Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1993 23 DV Formfegurð og notagildi Þegar athugaö er hvemig íslenskir hönnuðir nálgast viðfangsefni sitt virðist einkum vera um tvær leiðir að ræða. í öðru tilvikinu sprettur hugmyndin upp úr fijálsum leik höf- undarins að efni og formum, líkt og algengt er í myndhst. í slíkum hlut- um kemur hinn hagnýti þáttur nytja- listarinnar eftir á sem liður í frekari úrvinnslu. í hinu tilvikinu á hug- myndin rætur í ákveðinni markaðs- þörf fyrir vöru í tilteknum verðflokki sem uppfylla verður vissar kröfur um notagildi og framleiðsluaðferð. Hönnunin felst síðan í leit að þrívíðu formi sem uppfyllir ofangi'eind skil- yrði. Sem dæmi um síöamefndu leiðina má nefna stólinn „Smára“ eftir Valdimar Harðarson arkitekt sem kynntur var í fyrsta sinn á hönnun- ardegi ’93. Stólhnn, sem einkum er ætlaður til notkunar í samkomuhús- um, ráðstefnusölum og kirkjum, var hannaður með það í huga að hann væri samkeppnishæfur í verði við innflutta stóla úr formbeygðu tré. Takmarkaðir framleiðslumöguleik- ar hér á landi settu hönnuðinum þröngar skorður. Hugmyndin á ræt- ur í ferhyrnda eldhúskollinum, sem í útfærslu Valdimars hefur fengið á sig bak og bólstraða setu. Yfirbragð „Smára“ er látlaust og virðulegt í senn. Stóhnn var kynntur í ýmsum útgáfum, með og án arma og í mis- munandi litum. Framleiðandi og söluaðih er Penninn hf. Fyrirtækið Sess hf. kynnti tvo nýja stóla eftir Þórdísi Zoega húsgagna- arkitekt, þá „Mími“ og „Loka“. Þór- dís er kunn fyrir thraunir sínar með nýstárleg, séríslensk efni, svo sem Stóllinn Loki. Hönnuður: Þórdís Zo- éga. Framleiðandi: Sess hf. Smári. Stóll eftir Valdimar Harðar- son. Framleiðandi er Penninn hf. steinbítsroð sem áklæöi á stóla. „Mírnir" var sýndur í tveimur útgáf- um, annars vegar klæddur íslensku selskinni en hins vegar með fléttaðri setu og baki. Hijúft og náttúrlegt áklæðið myndar kröftuga andstæðu við hart og gljáandi stáhð í burðar- grind stólsins. „Loki“ er léttur og staflanlegur stóll, einfaldur og yfir- lætislaus í úthti. Líflegt htróf áklæð- isefna á sinn þátt í að gera þessa nýju stólahnu að áhugaverðum val- kosti við ódýra, innflutta stóla. Hönnun Pétur H. Ármannsson Fyrirtækið AXIS-húsögn hf. kynnti nýja gerð samsettra skáphurða, „TF-ÞAN“ eftir Þorstein Geirharðs- son, arkitekt og iðnhönnuð. Einingin er samsett úr grind og sveigðri harð- texplötu sem máluð er 1 frumhtum. Hurðin er hugsuð líkt og flugvéla- vængur þar sem markmiðiö er að ná sem mestum styrkleik úr sem minnstu efni. „TF-ÞAN" er skemmti- leg tilbreyting frá lökkuöu og spón- lögðu spónaplötuhurðunum sem svo lengi hafa verið ahsráðandi á mark- aðnum. Áhugavert væri að kanna fleiri leiðir í hta- og efnisvah. í þessari umfjöllun hefur verið lauslega tæpt á því helsta sem vakti athygli undirritaðs á nýafstöðnum hönnunardegi. Margt fleira gaf þar að sjá, sem verðskuldað hefði um- fjöllun, en hér verður látið staðar numið. Vert er að hafa í huga að fæstir, ef nokkrir, af þeim höfundum