef heldur fram sem horfir og stjómvöld halda þessari Jsreppusiglingu sinni áfram. Það blasir ekkert annað við en neyðarástand. Þeir sem enn hafa vinnu hafa ekkert nema dagvinnu til að framfleyta sér á á sama tíma og allt annað hækkar en kaupið. Neyð- arástand er að skapast á heimilun- um. Það er voðalegt að hlusta á lýs- ingar fólks, bæði atvinnulausra og þeirra sem hafa vinnu, og ástandiö fer sífellt versnandi. Og maður veltir því fyrir sér hvar botninn sé, hvort við séum að nálg- ast hann eða hvort þetta eigi eftir að versna mikið enn. Því miður sé ég ekki frekar en aörir neitt alveg á næstunni sem getur snúið þessari óheillaþróun við,“ sagði Bjöm. IðjaáAkureyit Gyffi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Þaö bætist við f hverri viku og er ekkert lát á,“ segir Kristín Hjálmarsdóttir, formaður Iðju á Akureyri. Yfir 70 Iöjufélagar em atvinnulausir eða um 10% félags- manna, Kristín segir að ástandið eigi eftir að versna. Vitað sé um upp- sagnir sem ekki eru komnar til framkvæmda, t.d. hjá ullariðnaö- arfyrirtækinu Foldu. „Þetta er því aideilis ekki allt komið fram,“ segir Kristín. Hún segir aö á síðasta ári hafi verið greiddar 17 milijónir í at- vinnuleysisbætur hjá Iðjufélög- um á Akureyri. Sú upphæö verði a.m.k. 23 milijónir á þessu ári. Gyffi Kristjánason, DV, Akuxeyn: „Það er ekki bjart framundan í vetur hjá bygpngariönaðar- mönnum,“ segir Sigurður Jóns- son hjáMeistarafélagibyggingar- manna á Akureyri Um 40 iðnað- armenn em nú atvinnulausir á Akureyri, flestir trésmiðir og jámiðnaðarmenn. Sígurður segir að skerðing framkvæmda vegna ráðstafana ríkisstjómarinnar komi í Ijós um mitt næsta ár og menn óttist þaö ástand setn þá muni skapast. „Þau boð rikísstjómarinnar aö vinna á byggingarstað, sem hefur fengið 100% endurgreiðslu á virð- isaukaskatti, fari í 60% verða að öllum líkindum til þess aö fólk dragi að framkvæma viöhald á eignum sínum og þaö litla við- hald, sem eigi sér staö, verði unn- iö í „svartri vinnu“ af einstakl- ingum. Þessu er verið að bjóða heim í stað þess að á þessum tíma ætti viðhaldsvinna að vera vaxt- arbroddur," segir Siguröur. I dag mælir Dagfari_____________________ Ber er hver að baki Svisslendingar em góðir og gegnir framsóknarmenn. Helmingur Svisslendinga greiddi atkvæði með EES og helmingur á móti. Rétt eins og Framsóknarflokkurinn hafði hugsað sér að gera. Vegna skipting- ar Svisslands í kantónur og vegna þess að það em kantónumar sem telja í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss reyndist andstaðan gegn EES vera í meirihluta í kantónum taliö og þess vegna var EES fellt í Sviss. Þetta kom ekki svo mjög á óvart. Svisslendmgar em íhaldssamir ættjarðarvinir, sem lifa í sátt og samlyndi viö sjálfa sig upp til fjalla, ef frá em taldir þeir Svisslendhigar sem búa í borgunum til að telja peningana sem lagöir em inn á svissneska bankareiknmga af rík- um útlendingum. Bankamennimir í Sviss em hins vegar með skertan atkvæðisrétt eins og þéttbýlisfólkiö á íslandi og urðu undir í þessari atkvæðagreiðslu. Þar er það lands- byggðin sem ræður, rétt eins og hér heima. Hins vegar áttuöu íslendingar sig ekki á því að