Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1993 25 Menning Ný íslensk sönglög Tónleikar voru í Hafnarborg í Hafnarflrði í gærkvöldi og voru þeir fram- haid Myrkra músíkdaga. Flutt voru nú íslensk sönglög, eitt eftir hvern eftirtahnna höfunda: Finn Torfa Stefánsson, Hilmar Þórðarson, John A. Speight, Jónas Tómasson, Árna Bjömsson, Fjölni Stefánsson, Sigfús Hall- dórsson, Leif Þórarinsson, Hróðmar I. Sigurbjömsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Skúla Halldórsson, Atla Ingólfsson, Ríkharð H. Friöriksson, Magnús Blöndal Jóhannsson, Ohver J. Kentish, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Áskel Másson, Hjálmar H. Ragnarsson og Kjartan Ólafsson. Flytjendur voru Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran, Þorgeir Andrés- son, tenór, Sverrir Guðjónsson, kontratenór, Elín Ósk Óskarsdóttir, sópr- an, John A. Speight, baríton, og píanóleikaramir Anna Guðný Guðmunds- dóttir og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir. Þetta er eins og sjá má myndar- Tónlist Finnur Torfi Stefánsson legur hsti flytjenda og tónskálda. Upphaflega var áætlað að halda þessa tónleika meðan Myrkir mús- íkdagar stóðu yfir í febrúar. Varð að fresta því vegna óvenjulega mik- _______________________________ hs veðurs sem gekk yfir og er það skýringin á þessum síðbúna Myrka músíkdegi. Sé yfirleitt unnt að tala um hefðir í okkar unga tónhstarlífi verður söng- hefðin sennhega að teljast ríkust og almennust. Framan af öldinni lögðu íslensk tónskáld höfuðáherslu á samningu sönglaga, oft með ágætum árangri. Um miðbik aldarinnar breyttist þetta og vönduð sönglagasmíð varð að víkja fyrir nýjum áherslum. Þetta virðist aftur vera að breytast nú, m.a. vegna þess að góðum söngvumm fjölgar jafnt og þétt og áhugi tónhstarunnenda virðist óþijótandi. Lögin, sem flutt vom á tónleikunum, sýndu vel þá fjölbreytni í sth og vinnubrögðum sem tónhst nútímans hefur yfir að búa. Furðumargir sömdu þó lög sín undir hefðbundnum bragarháttum dúr og moh tónmáls- ins. Mörg lögin vom vel heppnaðar tónsmíðar sem áreiðanlega eiga eftir að heyrast aftur. Það var athyghsvert hve auðvelt söngvaramir áttu með að ná valdi á hinum ýmsu og ólíku sthtegundum, sem þama var boðið upp á, en frammistaöa þeirra og píanóleikaranna var yfirleitt frábærlega góð. Þetta var gott framtak hjá Tónskáldafélaginu og vonandi fyrirboði nýs blómatíma hjá sönglaginu íslenska. Hjónaband Þann 27. febrúar voru gefm saman í hjónaband í Kópavogskirkju af séra Bjarna Þór Bjamasyni Jennifer Walsh og Árni öm Bergsveinsson. Þau em til heimilis að Deildarási 1, Reykjavík. Ljósmst. Mynd, Hafnarfirði. Þann 30. janúar vom gefin saman í þjóna- band í Seltjamameskirkju af séra Sol- veigu Lám Guðmundsdóttur María Hilmarsdóttir og Hafsteinn Egilsson. Þau em til heimilis að Eiðistorgi 15, Reykjavík. Ljósm. Nærmynd. Þann 13. febrúar vom gefm saman í hjónaband í Háteigskirkju af séra Gunn- ari Þorsteinssyni, forstöðum. Krossins, Sigríður