sem þátt tóku geta framfleytt sér af húsgagnahönnun eingöngu. Hér er því öðrum þræöi um hugsjóna- Merming Kastor, fjölnota hirsla. Hönnuður Gláma sf. Framleiöandi Epal. Mynd þessi birtist á laugardaginn en sneri ekki rétt auk þess sem myndatextar víxluð- ust. Er beðist velvirðingar á mistökunum. mennsku og áhugastarf að ræða eins og svo oft hér á landi. Það stendur íslenskri húsgagnahönnun mjög fyr- ir þrifum að áhættufjármagn skortir til að þróa áhugaverðar hugmyndir yfir í markaðshæfa vöru. Athugandi væri aö veita hönnuðum tímabundin starfslaun til að vinna að vöruþróun á grundvehi athyghsverðra hug- mynda. Slíkt myndi án efa skila sér margfalt í bættri nýtingu þeirrar auölindar sem í hugviti og menntun íslenskra hönnuða býr. Eins ætti þac\^ að vera sjálfsagt metnaðarmál stjórnvalda að velja nýja, íslenska nytjahst og hönnun, þar sem því verður við komið, til að prýða opin- berar byggingar hér á landi. Þess má geta að flestir hönnunar- gripimir frá íslenskum hönnunar- degi ’93 eru enn til sýnis í viðkom- andi fyrirtækjum fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér þetta framtak aö eigin raun. Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti 11 ■ Kermsla-námskeið Árangursrík námsaðstoð við grunn-, framhalds- og háskólanema í flestum greinum. Innritun í síma 91-79233 kl. 14.30 -18.30. Nemendaþjónustan sf. ^ ■ Spákonnr Spái i spil, bolla og skrift, ræð drauma, einnig um helgar. Tímapantanir í síma 91-13732. Afsláttur fyrir ungiinga og lífeyrisþega. Stella. Viltu skyggnast inn i framtiðina? Hvað er að gerast í nútíðinni? Spái í spil, bolla og lófa 7 daga vikunnar. Spámaðurinn, sími 91-611273. ■ Hreingemingar Hreingerningaþjðnusta Páls Rúnars. Almenn þrif og hreingerningar fyrir fyrirtæki og heimili. Tökum einnig að okkur gluggahreinsun úti sem inni. Vönduð og góð þjónusta. Veitum 25% afslátt út mars. Sími 91-72415. Hreingerningaþj. R. Sigtryggssonar. Teppa-, húsgagna- dg handhreingem- ingar, bónun, allsherjar hreingem. Sjúgum upp vatn ef flæðir inn. Öryrkjar og aldraðir fá afsl. S. 78428. JS hreingerningaþjónusta. Alm. hreingemingar, teppa- og gólf- hreinsun fyrir heimili og fyrirtæki. Vönduð þjón. Gerum föst verðtilboð. Sigurlaug og Jóhann, sími 624506. ■ Skemmtanir Diskótekið Ó-Dollýl Simi 46666. Fjörug- ir diskótekarar, góð tæki, leikir og sprell. Hlustaðu á kynningarsímsv. S. 64-15-14. Gerðu gæðasamanburð. Ó-Dollý! I fararbr. m. góðar nýjungar. ■ Framtalsaóstoó Framtalsþjónusta 1993. Aðstoðum ein- stakl. og rekstraraðila m/uppgj. til skatts. Veitum ráðgj. v/vsk. Sækjum um frest og sjáum um kæmr ef með þarf. Ódýr og góð þjónusta. Uppl. í símum 73977 og 42142, Framtalsþj. Bókhaldsmenn, Þórsgötu 26, 101 Rvik, s. 622649. Skattuppgjör fyrir fyrirtæki og rekstraraðila. Mikil reynsla og ábyrg vinnubrögð. Vantar einnig fleiri fyrirtæki í reglubundið bókhald. Rekstrarframtöl og rekstrarráðgjöf. Áætlanagerðin, Halldór Halldórsson viðskiptafræðingur, sími 91-651934. ■ Bókhald Bókhalds- og skattaþjónusta. Tek