Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1993 Stræti. Stræti Þjóðleikhúsiö sýnir annað kvöld leikritið Stxæti eftir Jim Cartwright í leikstjóm Guðjóns Pedersen. Leikarar eru þau Ingv- ar E. Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld, Róbert Amfinnsson, Edda Heiðrún Backman, Baltasar Kormákur, Þór H. Tulinius og Halldóra Björnsdóttir. Þess má geta að leikarar taka sér ekki frí í hléi heldur halda uppi stemn- ingu á göngunum. Sýningin er afar lífleg. Sögusviö leikritsins er ein nótt Leikhús í stræti fátækrahverfis. Það er drykkjusvolinn og gleðimaður- inn Scullery sem leiðir okkur um strætið og kynnir okkur fyrir íbú- um þess. Leikritið er beinskeytt en ljóðrænt og fyndið en jafn- framt þiturt. Það lýsir á hrein- skilinn hátt hinum harða heimi fátækra borgarbúa. Það dregur fram persónur, fyndnar, daprar, auðmýktar en umfram allt mann- legar, sem þrátt fyrir atvinnu- leysi og ömurlegar aðstæður eru fullar af lífsþrótti og von. Sýningar annað kvöld Stræti. Þjóðleikhúsið. Coppelía. íslenski dansflokkur- inn. J.B. Lully. Tónlistar- innlifun! J.B. Lully, eitt fremsta tónskáld Frakka á sinni tíð, lést þennan dag árið 1687. Hann var að stjóma hljómsveit og í hita leiksins stakk hann sig heiftarlega í fótinn meö sprotanum og lést nokkrum dög- um síðar eftir að illt hafði komið í sárið. Blessuð veröldin Mál málanna Færri en fjóröungur Indverja geta talað Hindi sem þó er opin- bert tungumál landsins. Er það nú stríðshetja! Napóleon var sjúklega hræddur við ketti! Svefnpurkur Górillur sofa oft allt að 14 tíma á dag. Færð ávegum Flestir vegir em færir þó víða sé snjór á vegum. Nokkrar leiðir vora þó ófærar snemma í morgun. Það Umferðin vora meðal annars Steingrímsfjarð- arheiði, Eyrarfjall, Mývatnsöræfi, Möðradalsöræfi, Vopnafjarðarheiði, Öxarfjarðarheiði, Mjóaíjarðarheiði, Brattabrekka, Gjábjakkavegur, veg- urinn milli Kollafjarðar og Flóka- lundar, Dynjandisheiði, Hrafnseyr- arheiði, Lágheiði og Fjarðarheiði. Þungfært er sums staðar. ísafjöröur Stykkishólmur Fteykjavík [s] Hálka og snjórrn Þungfært án fyristööu ^ rn Hálka og [^] ófært — skafrenningur Hofn CC Ófært Al Pacino i Konuilmi. Konuilmur Sambíóin sýna nú Konuilm eða Scent of a Woman sem tilnefnd er til fjögurra óskarsverðlauna: A1 Pacino sem besti leikari, Mart- in Brest sem besti leikstjóri, Bo Sólon íslandus í kvöld: í kvöld verða afisérstæðir tón- leikar á Sólon íslandus en þá munu sönghóparnir Raddbandið og A- capella fiytja tónlist án undirleiks. Kapþkostað verður að hafa tón- leikana sem allra líflegasta og alls kyns tónlist verður flutt. Má til dæmis nefna gospel og barbershop en slík tónlist er oftast flutt marg- rödduð og mjúkt Sönghópamir munu líka,flytja íslensk þjóölög og íslensk og erlend þjóðlög. Raddbandið er kvartett sem starfað hefur i fimm ár og komið víða við á ferlinum. Hann syngur létt dægurlög, gömul og ný, sem era útsett fyrir fjórar raddir. Radd- bandið skipa þeir Hafsteinn, Árni Jón, Sigurður Grétar og Páll Ás- geir. Raddbandlð. A cappella er kvintett frá Kefia- vík sem syngur létt dægurlög en leggur meira upp úr gospeltónlist og þá sérstaklega negrasáimum. Kvmtettinn skipa þeir Guðmund- ur, Jann, Elfar, Þorsteinn og Davíö. Kvenskassið og reiði Heru Á kortinu má sjá stjömumerkið Stórabjöm eins