Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1993
55
dv_______Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti. 11
Nissan Pathfinder V-6 SE, árg. ’88, ek.
80 þ. km, svartur, sjálfsk., v. 1590 þ.
Ath. sk. Suzuki Sidekick JX, árg. ’91,
ek. 34 þ. km, rauður, v. 1620. Ath. sk.
AMC Wrangler, árg. ’91, ek. 18 þ. km,
rauður, v. 1750 þ. Ath. sk. AMC Cher-
okee Laredo, árg. ’87, ek. 62 þ. km,
grár, v. 1550 þ. Ath. sk. Vantar nýlega
bíla á staðinn. Opið alla daga. Uppl.
hjá Nýju bílahöllinni, s. 672277.
Daihatsu Rocky '87, lengri gerð, til sölu,
rauður/silfurgrár, ekinn 88 þús., mjög
vel með farinn, 31" dekk, krómfelgur,
sóllúga, skipti möguleg á ódýrari.
Upplýsingar í síma 91-676424 eða
91-632780 um helgina.
Gott verð. Til sölu Toyota X-Cab ’91
vsk-bíll vél V6, 3,0 1, ek. 28 þús. míl.,
33" dekk, plasthús, álfelgur o.fl. Verð
1590 þús. Glæsil. bíll. Skipti mögul. á
ód., t.d. fólksbíl. S. 91-72888/682870.
Öflugasti, léttasti og besti fjallabill
landsins. Bronco ’74, vél 351 W, ál-
hedd, plastboddí, 38" radial-dekk.
Upplýsingar í símum 91-77078 eða 91-
681380.
*lsuzu Trooper, árg. ’84, langur, í mjög
góðu standi, nýupptekið hedd og
fleira. Skipti ath. á ódýrari (sem má
þarfhast lagfæringar). Upplýsingar í
síma 91-673635.
Nissan Patrol, dísil, turbo, árg. '91, til
sölu, ekinn 37 þús., upphækkaður, á
33" dekkjum, álfelgur. Uppl. í síma
95-35484.
Til sölu Ford Bronco, árg. '78, mikið
uppgerður, vil skipta á Toyota
double cab o.fl., staðgreitt á milli. Til
sýnis og sölu á Bílasölunni Braut, sím-
ar 91-681510 og 91-681502.
Toyota 4Runner V6 SR5 ’91 til sölu.
Stórglæsilegur, mikið breyttur, t.d.
36" dekk, 12" álfelgur, 5,70 hlutföll og
fjöldi annarra aukahluta. Upplýsing-
ar í síma 92-14244 og 92-14888.
Chevy pickup K30, árg. '82, 6,2 disil,
TH400 sjálfekipting, 44" Fun Country,
Dana 60 framhásing, 14 bolta GM að
aftan, læstur að framan og aftan, 4:10
hlutföll o.m.fl. Verð 750 þús. Upplýs-
ingar í símum 91-673635 og 91-74137.
Til sölu er Ford Econoline 350, 7,3 I dis-
il, árg. ’88. Bifreiðinni fylgir eftirtal-
inn búnaður: Loftlæsing að framan, 6
tonna spil, olíumiðstöð með hitastilli,
sjónvarp, vaskur með krana og vatns-
dælu, gaseldavél o.fl. Bifreiðin er full-
klædd með gráu áklæði og innréttuð
sem húsbíll, svefapláss f. a.m.k. 3. Einn
eigandi. Verð 2,2 millj. S. 93-71332.
t
Til sölu Jeepster Commando, árg. '67,
sérútbúinn í alvöru fjallaferðir. Sjón
er sögu ríkari. Enginn þungaskattur.
Sala/skipti, dýrari eða ódýrari. Upp-
lýsingar í síma 91-682493.
Til sölu Suzuki Fox 413, árg. ’86, lang-
ur, með öllum aukabúnaði, tilbúinn í
fjallaferðina, læstur að framan, 5:38
hlutföll, 33" dekk, kastarar, talstöð,
lóran o.fl. Uppl. í síma 91-677108.
