Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Side 27
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR1993. 39 Merming Menningarverðlaun DV í bókmenntum: Ljóðið er í sókn - segir linda Vilhjálmsdóttir, Ijóðskáld og sjúkraliði Linda Vilhjálmsdóttir er handhafi Menningarverölauna DV i bókmennt- um. Með Ijóðagerðinni starfar hún sem sjúkraliöi í hálfu starfi. DV-mynd GVA. „Ég er mjög ánægð með þessa viðurkenningu sem Menningar- verðlaun DV eru og fannst meira en nógur heiður að vera tilnefnd. Mér finnst líka ánægjulegt að ljóð- skáld hafa fengið verðskuldaða við- urkenningu upp á síðkastið," segir Linda Vilhjálmsdóttir ljóðskáld sem fékk Menningarverðlaun DV í ár fyrir ljóðabók sína, Klakabömin. „Þetta er jákvæð þróun því ljóðið hefur átt undir högg að sækja und- anfarin ár. Forlögin hafa lítið gefið út og flest eru með kvóta líkt og settur er á þorsk og sauðfé. Of mik- ið hefur verið gert úr því aö ljóð séu torskilin og þau eru sett á ein- hvern háan stall. Ljóðið hefur ekki veriö áhtið fullkomið form skáld- skapar og þeir einir taldir alvöru rithöfundar sem skrifa skáldsög- ur.“ Sjúkraliði í hálfu starfi Linda er fædd árið 1958. Klaka- börmn er önnur ljóðabók hennar en árið 1990 kom út bókin Bláþráð- ur. Hún starfar sem sjúkraliði í hálfu starfi og ætlar að halda því starfi áfram með skáldskapnum. Hún hefur ort af og til frá því hún var barn. „Sem krakki orti ég allt rímað og án þess að hugsa eitthvað um það. Ljóð mín fóru í minningarbækur vinkvenna og blöð sem við gáfum út í saumaklúbbnum. Á unghngs- árunum orti ég ekkert og byijaði aftur upp úr tvítugu. Ég var afskap- lega óþolinmóð og þegar ég átti nokkur ljóð á lager fór ég með þau upp á tímarit Máls og menningar og þar fékk ég ljóð birt fyrst. Þá fór ég að safna í handrit og bar það undir hina og þessa. Mér var sagt að ég ætti aö halda áfram aö yrkja. Ég fékk mikið hrós fyrir ljóðin sem birtust í tímaritinu og hrökk hálf- vegis í baklás. Ef ég ætlaði að gefa út bók yrði hún að vera mjög góð til þess að standa undir þeim vænt- ingum sem til mín voru gerðar. Ég hætti nánast alveg að yrkja í þrjú ár,“ segir Linda og viðurkennir að það hafi veriö henni óljúft og henni hafi þrátt fyrir allt verið mikið niðri fyrir og haft þörf fyrir að koma hugsunum á blað. Til þess að friða þær hugsanir hellti hún sér í sjúkraliðastarfið enda ekki miklir peningar í ljóðagerð. Að þremur árum liönum sótti hún um styrk í launasjóö rithöfunda og fékk styrk í þrjá mánuði. „Ég er svo samviskusöm að fyrst ég er búin að fá borgað þá yrði ég að leggja hart að mér,“ segir hún hlæjandi.,, Ég kláraði handritið aö Bláþræði á einu ári.“ Tvær ólíkar bækur Þegar Linda tók að vinna að Klakabörnunum var hún í leyfi frá störfum í nokkra mánuði. „Ég er svo lengi að koma mér að verki og það getur tekið mig hálfan mánuð að safna glósum og melta efnið áður. Ég reyni ekki einu sinni að skrifa fyrr en ég veit að ég er tilbúin. Mér fannst vinnan alltaf koma að trufla mig á þeim punkti sem ég ætlaði að setjast niður og því tók ég mér frí tvisvar sinnum í fyrra, alls í sex mánuði og þá gekk mér vel og orti níu ljóð í beit. Þessar tvær bækur Lindu þykja ólíkar að gerð og efni. „í Bláþræði vandaði ég mig mjög tæknilega og fyrir bragðið missti ég töluvert af einlægninni, þetta á sérstaklega við um ljóðin sem ég orti upp í handritið. Ég er miklu einlægari í Klakabörnunum og yrki út frá minni reynslu." Ljóð fyrir mynd Linda hefur farið í vöruskipti við myndlistarmennina Kristján Steingrím og Tuma með ljóðum sínum. í bókinni Klakabörnunum eru ljóð til þeirra beggja. Móna Lísa til Kristjáns og í einkaeign til Tuma. Einnig er þar ein sonnetta til Halldórs Guðmundssonar hjá Máli og menningu. Halldór hafði við ákveðið tækifæri sagt að þótt hér á landi væru mörg góð ljóð- skáld af yngri kynslóðinni þá efað- ist hann um að nokkurt þeirra gæti barið saman sonnettu. „Hann hafði áður hvatt mig til að eiga við sonnettuformið og þá var mér ekki til setunnar boðið og hann fékk sína sonnettu sem er síðasta ljóðið í Klakabörnunum og heitir Farvel í lokin." Þýðingar á þýsku Ljóð Lindu hafa verið þýdd á þýsku, þar af þrjú úr ljóðabókinni Klakabörnin, og í fyrrasumar fór hún til Þýskalands í upplestrar- ferð. Hún hafði sjálf hönd í bagga með þýðingunni og vann með þýsk- um skáldum. Með sjúkraliðastarfinu er Linda þessa dagana að vinna að ljóðasýn- ingu sem haldin verður í mars á Kjarvalsstöðum. „Nú er ég komin á þá skoðun að það gangi vel að vinna hálft árið og yrkja hálft áriö. Ég vil ekki hætta að vinna sem sjúkraliði því mér leiðist að vera mikið ein. Vinn- an er líka mjög gefandi og ég hvíl- ist frá ljóðinu á meðan.