Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Page 20
20 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR1993 Kvikmyndir Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna sömu bókmenntaverkin eru kvikmynduð aftur og aftur þegar nóg framboð er af verkum eftir unga og efnilega rithöfunda sem aldrei hafa fengið verk sín flutt yfir á hvíta tjald- ið. Líklegasta skýringin er ef til vill sú að viðkomandi framleiðandi eða leikstjóri hafi alið lengi með sér þann draum að gera hina einu sönnu út- gáfu af viðkomandi bók og veita sér þannig ódauðlegan sess í sögu kvik- myndanna. Einnig er vitað mál að aðdáendur viðkomandi rithöfundar sjá yfirleitt allar kvikmyndaútgáfur gerðar eftir bókum hans til að eiga ekki á hættu að missa af einhveiju merkilegu. Þannig eiga peningar einnig sinn þátt í þessu. Þessar hugleiðingar koma upp í hugann þegar íjalla á um a.m.k. þriðju kvikmyndaútgáfuna af hinu sígilda verki Johns Steinbeck, Mýs og menn sem hann skrifaði 1937. Þessi bandaríski rithöfundur, sem var uppi á árunum 1902-1968, ritaði magnaðar bækur um bandarískt þjóðfélag þar sem hann lýsti oft á tíð- um lífi öreigalýös til svéita á tímum heimskreppunnar. Fjöldi mynda hef- ur verið gerður eftir bókum hans auk þess að verk Steinbecks hafa veriö sett upp á leiksviði, eins og Þrúgur reiðinnar sem m.a. var sýnt hérlend- is í fyrra. Af öðrum verkum Steinbecks má nefna Ægisgötu (Cannery Row) og East of Eden (1952). Hér eru félagarnir Gary og John i Mýs og menn. Leikhús sem bakgrunnur Það er Gary Sinise sem hefur feng- ið köllunina í þetta sinn að gera myndina Mýs og menn. Hann er ekki aðeins leikstjóri heldur leikur hann einnig í myndinni og er þar að auki framleiðandi. Áhugi Sinise á Steinbeck er skiljanlegri ef skoðaður er bakgrunnur hans. Hann er alinn upp í leikhúsinu og hefur m.a. hlotið Tony-verðlaunin fyrir leik sinn í Þrúgum reiðinnar eftir Steinbeck. Hann er einnig stofnandi Steppen- wolf leikfélagsins í Chicago, þá aö- eins 18 ára að aldri. Síöan hefur margt drifið á daga Sinise. Hann hefur leikstýrt mörgum verkum í leikhúsi, eins og t.d. „Orp- hans, Tracers og Frank’s Wild Years“, auk þess að hann lék á sínum tíma í leikritinu Mýs og menn. Ef við lítum á hvíta tjaldið þá hefur hann leikstýrt einni mynd í fullri lengd, sem er Miles from Home, auk þess að hafa gert sjónvarpsþætti. Hann hefur einnig leikið í myndunum A Midnight Clear.og Jack the Bear sem verða frumsýndar síöar á árinum. Mýs og menn er því að mörgu leyti eldskírn þessa íjölhæfa listamanns. Sorgleg saga Mýs og menn gerist í Kaliforníu 1930 og fjallar um óvanalegt samband milli tveggja farandverkamanna í leit að varanlegu heimili. Gary Sinise leikur farandverkamanninn George Milton en John Malkovich leikur fé- laga hans, Lennie Small, vangefinn pilt sem vill engum illt. Eftir að hafa orðið að yfirgefa fyrrverandi vinnu- staö sinn snögglega fá þeir vinnu á bóndabýli. Sonur bóndans fær illan bifur á þeim og reynir allt sem hann getur til aö efna til illinda við Lennie. Þeir félagar George og Lennie hitta á bóndabænum annan eldri farand- verkamann, sem hefur sömu hug- sjón og þeir, að eignast eigið þak yfir höfuðið. Vinátta tekst meö þeim og gamli maðurinn lofar að láta þá fá allt sitt sparifé svo draumurinn geti ræst. En áður en að því kemur gerist harmleikurinn. Lennie, sem hafði eignast lítinn hvolp, verður honum óafvitandi að bana. Hann