Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1993 9 Utlönd Beinagrind þessi er af ungri konu sem var með lömunarveiki <yrir400Qárum. Simamynd Reuler 4000áragömul beinagrind með lömunarveiki Ástralskir fornleifafi-æðingar iiafa fundið flögur þúsund ára gamla fjöldagröf í Miöaustur- löndum með líkamsleifum 140 marrna, þar á meðal beinagrind 18 ára gamallar konu sem hefur þjáðst af lömunarveiki. Ástralimir fundu gröfma í Tell Abraq í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á síðasta ári. Frá þessu var skýrt í háskólanum í Sydney í gær. Dan Potts prófessor sagði að bein kommnar hefðu verið svo afmynduð að konan hefði líklega aldrei getað gengið. Hann sagði að án umönnunar hefði hún lík- lega dáið sem ungbam. Potts sagði að £etta sýndi að fornar þjóðir á Omanskaga hefðu veitt fótluðum langtímaurnönnun. Forseti El Salvadorhlustar ekkiákröfurSÞ Alfredo Cristiani, forseti E1 Salvador, neitaðí í gær að verða við kröfum Sameinuðu þjóðanna um að skipt verði um menn i mjög svo umdeildum hæstarétti landsiiis. Forsetinn sagði að slíkt væri brot á stjórnarskránni. í skýrslu SÞ um verstu mann- réttindabrotin í tólf ára borgara- styrjöld E1 Salvador sagði að dómskerfi landsins væri mein- gallað og þar var hvatt til að skipt yrði um hæstaréttardómara, einkum þó forseta réttarins. Reuter Drottning ákveður meðlag tll hertogaynjunnar af Jórvík: Sara Ferguson fær 48 milljónir dætumar tvær fá 130 rmlljónir í sérstakan menntunarsjóð Elísabet Bretadrottning hefur ákveðið að Sara Ferguson, hertoga- ynja af Jórvík, fái aðeins 48 mfiljónir króna í meðlag eftir skilnaðinn við Andrés prins og hertoga. Þetta er ekki nema lítill hluti af því sem Fergie vildi fá. Hún hafði beðið um allt að 180 milijónir króna en drottning tók því fjarri. Fergie á fárra kosta völ í stöðunni því harla ólíklegt er að hún geti haft meira af kommgs- fjölskyldunni með málarekstri. Prinsessumar tvær, þær Beatrice og Euginie, hlutu á hinn bóginn náð fyrir augum ömmu sinnar. Elísabet ætlar aö leggja 1,4 milljónir punda í sjóð sem greiða á úr þeim til mennt- unar. Þetta eru um 130 milljónir ís- lenskra króna. Sjóðurinn lýtur sérstakri stjóm og fær Fergie ekki að skipta sér af hon- um og aö öllum líkindum Andrés prins, faðir prinsessnanna, ekki heldur. Greinilegt er af öllu að drottning hefur undirtökin í deilum Fergie við tengdafólk sitt. Skilnaður hennar og Andrésar stendur fyrir dyrum en ekki er búið að ákveða daginn. Þau hafa ekki búið saman frá því á síðasta ári þeg- ar hjónabandið sprakk með miklum látum í kjölfar þess að Fergie hélt framlyá manni sínum með auökýf- ingi frá Texas. Af því varö eitt umtal- aöasta hneyksli í sögu bresku kon- ungsfjölskyldunnar. Börn f undu 15 þúsund ára egg Þrjú börn, sem voru að leika sér í sandinum á einni af baðströndum Vestur-Ástralíu, grófu upp 15 þúsund ára gamalt steingert risaeðluegg. Sérfræðingar segja að eggið hafi að öllum iíkindum borist með hafstraumum frá Madagaskar. Þeim þykir þessi fundur afar merkilegur. Ummál eggsins er um 80 sentímetrar og það er heiit og óskaddað. Óvíst er að bömin fái að halda egginu. Símamynd Reuter Sagt er að tvennt verði ekki umfiúið í þessum heiml; dauöinn og skattarnir. Þetta á bæði við um menn og ástralska orma. Dómstóll þar í landi hefur úr- skurðað að bændum beri að greiða skatta af ormum