Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992. 59 Fjölnúðlim Préttamiölar eru orönir æöi margir hér á landi og crfitt er að fylgjast meö svo vel megi heita. Af ritmiðlunum koma þrír á morgnana, einn eftir hádegi og að minnsta kosti tveir vikulega. Allan daginn glymja fréttir út- varpsstöövanna í eyrunum og á kvöldin eru það sjónvarpsfrétt- imar, fyrst í klukkutíma og síðan ellefufréttir. Er þá margt ótalið. Verst er að enginn miðili býður upp á „fréttimar í heild.“ Pjölm- iðlar keppast við að marka sér sérstöðu, Gnna mál sem hinir eru ekki með. Þaö er auðvitað gott og blessað svo langt sem það nær. Hins vegar hefur mér alltaf þótt imdarlegtþetta „eignarhald“ sem' fjölmiðlar hafa á slíkum fréttum. Hafi einn íjölmiðilinn markað sér sérstöðu með frétta- flutningi em hinir miðlamir und- arlega feimnir við að taka það mál upp. Helst er ég á því að þetta séu leiíár af einhverjum kalda- stríðshugsanagangi. Sjónvarpsdagskráin i gær var ekkert frábrugðin dagskrá fyrri kvölda. í raun er með ólíkindum aö noldkur fái sig til aö bjóða upp á slíka dagskrá í miðju skamm- deginu, jafnvel þótt sérfræðingar hafi komist að þeirri niðurstöðu að skammdegisþuirglyndi hafi eyöst að mestu úr erfðavisum okkar. Pulmi Jónasson Andlát Katrín Þórisdóttir lést í Borgarspít- alanum aðfaranótt sunnudags 6. des- ember. Þórarinn Ársæll Sigbjörnsson fisk- matsmaður, Boðahlein 25, Garðabæ, áður Víkurbraut 18, Grindavík, and- aðist á heimili sínu mánudaginn 7. desember. Guðný Ásta Ottesen Davis andaöist 7. desember í San Fransisco. Pétur Jónsson bifvélavirki andaðist á heimih sínu, Norðurbrún 1, Reykjavík, aðfaranótt 7. desember sl. Jardarfarir Guðrún Jónsdóttir, áður til heimihs á Reykjavíkurvegi 25a, Reykjavík, er lést i. desember sl., verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. desember kl. 13.30. Hallgrímur Georg Björnsson, Reykjavíkurvegi 33, Hafnarfirði, veröur jarðsunginn frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn 9. desember kl. 13.30. Bjarni Pétur Jónasson, Engihjaha 9, Kópavogi, sem lést þann 3. desember sl., verður jarðsunginn frá Kópa- vogskirkju föstudaginn 11. desember kl. 13.30. ©1991 by King Featuros Sytxlicale. Inc WotkJ nghts teserved 7/9 lÍwsf' föiNei? Það er algjör tilviijun að ég er orðin dauðleið á að elda kjöthleif. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavik: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvihð og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkvílið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvihð sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Naetur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 4. des. til 10. des., að báðum dögum meðtöldum, verður í Háleitisapó- teki, Háaleitisbraut 68, simi 812101. Auk þess verður varsla í Vesturbæjarapó- teki, Melhaga 20-22, sími 22190, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingar um læknaþjónustu eru geín- ar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fostudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga til flmmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnarfiarðarapótek.Jrá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið fóshidaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögmn er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyflafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar em gefhar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavik, Kópavogur og Seltjamames, simi 11000, Hafnarflörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum ahan sólarhringinn. Viflanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyflaþjónustu em gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimiUslækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum aUan sólarhringinn (sími 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi- móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfiörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, simi (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í sima 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fostud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspitalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Fijáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfiröi: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Bamaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspitali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Heimsóknartími: Sunnudaga kl. 15.30- 17. Vísir fyrir 50 árum Miövikudagur 9. desember Þjóðverjar hefja gagnsókn fyrir sunnan Stalingrad. „Nýr þáttur" að hefjast í sóknum Rússa. Spakmæli Maðurinn er ekkert annað en það sem hann gerir úr sjálfum sér. Jean Paul Sartre Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júli og ágúst alla daga nema mánudaga kl. 10-18 og um helgar í sept. á sama tíma. Upplýs- ingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-ftmmtud. kl. 9-21, fóstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, flmmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn aila daga kl. 11-16. Listasafn Siguijóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffl- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóöminjasafn fslands. Opiö þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-16. Bilaiúr Rafmagn: Reykjavik, Kópavogur og Selflamames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavik, sími 15200. Hafnarfiörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Selflamames, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Selfiamames, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfiörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Selflamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðmm tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10, Rvík., sími 23266. Lífiinan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-676111 allan sólarhrmginn. Stjömuspá Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 10. desember. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Samband milli ólíkra aðila, sem hefur verið ágætt, verður fyrir einhverjum hremmingum. Farðu því gætilega. Dagurinn verður annasamur. Reyndu að slaka vel í í kvöld. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þú ert önnum kafrnn og sérð ekki fram úr verkefnunum. Reyndu samt að finna þér tíma fyrir tómstundir. Útskýringar settar fram í hasti kunna að valda misskilningi. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Þér gengur allt í haginn. Það gæti leitt til þess að einhver verði afbrýðisamur og finnist hann afskiptur. Búðu þig undir meiri eyðslu en venja er. Happatölur eru 10,19 og 29. Nautið (20. apríl-20. maí): Vænta má einhverra deilna um fyrirkomulag mála. Ný sambönd endast varla lengi en þó fylgja því engin særindi. Tvíburarnir (21. mai-21. júní): Ef þú ert að hugsa um ferðalag er vissara að gæta að öllum skit- málum fyrst. Hætta er á einhvers konar ruglingi. Rétt væri að huga að líkamlegum æfmgum og leikfimi. Krabbinn (22. júní-22. júli): Þú ert óeðlilega tilfmninganæmur og tekur illa því sem aðeins er sagt í gríni. Þetta stafar af of mikilli þreytu. Notaðu kvöldið því til að lyfta þér upp og hvíla þig svo. Ljónið (23. júli-22. ágúst): Til þín eru gerðar mjög miklar kröfur. Þú þarft því að skipu- leggja tíma þinn vel. Litla aðstoð er að fá frá öðrum. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú ert fremur eirðarlaus fyrri hluta dagsins og vilt því reyna ýmislegt nýtt. Lítið er áhugavert að gerast í félágslífmu. Vogin (23. sept.-23. okt.): Breytinga er að vænta á daglegu lífi þínu. Þessar breytingar gleðja þig og hafa einnig hagnað í fór með sér. Þú heyrir eða lest eitt- hvað áhugavert. Happatölur eru 12,15 og 33. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú færö áhugaverða niðurstöðu ef þú ert reiðubúinn að gera til- raunir. Einhver streita verður í kringum þig í kvöld. Það reynir því á hæfhi þína. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Þú blandast í deilur annarra. Hættan er sú að hvorugur þakki þér en báðir kenni þér um. Sennilega er best að treysta aðeins á sjálfan sig í dag. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Beiöni um aðstoð fær góðar móttökur. Nú er því rétti tíminn til að reyna að leysa þau vandamál sem hafa angrað þig. Andrúms- loftið er gott heima fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.