“ -JJ Myndlistarrisar í stofu á Laugaveginum - Pétur Arason er með góð sambönd Hreyfing bæói í tísku og myndlist „Það er mikið atriði fyrir litla þjóð elns og Islendinga að vanda til þess lltla sem við höfum efni á að gera,“ segir Pétur Arason sem hlýtur Mennlngarverðlaun DV i myndlist. DV-mynd Brynjar Gauti í stofu fyrir ofan Levi’s-búðina á Laugavegi 37 eru kynnt verk þekktra erlendra myndlistarmanna. Eigandi verslunarinnar og stofunnar, Pétur Arason, flutti upp í ris til að geta sýnt verkin á „Efri hæðinni". Hann hlýtur Menningarverðlaun DV fyrir hstmiðlun og langvinnan og óeigin- gjarnan stuðning við framsækna myndlist. „Við fluttum í þetta hús fyrir þrem- ur árum og létum gera það upp. Það kom smám saman í ljós að önnur hæðin hentaði vel sem sýningarað- staða. Þetta var hlutur sem mig hafði lengj langað til að gera,“ segir Pétur sem er kvæntur myndhstarkonunni Rögnu Róbertsdóttur. Kunnugir segja að Pétur þurfi ekki annað en að taka upp símtóhð og þá fái haxm fræga erlenda myndlistar- menn til að sýna verk sín hér. „Þetta er nú kannski svolítið orðum aukið. En ég á marga góða kunningja sem ég hef eignast gegnum tíðina. Mynd- listarheimurinn er nú ekki stór heimur. Ef maður byrjar að kynnast fólki sem hefur vægi í honum er þaö nú fljótt að vefia upp á sig.“ Pétur hefur svo góð sambönd að þekktur bandarískur hstamaður, Donald Judd, sem lengi hafði langað til að sýna í Moskvu, bað hann um að hjálpa sér til þess. Pétur segir nú ekki ástæðu til að gera mikið úr þessu en tekur í leiðinni fram aö hann sé ekki á höttunum eftir fræg- um mönnum. „Margir hafa oröið þekktir eflir að ég kynntist þeim.“ Að sögn Péturs fer það ágætlega saman að selja fatnað og standa fyrir málverkasýningum. „Þetta er k'annski ekki svo ólíkt. Það er viss tegund af hreyfingu í bæði tískunni og myndlistinni. Það má segja að viss andi tengi þetta á einhvem hátt. Viö- skipti eru náttúrlega ahtaf viðskipti en hitt er meiri ást og uppfylhng." Pétur segist hafa þaö á tilfinning- unni að fáir kohegar hans í við- skiptaheiminum hafi almennt áhuga á hstum. „Ég hugsa að það hafi verið meira um það áöur að þessi borgara- stétt, sem maður kannski tilheyrir, hafi lagt meira til málanna." Myndhstarsmekkur Péturs þykir mjög sérstakur, hrein og tær ab- straktverk em sögð höfða sérstaklega til hans. Hann segir þó smekk sinn hafa breyst gegnum tíðina. „Ég er nú að verða fimmtugur og hef áhuga á öðmm hlutum en ég hafði fyrir tíu eða tuttugu ámm. Það endurspeglast kannski af þvi að myndhst er fyrir- bæri sem er ahtaf í gerjun." Einn af risunum í stofu Péturs Á hstahátíð 1994 mun einn efdr- sóttasti myndlistarmaður th sýning- arhalds ahs staöar í heiminum sýna verk sín í stofunni hjá Pétri. „Ilya Kabakov er einn af risunum í rúss- neskri myndhst.í dag. í sjálfu sér þýddi ekkert að senda svona manni bréf og spyija hann hvort hann vhdi sýna á íslandi. Maöur þarf aö hafa nokkra meðmælendur meö sér.“ íslensk sýning vakti mikla athygli Auk þess sem Pétur hefur fengiö útlendinga th að sýna verk sín hér hefur hann aöstoðað íslenska mynd- listarmenn viö aö sýna erlendis. „Það er í sjálfu sér enginn vandi aö sýna erlendis. Spurningin er hvar og hjá hverjum. Þaö er í þessu eins og öhu ööm mismunandi hæft fólk sem veit- ir forstöðu sýningarsölum og söfn- um. Sýning fimm íslenskra mynd- hstarmanna í Köln fyrir tveimur ámm vakti mikla athygh. Köln er nú eiginlega Mekka myndhstarinnar í Evrópu í dag og svo kannski París. íslensku verkin vom sýnd í Kölnisc- her Kunstverein sem er virt stofnun. Það er vel tekiö efdr hvað forstöðu- kona stofnunarinnar gerir og þaö er enn veriö að tala um þessa sýningu. Það er mikiö atriöi fyrir htla þjóð eins og íslendinga að vanda th þess htla sem viö höfum efni á að gera.“ -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.