svissneskir sveita- menn og fjallabúar vom að greiöa atkvæði fyrir ísland en ekki bara fyrir sjálfan sig þegar þeir felldu EES-samninginn. Það hefur nefni- • lega komið í ljós að íslenskir fram- sóknarmenn og aörir EES-and- stæðingar hér á landi segja að Svisslendingar hafi þar með fellt sammnginn fyrir okkar hönd. EES-sammngurinn er ekki lengur í gildi og Alþingi íslendinga hafi ekkert lengur með það að gera að greiöa atkvæði um EES eftir að Svisslendingar em búmr að greiða atkvæöi fyrir okkur. Þetta kemur sér vel fyrir EES- andstæðinga, sem eru búmr að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu hér heima, og halda því raunar fram að EES-samningurinn brjóti í bága við íslensku stjórnarskrána. - Nú þurfum við ekki lengur á ís- lensku þjóðaratkv£eði að halda þegar Svisslendingar em búnir aö hafa þjóðaratkvæði fyrir okkur. Það sparar útgjöld við kostnaðar- sama allsheijaratkvæðagreiðslu aö geta látið aðrar' þjóðir um aö útkljá svona deilumál fyrir okkur. Sér- staklega þegar verið er aö deila um stjómarskrána og fullveldi íslands. Þá kemur það sér vel að láta út- lendinga taka afstöðu til þess hvað brýtur í bága við íslensku stjómar- skrána. Og hvað samrýmist full- veldmu. íslendingar em ekki færir um það sjálfir. Á því leikur jafnvel grunur aö meirihluti þjóðarinnar sé hlynntur þessu evrópska efna- hagssvæði, sem þjóðemissmnar geta alls ekki sætt sig við. Þeir hafa margbent á að við séum að afsala völdum og sjálfsforræði yfir á aðr- ar þjóðir í Evrópu, sem hafa ftjáls- an aögang að landinu ef þessir samnmgar taka gildi. Dómstólar verði að lúta erlendum lögum, at- vinnumarkaðurinn verði að taka við erlendu vinnuafli, penmga- markaðurinn'og atvinnulifið geti lent í höndunum á erlendum aðil- um og svo framvegis. Þetta er skerðing á sjálfstæöi og þess vegna megum við ekki afsala okkur því. Allt hefur samt stefnt í það að Alþingi íslendinga vilji gangast undir þetta jarðarmen og fórna sjálfstæðmu, fóma réttinum til að ákveða sm eigin mál. Þar af leið- andi er það sérstök himnasending þegar Svisslendingar hafa nú greitt atkvæði um þennan samnmg og fellt hann. Þeir hafa í rauninni tek- ið þá ákvörðun fyrir okkur að hafna beri EES-samningnum. Samnmgurinn hefur ekkert gildi lengur, segja þeir, og íslendingar þurfa ekki og mega ekki taka sjálf- stæða ákvörðun sjálfir. Ef utanríkisráðherra og stjómar- flokkamir ætla ekki að taka mark á lögmætri þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss og halda áfram með þá vald- níðslu að láta Alþingi íslendinga greiöa atkvæði í blóra við Sviss- lendingana þá stríðir það gegn öll- um lögmálum sjálfstæðrar þjóðar. Þá er það köld gusa framan í þjóð- holla Islendinga og stríðshanskan- imi er kastað. Ættjarðarvinir og andstæðmgar afsals á fullveldmu í hendur Evrópubandalaginu munu ekki líða það ef ekki er tekið fullt mark á þjóðaratkvæðinu í Sviss. Svisslendingar vita hvaö þeir em að gera og hvað okkur er fyrir bestu og það er eins gott fyrir ís- lenska hagsmuni aö menn viöur- kenni ósigur sinn og viðurkenm aö Svisslendingar em búnir að greiða atkvæöi fyrir okkur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.