Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐ JUDAGUR 23. MARS1993 Utlönd kvennamála Robert Sanchez, erkibiskup í Nýju-Mexíkó, hefur sagt embaetti sínu lausu eftir að ilmm konur söpðust hafa sofiö hjá honum. Bólfarir biskups hafa vakiö hneykslan vestra og neyddist hann til aö rita Jóhannesi Páli páfa II. bréf þar sem hann baöst lausnar frá köllun sinni. Biskupnum tókst ekki að bera af sér áburöinn um aö hafa rofiö skírlífisheií sitt Hann neitar enn aö hafa sofiö hjá konunum en viöurkenndi í yfirlýsingu að hann heföi „misstigíð sig" á hál- um vegi syndarinnar. Poul Schliiter Poul Schlíit- er, fyrrum for- sætisráölierra í Danmörku, hefur verið geröur heiðurs- félagi í fræðafé- lagi danskra íhaldsmanna. Með nafnbótinni fylgir merki sem ráðherrann fyrrverandi má bera til aö sýna upphefð sína. Schliiter var gerður aö heiðurs- félaga vegna þess að „honum tókst á tíu ára valdaferli að sama- eina frjálslynd öfl í Danmörku", eins og segir í rökstuðningi fé- lagsmanna. Bíiasímarblása I Danmörku hefur borið við aö ioftfylltir öryggispúöar í bílum blásist upp ef hringt er í bílasíma sem ekki eru tengdir við loftnet. Bflasalar þar viðurkenna að þetta geti gerst því búnaðurin við ör- yggispuðana er rafeindastýrður, Ráðið tfl að verjast þessu er að hafa bflasímann tengdan viö úti- loftnet; þá berst hringingin fyrst i loftnetið en ekki í örvggispúö- ann. Þó er fullyrt að ekki séu miklar likur á að ökumaður fái öryggispúða í andhtið ef hringt er í hann. Ctintonforseti „Þessi maður kemur listinni að hiusta í tísku aftur," sagði leikarinn Paul Newman, að- spurður hvern- ig honum hefði likað í heimsókn hjá Bill Clinton Banda- ríkjaforseta í Hvíta húsinu nu á dögunum. Orð leikarans hafa menn skilíð sem svo að Clinton vilji helst hafa orðið en gestir hans fái að kynn- ast hinni göfitgu list hlustenda. Málgleði hefur verið talin einn versti löstur CUntons og í kosn- ingabaráttunni sföasta liaust ótt- uðust ráðgjafar hans mest aö þeirra maður gieymdi sér viö ræðuhöld og svæfði alla viö- stadda. Einafhverjum? konum kynferðis- Könnun meðal japanskra kvenna á þrítugsaldri sýnir að ein af hverju sjö hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Könnunin var gerð á vegum forsætisráöuneytisins. Hún tók til 5000 kvenna. Konumar sogöu aö þær yröu oft að gjalda kynferö- is sins í yinnunni. Geimstöðln Frelsi skorin niður að kröfu Biils Clinton: Sóunin ein var sQarnfræðileg - áætlardr um kostnað komnar í tuttugufóld Qárlög íslands Bandarískir geimvísindamenn verða að sætta sig við að draumur þeirra um risastóra geimstöð verður aldrei að veruleika. Þeir voru búnir að gera áætlun um heimahöfn fyrir geimferjur og al- þjóðlega rannsóknarstofnun á braut um jörðu en Bill Clinton forseti er meö niðurskurðarhnífinn á lofti. Eitt hið fyrsta sem hann brá hnífn- um á var geimstöðin Frelsi. Ronald Reagan lagði á ráðin um smíði stöðv- arinnar árið 1984 og þá átti hún að kosta jafnvirði 520 milljarða króna. Nú hefur vinna við verkið staðið í átta ár og síðustu kostnaðaráætlanir hljóðuöu upp á 2000 milljarða króna. Þó er ekki séð fyrir endann á öllu því stöðin er ekki komin á braut um jörðu enn. Nú hefur Chnton sent NASA, bandarísku geimferðastofn- uninni, boð um niðurskurð og sett nýjan forstjóra yfir niðurskurðinn. Hjá NASA er búið að draga fram nýjar smíðateikningar og yfirmenn þar lofa sparnaði. Miklar sögur hafa gengið af sóun viö smíði stöðvarinn- ar. Fyrirtæki og einstaklingar hafa lifað í vellystingum praktuglega við að skipuleggja út í loftið. Kostnaðurinn hefur fyrir vikið rokið upp en nú á að loka öllum matarholunum fyrir afæturnar. Niö- urskurðinum á Joseph F. Shea að stjórna. Hann stýrði Apollo-áætlun- inni í stjórnartíð Lyndons B. John- sons en lét af störfum eftir að þrír geimfarar fórust í eldsvoða á skot- palh. Nokkurs taugatitrings gætir hjá NASA vegna skipunar