Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS1993 Spumingin Ertu góður bílstjóri? Vilborg Einarsdóttir: Ég get ekki dæmt um það. Sólrún Pálsdóttir: Já, ég er varkár. Hersteinn Kristjánsson: Alveg þokkalega, held ég. Hanna Sif Hafdal: Já, ágætur. Sigurður Jesson: Já, ég ek varlega og virði reglur um hámarkshraða og eins er ég jákvæður 1 umferðinni. Aðalbjörg Ragnarsdóttir: Já, ég tek tillit til annarra í umferðinni. Lesendur H venær eru stríðs- glæpir ref siverðir? Arctic RE. Skipið strandaði við Stakkhamarsnes á Snæfellsnesi í mars 1943. ”Einar Vilhjálmsson skrifar: Hinn 15. febrúar 1942 lét m/s Arctic úr höfn í Vigo á Spáni og hélt áleiðis til íslands. Þjóðverjar höíðu neytt loftskeytamann skipsins til þess aö senda út veðurlýsingu á dulmáli á heimleiðinni en hótað að öðrum kosti að sökkva skipinu. Send voru sjö ómarkviss veðurskeyti í ferðinni. Arctic kom til Reykjavíkur 25. febrú- ar. Englendingar höfðu miðað skeytasendingamar og njósnuðu um skipsmenn þar eð þeir höíðu þá und- ir grun. Leiddi það síðan til eftir- farandi atburða: Hinn 14. apríl var Arctic í Vest- mannaeyjahöfn. Gekk þá um borð flokkur breska hemámshðsins og nam á brott skipstjórann og loft- skeytamanninn. Oðrum skipverjum var haldiö fóngnum á skipsfjöl. Áhöfninni var síðan skipaö að sigla til Reykjavíkur. Þegar þangað kom var öU skipshöfnin færð í fangabúðir hernámsUðsins á Kirkjusandi. Upp- hófust þar yfirheyrslur með pynd- ingum og ógnunum. Englendingar misþyrmdu skipsmönnum með höggum og ööru svo að nær gekk lífi þeirra. Vom þeir vistaðir í köldum, óþrifalegum klefum og fengu Utið og Ult að borða. í skýrslu til forsætisráðherra segir m.a. að fyrsti stýrimaður hafi verið tekinn þrisvar sinnum tU yfirheyrslu en þar sem hann gat ekki, að dómi herréttarins, svarað spurningum þeirra á fuUnægjandi hátt var hann tekinn fyrir í fjórða skiptið. Voru þá settir tveir hermenn til þess að berja hann. Þegar hann hneig niður á góU'- ið reistu kvalararnir hann upp og héldu áfram höggunum á höfuð hans og líkama. Var hann síðan leiddur út og settur í einangrun. Þar var hann í þijá daga án matar. Þennan sama dag var matsveininum mis- þyrmt á sama hátt. AUs var fimm þeirra misþyrmt á þennan hátt á Kirkjusandi. Hinn 22. maí voru fangamir síðan fluttir um borð í Arctic og látnir sigla skipinu til Englands í fylgd herskips og með herverði um borð. Annar vélstjóri andaðist af völdum meðferðarinnar á Kirkjusandi áður en komið var til Englands, aðrir af áhöfninni vom fluttir í fangelsi. Skipstjórinn lést í höndum Englendinga á leið til Eng- lands. Loftskeytamaðurinn lifði af pyndingarnar og sat í herfangelsi fram yfir stríðslok eða í rúm þijú ár. íslensk yfirvöld gættu ekki hags- muna Arctic-manna og sýndu engin viðbrögð við skýrslunni sem þeir sendu forsætisráðherra 22. nóv. 1942. - Þeir vom ekki júðar og ef til vUl var það þess vegna sem ekki kom til eftirmála vegna þessara stríðsglæpa. Líf íslenskra sjómanna vom ódýr á þessum árum. Ekki „sömu óánægjuraddirnar" Svanur