Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992. Greiösluáskorun Tollstjórinn í Reykjavík skorar hér með á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á virðisaukaskatti fyrir 32. tímabil 1992, með eindaga 5. október 1992, gjaldföllnum og ógreiddum virðisaukaskattshækkunum, svo og ógreiddum og gjaldföllnum virðisaukaskatti í tolli, að greiða nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða 15 dögum frá birtingu áskorunar þessarar. Reykjavík, 7. desember 1992 Tollstjórinn I Reykjavík MEDI-HÁR Nýtt á Islandi. Bæði fyrir konur og karla. Hentar best við byrj- andi skalla og til uppfyllingar eftir hárflutning. Meðferðin felst I isetningu á hári sem fram- | leitt er úr náttúruefni. Rannsóknastofur i Banda- ríkjunum (North American Associates Incorpor- Iated) og i Brussel hafa sýnt fram á að hráefnið er ekki á nokkurn hátt skaðlegt. Komin er 8 ára reynsla á þessa meðferð og hefur hún verið kynnt á læknaþingum viða um heim. Nánari upplýsingar i sfma 631000, Domus Medica. Medi-hár á íslandi Saga landsmóta UMFÍ1909-1990 „Hjálmar hleypti því í sig hörku, miöaöi spjótinu á Jón og kastaöi af öllum kröftum. “ (Saga landsmóta UMFÍ) Bókin er 544 síður í stóru broti með hátt í 700 ljósmyndum Fæst í bóka- verslunum Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Aðalstræti 92, Patreksfirði, sem hér segir, á eftir- farandi eign: Sölvi Bjamasþn BA-65, sk.nr. 1556, þinglýst eign Útgerðaifélags Bflddæl- inga hf., eftir kröfu -Garðars Briem hdl., Ágústs S. Karlssonar lögfr., inn- heimtumanns ríkissjóðs, Kristins Haflgrímssonar hdl., Sigmimdar Hannessonar hrl. og Ásgeirs Magnús- sonar hdl., miðvikudaginn 16. desemb- er 1992 kl. 14.15. SÝSLUMADURINN Á PATREKSFIRDI Uppboð Framhald uppboð á eftirtöidum eignum verður háð sem hér segir: Dalbraut 40, Bfldudal, þinglýst eign Óskars Bjömssonar, eftir kröfii As- geirs Thoroddsen hrl., miðvikudaginn 16. desember 1992 kl. 13.00 á eigninni sjálfri. Mb. Þorfari BA-114, sk.nr. 7072, þing- lýst eígn Jóhannesar Kristinssonar, eftir kröfu Gaiðars Briem hdl. og Tryggva Bjamasonar hdl., miðviku- daginn 16. desember 1992 kl. 14.30 á sknfstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði. Neðri-Rauðsdalur, Barðastrandar- hreppi, þinglýst eign Ragnars Guð- mundssonar, eftir kröfu Áma Páls- sonar hdl. og Húsnæðisstofiiunar rík- isins, miðvikudaginn 16. desember 1992 kl. 16.00 á eigninni sjálfri. Urðargata 20, 3. hæð, ásamt bflskúr og útihúsi, Patreksfirði, þinglýst eign Grétars Haraldssonar, eftir kröfu Áma Pálssonar hdl., miðvikudaginn 16. desember 1992 kl. 18.00 á eigninni sjálfri. Bugatún 14, Tálknafirði, þinglýst eign Áma Jóhannessonar, eftir kröfu As- geirs Thoroddsen hrl., Húsnæðisstofii- unar ríkisins og Skuldaskila hf., mið- vikudagiim 16. desember 1992 kl. 18.30 á eigninni sjálfri. SÝSLUMAÐURINN Á PATREKSITRÐI Fréttir Hækkun meðlagsgreiðslna veldur feðrum áhyggjum: Þessar aðgerðir lýsa mannvonsku - bömin njóta þessa ekki, segir flögurra bama faðir „Fyrirhuguö meðlagshækkun er stórt fjárhagslegt áfall fyrir mig. Á ári hækka meðlagsgreiðslumar um 180 þúsund krónur. Meðlagsgreið- endur virðast ekki eiga neitt gott skilið. Fyrir menn með meðallaun er þetta mikil skerðing á ráðstöfun- artekjum. í sjálfu sér er þetta bara aukin skattheimta því á móti koma stórskertar greiðslur í barnabætur og mæðralaun. Bömin njóta þessar- ar hækkunar á meðlagi í engu,“ seg- ir Frímann Benediktsson, fjögurra bama faðir í Reykjavík. Frímann segir að gangi fyrirhuguð hækkim á meðlagsgreiðslum fram muni hann vart geta framfleitt sjálf- um sér. í dag séu um 68 þúsund krón- ur í launaumslaginu eftir skatta og meðlagsgreiöslur. Eftir hækkun lækki sú upphæð niöur í 53 þúsund krónur. Af þeirri upphæð þurfi hann aö greiða húsaleigu og fleira. Fjöldi feðra hefur haft samband við DV og lýst óánægju sinni með fyrir- hugaðar aðgerðir ríkisstjómarinnar í ríkisfjármálum. Samkvæmt þeim eiga meðlög aö hækka um 3.749 krón- ur með hveiju bami. í dag er