Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Varnarstríð gegn myrkrinu Borís Jeltsín þorði ekki að leysa upp rússneska þingið og efna til nýrra kosninga fyrir rúmu ári, þegar hann var á hátindi valda sinna. Hann taldi sig verða að ná árangri í efnahagsmálum, áður en hann gæti lagt verk sín undir dóm þjóðarinnar 1 almennum kosningum. í heilt ár hefur Jeltsín reynt að semja við þingið um völdin í landinu. Það hefur honum ekki tekizt, enda er þingið arfleifð frá tímum kommúnismans, að mestu skip- að fortíðardraugum, sem grafa undan framfórum, af því að þeir óttast að missa völd og peninga. Barátta forseta og þings er ekki barátta innan ramma lýðræðishefðar. Jeltsín einn hefur umboð frá þjóðinni úr beinum lýðræðiskosningum. Þingið hefur ekki slíkt umboð, því að það var skipað á valdatíma kommúnista. Það er spillt og úrelt stofnun, sem þarf að endumýja. Nú er þetta verk miklu erfiðara en það hefði verið fyrir rúmu ári. Gamla yfirstéttin hefur náð áttum eftir sviptingar fyrri ára. Hún kann á kerfið og hefur brugðið fæti fyrir umbætur Jeltsíns. Honum er sumpart kennt um, að lífskjör hafa versnað af þessum ástæðum. Jeltsín ræður ekki lengur ferðinni. Her og lögregla eru orðin að dómurum í skákinni miUi forsetaembættis og þings. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Aukin áhrif vopnaðra sveita.eru ávísun á ferh, sem leiðir í átt til bananalýðveldis að hætti þriðja heimsins. Gegn vilja Jeltsíns hefur rússneski flugherinn gert loftárásir á nágrannaríkið Georgíu. Hann getur ekki haldið uppi eðlilegum samskiptum við nágrannaríki, af því að vopnaðar sveitir ríkisins fara sínu fram. Þannig eru hin raunverulegu völd að leka úr greipum hans. Hætta er á, að Jeltsín sigri ekki í skákinni, þótt hann hafi betur í viðureigninni við fortíðardrauga þingsins. Það verða herforingjar, sem vinna sigur, ef Jeltsín neyð- ist til að reiða sig á þá. Það boðar aukinn ófrið á landa- mærum Rússlands og aukna stríðshættu í Evrópu. Vesturlandabúar geta lítið gert annað en að veita Jelts- ín siðferðilegan stuðning. Ekki má endurtaka gróf mistök Norðurlandaráðs, sem bauð til sín helzta andstæðingi Jeltsíns, Rúslan Kashbúlatov þingforseta. Lýðræðisöflin í Rússlandi standa að baki Jeltsíns. Endurreisn Rússlands er miklu erfiðari en endurreisn annarra ríkja Austur-Evrópu. Efnahagskerfið er enn í höndum gæludýra gamla tímans. Valdastofnanir ríkisins eru þétt skipaðar fólki, sem kann ekki að breyta, vill ekki breyta eða er beinlínis að maka krókinn. Erlend Qárfesting hefur gefizt illa. Reynslan sýnir, að Rússar kunna ekki að notfæra sér hana. Þess vegna kem- ur vestræn fjárhagsaðstoð ekki að notum. Framfarir að vestrænum hætti verða að koma að innan. Fólk verður að skilja og skynja vestrænan markaðsbúskap. í stað vestræns markaðsbúskapar hefur risið brask- markaður, óheftur þjófnaður á þjóðareign og alger spill- ing á Sikileyjarvísu. Fremstir í flokki hafa verið kerfis- karlar Kashbúlatovs sem nota aðstöðu sína í kerfinu til að blóðmjólka það og kenna síðan Jeltsín um ástandið. Þannig hafa efnahagsvöld lekið úr höndum Jeltsíns eins og hemaðarvöldin. Ákvarðanir hans um helgina vom lokatilraun hans til að stöðva lekann. Hann hefur ákveðið að snúa sér beint til þjóðarinnar og biðja um aukið og endumýjað umboð til að stjóma landinu. Takist tilraunin ekki, hverfur Rússland aftur inn í myrkur fortíðar. Takist hún aðeins með stuðningi hers- ins, verður Rússland aftur hættulegt umhverfi sínu. Jónas Kristjánsson 24 klst. spákort um óveðrið 3. febrúar 1991, reiknað á Veðurstofunni með forritinu HIRLAM. Lægöin reyndist álika djúp og á svipuðum slóðum og spáð var. Veðurfræðin og tæknin Alþjóða veðurstofnunin í Genf hefur helgað sér 23. mars til að vekja athygli á ýmsum fræðilegum og hagnýtum viðfangsefnum veð- urfræðinnar. Að þessu sinni er umræðuefnið: „Tækni í þágu veð- urfræði". Svo vill til að um þessar mundir er að hefjast á Veðurstofunni ítar- leg athugun á því hvað hægt er að gera til þess að veöurþjónustan skih sem mestum árangri. Þessu efni verða ekki gerð nein teljandi skil í þessari stuttu grein en þó er einmitt í dag ástæða til að minnast á þá tæknivæðingu sem brýnust er, tölvu til að gera veðurspár. Viö höfum tölvur til fjarskipta og margs konar vinnslu en enga nógu öfluga til þess að spá. Það er reynd- ar ekki fyrr en nýlega að við