og menn gátu séð hann fyrir sér. Fjölmargir bera kennsl á Karlsvagninn sem sést á austurhimn- inum klukkan tólf á miðnætti. Karls- Stjömumar vagninn er þó einungis hluti af stærra stjörnumerki, Stórabimi. Stóribjörn var reynar bima hjá Grikkjum og í raun hin akkedíska prinsessa Kallisto í bjarndýrsham. Samkvæmt goðsögnum var hún ást- kona Seifs og þegar Hera, eiginkona og sysir Seifs, komst að ástarsam- bandinu varpaði hún Kallisto upp á stjömuhimininn í bjarndýrslíkinu. Arabar töldu hins vegar að Karls- vagninn væri líkkista og nefndu stjöm- umar umhverfis hann grátkonumar. Ystu stjömuna, Alkar, nefndu Arabar hins vegar kvenskassið. Sólarlag í Reykjavík: 19.53. Sólarupprás á morgun: 7.18. Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.50. Árdegisflóð á morgun: 6.37. Lágfjara er 6-6 'A stundu eftir háflóð. 77/ Pólstjörnu Karlsvagnirtn Merak STÓRIBJÖRN* Pólstjarnan LITLALJONIÐ Stóríbjörn Þau Gerður Ríkharðsdóttir Óskar Öm Jónsson eignuðusl ÍÍ! frumburöinn, stúlkubam, þann 16. mars. sl. kl. 23.08 nákvæmlega. Barnið var 16 merkur og 53 sm og heilsast vel og foreldramir eru verulega stoltir. Bíóíkvöld Goldman fyrir besta handrit og sjálf myndin sem mynd ársins. Þá fékk myndin þrjú Golden Globe verðlaun, meðal annars sem besta mynd ársins. í myndinni leikur A1 Pacino blindan herforingja sem meðal annars þjónaði Lyndon Johnson. Hann er harður á yfirborðinu en undir niðri er mannleg sál. Her- foringinn ákveður að eyða helgi í New York og fær með sér ungan aðstoðarmann. Helgin verður honum ógleymanleg. Leikstjórinn, Martin Brest, hef- ur leikstýrt fimm myndum en þekktastar eru Beverly Hills Cop og Midnight Run. Nýjar myndir Háskólabíó: Á bannsvæði Laugarásbíó: Svala veröld Stjörnubíó: Bragðarefir Regnboginn: Nótt í New York Bíóborgin: Elskan, ég stækkaði barnið Bíóhölhn: Konuilmur Saga-bíó: Olía Lorenzos Gengið Gengisskráning nr. 56. - 23. mars 1993 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 64,500 64,640 65,300 Pund 95,589 95,796 93,826 Kan. dollar 51,714 51,826 52,022 Dönsk kr. 10,2666 10,2889 10,3098 Norsk kr. 9,2859 9,3061 9,2874 Sænsk kr. 8,3493 8,3674 8,3701 Fi. mark 10,8923 10,9160 10,9066 Fra. franki 11,5971 11,6222 11,6529 Belg. franki 1,9165 1,9207 1,9214 Sviss. franki 42,6813 42,7740 42,7608 Holl. gyllini 35,1355 35,2118 35,1803 Þýskt mark 39,4894 39,5751 39,5458 It. líra 0,04080 0,04089 0,04129 Aust. sch. 5,6075 5,6196 5,6218 Port. escudo 0,4252 0,4261 0,4317 Spá. peseti 0,5536 0,5548 0,5528 Jap. yen 0,55997 0,56118 0,55122 Irskt pund 95,866 96,074 96,174 SDR 89,6292 89,8237 89,7353 ECU 76,5067 76,6727 76,7308 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan T~ z 3“ T~ Lo T~ 8 1 * , 10 1 " IZ "1 '5 J£- uT n i$ 1 p XI J pr Lárétt: 1 húmar, 8 þjálfa, 9 grandi, 1Ö. hrotta, 11 hvildi, 13 jórturdýr, 16 rölti, 18 aflát, 20 varðandi, 21 sonur, 22 gætni. Lóðrétt: 1 aumingi, 2 ranga, 3 ílát, 4 manns, 5 spil, 6 til, 7 bók, 12 tómur, 14 fæðir, 151andræma, 17þjóta, 19tvihljóði. Lausn á síöustu krossgátu. Lárétt: 1 klöpp, 5 bæ, 7 vottur, 9 ok, 10 urðar, 11 sal, 12 ýtti, 14 æðin, 15 úti, 17 limið, 19 að, 20 aka, 21 nara. Lóðrétt: 1 kvos, 2 lokaði, 3 ötuli, 4 puð, 5 brattar, 6 æðri, 8 trýnin, 13 túða, 14 - æla, 16 iða, 18 MA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.