Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR1993 Útlönd Morðóðurflóð- hesturtreður konutil bana Öskuillur flóðhestur réöst á og drap konu í Transvaalhéraði í Suður-AfHku, að sögn lögreglu. Flóðhesturinn braut sér leið gegnum rafgiröingu í Mabel- ingwe náttúruvininni og óð í hina fixnmtugu Heibrecht Beukes. „Svo virðist sem flóðhesturinn hafi troðiö hana niður og bitiö hana,“ sagöi talsmaður lögregl- unnar og bætti við aö konan hefði verið í gönguferð með hund sinn þegar árásin átti sér stað. Líkiegt er taliö að geltiö í hund- inum hafi farið fyrir brjóstiö á flóðhestinum. Hann haföi áöur ráðist á tvær aðrar manneskjur. Flóöhesturinn var skotinn til bana. IMtrllllrllUUs sjálfsbjargar- viðieitninni Ján C. Guðruundsson, DV, Astralíu; í kjöifar vaxandi atvinnuieysis i Ástraiíu hcfur reynst erfitt fyrir nemendur að finna sér vinnu meö skóianum þrátt fyrir ákafar tii- raunir. Lögreglan í Brisbane hef- ur aö undanfórnu veriö á höttun- um eftir nokkrum nemendum sem hafa gengið heist til langt í ieit að aukavinnu. Samkvæmt heimildum lögregl- unnar hefur nemendum nýlega tekist að bijótast inn í háleynileg- ar tölvuskrár bandarísku airikis- iögreglunnar FBi og geimvís- indastofnunarinnar NASA, meö því að nota aðstööu sina í háskól- anum, og þegið greiðslu fyrir. Taiið er aö stórir alþjóðlegir glæpahringir standi á bak við at- hæfið og bjóöi auralausum ungl- ingum vænar fiílgur fyrir, DamrogLitháar gera samning umkjamorku- viðvörun Danir og Lithár undirrita um miðjan næsía mánuð samning um viövörunarskyldu vegna hættulegasta kjamorkuversins í nágrenni Danmerkur. Þetta kom frara í frétt í blaðinu Jylland8-Posten í gær. Samning- urinn verður undirritaður í Kaupmannahöfn. Tveir af stærstu kjamakijúfum heimsins eru i Ignalina orkuver- inu 1 Litháen. Þeir eru sömu gerð- ar og kjamakljúfurinn í Tsjemo- byl í Úkraínu þar sem mesta kjamorkusiys sögunnar varð ár- ið 1986. Dönum stafar miklu meiri hætta af geisiamengun frá Igna- lina en sænska kjamorkuverinu Barsebáck. Hórurveitaaf- ^ImLJUL aama siatt peun sem notasmokka Vændiskonur i borginni Cebu á Filippseyjum eru svo hræddar viö að smitast af eyðni að þær hafa ákveðiö að veita þeim við- skiptavinum sem nota smokka fimmtíu prósent aíslátt. Aö sögn blaösins Phiiippine Daily Inquirer verða þeir sem neita að nota smokkinn að borga fullt gjald eða þá að þeim verður vfsað á brott Juan Flavier heilbrigðisráð- herra hefur hafið herferð fyrir aukinni smokkanotkun til að hefta útbreiðslu eyðni, þrátt fyrir áköf mótmæli kirkjunnar. Reutcr og Bitzau Breytinga að vænta á álmörkuðunum eftir offramboð á rússnesku áli: Skera hlut Rússaáls niður um þrjá fjórðu álframleiðendur í Evrópubandalaginu segjast ekki þola lága verðið lengur Áiframleiðendur í ríkjum Evrópu- bandalagsins krefiast þess nú að kvóti verði settur á innflutning á rússnesku áh til Evrópu til að hækka veröiö. Talað er um að skera inn- flutning Rússa niður um nærri þijá fjórðu eða úr 300 þúsund tonnum í 80 þúsund tonn. Framkævmdastjóm Evrópubanda- lagsins er sögð fylgjandi þessari hug- mynd enda er áliðnaður í Evrópu að komast í þrot vegna undirboða frá Rússlandi. Svo mikill samdráttur í sölu á Rússaáh í Evrópu myndi hækka verðið og það er þaö sem Verð á áli gæti hækkað i náinni framtíð ef kvóti kemur á Rússaálið. framleiðendurnir stefna að. Verö á áli hefur verið mjög lágt í meira en ár og í fyrra keyrði um þverbak í útflutningi Rússa, sem verða selja alla sína framleiðslu á nánast hvaða verði sem er til að afla gjaldeyris. Sænska fréttastofan TT segir að forráðamenn Gránges álframleið- andans í Svíþjóö horfi vonaraugum til þess að Evrópubandalagið taki af skarið í álmálunum og setji kvóta á Rússana. Gránges er eitt þriggja fyr- irtækja sem hyggja á byggingu álvers á Keilisnesi. Það eru helst Þjóðverjar sem eru andvígir svo hörðum aðgerðum gegn Rússum enda hafa Rússar hótað á móti að selja áhð á lágu verði til