Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Síða 22
22 LAUG ARDAGUR 27. FEBRÚAR1993 Sérstæð sakamál Bernd Bunse. sér fallöxi Þaö má í raun segia að sorgar- leikurinn haföi byrjað þann dag sem Bemd Bunse fæddist, en hann kom í heiminn þann 16. september 1966. Fæðingin reyndist móöur hans um of og hún lést fáum klukkustundum eftir hana, en hún haföi gengið með þríbura. Þeir héldu allir lífi. Bunse-hjónin höfðu átt tvö böm fyrir svo að faðirinn sat nú einn uppi með fimm böm. Þríburarnir, tveir piltar og ein stúlka, vom skírö Bemd, Dirk og Heike. Bömin tvö, sem fyrir höfðu verið, vom tvíburar sem fæðst höfðu fjórum ámm áður og hétu þau Klavs og Dagmar. Næstu tvö árin sá faðirinn, Bunse, um bömin auk þess sem hann sinnti störfum sínum og gekk það nokkuð vel, þótt óneitanlega væri mikið að gera á heimilinu. En það er vart við því að búast að ungur maður uni einlífí um langa hríð og þar kom því að Bunse fór að svipast um eftir konuefni. Annað hjónaband Bunse hafði ekki bara erfiði held- ur erindi og brátt komst hann í kynni við konu sem honum leist vel á. Þau fóm að fara út saman og þar kom að þau ákváðu aö ganga í hjónaband. Nýja konan gerði sér auövitað ljóst að hennar biðu mikil og erfið heimiiisstörf en hún lét þaö ekki á sig fá. Stjúpmóðirin fór nú að sjá um börnin fimm. Hún fór sínar eigin leiðir í uppeldinu og mótaði afstöðu sína til bamanna sem einstaklinga en ekki sem systkinahóps. Og brátt fór að koma í ljós að hún var mis- jafnlega hrifin af börnunum. Sum- um þeirra sýndi hún meiri ástúð og umhyggju en öðmm. Og hún gerði einnig misjafnlega harðar kröfur til þeirra um góða fram- komu. Heike, einn þríburanna, varð brátt augasteinn hennar. Það var fátt sem stjúpmóöirin vildi ekki gera fyrir hana. Hún naut mikils kærleiks og stööugt var hún að fá gjafir. Þá var þess gætt að hlífa henni við flestum óþægindum dag- legs lífs og er ljóst að í raun var Heike vemduð um of, allt frá morgni til kvölds. Vandi Bernds Bemd, einn þríburanna, var hins vegar ekki jafn heppinn og Heike. Hann var ekki í náöinni hjá stjúp- móður sinni. Hún sinnti honum vart umfram það allra nauðsynleg- asta og hann naut lítils sem einskis kærleiks. Er frá leið þróaðist þetta ástand til hins verra og samband Bemds við stjúpmóðurina fór að einkenn- ast af afskiptaleysi og hatri. Hann íékk aldrei að heyra vingjamlegt orð og fékk aldrei klapp á kinn. Hins vegar fór að bera á því að stjúpmóðirin sparkaði í hann og þar kom að segja mátti að hann þyrfti lítils annars að vænta á heimilinu. Bernd átti nú í raun við svipaðan vanda aö ræða og börnin í ævintýr- unum sem urðu að sætta sig við að eiga vonda stjúpmöður. Munur- inn á Bernd og bömunum í ævin- týrunum var aftur sá að í þeim endar allt vel. Faðir Bernds gerði sér í fyrstu litla grein fyrir því sem var aö gerast á heimilinu meðan hann var í vinnunni. Þegar ástandið fór að verða svo slæmt að það fór ekki lengur fram hjá honum lét hann svo sem hann sæi ekki hvað var að gerast. Fylgdi fordæminu Það leið svo ekki á löngu þar til faðir Bernds tók að umgangast hann á sama hátt og stjúpmóðirin. Það leiddi aftur til þess aö hin böm- in fjögur fóru smám saman að líta svo á að bróðir þeirra ætti skilið þá meðferð sem hann fékk hjá föð- umum og stjúpmóðurinni og því ættu þau líka að taka hana upp. Bemd varð því sá sem ailir gátu farið með eins og þeir vildu. Hann reyndi hins vegar stöðugt að fá eitthvað af þeim kærleik og umhyggju sem systkini hans fengu. En þaö tókst honum ekki. Honum varð því tíðlitið til systur siimar, Heike, sem var í svo miklu uppá- haldi. Hún fékk allt sem hún bað um og var hlíft við öllu sem erfitt var eða mjög óþægilegt en hann varð að taka skömmum og niður- lægingu dag eftir dag. Og þar kom að hann var sem plága á heimilinu og þá ákváðu stjúpmóðirin og faðir- inn að senda hann á barnaheimili. Það gerðist áður en hann var orð- inn tíu ára. Þaö með átti vandamál- ið að vera leyst. Heim aftur Bemd var ekki lengi á bama- heimilinu sem hann var sendur á. Þaðan var hann sendur á annað og þannig gekk það nokkrum sinn- um. Loks var hann sendur á heim- ili fyrir böm sem þörfnuðust með- ferðar sálfræðinga og geðlækna. Það var í Hamborg. Þar tókst sér- fræðingunum aldrei að komast að því hvað bjó að baki þeim vanda sem þjáði Bernd. Starfsfólk þessa heimilis minnist Bemds sem afar tilfinninganæms drengs með mjög góðar gáfur. „Hann var næstum því undrabam í stærðfræði," var haft eftir einum kennara hans þar. „Það var vart til það dæmi sem hann gat ekki leyst.