að mér bókhald og skattframtöl fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Vönduð og ömgg vinna. Sigurður Kristinsson, bókhaldsstofa, Klapparstíg 26, sími 91-624256. Bókhaldsþjónusta. Tek að mér bókhald fyrir allar stærðir fyrirtækja. Alls konar uppgjör og skattframtöl. Júlíana Gíslad. viðskiptafr., s. 682788. ■ Þjónusta England - ísland. Vantar ykkur eitthvað frá Englandi? Hringið eða faxið til okkar og við leysum vandann. Finnum allar vörur, oftast fljótari og ódýrari. Pure Ice Ltd. Sími og fax 9044-883-347-908. Snjómokstur allan sólarhringinn. Vanir menn, fljótvirkar vélar. Keyr- um snjóinn burt ef óskað er. S. 44810 og 985-25712. Geymið auglýsinguna. Trésmiði, uppsetningar. Setjum upp innréttingar, milliveggi, sólbekki og hurðir. Gerum upp gamlar íbúðir. Gluggar og glerísetningar. S. 18241. Tveir smiðir geta bætt við sig verkefn- um. Tilboð eða tímavinna. Vönduð vinna. Upplýsingar í síma 91-612707 eða 91-629251. Tökum að okkur að sótthreinsa og mála sorpgeymslur í fjölbýlishúsum og öðr- um fasteignum. Einnig garðaúðun. Pantið tímanlega. Sími 685347. ■ Líkamsrækt Trim form. Viltu grennast? Losna við cellulite, varanlegur árangur, mælum alla hátt og lágt, meðalárangur ca 10 cm minna í mitti eftir 10 tíma. 10 tímar kr. 5.900. Sími 91-676247. Berglind. ■ Ökukermsla Ath. Eggert Þorkelsson, nýr BMW 518i. Kenni á nýjan BMW 518i, lána náms- bækur. Kenni allan daginn og haga kennslunni í samræmi við vinnutíma nemenda. Greiðslukjör. Visa/Euro. Simar 985-34744, 653808 og 654250. •Ath. simi 870102 og 985-31560. Páll Andréss., öku- og bifhjóla- kennsla. Hagstætt verð, Visa/Éuro- greiðslur. Ökuskóli og prófgögn. Ath. s. 870102 og 985-31560. Ath. Magnús Helgason, ökukennsla, bifhjólapróf, kenni á nýjan BMW 518i ’93. Ökuskóli og öll prófgögn ef óskað er. Visa/Euro. Bílas. 985-20006,687666. Sverrir Björnsson. Kenni á Galant 2000 GLSi ’92 hlaðbak, hjálpa til við end- urnýjunarpróf, útvega öll prófgögn. Engin bið. S. 91-72940 og 985-24449. Ökukennsla Ævars Friðrikssonar. Kenni allan daginn á Mazda 626 GLX. Utvega prófgögn. Hjálpa við endur- tökupr. Engin bið. S. 72493/985-20929. Hallfriður Stefánsdóttir. Ökukennsla æfingatímar. Förum ekki illa undirbú- in í umferðina. Get bætt við nemend- um. Visa/Euro. S. 91-681349/985-20366. ■ Innrömmun • Rammamiðstöðin, Sigtúni 10, Rvk. Nýtt úrvál sýrufrí karton, margir lit- ir, ál- og trélistar, tugir gerða. Smellu-, ál- og trérammar, margar st. Plaköt. Málverk e. Atla Má. ísl. grafík. Opið frá 9-18 og laug. frá 10-14. S. 25054. ■ Til bygginga Óska eftir mótatimbri 1"x6" og 2"x4". Upplýsingar í síma 91-670558 e.kl. 17. ■ Húsaviðgerðir Tökum að okkur alla trésmíðavinnu. Uppl. í síma 91-672745 eða 91-50361. ■ Velar - verkfeeri Notuð álsuðuvél óskast til kaups, staðgreiðsla fyrir gott verkfæri. Upplýsingar í síma 94-7358 á kvöldin og um helgar. ■ Klukkuviðgeröir Úrsmiðurinn, Ármúla 32. Viðgerðar- þjónusta á úrum og klukkum. Raf- hlöðusk. samstundis. Hraðsendingaþj. fyrir landsbyggðina. S. 