verður yfir sig sorgmæddur, sem leiðir til þess að eiginkona sonar bóndans fær aumkur á honum og leyfir Lennie að stijúka hár sitt. Þegar hann vill ganga lengra verður hún ofsahrædd og fer að hrópa á hjálp. Lennie reyn- ir að þagga niður í henni sem endar með því að hann kæfir hana. Þegar eiginmaðurinn finnur konu sína latna grípur hann til vopna og fer að leita að Lennie. George er einnig að leita að vini sínum og finnur hann ráfandi inni í skóginum ráðvilltan. Hann á bara eina lausn til að firra vin sinn frekari vandræðum. Erfítt uppdráttar Það hefur lítið farið fyrir myndinni Mýs og menn enda lenti hún í jóla- myndaflóöinu vestanhafs og drukkn- aði næstum þvi í spennumyndum eins og Lethal Weapon III eða Bram Stoker’s Dracula. Það sem gangrýnendur hafa helst sett út á myndina er að hún hafi of mikið yfirbragð sjónvarpsmyndar, sem getur átt rækjur sínar að rekja til þess hve leikstjórinn hefur unnið mikið í leikhúsi. Myndin er hins veg- ar mjög trú uppruna sínum og allur leikur fyrsta flokks, ekki síst túlkun John Malkovich á heljarmenninu Lennie með barnshjartaö úr gulli. Þess má geta að myndin verður tekin fljótlega til sýningar í Háskólabíói. Indochina hefur verið útnefnd til óskarverölauna. Indókína Ein þeirra mynda, sem voru til- nefndar til óskarsverðlauna 1993 sem besta erlenda myndin, var Indochina. Henni er leikstýrt af Regis Wamor, sem skrifaði einnig handritið ásamt Catherene Cohen, Louis Gardel og Erik Orsenna. Warner segist hafa skrifað handrit- ið með þaö í huga að Catherine Deneuve, sem er 49 ára gömul, léki aðalhlutverkið. Indochina varð því 70. mynd hennar sem er ekki svo ómerkur áfangi. í myndinni leikur hún hlutverk Eliane Devries, fransks landnema í Indókína sem rekur þar búgarð og framleiðir gúmmi. Þetta er á miklum ólgutím- um, skömmu áður en uppreisnin hefst. Sögulegur bakgrunnur Indochina er af mörgum talin vera franska útgáfan af Gone with the Wind, þar sem fjallað er um ást, sorg og sigra, eins og allar stór- myndir gera i raun. Myndin fjallar einnig um merkilegan kafla í franskri sögu þegar Frakkar misstu tökin á þessu svæði og ný- lendustefna þeirra beið liklega sitt síðasta skipbrot. Að visu dregur leikstjórinn upp rómantíska mynd Umsjón Baldur Hjaltason af hluverki Frakka í Indókína. Hann sér þá ekki í hlutverki land- nema sem notuðu land og þjóð til að fá ódýrt hráefni og vinnuafl, heldur sem uppalendur sem voru aö sjá til þess að þessi heimshluti fengi að njóta ffanskrar menning- ar. Umhverfið á því stóran þátt í að skapa þá dulúð og spennu sem umlykur líf Devries. Hún er í nánu ástarsambandi við franskan yfir- mann í sjóhemum (Vincent Pérez). Það sem gerir málið hins vegar flókið er að þarlend ættleitt dóttir hennar fellir einnig hug til Frakk- ans. Myndin spannar þrjátíu ára tímabil á einum 155 mínútum. Hún hefur yfir sér stórmyndablæ og lík- ist að mörgu leyti stórmyndum Davids Lean eins og Dr. Zhivago, Lawrence of Arabia og síðast en ekki síst Passage to India, enda leikstjórinnmikill aödáandi Leans. Það er síðan spuming hvort svona íburður og stórmyndastíll höfði til þeirra sem velja síðan þá mynd sem hlýtur óskarinn í ár sem besta er- lenda myndin. Það verður bara að bíða og sjá til. Það er eins og alltaf, margir til kallaðir en fáir útvaldir. Helstu heimildir: Time Magazine, Premier, Levende Billeder.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.