Pálsdóttir og Guðmundur Haraldsson. Heimih þeirra er að Víði- hvammi 5. Ljósm. Nærmynd. Tilkyimingar Miðstöð fólks í atvinnuleit Opiö mánudaga til fostudaga kl. 14-17. í dag, 23. mars, kl. 15 ræðir Hannes Hóhn- steinn Gissurarson um stjómmál og at- vinnuleysi. Miðvikudag 24. mars kl. 13.30 verður gengið um hafnarsvæðið. Mæting við Miðstöð. Fylgdarmaður: Einar Egils- son. Fimmtudag 25. mars kl. 15 ræðir Magnús L. Sveinsson, form. VR, um at- vinnuástandið í verslun og viðskiptum. Föstudg 26. mars kl. 15 verður skemmti- dagskrá með Rapari Bjamasyni söngv- ara og hljómsveitarstjóra. Pennavinaklúbbur Pennavinaklúbburinn Intemational Pen Friends var stofnaður árið 1987. Meðlim- ir em nú yfir 300 þúsund í 188 löndum. Það er gaman að skrifa bréf. Það stórbæt- ir tungumálakunnáttu og spennandi er að fá bréf. Frekari upplýsingar: Pósthólf 4276, 124 Reykjavík. Snorrastefna Stofnun Sigurðar Nordals hefur gefið út bókina Snorrastefnu. í bókinni em tutt- ugu fyrirlestrar sem fluttir vom á ráð- stefnu sem stofnunin gekkst fyrir dagana 25.-27. júií 1990. Viðfangsefiii ráðstefn- unnar vom fom norrænn átrúnaður, Snorra-Edda sem heimild um foma trú og óðfræði miðalda og skiiningur síðari tíma manna á norrænni goða- og skáld- skaparfræði í ljósi Snorra-Eddu. Megin- tilgangur með pinginu var að efla rann- sóknir og umræður um norræna goða- fræði og Snorra-Eddu. Ritstjóri er Úlfar Bragason. Snorrastefiia er fyrsta ritið sem Stofhun Sigurðar Nordals gefúr út. Ritiö er 283 bls. Hið íslenska bókmennta- félag sér um dreifingu. Landssamtökin Þroskahjálp Dregið hefúr verið í almannakshapp- drætti samtakana. Upp komu númerin: Leikhús ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stórasviðlðkl. 20.00. DANSAÐ Á HAUSTVÖKU eftir Brian Friel Fim. 25/3, örfá sæti laus, lau. 3/4, sun. 18/4. MY FAIR LADY söngleikur eftir Lerner og Loeve. Fös. 26/3, örfá sæti laus, lau. 27/3, örfá sæti laus, fim. 1/4, nokkur sæti laus, fös. 2/4, örfá sæti laus, fös. 16/4, örfá sæti laus, lau. 17/4, örfá sæti laus, fim. 22/4, fös.23/4. MENNIN GARVERÐLAUN DV 1993 HAFIÐ eftir Ólaf Hauk Simonarson. Sun. 28/3, nokkur sæti laus, sun. 4/4, fim. 15/4, sun. 25/4. Sýningum fer fækkandi. DÝRIN í HÁLSASKÓGI eftir Thorbjörn Egner. Sun. 28/3 kl. 14.00, uppselt, lau. 3/4 kl. 14.00, uppselt, sun. 4/4 kl. 14.00, uppselt, sun. 18/4 kl. 14.00, uppselt, flm. 22/4, örfá sæti laus, lau. 24/4, örfá sæti laus, sun. 25/4. Litla sviðið kl. 20.30. STUND GAUPUNNAR eftir Per Olov Enquist. Fös. 26/3, örfá sæti laus, lau. 27/3, örfá sæti laus, fös. 2/4, uppselt, sun. 4/4, upp- selt, fim. 15/4, lau. 17/4. Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn eftir að sýning hefst. Smiðaverkstæðið kl. 20.00. STRÆTI eftir Jim Cartwright. Mlð. 24/3, uppselt, fim. 25/3, uppselt, sun. 28/3,60. sýning, uppselt, fim. 1/4, upp- selt, lau. 3/4, uppselt, mlð. 14/4, fös. 16/4, uppselt, sun. 18/4, mið. 21/4, fim. 22/4, fös.23/4. Ath. að sýningin er ekki vlð hæfi barna. Ekki er unnt að hleypa gestum I salinn eftir að sýning hefst. Ósóttar pantanir seldar daglega. Aðgöngumlðar greiðist viku fyrir sýningu ella seldir öðrum. