Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992. Spumingin Heldur þú að verðbólgu- skriðan fari aftur af stað? Bjöm Gíslason bifreiðastjóri: Já, ég er sannfærður um það. Hrafnhildur Svendsen húsmóðir: Já, ég er voða hrædd um það Unnur Björk Guðmundsdóttir nemi: Ég veit það ekki. Bryndís Sigurðardóttir nemi: Ætli það ekki bara. Einar Páll Svavarsson framkvæmda- stjóri: Nei, það geri ég ekki ráð fyrir, ég treysti vel stjómvöldum. Eygló Gísladóttir afgreiðslukona: Þaö er erfitt að segja til um það en ég held það. Lesendur Evrópa á niðurleið, Bandaríkin á uppleið Einar Bjarnason skrifar: Eins og öllum ætti aö vera kunnugt hefur efnahagsástandið í Bretlandi leitt til þess að gengi pundsins hefur farið lækkandi undanfarið. Ekkert bendir til þess að efnahagsástandið þar muni batna það mikið á næst- unni að þeirri þróun verði snúið við. Aftur á móti bendir batnandi efna- hagsástand í Bandaríkjunum til þess að dollarinn muni frekar styrkjast en hitt á næstunni. Þótt sveiflur geti orðið eins og ger- ist og gengur tímabundið í báðar átt- ir er líklegra að þróunin verði upp á við á dollamum. Þetta skiptir miklu máh fyrir okkur því þetta em þær myntir sem hafa mest vægi í útflutn- ingsverslun okkar, þ.e. 23,4% af út- flutningi okkar era greidd í pundum en 18,2% í dolluram. - Næst á eftir kemur þýska markið með 16,9% vægi, franski frankinn með 10% vægi og japanska jenið með 6,6% vægi. Málið er að margt bendir til þess að tímabil tiltölulega lágs dollars, sem var afleiöing óstjómar Reag- ans-áranna, sé senn á enda. Á sama tíma hafa Evrópumyntimar, þ. á m. breska pundið, verið tiltölulega sterkar. Afleiðing þessa var sam- dráttur í fiskútflutningi okkar til Bandaríkjanna á sama tíma og aukn- ing varð í fiskútflutningi okkar til Evrópu. Nýjustu fréttir frá Bandaríkjunum benda til þess að hagvöxtur á síðasta ársfjórðungi þessa árs verði meiri en menn þarlendis áttu von á. Almenn bjartsýni á efnahagsþróunina virðist líka fara vaxandi í Bandaríkjunum, Breskt pund og Bandaríkjadollar eru þær myntir sem mest áhrif hafa í út- flutningsverslun okkar, segir m.a. í bréfinu. sbr. um 18% aukning í bílasölu þar- lendis í kjölfar forsetakjörsins. Slík- ar væntingar munu ekki síst hafa jákvæð áhrif á hagvöxt því þeim mun fylgja aukin neysla, og þar með auk- inn hagvöxtur. Á sama tíma virðist fátt benda til þess að efnahagskreppunni í Evrópu linni á næstunni. Þetta sýnir hve slæm viðskipti við eram að gera með því að tengja okkur við Evrópu, sem er á niðurleið á sama tíma og við- skipti við Bandaríkin era gerð örð- ugri. Af sláttur í jólavertíðinni Regína Thorarensen skrifar: „15% staðgreiösluafsláttur af allri vöru frá 25. nóvember og fram að jólum. - Ótrúlega mikið úrval og frá- bært verö. Opið alla daga vikunnar frá kl. 10-18.“ - Svona hljóðaði aug- lýsingin. Það er ótrúlegt hvað fólk á lands- byggðinni, sem margt hvaö er ekki verslunarskólagengið, hefur með- fædda verslunarhæfileika eins og t.d. eigendur Álnavörabúðarinnar, Breiðumörk 2, Hveragerði. - Þau Sólveig Guðjónsdóttir og Helgi Páls- son geta selt ódýra og vandaða álna- vöra og fatnað á svo að segja alla f]öl- skylduna. Já, því segi ég þaö; ef landsbyggðarfólk, sem gjörþekkir atvinnuvegi þjóðarinnar og hefur unnið við þá, stjórnaði Alþingi, þá væri íslenska þjóðin ekki eins skuld- ug eins og rapn ber vitni. Síðan íslendingar fóra að geta étið áhyggjulaust eftir að landið var hemumiö og hin mikil vinna skapað- ist hafa margir íslendingar og ráð- andi menn þjóðarinnar lifað langt um efni fram. Það er eins og það hafi gripið þjóðina eitthvert æði, og sérstaklega alþingismennina, í að lifa langt um efni fram og fara ekki eftir kenningú Biblíunnar um að safna nú einhverju til mögra áranna. Það eru nú fjögur og hálft ár síðan áðurgreind verslun, sem er í kring- um 200 fermetrar að stærð, tók til starfa. En hvaö skyldu þær nú vera margar verslanirnar á landinu sem hafa það framtak að bjóða 15% af- slátt á meðan jólavertíð þeirra stend- ur sem hæst? Sandgerðingar tilbúnir fyrir EES-markað: Tilraun þeirra lofar góðu „Fiskiskipin eiga að sinna fiskveiðum, vinnslustöðvarnar vinnslunni", segir í bréfinu. - Frá Sandgerðishöfn. Ásgeir hringdi: íslendingar mega vera ánægðir með að nú örlar á því að fiskvinnslan fari að færast í ríkari mæli inn í