■ Skemmtanir
Hin frábæra indverska prinsessa-
söngkona og erótísk dansmær, sem
hefar vakið mikla athygli erlendis í
mörgum útvarpsstöðvum og blöðum,
vill skemmta um land allt. Sími 42878.
■ Vörubflar
• Volvo F16, 2ja drifa, árg. 1989, á
grind, ekinn 275 þ. km.
• Volvo F16, árg. 1988, 2ja drifa, á
grind, ekinn 250 þ.
• Scania 143, árg. 1989, 2ja drifa, á
grind, ekinn 143 þ. km.
•Scania 143, árg. 1988, búkkabíll, með
palli, ekinn 265 þ. km.
• Scania 142, árg. 1985, með krók.
• M. Benz 26-44, 2ja drifa, á grind,
ekinn 360 þ. km.
Erum að fá þessa innfl. bíla, ásamt
mörgum fl., 6 og 10 hjóla. Bílamir afh.
skoðaðir og skráðir, í toppútliti, m/1
árs ábyrgð. Og greiðslukjör við allra
hæfi, t.d. gæti gamli bíllinn gengið upp
í kaupverð á þeim nýja og mismunur
lánaður til allt að 5 ára. Svo breytum
við bílum eftir óskum kaupandans,
setjum á skífa, pall eða kassa. Bíla-
bónus h/f, vörubílaverkst., Vesturvör
27, Kópav., s. 64U05/64U50.
Til sölu Volvo FL 10, árg. ’87, ekinn 177
þús. Búnaður: Krani, Hiab 190, árg.
’88, með fjarstýringu, pallur 7,2 m, með
sturtum, dekk öll ný, geymsluskápar
á grind og margt fleira. Vel útbúið
tæki í mjög góðu standi. Upplýsingar
hjá Vörubílar og vélar, sími 91-641132.
■ Þjónusta
Gerum stelnt gler eftir pöntun. Komum
og gerum tillögur og fast verðtilboð
þér að kostnaðarlausu. 15 ára reynsla.
Nökkvavogi 19,104, Rvík, s. 91-30659.
Sviðsljós
Útvarpsstöðin Blómið
Undanfarna daga hafa Akurnesingar og nærsveitarmenn notið dagskrár frá
útvarpsstöðinni Blóminu. Þar eru á ferð nemendur Fjölbrautaskóla Vestur-
lands en útvarpsrekstur þeirra er liður i svokallaðri „opinni viku“. Á með-
an hún stendur yfir fellur kennslu niður og nemendur sinna ýmsum öðrum
verkefnum. DV-mynd Sigurgeir Sveinsson, Akranesi
_____________________________Merming
Breve og Byen og verden:
Tvær danskar
úrvalsbækur
Smærup Serensen höfundur Breve er fæddur 1946 og gaf út fyrsta verk
sitt fyrir tuttugu árum. Fyrir þá skáldsögu fékk hann Gelsted-verðlaun
Akademíunnar en önnur verðlaun (Store pris) hennar 1990. Tylft verka
hggur eftir hann, ljóð, skáldsögur, smásögur o.fl. Þessi nýja bók dregur
nafn af því að í henni eru fjögur bréf skáletruð. Þetta eru stystu textam-
ir en inni á milh eru ellefu smásögur í venjulegri merkingu þess orðs.
Eitt skemmtilegasta bréfið er til fjandans frá manni sem hefur fengið frá
honum þetta venjulega tilboð í sál sína. Hugarfar bréfritara er í spaugi-
legri mótsögn við þessa fornu sögn, hann er jarðbundinn, hógvær og
bréfið er í formi venjulegs viðskiptabréfs.