91-677420. ■ Nudd Nuddstöðin, Stórhöfða 17, s. 682577. Opið kl. 9-18 v.d. Líkamsnudd, svæða- meðferð, Trigger punktameðf., Acu- punktaþrýstinudd og ballancering. Er einnig með Trim-form, sturtur og gufubað. Valgerður Stefánsd. nuddfr. Nudd, nudd, nudd alla daga vikunnar. Slökun og heilbrigði í fyrirrúmi, 5 og 10 skipta tilboð. Uppl. í síma 91-612026. ■ Dulspeki - heflun Reikiheilun, 1. stig, námskeið laugardag 27. og sunnudag 28. mars. 2. stig 29. mars. Sími 91-626465. Sigurður Guðleifsson reikimeistari. Skyggnilýsingarfundur. Miðillinn Lesley James er kominn aftur og held- ur skyggnilýsingarfund þriðjudaginn 23. mars í Armúla 40, 2. hæð. Túlkur á staðnum. Húsið opnað kl. 19.30, lokað kl. 20.30. Ókeypis kaffi. Mætið tímanlega. Einkatímapantanir hjá Dulheimum, sími 91-668570. Miðillinn Jean Murton verður hér á landi dagana 15. mars til 15. apríl ’93. Jean bæði sér, heyrir og les í framtíð og fortíð þína. Tímap. alla daga, s. 684753. ■ Heilsa Hómópatanámskeið. Kynningarnám- skeið í hómópatíu verður haldið 27.-28. mars að Lindargötu 14, fyrir- lesari verður David Howell, skóla- stjóri Midland skólanS í Bretlandi. Uppl. í síma 91-674991 og 91-12504. ■ Veisluþjónusta Alhliða veisluþjónusta: kaffisnittur, 80 kr., brauðtertur, kr. 2.800-3.600, kokk- teilmatur, 710 kr., kaffihlaðborð, 850 kr. 15% stgrafsl. út apríl. Smurbrauðs- stofa Stínu, Skeifunni 7, s. 91-684411. Veisluþjónusta. Kaffisnittur, 75 kr. stk., brauðtertur frá 2.850 upp í 3.420. Uppl. í síma 627707, Rauðarárstíg 33. Fri heimsendingarþjónusta. ■ Til sölu ■ Verslun ■ Fasteignir ■ Bílar til sölu Til solu Mercedes Benz 230E, árg. ’92. Á sama stað óskast LandCruiser, árg. ’91 eða ’92. Upplýsingar í síma’ ,91-31322 eftir kl. 17. Færibandareimar. Eigum á lager 650 og 800 mm færi- bandareimar, einnig gúmmílista í malarhörpur. Ýmsar gúmmíviðgerðir. Gúmmísteypa Þ. Lárusson, Hamarshöfða 9, sími 91-674467, myndsendir 91-674766. Tímarltfyriralla á nosta sölustai • Askriftarsimi 63-27-00 Véisleðakerrur - jeppakerrur. Eigum á lager vandaðar og sterkar stálkerrur með sturtum. Burðargeta 800 -2.200 kg, 6 strigalaga dekk. Yfirbyggðar vélsleðakerrur. Allar gerðir af kerrum, vögnum og dráttar- beislum. Veljum íslenskt. Opið alla laugard. Víkurvagnar, Dalbrekku 24, s. 91-43911/45270. Hitaveifur, vatnsveitur. Þýskir rennslis- mælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís s/f, s. 91-671130,91-667418 og 985-36270. 107, 121 og 137 mJ ibúðarhús. Húsin eru íslensk smíði en byggð úr sér- þurrkuðum norskum smíðaviði. Þau eru byggð eftir ströngustu kröfum Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðarins. Húsin kosta uppsett og fullbúin frá kr. 4,0, 4,6 og 4,8 millj., með eldhúsinnréttingu og hreinlætis- tækjum (plata, undirst. og raflögn ekki innreiknuð). Húsin eru fáanleg á ýmsum byggingarstigum. Húsin standast kröfur húsnæðislána- kerfisins. Teikningar sendar að kostn- aðarlausu. RC & Co. hf., sími 670470.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.