he- gagnaiðnaðar utan Evrópu og halda verðinu þannig niðri enn um sinn. Náist samstaða í framkvæmda- sljóm EB um að setja kvóta á Rússa- álið má búast við að verð hækki fljót- leg eftir að dregur úr framboöi og . birgðir taka að minnka. Nokkur bið gæti þó orðið á að verðið hækki því víða hggja álframleiðendur með ál í geymslum sínum og bíöa þess að úr rætistámörkuðunum. tt Herklæði tískunnar Breskir tískuhönnuðir eru þessa dagana að kynna framleiðslu sina og ætla að bjóða til mikillar tiskuhátíðar i byrjun mars. Þegar hafa um 25 þúsund fatakaupmenn hvaðanæfa að úr heiminum komið til að skoða hvað Bretarnir hafa að bjóða. Meðal þess sem vakið hefur athygli eru klæði sýningarstúlkunnar Rachel Luckhurst. Hristi barn til bana Tvítug bamfóstra í Sydney í Ástr- alíu hefúr verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að hrista barn, sem hún gætti, þar til það lést. Læknar sögðu aö bamið, sem var 14 vikna gamalt, hefði fengið alvarlegan heilahristing og látist af völdum hans. Bamfóstran, Caroline Vangelder að nafni, hefur ailtaf haldið fram sakleysi sínu en segir að barnið hafi veriö óvenju óþægt og hún því þurfit aö tukta það til. Þetta ásamt úr- skurði læknamia þótti nóg til að sak- fellahana. Reuter Söluskatturinn varð á endanum Mulroney að falli Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, ákvað að leggja á söluskatt áriö 1991 og eftir það hefur vinsæld- um hans hrakað jafnt og þétt og í gær sá hann ekki annað ráð vænna en að segja af sér formennsku í íhalds- flokknum og búa flokksmenn sína þannig undir kosningar í haust. Mulroney leiðir því ekki flokk sinn aftur í kosningum. Hann hefur búið við fádæma óvinsældir síðustu miss- eri og komst lægst í 12% stuðning meðal þjóðarinnar í skoðanakönn- unum. Vinsældirnar hafa lítið aukist frá þessu lágmarki. Mulroney hefur einnig verið gagn- rýndur fyrir undanlátssemi í við- skiptasamningum við Bandaríkja- menn. Hafa menn kennt innflutningi frá risanum í suöri um vaxandi at- vinnuleysi. Mulroney varði gerðir sínar þegar hann flutti þjóðinni tíðindin af fram- tíð sinni í stjórnmálunum. Hann sagði ákvörðunina um söluskattinn hafa verið óhjákvæmilega og aö eftir- menn sínir myndu sjá að ekki væri annar kostur betri til að auka tekjur ríkissjóðs og draga úr halla á fjárlög- um. Fréttaskýrendur segja að Mulron- Brian Mulroney átti ekki annarra kosta völ en að segja af sér. Símamynd Reuter ey hafi lent í sömu aðstöðu og Marg- aret Thatcher þegar hún varð að hrökklast úr embætti forsætisráö- herra í Bretlandi. Flokksmenn treystu sér ekki í kosningar með óvinsælan leiðtoga og knúðu fram afsögn. Enn er óvíst hver tekur við formennskuafMulroney. Reuter Bérégovoy, forsætisráöherra Frakklands: Evrópubandalagið setji lágmarksverð á fisk Pierre Bérégovoy, forsætisráð- herra Frakklands, kenndi nýlegum gengisfellingum í Bretlandi og á Norðurlöndum um lækkandi fisk- verð sem varð kveikjan að uppþot- um franskra sjómanna. Hann sagði í sjónvarpsviðtali að framkvæmdasfjóm Evrópubanda- lagsins yröi aö bregðast við með því að ábyrgjast verð og bæta sjó- mönnum upp sveiflur á gjaldmiðl- um. Embættismenn EB, sem fást við sjávarútvegsmál, koma saman til fundar í Brassel í dag til að ræða 15 til 30 prósent verðfall sem hefur orðið á fiskmörkuðum bandalags- ins. Franskir embættismenn hafa sagt aö framkvæmdastjómin mundi setja lágmarksverð á nokkr- ar fisktegundir á morgun, fóstudag. Bérégovoy sagði að lausnin væri fólgin í meiri skipulagningu mark- aðarins. „Viö getum ekki sett traust okkar á blindar reglur markaðarins^ og á óhefta frjáls- hyggju,“ sagði hann. Franskir sjómenn eru reiðir vegna innflutnings á ódýrum fiski og segja hann keyra fiskverð niður og rýra lífskjör þeirra. Sjómennim- ir bmtu allt og brömluöu á fisk- markaði í París á þriðjudag þar sem þeir unnu skemmdir sem metnar eru á rúmar 250 milljónir króna. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.