Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1993 13 Neytendur Verðkönnun Neytendasamtakanna á kransakökum: Verðsamanburð - ur borgar sig - mesti verðmunur er 83% Könnun Neytendasamtakanna á verði kransakaka í 25 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu leiðir í ljós að verðmunur er umtalsverður. Mesti verðmunur er 83% og minnsti verð- munur 14%. Einnig var kannað verð á hráefni í kransakökur með styttu og konf- ekti. Með því að baka kökuna sjálfir geta neytendur sparað sér miklar fjárhæðir. Hráefni í 16 hringja köku kostar um það bil 2.200 krónur en tilbúin kaka af sömu stærð kostar 5.120-7.975 krónur í bakaríum. Hrá- efni í 20 hringja köku kostar um það bil 3.350 krónur en kaka af þeirri stærð kostar 7.760-13.015 eftir bakar- íum. Ef bökuð er 24 hringja kaka heima kostar hún um 4.300 krónur en myndi kosta 9.838-15.815 krónur í bakaríum. í þessum útreikningum er gert ráð fyrir rafmagnskostnaði. Jafnframt kom í ljós að erfitt getur reynst að bera saman verð miðað við stærð. Fæst bakaríanna gátu til- greint þyngd kakanna en miða þær við fjölda gesta. Kökur sem gefnar eru upp fyrir tiltekinn fjölda geta þó verið mismunandi að stærð. I könn- un Neytendasamtakanna er miðað við fjölda hringja. Þess má geta að 20 hringja kaka reyndist gefin upp sem 30-55 manna kaka, mismunandi eftir bakaríum. Þótt könnunin sé aðeins gerö í bak- aríum á höfuðborgarsvæðinu eru neytendur utan þess hvattir til að nýta sér niðurstöðurnar til að bera saman verö í bakaríum í sinni heimabyggð. Á það er lögð áhersla að hér er um beinan verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði. Athugasemdir og skýringar í sumum tilvikum er akstur með kökuna að heimili kaupanda innifal- inn í verði og einnig eru kransaköku- bitar innifaldir í verðinu í nokkrum tilvikum. Neytendur eru hvattir til að spyrja eftir þessu. í sumum tilvikum er það verð sem bakaríin gefa upp á kransakökum án styttu sem skreytir kökuna. í Verðmunur á kransakökum úr bakaríum er allt að 83% samkvæmt könnun Neytendasamatakanna. Það borgar sig að baka kökuna heima en þessi er einmitt heimabökuð. þeim tilvikum hefur verði styttunnar verið bætt við verðið eins og það er birt hér. Neytendum er bent á að hafa í huga þegar kransakaka er pönturð að spyrja eftir útfærslu á skreytingu sem getur verið mjög mismunandi eftir bakaríum. Þar má nefna kransakökusnerkla (eyru), súkku- laðisnerkla, knöll, sérlagaðar sykur- skreytingar og blóm í ýmsum út- færslum. í sumum tilvikum fylgir aðeins með það konfekt sem notað er til skreytingar á kökunni sjálfri en í öðrum tilvikum fylgir einnig konfekt með á bakkanum. Þrjú bakarí framleiða stærri kransakökur en fram kemur í töfl- unni. Sveinsbakarí selur 26 hringja köku á 11.370 krónur og Miðbæjar- bakarí selur sömu stærð á 14.275 krónur, Sveinn bakari selur 27 hringja köku á 13.150 krónur. Til að auðvelda neytendum saman- burð á verði þurfa bakarí aö koma sér saman um staðlaða viðmiðun um stærð á þessum kökum. Fjögur bakarí neituðu að veita Neytendasamtökunum umbeðnar verðupplýsingar. Þau eru Árbæjar- bakarí, Borgarbakarí, Kökubankinn og Myllan. Fjöldi hringja 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 AB bakaríið Ðalbraut 1 6.200 7.300 8.000 Bakaram. Stigahl. 45-47 9.270 11.100 Bakariið Austurveri 7.400 10.215 13.015 15.815 Bæjarb. Bæjarhrauni 2 6.100 8.500 9.700 Bemhöftsb. Bergststr. 13 7.300 8.300 Björnsb. Austurstr. 14 7.600 9.900 11.900 Björnsb.Grímsbæ 6.970 7.750 9.300 ÍtJWO Björnsb. Klapparst. 3 6170 8.070 9.870 Brauðberg Hrauntergi 4 5.250 7.750 9.750 11,750 Breiðholtsb. Völvuf. 13 3.934 5.889 7.760 9.838 G. Ölafsson og Sandholt 8.561 10.820 12.600 Grensásb. Garðabæ 6200 7.500 9.200 Gullkomið Iðnbuð 2 6.026 7.970 10.022 Þórsb. Borgarholtsbr. 19 5.400 8.100 Þrir fáfkar Smiðjuv. 4e 5.060 7.645 9.845 12.650 Kornið Hjallabr. 2 7.055 9.105 KrásHólmasefi2 6.989 9.196 11.071 Miðbb. Háalbr. 58-60 6575 7.975 9.775 12.275 Möndlumassi Kleifars. 18 6.900 9.200 11.500 Mosfellsb. Urðarbr. 2 5.120 7.131 8.800 11.000 Nýja kökuh. Auðbrekku 2 7.116 9.379 10.416 12.729 15264 Smárab. Kleppsv. 152 9.074 10.225 Svansb. Dalshrauni 13 7.650 10.080 Sveinn bakari Álfab. 2 5.950 9.200 10.920 Sveinsb.Amarbakka4-6 6.900 9200 11.000 Lægstaverð 3.934 5.060 5.120 5.889 6.170 9.105 7.760 8.070 8.000 '9.870 9.838 Haestaverð 7.116 9.270 7.975 9.379 11.100 10.416 13.015 12.729 11.071 15264 15,815 Mismunuriprósentum 81% 83% 56% 59% 80% 14% 68% 58% 38% 55% 61% Volvo F610 - árgerð 1985 Bíll ítoppstandi-Góð dekk-Ekinn 190.000. Kassi og lyfta nýyfirfarið. Verð kr. 1.600.000,- Nánari upplýsingar gefur Heiðar Sveinsson i sima 686633 Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1, Reykjavík, cími 686633 Matur og kökur fyrir páskana Miðvikudaginn 31. mars mun aukablað um matartilbúning fyrir páskana fylgja DV. Meðal efnis: Matargerð hjá lærðum og leikum. Forréttir, aðalréttir, tertur o.fl. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýs- ingadeild DV, hið fyrsta í síma 63 27 22. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 25. mars. Ath.! Bréfasími okkar er 63 27 27. ^gllí 1 Trygging hf. óskar eftir tilboðum í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í umferðaróhöppum: Toyota Corolla 1993 Hyundai Pony 1992 MMC Pajero 1991 Saab 9000 1990 MMCColt 1989 Nissan Micra 1988 Subaru coupé turbo 4x4 1800 1988 Subaru station 1800 4x4 1987 Lada Sport 1987 Lada 1500 1986 Fiat127 1984 Toyota Corolla 1982 Mazda 626 1982 Saab 99 1982 M. Benz250 1979 Saab 900 1986 Fiat Uno 1987 Nissan Sunny Van 1990 Lada 1200 1986 Lada 1200 1988 Bifreiðamar verða til sýnis miðvikudaginn 24. mars 1993 í Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 9-15. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16 sama dag til Tryggingar hf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík, sími 621110.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.