Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Síða 15
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR1993. 15 . Nagdýr í nábýli Pistilskrifari er dagfarsprúður maður og kippir sér ekki upp við smámuni. Reglur hef ég fáar sett og treyst á það að hlutimir reddist. Mál hafa æxlast þann veg að minn betri helmingur hefur stýrt heimilishaldi og bömum og ég í besta falli tahð mig hafa frestandi neitunarvald, líkt og forseti íslands gagnvart fram- kvæmdavaldinu. Eina reglu setti ég þó og hef reynt að halda. Ég vil ekki gæludýr inn á heimilið. Gaukurinn Olli aumingi Sumum finnst þetta skrítið og telja að ég sé ekki dýravinur og því síður vinur barnanna minna sem hefðu gott af því að umgangast dýrin. Það á þó alls ekki við. Ég vil börnunum allt hið besta og hef gaman af dýmm annars staðar en inni á heimilum. Ég sýni þó umburðarlyndi fólki sem er með dýr á heimilum sínum. Þannig hef ég horft upp á góðvini okkar hjóna ala upp kanínur, ótal páfagauka og nagdýr af ýmsum gerðum. Þau halda nú páfagauks- ræksni sem gegnir því óvirðulega nafni Olli aumingi. Olli þessi er talinn fremur heimskur og um leið huglítill eins og nafnið bendir til. Hann vill því helst halda sig í búr- inu og sýnir engar sérstakar flug- kúnstir. Kanínu skilað í húmi nætur Lengi framan af vorum við hjón- in sama sinnis í þessum dýramál- um. Hún óttaðist, líkt og ég, að lét- um við undan suði um dýr lenti umönnun öU á okkur. Ég segi okk- ur en veit þó að konan taldi þetta lenda allt á sér. Þá mun hún miða við önnur afrek eiginmanns síns í heimilishaldi. Ég man til dæmis röggsemi konunnar gagnvart yngri bróður sínum fyrir margt löngu. Strákurinn, þá á bamsaldri, hafði vélað foreldra sína til þess að gefa sér kanínur. Kvikindin voru keypt í Sædýrasafninu sem þá var og hét. Þar var hægt að fá dýr af ýms- um tegundum þótt varla tilheyrðu þau sædýrum. Fljótt kom á daginn að það var mikið verk að sjá um kanínumar og því nennti enginn. Mín tók sig því til aö næturlagi og skilaði kanínunum í Sædýrasafnið. Hún fór þar að líkt og ræningjamir í Kardimommubænum. Þeir skil- uðu Soffíu frænku þegar þeir höfðu fengið nóg af hreinlætisæðinu í henni. Vonandi hafa sædýramenn getað selt kanínumar öðmm sak- lausum foreldrum. Ósamlyndi fugla Við hjónin vorum því samtaka þegar við neituðum börnunum um gæludýr. Að vísu bmstu varnir mínar fyrir allmörgum árum. Þá tókst syni okkar að koma páfa- gauki inn á heimiliö. Búr var feng- ið utan um fuglinn og undu þeir nú glaðir við sitt, sveinninn og gaukurinn. Að systur sveinsins setti hins vegar nokkra ógleði. Hún taldi gæðum heimsms misskipt. Bróðirinn ætti gauk og búr en hún ekki neitt. Til þess að hugga bams- hjartaö hélt móðirin af staö í gælu- dýrabúð og kom heim meö annan gauk og annað búr. Stúlkan tók gleði sína en ég tók að efast um gleði gaukanna. Þeir görguöu ákaft hvor í sínu búri og héldu fyrir mér vöku. Við hjónin ræddum ástandið og komumst að því að ómannúðlegt væri að halda fuglunum aðskild- um. Við settum þá því saman í búr og héldum að þar með væru öll vandamál úr sögunni. En þá tók ekki betra við. Fiðurfénaður þessi reifst nú ákaflega og vildi hvomgur láta sinn hlut. Það varð því snar- lega að setja þá aftur á sinn stað sinn í hvom bamaherberginu. Fuglamir voru ekki lengur í hættu en héldu samt áfram næturblistr- inu. Verra var þó aö krakkamir misstu fljótt áhugann á fuglunum og það kom í hlut móður þeirra að gefa þeim. Um þverbak keyrði þeg- ar strákurinn stakk hundakexi í búrið hjá sínum gauk og taldi þar með vikuskammtinn tryggðan fyr- ir fuglinn. Við hjónin urðum því harla glöð þegar samningar tókust um að gefa báða fuglana með öllu tilheyrandi. Taldi ég dýrahald okkar heyra sög- unni til og undi glaður við mitt næstu misseri. Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri Gullhamstur í kúlu Það var svo á liðnu hausti að dóttir okkar, sú er áður átti gauk- inn, fór mjög að vepja komur sínar til frændfólks síns nokkm vestar í bænum. Þar var og er gott fólk og ljúft heim að sækja en aðdráttarafl- ið nú var engu að síður gullhamst- ur. Þetta kvikindi vom frændur stúlkunnar með öllum stundum. Þeir hnoðuðu dýriö framog til baka milli þess sem það þeysti um gólf í glerkúlu. Ég gerði engar athuga- semdir við heimsóknir dóttur minnar til að skoða nagdýrið. Ég fagnaði þeim raunar og taldi það af hinu góða að aðrir foreldrar sætu uppi með þetta loöna kvikindi sem mér sýndist standa einhvers staðar mitt á milli músar og rottu í útliti. Tekinn í bólinu Ég uggði ekki aö mér og þóttist þekkja konu mína. Fátt hræðist hún meira en mýs og rottur nema ef vera skyldu kóngulær. Það hvarflaði því aldrei að mér að loðið smádýr kæmi inn á okkar heimili. Frændumir litlu komu að vísu einu sinni með loðdýrið í heimsókn en þá var það ekki tekið úr glerkúl- unni. Hægt var að fallast á það fyr- irkomulag. Ég greip því ekki til neinna varúðarráðstafana þrátt fyrir suðið í stelpunni um að eign- ast hamstur. Grunlaus lét ég hrein- lega taka mig í bólinu. Sú árás á mína einu grundvallar- reglu var úthugsuð. Frændurnir komu til okkar í heimsókn á jólun- um með foreldrum sínum. Eg tók eftir því að þeir komu meö hamstur í búri og það kom ekki á óvart. Raunar hugsaði ég með mér að þetta væri sniðugt. Nú léku krakk- amir sér með dýrið og við fullorðna fólkið fengjum tíma til að tala sam- an yfir jólasmákökunum. Hamst- urinn færi síðan heim með sínu fólki. Eitthvað var þó svili minn, faðir drengjanna, skrítinn á svip þegar hamsturinn bar á góma. Þeg- ar þau sýndu á sér fararsnið um kvöldið bað ég þau endilega að muna eftír fósturbaminu. Ég ætl- aði ekki að herbergja þaö nætur- langt. Þá fékk ég gusuna. Þetta var nýtt dýr og gjöf til dóttur okkar hjóna. Ég leit á konuna í þeirri full- vissu að hún myndi styðja mig og neita að fá nagdýr inn á heimilið. Hún var eins og engill í framan og jóladýrðin skein af henni. Það var eins og hún hefði alltaf þráð að fá mús, rottu eða hamstur til eignar og ábúðar. Frændfólkiö bauð góða nótt og kvaddi. Eftir sátum við með nagdýrið. Hamsturhleypur í hjóli Hver andskotinn er þetta? sagði ég og orðbragðið var ekki jólalegt. Eigum viö að sitja uppi með þetta kvikindi næstu árin? Hver sam- þykkir þetta? Ég, sagði konan eins og ekkert væri. Laglega hafði nú verið farið á bak við mig. Móðir drengjanna og systir konu minnar hafði spurt hana hvort verða mætti við óskum dóttur okkar. Minn betri helmingur samþykkti að taka við nagdýrinu - konan sem stekkur hæð sína í öllum herklæðum ef hagamús verður á vegi hennar. A jólanótt bættist því við nýr meðlimur heimilisins - hamstur í búri. Og í búrinu var hjól til þess aö dýrið fengi næga hreyfmgu. Og þetta dýr var hreyfiþurfi. A jóla- nótt og aðfaranótt annars í jólum skeiðaði kvikindið ýmist eða brokkaði í hjólinu svo söng í. Nag- dýrið hélt fyrir mér vöku líkt og gaukamir forðum. Mæðgumar sváfu engilbjartar og hamingju- samar og heyrðu ekki neitt. Rauðeygður í baðherberginu Hamstm- þessi er þeirrar náttúm að hann er albínói og því hvítur á skinn og rauðeygður. Þetta varð tíl þess að stelpan kafiar kvikindiö Alla albínóa eða bara Alla. Bróðir hennar, kominn á virðulegan ald- ur, lagði til að dýrið yrði nefnt Alm- ar. Hann komst ekki upp með það. Ég náði samkomulagi við konu mina og dóttur um að flytja Alla úr bamaherberginu inn á bað þriðju nóttina. Þá gat ég lokað á skeiðspretti hans í hjólinu. Ég náði því nokkmm svefni áður en ég mætti aftur til vinnu eftír jólin. Að vísu þótti mér það fyrstu dagana svolítið undarlegt að fara í sturtu að morgni dags um leið og Alli góndi rauðeygður á mig. Það hefur þó vanist furðanlega og Alh er ekki áhugasamari um þessi morgun- verk mín en svo að hann brokkar gjaman í hjólinu meðan ég skola af mér. Sambúð skánar Ég geng út frá því aö Alli sé karl- kyns en hef þó engar sönnur á því. Ég hef ekki séð neitt á skepnunni sem hægt væri að nota til kyngrein- ingar. Þar kemur og til að ég hef enn ekki tekið á honum en ein- hvem tíma hlýtur aö koma að því. Ég er nefnilega farinn að venjast Alla og kann alls ekki illa við hann. Ég ávarpa hann oft á morgnana þegar ég raka mig og hann tekur því ekki fálega. Þá hef ég gaukað að honum komi og komi þegar vel liggur á mér. Það sem mesta undmn mína vek- ur þó er það að sjá eiginkonu mína handleika Alla. Hún sem áður gat ekki klappað ketti. Fróðlegt verður að sjá í sumar þegar hún hittir fyrstu hagamúsina, svo ekki sé nú minnst á kóngulæmar blessaðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.