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá 13-18 og fram að sýnlngu sýningardaga. Miðapantanlr frá kl. 10 virka daga i sima 11200. Greiðslukortaþj. - Græna linan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015. Þjóðlelkhúsið -góða skemmtun. Janúar: 7104 og 17619. Febrúar: 10991 og 17257. Mars: 5742. Bólstaðarhlíð 43 Félagsstarf aldraðra. Miðvikudaginn 24. mars kl. 20.30 koma nemendur óperu- deildar Söngskólans í Reykjavík og flytja atriði úr ýmsum óperum. Píanóleikari er Iwona Jagla. Allir 67 ára og eldri vel- komnir. Kaffiveitingar. Pyrirlestrar LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra sviðið: RONJA RÆNINGJADÓTTIR eftir Astrid Lindgren Tónllst: Sebastian. Lau. 27/3 kl. 14.00, uppselt, sun. 28/3, fáein sæti laus, lau. 3/4, sun. 4/4, fáeln sæti laus, lau. 17/4, sun. 18/4, lau.24/4. Mlðaverð kr. 1.100, sama verð fyrlr börn ogfullorðna. Skemmtilegar gjaíir: Ronju-gjafakort, Ronju-bolir o.fl. Stórasvlðkl. 20.00. BLÓÐBRÆÐUR Söngleikur eftir Willy Russell. Lau. 27/3, fáein sæti laus, fös. 2/4, fáein sæti laus, lau. 3/4, fös. 16/4, mlð. 21/4. TARTUFFE ensk leikgerð á verki Mollére. 6. sýn. fös. 26/3, græn kort gllda, fáein sæti laus, ATH. 5. sýn. 31/3, gul kort gllda, fáein sætl laus, 7. sýn. sun. 4/4, hvit kort gllda. Coppelía. íslenski dansflokkurinn. Uppsetning: Eva Evdokimov. Frumsýning mið. 7/4, hátiðarsýnlng fim. 8/4, 3. sýn. lau. 10/4,4. sýn. mán. 12/4,5. sýn. mlð. 14/4. Miðasala hófst mánud. 22/3. Litla sviðkl. 20.00. DAUÐINN OG STÚLKAN eftir Ariel Dorfman Fim. 25/3, uppselt, lau. 27/3, uppselt, fös. 2/4, fáein sæti laus, lau. 3/4, fáein sæti laus, fim.15/4. GJAFAKORT, GJAFAKORT ÖÐRUVÍSIOG SKEMMTILEG GJÖF! Miðasalan er opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir í síma 680680 alla virka dagafrákl. 10-12. Greiðslukortaþjónusta - Faxnúmer 680383. Leikhúslínan, simi 991015. Aðgöngumiðar óskast sóttir þrem dögum fyrir sýn. Leikfélag Reykjavikur - Borgarleikhús. fryggingamálaráðuneytinu. Ráðstefnu- gjald er kr. 1000, kafii innifalið. Ráðstefn- an er öllum opin. Leikfélag Akureyrar u tínxvbinknn Óperetta eflir Johann Strauss Sýnlngar kl. 20.30: FÖS. 26. mars, frumsýning, UPPSELT, lau. 27. mars, UPPSELT, fós. 2. apríl, lau. 3. apríl, mið. 7. apríl, fim. 8. apríl, lau. 10. apríl, fós. 16. apríl, lau. 17. apríl. Sýningar kl. 17.00: Sun. 4. apríl, mán. 12. apríl. Miðasala er í Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57, alla virka daga nema mánudaga kl. 14 til 18. Sím- svari fyrir miðapantanir allan sólarhringinn. Greiðslukortaþjónusta. Simi I miðasölu: (96)24073. ÍSLENSKA ÓPERAN __inii (Sardasfurst/njan eftir Emmerich Kálmán. Föstudaginn 26. mars. örfá sæti laus. Laugardaginn 27. mars. Örfá sætl laus. Föstudaginn 2. april. Laugardaginn 3. april. Miðasalan er opin frá ki. 15.00-19.00 daglega en tilkl. 