höfum aflað okkur þess svokallaða hug- búnaðar sem til þessa er nauðsyn- legur. Hann höfum við fengið með samstarfi við Norðurlandaþjóðim- ar og þar hefur hann reynst af- burðavel. Frá þessu skýrði dr. Sig- urður Þorsteinsson í greinargóðu viðtah í dagblaði fyrir skömmu. Þar kom reyndar líka fram að rannsóknadehd Veðurstofunnar er of fáhðuð, svo að ekki sé meira sagt, og úr því þarf að bæta hið bráðasta. Ekki má við svo búið standa að flestir íslenskir veður- fræðingar, sem hafa getið sér orð á alþjóðavettvangi, hafa neyðst th að setjast að erlendis vegna skorts á aðstöðu hér heima. Spátölvur En svo aftur sé vikið að spátölvu þá er hún eitt helsta skhyrði bættr- ar og aukinnar veðurþjónustu. Þar á ég m.a. við hefðbundnar spár á landi, sjó og í lofti en einnig hvers konar sérþjónustu sem eðhlegt er að greiðsla komi fyrir. Dæmi um almennu spámar er thraun sem KjaUaiiiui Páll Bergþórsson veðurstofustjóri hér hefur verið gerð með hæg- gengri tölvu til að spá óveðrinu mikla 3. febrúar 1991. Spákortið kl. 12 byggðist á veðrinu eins og það var sólarhring fyrr, þegar lægðin var suður í hafi og lítið var farið að bera á henni. Ekki hefði þá ver- ið ónýtt að hafa shka spá í höndun- um því hún er sannast að segja frá- bær en miklu fleiri tilraunir þarf þó að gera. Sem dæmi um sérþjón- ustu Veðurstofunnar má nefna hnuritin sem hér birtast, spá um skýjahulu, raka, úrkomu, loft- þrýsting, vind og hita í Reykjavík. Tveggja sólarhringa spám af þessu tæi vítt um land gætu bréfsímanot- endur gerst áskrifendur að og feng- ið þær á sjálfvirkan hátt beint frá spátölvunni okkar. Og tíu daga spár frá Evrópuveðurstofunni í Reading, eins og þá sem hér er sýnd, verður hka hægt að afgreiða fyrir hina og þessa staði á landinu. Þessi og ýmis önnur þjónusta tölv- unnar getur þannig aflað okkur verulegra tekna og gert reksturinn hagkvæmari. Samspil þátta En jafnvel ódýr og einfóld tækni getur orðiö okkur að hði. íslenskir rafeindavirkjar hafa hannað fyrir okkur sérstök segulbandstæki sem hægt er að láta fara sjálfkrafa í gang hvenær sem útvarpað er frá Veðurstofunni en stöðvast þegar veðurfregnunum er lokið. Síðan getur notandinn hlustað þegar honum hentar. Vonandi tekst sam- vinna við Ríkisútvarpið um að taka þessa tækni í notkun. Öh veðurtækni nær þó skammt ef ekki kæmi tíl þekking veður- fræðinganna, rannsóknaraðstaða, dómgreind þeirra, árvekni og eld- móður. Samstarfið við notendur þarf að vera mikið og gott. Ef öll þessi skhyrði eru uppfyllt má vænta mikhs af veðurþjónustunni. Þess óska ég öhum landsmönnum th handa á veðurdaginn 1993. Páll Bergþórsson „Svo vill til að um þessar mundir er að heQast á Veðurstofunni ítarleg at- hugun á því hvað hægt er að gera til þess að veðurþjónustan skili sem mest um árangri." Skodanii annaiia Fjármagn í f yrirtækin „Ef íslendingar vhja einkavæða þá er mín ráð- legging sú að leggja fremur fjármagn í fyrirtækin í stað þess að fjármagn sé tekið út úr þeim. ... Sú spuming vaknar hverjir vhji leggja fjármagn í ís- lensk fyrirtæki um þessar mundir. ... Mín skoðun er sú að efdrspum sé mjög takmörkuð frá öðrum löndum og að fjármagn muni ekki streyma inn í land- ið í miðri efnahagslægðinni. Mér sýnist því að einka- væðing eigi ekki að vera á dagskrá núna heldur eigi markmiðin að vera th staðar." Sir Chippendale Keswick, stjórnarform. Hambrosbanka, i Mbl. 20. mars Víðtæk samstaða? „Hver vikan sem höur í þeirri óvissu sem nú rík- ir um stöðu atvinnuveganna hleður upp vandamál- um sem geta orðið ihleysanleg. Stjómarandstaðan tók á málefnum Landsbankans af fuhri ábyrgð. ... Það er því engin ástæða th að ætla að ekki gæti náðst víðtæk samstaða um aðgerðir í efnahags- og kjara- málum svo framarlega sem þær aðgeröir leiddu th kjarajöfnunar, lækkunar vaxta og traustari grund- vahar fyrir atvinnuvegina í landinu." Úr forystugrein Timans 20. mars Sparnaður í rekstri „Sparnaður í rekstri næst ekki nema með stöö- ugu daglegu aðhaldi. Hann næst ekki nema menn séu thbúnir th að endurskoða viðteknar venjur á vinnustað... ítrekaðar thraunir th þess að hemja ríkisútgjöld sem sjálfstæðismenn sérstaklega hafa staðið fyrir í fjármálaráðuneytinu hafa aftur og aftur skhað takmörkuöum árangri. Af þeirri reynslu er nauðsynlegt að læra og leita nýrra leiða.“ Úr forystugrein Mbl. 21. mars

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.