Jónatansson skrifar: Ég er nýlega orðinn hundeigandi og gekk í HRFÍ á þessu ári til að taka þátt í félagsstarfi fólks með sömu áhugamál. Ég er því ekki einn af þessum „sömu óánægjuröddum sem aUtaf hafa verið“ í þessu félagi eins og lesa mátti um í grein í blaðinu sl. þriðjudag. Ég get ekki orða bundist lengur eftir að ég las tvær greinar í DV um málefni HRFÍ. Önnur var viðtal við Jóhönnu Harðardóttur, sem segir aðeins frá vinnubrögðunum í félag- inu, og hin svar varaformanns fé- lagsins. í því svari fékk ég endanlega staðfestingu á að ég á ekkert erindi í félagið nema til að borga gjöldin! Reyndar vissi ég það fyrir, af því að ég var á opnum félagsfundi HRFÍ á Hótel Esju um daginn og hef sjald- an séð önnur eins vinnubrögð í fé- lagsskap og í það skiptið. Mér (og reyndar öðrum líka) var meira að segja tilkynnt að hinn almenni fé- lagsmaður væri heimskingi og fífl og þess vegna væri ástæöulaust að ráð- færa sig við hann um nokkum hlut! - Varaformaðurinn hefur sömu skoðanir og er ekkert feiminn við að opinbera þær. Það er greinilegt að ráðamenn í HRFÍ hafa ekki enn gert sér grein fyrir hvemig lýðræðið virkar. Þama eru enn við lýði aðferðir í ætt við gamla kommúnismann og þess vegna skil ég vel að fólk gefist upp í HRFÍ. Tæpitungulaus boðun gengisfellingar Árni Árnason skrifar: í þættinum „Tæpitungulaust“, sem sendur var út í Sjónvarpinu sl. mið- vikudag, var rætt við Kristján Ragn- arsson, formann LÍÚ og jafnframt formann bankaráðs íslandsbanka. Þessi þáttur hefði getað verið mun styttri en raun bar vitni. Fram- kvæmdastjórinn þorði lítið að segja og var í vörn gagnvart spurningum viðmælenda sinna, fréttamannanna. Hann tók raunar oftar en ekki orðið af spyijendum og hélt áfram með það sem hann vildi segja. Þetta er algengt bragð hjá vönum forsvarsmönnum hagsmimasamtakanna og þeir kom- ast upp með það oftast nær. Það sem formaður LÍÚ og banka- ráðs íslandsbanka sagði þó mátti segja í einni setningu. Hann boðaði einfaldlega gengisfelhngu tæpi- tungulaust. Og svona má búa til þætti sem ekkert hafa annað gildi en að koma á framfáeri skoðunum hags- munahópanna sem hér ráða öllu þeg- ar öllu er á botninn hvolft. Svona þættir koma mér fyrir sjónir líkt og veriö sé að ljúka af einhveiju Hringið í síma 632700 mílli kl. 14 og 16 - eóa skrifíð ATH.: Nafn og símanr. verður aðfylgja bréfum ákveðnu verkefni, ekki endilega að svara spumingum þáttastjóra heldur vaða elginn, klöngrast upp á ein- hvern ímyndaðan tind og láta sig síð- an renna niður alveg sjálfkrafa. Gengislækkun og launalækkun, helst hvort tveggja - en alla vega annað hvort. Þetta var boðskapurinn í tæpitungulausa viðtalsþættinum í Sjónvarpinu þar sem rætt var við LÍÚ-talsmanninn og bankaráðs- manninn. Já, hvernig er það, lækk- uðu ekki Finnar gengið um ein 30%? Er það ekki góð fyrirmynd?. - En hvað eru þessir menn í forsvari fyrir hagsmunasamtökum atvinnuveg- anna eiginlega að hugsa? Fara þarna kannski saman hagsmunir LIÚ og íslandsbanka hvað varðar gengis- lækkun? Spyr