sem þeir selja veiðimönnum. Ekki er þó sama hvemig orm arnir alast upp. Með ræktuðum ormum fæst afsláttur af sköttum en greiða verður fullan skatt af þeim sem tíndir eru í náttúruleg- um heimkynnum sínum. Gorbatsjovtil- Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrutn Sovét- leiötogi, scgist vera tObúinn að þjóna þjóð sinni, Rússum, verðihannbeð- j inn um það. Gorbatsjov sagði í viðtali við it- alska útvarpsstöö að hann væri reiðubúinn hvenær sem kallið kæmi. Hann sagðist hafa oröið var við aðlandarhans vilduekki að hann sneri við þeim baki. Hann gagn- rýndi um leið Boris Jeltsín og sagði að honum hefði ekki tekist aö ráða fram úr vanda Rússa. Kaffihjálpar fólkiaðhugsa Kafii skerpir hugsunina, bætir minnið og gerir menn rökfastari, segir í niðurstööum breskra vis- indamanna eftir víðtæka rann- sókn á þessum annars umdeilda drykk. Rannsóknin náði til sjö þúsund manna á Bretlandseyjum. Þeir voru beðnir að gera grein fyrir kaffidrj'kkju sinni og síðan settir i gáfnapróf. Niðurstaðan var að þeir sem drukku kaffi stóðu sig betur en hinir. Löglegtað Breskur dómstóli hefur komist að þeirri niðurstöðu að foreldrar hafi fulian rétt til að hýða óþæg böm sín. Mál reis vegna þess að öryggis- yörður flengdi tvo syni sína með ól. Hann var kærður fyrir tiltæk- iðensýknaðurafdómara. Beuter MA BJOÐA ÞER AÐ PROFA þennan ódýra, góða og heimilislega m.di? Lifur er ódýrt hráefni sem fæst allt árið um kring. Það er tilvalið að lækka matarreikninginn með því að hafa rétti úr lifur á borðum minnst einu sinni í viku. Hér eru tvær góðar og einfaldar uppskriftir að ljúffengum og fljótlegum réttum úr lifur. Gerið svo vel og verði ykkur að góðu. R B U 1 lifur, urn 450 g 2 msk hveiti eða heilhveiti salt ogpipar 1- 11/2 dl mjólk 2 laukar, í sneiðum smjörlíki eða olía Hreinsið lifrina og hakkið. Blandið saman við hana hveiti, kryddi og mjólk. Athugið að deigið er mjög þunnt. I það er líka ágætt að bæta 1/2-1 dl af haframjöli. Brúnið laukinn létt í smjörlíki eða olíu og geymið hann. Bætið við feiti og setjið lifrardeigið á pönnuna með skeið. Steikið buffín fallega brún í 2-3 mín. hvorum megin. Leggið laukinn ofan á buffin og berið þau fram heit með kartöflum og soðnu grænmetí, og ef til vill með bræddu smjöri. Lifrarbuff er þægilegt að eiga í frysti og fljótlegt að hita það upp á pönnu eða í ofni. U R M E Ð 1 lambalifur, um 450 g 2 tsk hveiti 2 tsk sítrónusafi 2 msk sojasósa 1 eggjahvíta 1- 2 laukar, í sneiðum 2- 3 msk olía salt ogpipar 2 dl kjötsoð (af teningi) 3 hvítlauksrif sóxuð smátt fínt maísmjöl (maisena) Blandið saman í skál hveiti, sítrónusafa, sojasósu og eggjahvítu. Hreinsið lifrina og skerið hana í þunnar sneiðar. Veltið þeim upp úr blöndunni og látíð þær liggja í henni í 20 mínútur. Brúnið laukinn og hvít- laukinn létt á pönnu og geymið síðan. Steikið lifrina í 2-3 mín. hvorum megin, kryddið hana með salti og pipar og takið hana af pönnunni. Hellið soðinu á pönnuna, H V bætið lauknum við og sjóðið í 3 mín. Þykkið soðið hæfilega með fínu maísmjöli hrærðu saman við kalt vatn og látíð sjóða í 1-2 mín. Setjið lifrina út í sósuna og látið hana sjóða með, en alls ekki lengur en nauðsynlegt er því að lifrin á að vera mjúk og safarík. Berið réttínn fram með hrísgrjónum og grænu salati. SAMSTARFSHOPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.