Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1993, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1993, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993. 3 Fréttir Úreltur vertíðarbátur orðinn heimili íslensks sæfara: Fékk bátinn að gjöf en fær ekki eigendapappír - skipið verður að fara úr landi, segir framkvæmdastjóri Samherja Ægir Már, DV, Njarðvík: „Til aö geta skráö skipið í Svíþjóð þarf ég eigendapappír frá Sam- herjamönnum. Meö þaö í höndun- um gæti ég skráö skipið í Svíþjóö innan nokkurra daga. Ég er með alla burði til að koma skipinu úr landi innan nokkurra mánuða," segir Bergþór Hávarðsson. Bergþór er landsþekktur fyrir skútusighngar sínar um öll heims- ins höf. Mikil fjölmiðlaathygh beindist að honum fyrir rúmu ári þegar hann lenti í miklum hrakn- ingum á skútunni Nakka á leið frá West Palm Beach á Flórída til ís- lands. Sighngin tók 60 daga og hreppti Bergþór aftakaveður á leið- inni. Matarlaus og hrakinn náði hann loks landi í Vestmannaeyjum á hálfsokkinni skútunni. Bergþór hefur um skeið verið búsettur í vertíðarbátnum Búrfelli sem legið hefur við festar í Njarð- víkurhöfn. Um er að ræða 30 ára og 200 tonna bát sem Bergþór fékk Bergþór Hávarðsson heima hjá sér um borð í Búrfellinu, gömlum vertíðarbáti sem hann fékk að gjöf frá Samherja. Gjafabréfið vantar hins vegar og því getur Bergþór ekki skráð skipið í Svíþjóð eins og ætlunin er. DV-myndir Ægir Már að gjöf frá Samherjamönnum gegn því að koma honum úr landi. Búið er að úrelda Búrfelhð í tengslum við kaup Samheija á togáranum Baldvini Þorsteinssyni. Þótt Samherjamenn hafi gefið Bergþóri bátinn þá sömdu þeir engu að síður við Dráttarskip um að fjarlægja skipið um síðustu ára- mót og draga það th Belfast þar sem vinna átti úr því brotajárn. Þetta mun hafa komið nokkuð flatt upp á Bergþór sem hugðist skrá bátinn undir sænskum fána og sigla hon- um suður á bóginn með vorinu. Ætlunin hans er að taka dýralífs- myndir og fréttamyndir á bátnum. „Skipið verður að fara úr landi. Það er alveg ljóst. Annars myndum við sitja uppi með skipakirkjugarð. Við gáfum Bergþóri skipið gegn því að hann fjarlægði það. Annað er ekki um þetta mál að segja,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Samherja á Akur- eyri. -kaa GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN! í frumskógi vítamína og bætiefna getur verið erfitt ab velja rétta glasib. Glösin meb gula mibanum tryggja ab þú fáir vöndub, náttúruleg bætiefni sem sett eru saman meb tilliti til íslenskra abstæbna og samþykkt af lyfjanefnd ríkisins. Nónari innihaldslýsing.~~ Vítamín og bætieíni Heilsu hl. etu framleidd út nóttúrulegum hróefnum. Heiti bætiefnis i hæsta gæðaflokki, framleitt of Heilsu hf. Hótnúkvæm upptaining hinnn núttúrulegu bætiefna uuk upplýsingo um mngn hvers fjörefnis I töflu. MULTIVIT fiölvítamin með steinefnum - Náttúrulegt Innsiglað lok sem aðeins verður rofið einu sinni. Hvert g sérstnkl Mngn og/eða styrkleiki bætiefnis. Eplið i húsinu er gæðpstimpillinn nóttúrulega vörii i höndunum. Öll bæliefni fin Heilsu hf. eru lous við óæskileg uukoefni svo sem rotvurnor og lítorefní og Við höldum uppi ströngu gaeðoeftirliti. fromíeiðslunúmer (Botth. or.) er einn liður i þvl. Echinaforce töflur Multi mineral Hvítlaukshylki Multi vit Vítamín og önnur bætiefni meb gula mibanum: Acidophilus töflur Barnavít Bontamin súper Beta carotene B-3 vítamín C-500 mg Hveitikímsolía Prostasan B-5 vítamín C-lOOOmg Jórntöflur Rubiaforce töflur B-6 vítamín Dolomite Kalk Þaratöflur B-súper E-vítamín 200 ae Lecitin hylki Sínk B-stress E-vítamín 500 ae Mini grape Vítamín Hellsu hf. fást í Heilsuhúsinu Skólavörbustíg og Kringlunni, öbrum heilsubúbum, apótekum og heilsuhillum Ék matvöruverslana. Gilsa hf SIMI: 91-2 70 58

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.