“ Þegar Bemd var orðinn tólf ára var hann sendur heim aftur og þá tók ekki betra við en fyrr. Að stað- aldri var hann sleginn og í hann sparkað og andlegar pyntingar varð hann að þola daglega. Stjúp- móöir hans og faðir hættu þannig að tala við hann þegar hann varð fjórtán ára og fóm nú öll tjáskipti þannig fram að skipst var á bréfum. Ömurlegt heimilislíf Bemd var með öllu orðinn utan- gátta en í þessari eymd sinni lét hann sig engu að síður dreyma um að fá að njóta þess kærleiks sem systir hans, Heike, var sýndur. En þegar allt hélt áfram að snúast á verri veg fyrir hann varð mikil breyting á tilfinningalífi hans. Það fór nú að einkennast af hatri, eink- um á stjúpmóðurinni og Heike. Og hatrið varð stöðugt meira og meira, enda varð honum æ Ijósara að hon- um yrði aldrei sýndur neinn kær- leikur af hans nánustu. Þannig gekk lífið hjá Bernd í tíu ár. Þá var hann orðinn mjög beygð- ur og bældur. Og árið 1988 sagði hann við sjálfan sig að nú væri öll von um betri daga úti. Þá barst honum bréf frá lögfræðingi þess efnis að faðir hans og stjúpmóðir vildu losna við hami af heimilinu. Þann 31. ágúst það ár skyldi hann vera farinn og yrði hann ekki við þeim tilmælum yrði lögreglan kvödd til og látin íjarlægja hann. Viðbrögðin Líf Bernds var nú í rústum. Hann hafði reynt að koma sér fyrir í þjóð- félagnu og gerst lærlingur hjá garð- yrkjumanni, en nú var honum ljóst að hann yrði einn síns liðs og hefði hvergi höföi sínu að að halla. Loks komst Bemd að þeirri nið- urstöðu að hann gæti ekki þolað við lengur. Og hann tók ákvörðun. Hann ætlaði að hlýða skipuninni um að hverfa af heimilinu en hann ætlaði að gera það á annan hátt en stjúpmóðir hans og faðir ætluðust til. Hann ætiaði að svipta sig lífi. En fyrst skyldi systir hans, Heike, deyja. Annars næði réttlætið ekki fram að ganga. Síðasta daginn, sem Bernd var heima, gekk hann inn í herbergi Heike, brá nælonreipi um háls hennar og herti að. Síðan lét hann hamarshögg dynja á höföi hennar. Hamrinum stakk hann síðan undir sófa. Nú var kominn tími til að fremja sjálfsvígið. Bemd tók nú fram fall- öxi sem hann hafði smíðað með það í huga. En þegar hann ætlaði að leggja höfuðið á stokkinn bilaði kjarkurinn. í réttarsalnum í stað þess að svipta sig lífi gekk Bemd út úr húsinu, tók fram hjól- hestinn sinn og hélt heim til eldri bróður síns til að segja honum hvað gerst haföi. Þaðan hélt hann svo á næstu lögreglustöð og játaði á sig verknaðinn. Við málaferlin, sem hófust nokkru síðar, þurfti Bemd að svara til saka fyrir morðið á systur sinni. Þá var loks flett ofan af því hvem- ig farið haföi verið með hann í nær tvo áratugi. Þegar lýsingin á með- ferðinni lá fyrir tóku viðstaddir að skipta um skoðun á sakbomingn- um. Þeirri skoðun var nú haldið á lofti að í raun ætti annað fólk en Bemd að sitja á sakamannabekkn- um, stjúpmóðirin og faðirinn. Við venjulegar aðstæður heföi Bemd líklega fengið ævilangan fangelsisdóm, en dómarinn tók til- lit til aðstæðna og dæmdi hann í átta ára fangelsi. Á þeim tíma skyldi hann vera í höndum sál- fræðinga og geðlækna. Málið vakti mikla athygli í Þýska- landi, enda óvenjulegt. Og þeir sem um það hafa fjallað eftir dómsuppk- vaðninguna segja að í raun hafi það veriö faðiiinn og stjúpmóðirinn sem gengu út úr réttarsalnum sem dæmt fólk. Þau hafi orðið að taka dómi almennings fyrir það siðferðilega brot sem þau frömdu með áralangri illri meðferð á Bemd og þyrftu nú að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna, enda geti ekkert fært þeim Heike aftur. Þannig lauk sögunni af systkin- unum sem vom lengi undir sama þaki en bjuggu samt við svo ólíkar aðstæður að segja mátti að þau liföu í ólíkum heimum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.