Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Síða 10
10
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR1993
Gamlar skólasystur hittust aftur eftir 20 ár með hjálp DV:
„Hún hefur bara
ekkert breyst"
- segir Sigríður Jóhannsdóttir um breska skólasystur sem komhingað í dagsferð
„Það var mjög gaman að hitta
hana, verst hvað þetta var stutt
stund sem við áttum saman. Flug-
vélin kom hér um morguninn og
fór aftur um kvöldmat," sagði Sig-
ríður Jóhannsdóttir, skrifstofu-
maður hjá Ferðaskrifstofu Reykja-
víkur, í samtali við helgarblað DV.
Sigríður hitti aftur gamla skóla-
systur sína frá Bretlandi nú í vik-
unni, Sylviu WaUen, eftir tuttugu
ár, með hjálp DV. Sylvia sendi DV
bréf í janúar og spurði hvort blaðið
gæti hjálpað henni að finna þessa
gömlu skólasystur sína á íslandi.
Sylvia sagðist vera á leið til lands-
ins með hópi af Bretum í dagsferð.
„Hún sagðist oft áöur hafa farið
í svipaðar dagsferðir, m.a. til Ber-
línar og Búdapest. Sylvia og maður
hennar, Steve, sögðust hefðu viljað
sjá fleiri staði á Islandi; t.d. Geysi
og Bláa lóniö, en af því varð ekki,“
sagði Sigríður.
Leitin að skólasystur
í bréfinu til DV frá Sylviu sagði
m.a.:
Ég skrifa ykkur í þeirri von að
þið getið hjálpað mér að finna
stúlku sem var með mér í York
háskólanum árið 1970-1972. Vinur
minn á blaðinu Manchester Even-
ing News benti mér á ykkur. Ég
eignaðist góða vinkonu, sem var
frá íslandi, á námsárum mínum.
Hún heitir Sigríður Jóhannsdóttir
og bjó með foreldrum sínum í
Reykjavík. Áður en hún hóf námið
í skólanum starfaði hún sem flug-
freyja hjá Lofleiðum.
Þið hljótið að undrast hvers
vegna ég er að þessu en mánudag-
inn 22. febrúar á ég og eiginmaöur
minn bókað far í dagsferð til
Reykjavíkur. Mér datt í hug að
skemmtilegt væri að hitta Sigríði
ef frítími gefst í ferðinni, ef hún býr
enn í Reykjavík. Hún þekkir mig
sem Sylviu Scowcroft, stúlkuna
sem bjó í herberginu hinum megin
á ganginum.
Auðvelt
að flnna fólk
Blaðamaður DV fór strax að leita
Sigríði uppi og fann hana eftir smá-
vegis leit hjá Ferðaskrifstofú
Reykjavíkur. í fyrstunni varð hún
alveg hissa og mundi vart eftir
Sylviu, enda var þetta óvænt. Eftir
að hún hafði lesið bréflð áttaði hún
sig á þessari gömlu skólasystur og
sendi henni strax svar í símbréfi
um að það væri gaman að hitta
hana. „Ég fékk til baka fjögurra
síðna bréf með öllum upplýsingum
um hvað á daga hennar hefði drifið
frá því við vorum saman í skóla,"
sagði Sigríður. „Hún er gift og
þriggja bama móðir. Maöur henn-
ar rekur eigið fyrirtæki og hún býr
enn á sama staö og fyrir tuttugu
árum, í Bolton en það er nálægt
Manchester,“ sagði hún ennfrem-
ur.
Fiskur á Skólabrú
„Sylvia og Steve komu hingaö
klukkan rúmlega tíu á mánudags-
morguninn. Þau fóru í skoðunar-
ferð og ég hitti þau klukkan tvö.
Sigriður Jóhannsdóttir og Sylvia Wallen voru skólasystur í Bretlandi fyrir rúmum tuttugu árum. Þær hittust aftur í vikunni er Sylvia kom hingað
í dagsferð. Áður haföi hún sent bréf til DV og óskaö eftir að blaðiö hjálpaði henni að finna skólasystur sína.
