Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Síða 18
18
LAUGARÐAGUR 27. FEBRÚAR1993
Dagur í lífi Sævars Karls Ólasonar kaupmanns:
Undirbún-
ingur
afmælis
„Mánudagur 22. febrúar. Ég
vakna alltaf klukkan sjö á morgn-
ana og byrja daginn á aö fá mér tvö
til þrjú glös af AB mjólk. Þaö var
erfiður dagur framundan enda
mikið að gera. Ég er alltaf kominn
í vinnuna klukkan átta og svo var
einnig þennan dag. Fyrsta verkefni
dagsins var að ræða við jámsmið
sem ætlar að vinna að breytingum
á búðinni í Bankastræti. Við rædd-
um saman í um það bil hálftíma
en þá fór ég á fund með Margréti
sem er mín hægri hönd í fyrirtæk-
inu. Margrét er rekstrarhagfræð-
ingur og við fórum yfir skipulag
vikunnar. Það hefur verið mjög
mikið að gera enda vomm við að
klára útsölu og ætlum að opna aft-
ur með allt nýtt enda erum við að
halda upp á tíu ára afmæli kven-
fataverslunarinnar í vikunni.
Við unnum lengi fram eftir á
sunnudagskvöldinu enda seldum
við allt sem eftir var af vetrarfatn-
aði í Kringlunni. Nú var búðin tóm.
Ég hringdi til útlanda og rak á eftir
nýjum vömm sem áttu að vera
komnar. Það viröist alltaf taka svo-
lítinn tíma að koma vörum hingað
heim. Þeir hjá Hugo Boss sögðu
mér að 40 feta gámur væri að fara
frá Hamborg fullur af sumarfótun-
um. Ætli viö getum ekki sýnt þau
eftir helgina í búðinni.
Þegar ég hafði rætt við þá hjá
Hugo Boss fóram við Margrét yfir
gestalistann í afmælisveisluna. Við
sendum út 350 boðskort til kvenvið-
skiptavina en hófið verður í ís-
lensku óperunni. Kvenfataverslun-
in var einmitt opnuð 27. febrúar
1983. Þá var mikill bylur úti en við
vonum að veðrið verði betra að
þessu sinni.
Um ellefuleytið skrapp ég út í
Óperu til að kanna staðhætti,
hvernig við ættum að koma fyrir
sýningu, veitingum og skemmtiat-
riðum. Okkur langar að bjóða upp
á skemmtikrafta úr þeirri sýningu
sem er á fjölunum í Óperanni.
Um hálftólf þurfti ég að mæta á
fund með listamanni sem ætlar að
sýna myndir sínar í galleríinu hjá
mér á næstunni. Við spjölluðum
fram og aftur um fyrirhugaða sýn-
ingu.
Sem betur fer komst ég í þrek-
tíma hjá Mætti í hádeginu en það
reyni ég að gera tvisvar til þrisvar
í viku. Þá hleyp ég í fjörutíu og
fimm mínútur, svitna vel og ræki-
lega og slaka síöan á í korter. Þetta
er mjög skemmtilegt og alveg lífs-
nauðsynlegt fyrir mig. Ef ég kemst
ekki í hádeginu fer ég á kvöldin.
Strax eftir hádegi þurfti ég að
hitta kollega úr kaupmannastétt en
hann lánar mér stundum útstill-
ingarefni sem við notum til skreyt-
inga. Á leiðinni til hans kom ég við
í Kringlunni þar sem ég er með
smiði í vinnu en þeir eru aö breyta
innréttingunum þar, setja upp loft-
ræstingu og gera klárt fyrir nýju
sumarlínuna.
Tryggingá
listaverkasafni
Klukkan hálíþrjú áttum við
Margrét fund með tryggingarfélag-
inu okkar. Við fóram yfir allar
okkar tryggingar en það geram við
reglulega. Auk þess bað ég um upp-
lýsingar, hvernig best væri aö
tryggja listaverkasafn kunningja
míns sem býr í Þýskalandi. En ég
ætla að hafa milligöngu um að það
verði sýnt hér í sumar. Hins vegar
reyndist það svo óhemju dýrt að
ekki er víst að við ráðum við að
tryggja það. Eftir fundinn hjá
tryggingarfélaginu fóram við á
fund hjá SAS vegna sama máls.
Á milli klukkan íjögur og hálfsex
undirbjuggum við ráðstefnu sem
við stöndum fyrir í sumar en hún
heitir IMG (Intemational Menswe-
ar Group). Þetta er félag sem ég er
í ásamt kaupmönnum um víða ver-
Lífsnauðsynlegur
þrektími
Sævar Karl Ólason kaupmaöur við vinnu sína.
öld en við munum bera saman
bækur okkar um miðjan júní. Við
þurftum að taka saman flugáætlan-
ir og senda í allar áttir til þessa
fólks svo það gæti skipulagt ferða-
tilhögunina.
Klukkan var að verða sex þegar
viðskiptavinur kom inn í búðina
og þurfti að fá buxur eins og skot.
Það var búiö að loka saumastof-
unni svo ég reddaði því. Klukkan
hálfsjö bauð eiginkonan mér í
kvöldverð á veitingahúsið Ítalíu
sem er príma veitingastaður þegar
meistarinn er í húsinu. Við fengum
þetta fina Cannelloni með ljúffengu
Chianti víni sem þeir flytja inn
sjálfir. Það var ekkert sérstakt til-
efni annað en dagurinn hafði verið
erfiður.
Síðan fórum við heim og nutum
kvöldsins. Ég vil frekar hlusta á
góða tónlist heldur en horfa á sjón-
varp en ég fer yfirleitt að sofa um
ellefuleytið."
-ELA
Finnur þú fimm breytingai? 194
Ég hlýt að vera farin að eldast. Maðurinn minn er farinn að afla pen-
inga hraðar en ég eyði þeim.
Nafn:
Heimilisfang:......................................
Myndimar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í Ijós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum hðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. verðlaun: TENSAI ferðaút-
varpstæki með kassettu að
verðmæti 5.220 krónur frá
Sjónvarpsmiðstöðinni, Síð-
umúla 2, Reykjavík.
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur að verðmæti kr.
3.950. Bækumar, sem eru í verð-
laun, heita: Falin markmið, 58 mín-
útur, 'Október 1994, Rauði drekinn
og Víghöfði. Bækumar em gefnar
út af Fijálsri fjölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 194
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir hundrað
nítugustu og aðra getraun
reyndust vera:
1. Elín Marta Ásgeirs-
dóttir,
Glitvangi 11, 220 Hafnarfiröi.
2. Alda Þ. Jónsdóttir,
Fagrabæ 2,110 Reykjavík.
Vinningamir verða send-
ir heim.