hver? Auðvitað öll þjóðin, sem ekki veit. Kristján Ragnarsson, formaður LIU. - Er gengisfelling sameiginlegt hags- munamál LIÚ og íslandsbanka? Agaleysiðer undlrrótin Steinn skrifar: Mikið var rætt um atburðinn þegar ungUngarnir brutu upp og eyðilögðu sumarbústaðina í Kjós fyrir nokkru. Allir ráku upp stór augu og spurðu sjálfa sig: Hvem- ig stendur á þessu, hver ber ábyrgðina? Og mennfundu söku- dólga. Heimilin, foreldrana, skól- ana og jafnvel stjórnarferíð. En ekkert af þessu er ástæðan fyrir óöldinni hér á landí, fiárglæfr um og ofbeldi. Það er aga- leysið sem er undirrótin. Aginn kemur ekki fyrr en ungu fólki er gert að sinna einhverri skyldu fyr- ir þjóðfélagið likt og gerisí í öllum menningarlöndum nær og fjær. Flakkið er óþolandi Stefán Bjarnason hringdi: Er einhver þörf að senda her raanns úr opinbera geiranum til útlanda í hvert simi sem eitthvert verk þarf að vinna hér heima sem á fyrirmynd í útlöndum? Ég nefni bara miðbæjarkjamann í Hafn- arfirðí sem dæmi. Var nauösyn- legt aö senda menn til Evrópu til aö skoða aðstæður þar? Ef minnsta ástæða er til að senda menn til útlanda á dagpeningum er það gert, þótt ekkert gagn sé svo að ferðinni. Það er farið að líta á þetta sem launauppbót, að sagt er, hjá hínum opinberu starfsmönnum, mörgum hveij- mn. Og barist um hverja ferð sem gefst! Svona feröum þarf að fækka verulega. Þetta flakk er orðiö óþolandi. Bubbiogsú kúbanska H.S. skrifar: Ég get ekki annað en látið fara ffá mér örfaar línur til að sam- sinna þeim sem hafa verið að hrósa Bubba og hinni frábæra kúbönsku hljómsveit sem leikur undir með honum. Lögin Borgar- barn, Kossar án vara og fleiri eru dæmigerð eins þau gerast best hjá þekktum erlendum söngvur- um sem hafa á að skipa úrvals undirleik. Það er hreinlega engu saman að jafna þegar maður heyrir und- írleik þeirra kúbönsku og ann- arra sem leika undir hjá öörum íslenskum söngvurum. Þessir kúbönsku listamenn eru frábær- ir eins og reyndar margir aörir úr þeirra heimshluta. VanhæfVedur- stofa Ó.G. hringdi: Það er ekki nema von að sjó- menn lýsi sárindum sínum yfir frammistöðu Veðurstofunnar. Hún er ekki lengur í takt við það sem þekkist annars staðar. - í útskýringum um siðbúna stormspá nýlega var greint frá því að einnig heföi móttakari ver- ið bilaður! Var enginn ábyrgur fyrir að koma honum í lag aftur? Mér sýnistþetta allt á eina bókina lært hjá Veðurstofunni. Hærriiðgjöld- hærrilífeyrir Bjorn Jónsson hringdi: Ég las athugasemd formanns Landssambands lífeyrissjóða við leiðara DV og frétt í sama blaði um verkafólk sem hefur greitt í sjóði innan SAL og að það fengi hæst greitt 30-40 þús. kr. á mán- uði. Fonnaðuriim segir þetta ekki rétt, þvi margir einstaklingar njóti mun hærri eimifeyrisgreiöslna en )6tta. - Sem sé, hærri iðgjöld - íærri lffeyri. Þar mælir hann rétt. En það eru bara ekki margir sem greiðá svo há iðgjöld af lágum tekium að þeir nái miklu meira en þessum 30 40 þúsund krónum. Svo einfalt er þaö mál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.