DV-mynd Brynjar Gauti
Siöan var mæting aftur hjá þeim
klukkan 16.45 þannig að þetta var
stuttur tíma,“ sagði Sigríöur. „Við
gátum þó borðað saman á Skólabrú
en þeir voru svo vingjamlegir að
hafa opið fyrir okkur um miðjan
daginn þar sem þau komust ekki
fyrr en klukkan tvö. Við fengum
Ijúffengan fisk þar og elskulega
þjónustu. Vorum meira að segja ein
í salnmn. Þar sem eiginmaöur
hennar var með í förinni röbbuð-
um við um alla heima og geima
frekar en vistina í skólanum. Þau
sögðu mér frá ferðalögum sínum
en þau fara til útlanda minnst
tvisvar á ári og þá í dagsferðir. Slík-
ar ferðir era oft í boði og þá á mis-
munandi staði. í þetta skipti var
boðiö upp á ferö til Reykjavíkur."
Sigríður segir þaö ekki óalgengt
að erlendir feröamenn komi hingaö
í dagsferðir. „Þessi vél, sem þau
komu með, kom beint frá Manc-
hester en Sylvia hélt aö ein vél
hefði líka komiö frá London. Þegar
hún fór til Berlínar fóra þrjár vélar
frá Bretlandi þannig að mikil að-
sókn er í ferðimar enda era þær
ódýrar. Sylvia var mjög ánægð með
skoðunarferðina sem hún fór í og
sérstaklega leiösögumanninn sem
ég veit því miður ekki hver var.
Þeim fannst bara verst að komast
ekki út úr bænum. Ég veit að þegar
Svíar hafa komið hingað í stórum
hópum þá hafa ferðir í Bláa lónið
verið toppurinn á ferðinni,“ sagði
Sigríöur.
Of mikið að gera
Hún segir að þaö hafi verið mjög
gaman að hitta Sylviu aftur. „Hún
hefur ekkert breyst frá því við vor-
um saman í skólanum."
Sigríður segist hafa haldið sam-
bandi við skólasystkin sín í Bret-
landi fyrstu árin eftir að hún lauk
námi. „Það hefur aUtaf verið svo
mikið að gera hjá mér, eins og flest-
um íslendingum, aö maður hefur
ekki gefið sér tíma til að rækta
sambandiö. Sylvia bauð mér að
koma í heimsókn. Ég myndi auðvit-
að hafa gaman af því en í gegnum
starf mitt hef ég aðaUega farið í
skottúra til útlanda."
Sigríður hefur aUa tíð starfað í
ferðaiðnaðinum. Hún byijaði sem
„póstur" hjá Loftleiöum á tánings-
aldri og fór síðan í flugfreyjustarfið
þar tU hún fór í námið í York Uni-
versity. „Ég starfaði síöan bjá Loft-
leiöum í París, í London þegar sam-
einingin varð og loks í Glasgow.
Undanfarin ár hef ég starfaö hjá
Ferðaskrifstofu Reykjavíkur."
Sylvia og eiginmaður hennar,
Steve, höfðu á orði viö Sigríði
hversu aUt væri dýrt hér á íslandi
og vora þó aðeins hér í eiim dag.
„Þetta er sama viðkvæðið hjá
feröamönnum sem koma hingaö.
Þeim finnst aUt vera fokdýrt," út-
skýrir Sigríður. „Það er einmitt
svona fólk sem við þurfum að fá inn
í landið, fólk í góðum efnum sem
gistir á hótelum. Sýlvia og Steve
bjuggust ekki við að koma hingað
aftur vegna verðlagsins. Það hefur
líka komið í ljós að nýtingin á hótel-
um landsins er nijög slæm miðað
við fjölda ferðamanna," sagði Sig-
ríður Jóhannsdóttir.
-ELA