Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 3993 5 Fréttir Kjarasaniningaviðræðumar hanga á bláþræði: Eg óttast enn frekari verð- lækkanir erlendis næstu daga segir Magnús Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambandsins: Menn óttast nú að kjarasamninga- viðræðumar sem staðið hafa yíir síð- an í byqun febrúar séu sigldar í strand. Fari svo er gert ráð fyrir að ekkert verði aðhafst í þeim fyrr en í haust. Verkalýðsleiðtogar segja að gengisfellingar- og launalækkunar- tal atvinnurekenda valdi því að ekki sé hægt að halda samningaviðræð- unum áfram. Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, var spurður hvort hann teldi viðræðumar komnar í strand. „Ég segi ekki að kjarasamningavið- ræðurnar séu búnar, en vissulega hafa menn orðið slegnir yfir þessum fréttum öllum af verðhruni sjávaraf- urða. Og mig gmnar að enn frekari verðlækkanir birtist á næstu dögum. Það er því alveg Ijóst að grunnurinn að þeim kjarasamningum sem við höfum verið að ræða að undanfornu er breyttur. Það er hinsvegar ljóst að aðilar vinnumarkaðarins þurfa sífellt að vera í samræðum og fara yfir stöðuna eins og hún er hverju sinni. Ég tel að kjarasamningar séu stærsti parturinn af því að við getum verið í vissu um það hvemig hlutim- ir eru aö þróast. Menn verða líka að hafa trú á því að það sem þeir era að gera sé raunhæft. Hvað er raun- hæft nú? Er það raunhæft að vinna samkvæmt gögnum frá Þjóðhags- stofnun eins og hún mat stöðuna í janúar? Það tel ég ekki vera raun- hæft. Við verðum að taka mið af stöð- unni eins og hún er núna. Auðvitað verðum við að hafa kjarasamninga. Spumingin er bara hvernig kjara- samningar það era sem við gerum,“ sagði Magnús. Átök yrðu mikil ógæfa Hann var þá spurður hvort hann óttaðist átök á vinnumarkaðnum? Ég tel að það væri mikil ógæfa ef málin þróuðust út í einhver átök og hörku eins og staðan er nú. Enda þótt við viljum gera allt sem hægt er til að finna sameiginlegan flöt á kjarasamningunum, þá hefur staðan þrengst svo mikið að undanfómu að það verður erfitt. Við eram í raun í sömu stöðu og verkalýðshreyfingin var fyrir nokkrum áram. Þá vildi hún hafa fyrirvara á öllu sem gert var í samningunum, opnanir og tryggingar. Nú spyrjum við sjálfa okkur; hvemig verður ástandið héma í sumar og haust miðað við að þróunin verði óbreytt og ekkert sé gert. Það er alveg ljóst að ef ekk- ert verður að gert og samdrátturinn kemur af fullum þunga inn í atvinnu- lífið, þá er þaö launafólkið sem ber baggana af því. Við verðum því að hafa vaðið fyrir neðan okkur í þess- um málum,“ sagði Magnús. -S.dór Fiskimjölsverksmiðjan á Eskifirði: Hátíðnifælur gegn mávum „Við eram að prófa hátíðnihögna, svokallaðar rottufælur, og það geng- ur vel. Það hefur ekki sést mávur yfir þrónni síðustu tvær til þijár vik- ur eða frá því við settum hátíðni- högnann upp á þróarbarminn," segir Haukur Jónsson, staðgengill verk- smiðjustjóra Hraðfrystihúss Eski- fjarðar. Hraðfrystihúsið hefur um árabil geymt loðnu í stórri, opinni þró nærri fiskimjölsverksmiðjunni í nokkra mánuði á hverju ári. Högninn gefur frá sér hátíðnihljóð sem fælir mávinn frá en mannseyrað greinir hljóðið ekki. „Meiningin er að raða fleiri högnum upp á þróar- barminn ef fælan reynist vel. Mávur- inn hefur verið hér þúsundum sam- an en við höfum ekki fengið að eitra fyrir hann undanfarið ár.“ íbúar nærri fiskimjölsverksmiðj- unni á Eskifirði hafa sent kvartanir til heilbrigðisfulltrúans á staðnum en óvenju mikið hefur verið um máv í vetur. „Þessi þró er okkur þyrnir í augum því það er þarna ótakmarkað æti fyr- ir mávinn. Hann er þarna í þúsunda tah og veldur mikilli mengun, bæði með hávaða og driti," segir Kjartan Sveinsson, heilbrigðisfulltrúi á Eski- firði. „Hátíönifælur hafa venjulega ekki verið áhrifaríkar gegn vargin- um til lengri tíma litið.“ Hollustuvernd ríkisins hefur sent forráðamönnum Hraðfrystihúss Eskiijarðar hf. bréf þar sem fram kemur að fyrirtækið verði að byggja yfir þróna fyrir næstu vertíð eða hætta að öðrum kosti að geyma loðnu í henni. -GHS Nýlega var staðfest riða í kind frá í Miðhúsum og var fénu þar fargað. Holti í Svínadal og var fénu slátrað Samtals var á annað þúsund fjár og þaö dysjað. í Holti var eitt a þessumtveimur stóru fjárbúum. Selir heimsækja Seyðisfjörð Á þessum árstíma er ekki óalgengt að selir komi í heimsókn í bæinn og hafa bæjarbúar af því mikla skemmtun, ekki sist börnin. DV-mynd Pétur Kristjánsson Rauðikrossinn: Sjónvarpi og video- tæki stolið um hábjartan daginn Glænýju sjónvarpi og myndbands- tæki af gerðinni Panasonic var stolið frá Ungmennahreyfingu Rauða kross íslands í byijun mánaðarins. Þjófamir spenntu upp hurð á hús- næði Rauða krossins að Þingholts- stræti 3. Talið er að þeir hafi farið inn um miðjan daginn og er líklegt að þeir hafi notað kúbein til verknaðar- ins. Þegar inn var komið spenntu þeir glænýtt 28 tommu Panasonic sjónvarp laust þaðan sem það var skrúfað niður í sjónvarpsskáp og höfðu það á brott með sér. Einnig tóku þeir nýtt myndbandstæki af sömu gerð auk síma og útvarps. Að sögn Guðrúnar Ámadóttur, starfsmanns Ungmennahreyfingar- innar er þetta tilfinnanlegt tjón fyrir hreyfinguna en búið var að safna lengi fyrir tækjunum sem notuð vora á námskeiðum Rauða krossins. Hún biður alla þá sem kynnu aö geta veitt upplýsingar um innbrotið eða tækin vinsamlegast um að láta Rannsóknarlögreglu ríkisins vita. -ból Látið skynsemina ráða gefið slwlaritvél í fermingargjöf. Brother rafeinda-skólaritvél, AX-210, fyrir nemendur sem kunna að meta gæði. AX-210 er með flesta kosti fullkomn- ustu skrifstofuritvéla. Eins árs ábyrgð Verð aðeins kr. 15.780 stgr. Fæst i helstu ritfangaverslunum landsins og hjá okkur. BORGARFELL, Skólavörðustíg 23, sími 11372

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.