Smásögumar eru öfugt viö þetta, mestmegnis afhjúpun á óstýrilátum
frumöflum sálarlífsins undir sléttu yfirborði hversdagslífsins. T.d. eiga
efnuð og virt hjón silfurbrúðkaup framundan og em langt komin með
að undirbúa mikla veislu þegar þau hætta við og fara þess í stað með
uppkominn son sinn í ferðalag til afvikins smábæjar. Sonurinn er kurt-
eis og siðfágaður eins og foreldramir en smám saman kemur fram hvem-
ig í þessu hggur, hann er morðingi í helgarleyfi frá fangelsinu. í annarri
sögu fer sjónvarpshð að gera þátt um dæmigerðan friðsælan smábæ.
Samkvæmt ríkjandi goðsögiun ætti eitthvað óhugnanlegt að hggja undir
sléttu yfirborðinu og svo virðist sem rannsóknir sjónvarpsins leiði til
glæpaverka.
Peer Hultberg er magnaðasti höfundur sem ég hef lesið danskra samtíð-
armanna. Hann fæddist 1935 og er doktor í pólsku máh og bókmenntum
en byijaöi sérstæðan skáldferil sinn á því að senda frá sér tvær skáldsög-
ur á 7. áratugnum. Það vom módemar sögur með óljósum söguþræði,
Bókmeimtir
örn Ólafsson
óglöggum skilum milh persóna en eitthvað dramatískt í bakgrunni sem
lesendur fengu grun um en enga vissu. En svo hðu 17 ár fram að útkomu
næstu bókar, Requiem (1985) sem ég hef víst áður vikiö að hér í blaðinu.
Það em nær 600 stuttir prósaþættir, einræður einæðinga, eins og séð sé
í huga fólks með þráhyggju. Yfirleitt birtist þar þjakað sálarlíf en ein-
mitt vegna þess að það snýst um eitt dramatískt atvik em þetta magnað-
ir, þéttir textar, enda hver með sínum persónulega talmálskennda stíl. Á
svipuðum brautum var Slagne veje (1988) en textamir lengri, nokkrar
bls. hver. Sérstöðu hafði skáldsagan Præludier (1990) um æsku Chopin.
En nú er hér nýtt safn hundrað stuttra texta af svipuðu tagi, um 1-4
bls. hver. Allir gerast þeir í Viborg á Jótlandi, þar sem höfundurinn ólst
upp og þeir dreifast yfir 20. öld alla. Þeir gerast í öllum samfélagshópum
og sýna margs konar persónur. Yfir öhu grúfir óhugnanlegt andrúmsloft
tilhtsleysis, áhyggjur af því „hvað fólk muni segja“ skyggja á aht sem
kalla mætti mennskt. Efnilegir unglingar em troðnir í svaðið, græðgi og
kuldi yfirgnæfa. Titlatogið er spaugilegt og sýnir vel snobbið sem ríkir:
„enkefru forhenværende kontorchef i Kreditforeningen [...].“ En undan
þessu ísfargi brýst lífsvilji fram í ýmsu formi. Þannig verður þetta safn
Víborgarsagna mynd af mannkyninu. Sögumar fléttast saman þannig að
sömu persónumar birtast aftur og aftur í ýmsum samböndum og koma
þá fram í nýju ljósi. Enda heitir bókin „Skáldsaga í hundrað textum“.
Hver þessara stuttu sagna hnitast auðvitað um eitt kjamaatriöi sem sýn-
ir persónur í skæm ljósi. En þaö sem gerir þessar frásagnir sérlega eftir-
minnilegar er að stíll þeirra er talmál með dæmigerðum orðasamböndum
bæjarslúðurs og mikið í óbeinni ræðu. Þannig verður stíllinn í senn
mynd af hugsunarhættí venjulegrar fordómafullrar persónu og ópersónu-
legur, sýnir þessa persónu á valdi almenningsálitsins. En það verður þá
nánast eins og óviöráðanleg örlög, líkt og kór fomgrískra harmleikja
sýna. Þetta er einnig áberandi í hinni bókinni, Breve Smæmps Sarensen.
Þættir Hultberg fléttast hver inn í annan þannig að sömu persónur birt-
ast aftur og aftur í ýmsum samböndum. Breve og Byen og verden voru
tilnefndar af Dönum til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hreppti
Byen og verden verðlaunin.