með- lagsgreiðsla með hverju bami 7.551 króna. Nái tillögur ríkisstjórnarinn- ar fram að ganga mun tveggja bama faðir greiða 22.600 krónur á mánuði Frímann Benediktsson, fjögurra- barna faðir, segir að börnin njóti ekki þessarar hækkunar á meðlagi. DV-mynd BG með bömum sínum. Fyrir fjögurra bama fóöur er upphæðin 45.200. „Nái þetta fram að ganga munu möguleikar mínir til að sinna börn- unum skerðast verulega. Fjárhags- lega verð ég ekki einu sinni í stakk búinn til að sjá um sjálfan mig. Þess- ar aðgerðir munu því bitna á bömum mínum, ekki einungis fjárhagslega heldur einnig tilfinningalega. Sam- skiptin munu óhjákvæmilega skerð- ast neyðist ég til segja upp íbúðinni og flytjast í eitthvert kvistherbergið. Þessar aðgerðir ríkisstjómarinnar lýsa mannvonsku,“ sagði þriggja barna faðir í samtali við DV. Umtalsverð skeröing verður á bamabótum ásamt mæðra- og feðra- launum um áramótin samkvæmt til- lögum ríkisstjórnarinnar. Að teknu tilliti til hækkaðs meðlags er ekki óalgengt að ráðstöfunartekjur ein- stæðs foreldris og meðlagsgreiðanda minnki samtals um á annað hundrað þúsund krónur á næsta ári. Alls er reiknað með að þessar aðgerðir geti sparað ríldssjóð um hálfan milljarð krónur. Samkvæmt tillögum ríkisstjómar- innar eiga bamabætur með fyrsta bami hjá einstæðu foreldri að lækka úr 66.725 í 46.710. Með bömum um- fram eitt lækka bætumar úr 70.960 í 49.660 en úr 99.855 í 69.900 sé bamið yngra en sjö ára. Þá falla mæöra- og feðralaun niður með fyrsta bami en þau em nú 4.732 krónur á mánuöi. Mæðralaun með tveimur börnum lækka úr 12.398 í í 3.000 og með þrem- ur börnum eða fleiri úr 21.991 í 7.750 krónur. -Ari Kringlukaup- menn ókátir Kaupmenn í Kringlunni eru heldur óánægðir með „víggirðingu" sem sett hefur verið á umferðareyjarnar umhverfis verslanamiðstöðina. Það gerðu borgarstarfsmenn til að varna þvi að bílum yrði lagt upp á grasið, eins og brögð hafa verið að, einkum fyrir jólin. En sl. laugardag komu nokkrir starfsmannanna með þessar girðingar og settu þær niður. Það þýðir að viðskiptavinir Kringlunnar og fyrirtækja í nágrenni hennar verða að láta sér nægja þau 2000 bílastæði sem eru á svæðinu. DV-mynd GVA íslenskur röntgentæknir til starfa í Saúdí-Arabíu: Ævintýraþráin rek- ur mig út í þetta - segir Guðrún Kristín Einarsdóttir lega haldið að ég væri frá ísrael eða íran.“ Guðrún sagðist ekki vita mikið um það svæði sem hún væri að fara til. Hún vissi þó að þar væru allmargir Vesturlandabúar við störf. Kæmi hún til með að búa í eins konar búð- um sem væru sérstaklega ætlaðar þeim. „Annars hef ég ekki haft tíma til að grennslast fyrir um þetta enn því það er svo stutt síðan það var á- kveðið að ég færi. Það verður ekki fyrr en 28. janúar, þannig að ég hef nógan tíma til að kynna mér aðstæð- ur. Ég verð með svona 120-130 þús- und krónur á mánuði og þarf hvorki aö greiða skatta né húsaleigu.“ Guðrún hefur lært nálastunguað- ferð í Svíþjóð og Kína og ætlar sér að vinna við það þegar hún flytur heim, eftir veru sína í Saúdí-Arabíu. -JSS „Ég hlakka til að fara og held að þetta verði mjög spennandi. Líklega er það ævintýraþráin sem rekur mig út í þetta," sagði Guðrún Kristín Ein- arsdóttir röntgentæknir sem er búin að ráða sig til starfa á hersjúkrahúsi í Saúdí-Arabíu. Hún mun starfa í norð-vesturhlutanum, sem heitir Tabuk. Guðrún hefur búið og starfað í Sví- þjóð síðastliðin sjö ár. Þar lærði hún röntgentækni og hefur unniö þar nær óslitið síðan. „Svo ákvað ég að sækja um vinnu í Saúdí-Arabíu. Ég ætla að safna mér peningum þar áð- ur en ég flyt heim. Eg fékk símanúm- erið hjá virtri, enskri ráðningaskrif- stofu, Witiker, sem sér um ráðningar til Saúdí-Arabíu, hringdi og réð mig. Það tók að vísu svolítinn tíma því þeir vildu ekki ráða mig þar sem ég var með íslenskt vegabréf. Eftir svo- lítið stapp gekk það þó. Þeir hafa lík- Guðrún Kristín Einarsdóttir ætlar að starfa á hersjúkrahúsi f Saúdí- Arabíu í a.m.k. eitt ár. DV-mynd ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.