fisk- vinnslustöðvamar, a.m.k. hér á Suð- umesjum. Þeirri áráttu er sem sé aö ljúka aö skipin sigli sem flest til út- landa og selji þar. Miðnes hf. í Sand- gerði og talsmaður þess segir sem satt er að fersk fiskflök ættu að vera eftirsóttari en fiskur sem búinn er að vera í togara, kannski um tvær vikur eða lengur. - Og fólkið hefur þó vinnu við að koma fiskinum í flök og ganga frá honum til útflutnings með flugi eða öðrum skjótum hætti. Auðvitað verður líka sendur fiskur með skipum eins og hingað til og þá líka fersk fiskflök. Það tekur ekki nema örfáa daga að sigla til Evrópu með þau. Fiskiskipin eiga að sinna fiskveiöunum, vinnslustöðvamar vinnslunni, svo einfalt er nú þetta. DV áskilur sér rétt til að stytta aðsend lesendabréf. Dýra togara á .aö nýta, þeir eiga að veiöa fisk, ekki að vera í siglingum. Fragtskipin sjá um þá hlið málsins. Þaö er kannski eðlilegt að þeim sem sjá um sölu togarafisks í útlöndum sámi þegar aðrir koma með fisk á markaöinn, og jafnvel mun betri og alla vega nýrri. Þeir missa umboðs- laun eöa þau lækka. En málið er ein- faldlega að selja sem bestan fisk og fá sem mest fyrir hann. Miðnes hf. losnar við a.m.k. einn milliliðinn og það er strax til bóta. Þegar á allt er litið lofar tilraun Miöness hf. mjög góðu og sýnir að sum fyrirtæki era tilbúin fyrir EES-markaðinn. Þessar siglingar togara og annarra fiski- skipa yfir hálft Atlantshafið með afla sinn hlýtur að heyra til liðinni tíð hvað úr hveiju., „Ræningjaverð<( árjúpum Gunnar Jónsson skrifár: Ég get ekki stillt mig um að senda inn línur vegna fréttar um að tjúpan muni fyrir þessi jól kosta 1.200-1.400 kr. stykkiö! í fyrra kostaði hún um 700 kr. í Fjarðarkaupi og líklega víðar. Ég er sammála þeim I Fjarðarkaupi að neita að kaupa tjúpur á 800 kr. af veiðimönnura til að selja á 12-1400 kr. með virðisaukaskatti og álagningu. Hækkunin frá í fyrra er ótrúlega óskammfeilin. Hreint „ræningjaverð". Ég skora á fólk að kaupa ekki ijúpur á þessu verði, raunar hvort sem er, þegar svo árar sem nú. Veröið á rjúpunni ætti að vera hæst 7-800 kr eins og í fyrra. Einskisnýtir kof- ariKvosinni Sigrún Þorsteinsdóttir hringdi: Eg fagna því mjög að Póstur og súni ætlar að kaupa Hótel Víkur- húsið í Kvosinni og koma þar upp nýbyggingu. Annar kofi, Sigtún, síðar mötuneyti Pósts og síma, mætti líka hverfa. Önnur hreysi í grennd eru og til óþurftar. Gamla Iðnó er orðin veraleg sjónmengun í miðbænum. Það hús ættí aö rífa sem allra fyrst því það skyggir á snyrtilegt um- hverfi þarna við Tjömina. Fárán- legt er hve menn rembast viö aö halda í þessa gömlu einskisnýtu kofa í Kvosinni. Þama verður aldrei sjón að sjá fyrr en þeir hverfa burt. Því má ekki staðsetja þá í Árbæjarsafiúnu ef þeir eru taldir svona merkilegir? I núver- andi umhverfi eru þeir lýti og til skammar fyrir borgina. Skýringiner álagning Jón Þorsteinsson hringdi: Ég er búinn að lesa margar greinar og samanburði á hinu háa verðlagi hér á landi miöað viö það sem gerist í öðrum lönd- um. Ég sé ekki betur en hér sé aðeins ein skýring - nefiúlega of há álagning verslana. Það er alveg sama hvað fragtin er reiknuð há og tollur og skatt- ar. Mestur hlutinn er álagningin sem nemur oft frá 100 til 400% og þaðan af meira. - Ég held að margir kaupmenn hafi miöað við og gert hreinlega út á kaupgetu fólks sem hefur verið mikil. En nú eru bara tímarnir breyttir og þar með hugsanagangur fólks. Engiríslendingar íhjálparstarfið? Halldór ólafsson hringdi: Nú eru Sameinuðu þjóðimar að senda mörg þúsund manna hð til Sómalíu til að aöstoða við matvæladreifmgu Rauöa kross- ins þar. Einnig stendur til aö framkvæma slíkt í Júgóslavíu. Mig minnig að beiðni hafi borist hingað um að fá menn héðan. Skyldum við hafa forsmáð þessa bón? Hassmaðurfær heimsókn Torfí hringdi: Ræðismaður íslands í Malaga á Spáni hefur nú farið í heimsókn til hassmannsins sem situr í fang- elsí í Afi-fku þar sem hann er best geymdur að minu viti. Ræð- ismaðurinn, sem er kona, færöi „Mr. Hassmann“ góða peysu því þama er víst kalt á nóttunni. Vonandi hefur peysan og ferð frú ræðismanns ekki verið á okkar kostnað. Það er engin þörf að kvarta í góðu fangelsi. Hann er í klefa meö Frakka og Hollendingi og lætur vel af báöum, segir ræð- ismaöurinn. Þaö er þó bót í máli!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.