20.00 sýningardaga. SÍM111475. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. LEIKHÚSLÍNAN 99-1015. Námskeiö SjáKseflingamámskeið Jógastöðin Heimsljós stendur íyrir fjórum sjálfseílingamámskeiðum á næstunnL Kennari er Sandra Scherer frá Kripalumið- stöðinni í Bandaríkjunum. Þriðjudags- kvöldin 23. og 30. mars verða námskeiðin Vertu þú sjálfur og Betri samskipti. Laugar- daginn 27. mars leiðbeinir Sandra í lífönd- un. Síðasta námskeiðið er svo hugleiðslu- námskeið sem haldiö verður helgina 2.-3. apríl. Skráning og nánari upplýsingar eru gefiiar hjá Jógastöðinni Heimsljósi, s. 679181, milli kl. 17 og 19. r é næsta sölustað • Askriftarsimi 63-27-00 Tapadfundid Læða fannst í Kópavogi Brún og svört, bröndótt og doppótt litil læða fannst á Hraunbraut í Kópavogi. Upplýsingar í sima 42690. Minjar og saga Fyrirlestur verður á vegum Minja og sögu í Norræna húsinu í dag, 23. mars, kl. 17. Fyrirlesari að þessu sinni verður Þórarinn Þórarinsson arkitekt og fjallar hann um skipulag Alþingis á Þingvöllum til foma. í fyrirlestrinum greinir Þórar- inn frá hugmyndum sem vaknað hafa um tiihögun Alþings á Þingvöllum til foma út frá sjónarhóh byggingarlistar og þeim skipulagsmarkmiðum eins og við þekkj- um þau í dag og vænta má að gjlt hafi við stofnun Alþingis. Sýndur verður fiöldi skýringarmynda og litskyggna. Háskólafyrirlestur í tilefni þess að dr. Ingi Sigurðsson hefúr verið skipaður prófessor í sagnfræði við heimspekideild Háskóla íslands flytur hann opinberan fyrirlestur á vegum deildarinnar fimmtudaginn 25. mars kl. 17.15 í stofú 101 í Odda, húsi Háskóla ís- lands. Fyrirlesturinn ber heitið Arfleifð upplýsingarinnar og útgáfa fræðslurita á íslensku. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Ráðstefnur Ráðstefnaum ástina Öldrunarráð íslands heldur opna ráð- stefnu um ástina fóstudagjnn 26. mars nk. í Borgartúni 6 kl. 13.15-16.30. Dagskrá ráðstefriunnar er mjög fiölbreytt. Ráð- stefiiustjóri verður Ingibjörg R. Magnús- dóttir, skrifstofustjóri í heilbrigöis- og Tórúeikar Tónlistarfélagið í dag, 23. mars, verða haldnir á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík tónleikar í íslensku óperunni og hefjast þeir kl. 20.30. Þar leika þær Ásdis Valdimarsdótt- ir lágfiðluleikari og Steinunn Bima Ragnarsdóttir píanóleikari Márchenbild- er eftir Schumann, Sónötu í f-moll op. 120 eftir Brahms og Sónötu op. 147 eftir Shos- takovitch. Háskólatónleikar Háskólatónleikar verða í Norræna hús- inu miövikudaginn 24. mars og hefiast þeir kl. 12.30. Flytjendur verða Sigrún Þorgeirsdóttir sópran og Vilhelmína Ól- afsdóttir píanóleikari. Sigrún lauk átt- unda stigi frá Tónlistarskólanum í Reykjavlk þar sem kennari hennar var Sieglinde Kahmann og mastersprófi frá Boston University undir handleiðslu Mary Davenport. Núverandi kennari hennar er Siguröur Demetz Franzson. Á efnisskránni eru verk eftir Mozart, Fauré og Þoulénc.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.