Seah. Hann er settur yfir alla deildarstjóra hjá stofnuninni og gengur næstur for- stjóranum aö völdum. En Clinton vill niðurskurö og þetta er maðurinn. Búist við sprengigosi Búist er við miklu sprengigosi í eldfjallinu Mayon á Filippseyjum á hverri stundu. Minni gos hafa verið í fjallinu síðustu daga og hefur fólk orðið fyrir búsifjum vegna þess. Mikil aska er í lofti og er óttast að fólk bíöi heilsutjón vegna eimyrjunnar. Símamynd Reuter Den Danske Bank selur meirihluta í Færeyjabanka: Eyða áhættu sinni af Færeyjaviðskiptum Jena Dalsgaard, DV, Færeyjum; Danskir eigendur Færeyjabanka í Þórshöfn hafa selt meirihluta sinn í bankanum en keypt á móti 30% hlut í Sjóvinnubankanum. Den Danske Bank á þá 30% í báðum bönkunum en fjármögnunarsjóður Færeyja, sem Danir varðveita, á meirihluta í báðum bönkunum. Danski bankinn gerir þetta til að losa sig undan áhættu og tapi sem fylgir viðskiptum í Færeyjum. Bank inn getur nú vísað vanda Færeyja- banka til stjómvalda sem þar með geta orðið aö leggja honum tfl fé, komist hann í þrot eins og Sjóvinnu- bankinn. Verulegur haili varð á Færeyja- banka á síðasta ári og báru dönsku bankamennirnir sig illa undan því að þurfa að bera tjóniö einir meðan hið opinbera bjargaði Sjóvinnubank- anum frá gjaldþroti eftir svipað tap. Þegar í upphafi árs lýstu stjómend- ur Den Danske Bank yfir áhuga á að selja hlut sinn í Færeyjabanka en tókst ekki að finna kaupendur sem von var. Nú hefur niðurstaðan orðið sú að stjómvöld taka við meirihluta í bankanum og Den Danske Bank fær hlutabréf í Sjóvinnubankanum í staðinn. Þau era þó ekki tahn mikils virði. Clintonfékk hjartaáfall Hugh Rod- ham, faðir I-Iill- ary Rodham Clinton, liggur á sjúkrahúsi eftir hjartaáfall sem hann fékk um helgina. Dóttir hans og tengdasonurinn Bill ílugu til Little Rocks í Arkansas, þar sem gamli maöurinn ligguf, tilað geta verið við sjúkrabeðinn, Hugh er 81 árs gamall. Læknar segja að líðan hans sé ekki góð. Hugh flutti tfl Little Rocks fyrir nokkrum árum til að geta verið nærri fiölskyldu dóttur sinnar. Þau hjón bjuggu áður í fæðing- arhæ sínum, Chicago. Dauðasökað greiðahóruaf almannafé Sj úkrahúsforstjórí 1 Shandong í Kina hefur verið dæmdur til dauða fyrir aö nota almannafé til að kaupa sér blíðu vændis- kvenna. Þá greiddi hann starfsmönnum við sjúkrahúsið styrk til að þeir gætu líka gamnað sér á kostnað skattborgaraima. Blöð í Kína segja að jafnvirði 5,5 railljóna íslenskra króna hafi farið úr sjóðum sjúkrahússins í greiðslur til vændiskvenna á einu ári. Forstjórmn verður skotinn innan skamms. frskanbiskup hungraðiíhold „Þetta var eins og holdleg irsk hungurs- neyð. Það braust fram orka sem hann hafði haldið aftur aí' í 25 ár," segir Annie Murphy, bandarísk kona, sem ritaö hefur bók um ástarsamband sitt við írska hiskuplnn Eamonn Casey. Murphy þykir með af- brigðum bersögul í bókinni. Bókin ber heitið Forboðnir ávextir og hefur vakiö feiknaat- hygli á Bretlandseyjum. Sérstak- lega eru kaþólskir á írlandi hneykslaöir og þykir þeim sem bískup hafi lagst lágt. Saabinnkallar SOþúsund bíla íSvfþjóð Saab bílaverksmiðjurnar í Sví- þjóð verða að láta innkalla 50 þúsund bfla af árgerðunum 1989, 1990 og 1991 vegna þess að þeir uppfylia ekki kröfur þar í landi um mengunarvamir. Bflar af síðustu tveimur árgerð- um uppfylla þessar kröfur. Hjá Saab er sagt að litlar endurbætur þurfi til að bflamir standist kröfur og verði það gert með glöðu geðl Borgundarhólmur: Þorskastriðivið Sjómenn á Borgundarhólmi hafa lagt niður vopnin í þorska- stríöinu við Pólveija og eru hafn- ir á eyjunni nú aftur opnar pólsk- ura skipum. Sjómenn höföu hindrað landan- ir á pólskum fiski frá því á mið- vikudag í síðustu viku en bátur frá Borgundarhólmi var tekirm í landhelgi við Pólland. Hann er nú laus eftir vægan dóm. Reuter, TT og Ritzeu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.