Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1993 Fréttir Sigurður á Guðlaugsstöðum fangar fleiri lausa graðhesta: Rekur merfolald til hesta Páls Péturssonar - fékk tyrfið svar frá umboðsmanni Alþingis vegna kæru „Eg hef sterkan grun om aö merfol- ald, sem fæddist síðastliðið haust, sé undari einum graðhesta Páls sem hefur hugsanlega gert hér óskunda. Það voru nefnilega fleiri en þessi þrevetra graðhestur sem hafa verið aö fara inn fyrir girðingu hjá mér, þetta er þriggja ára vandamál. Það er ekki Páh eða neinum á Höllustöö- um að þakka að þetta varð ekki að stórskandal heldur árvekni minni. Það er ekkert annað en skemmdar- verk á bústofni manna þegar lausa- gönguhestar eru að fylja á hvaða tíma sem er,“ sagði Sigurður Ingvi Bjömsson í samtali við DV. Sigurður tók graðhest Páls Péturs- sonar, alþingismanns á Höllustöð- um, á landareign sinni 9. febrúar og færði til hreppstjóra. Sigurður lagði fram um 14 þúsund króna reikning vegna kostnaðar við töku hestsins og ætlaðist til að Páll greiddi hrepp- stjóra þá upphæð. Hins vegar sakaði Páll Sigurð um að hafa ekki haft rétt til að taka hestinn og neitaði að greiða reikninginn. Sýslufulltrúi tók ákvörðun um að afhenda Páli hest- inn án þess að greiðsla hefði borist. Þá ákvörðun kærði Sigurður til um- boðsmanns Alþingis og hefur nú fengið svar. „Það er svo loðiö bréfið frá um- boðsmanni að ég skil það eiginlega ekki. Hann bendir mér á að ef ég æth að halda máhnu áfram verði ég að leita til dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins. Annars er mitt mat að Páll sé búinn að taka út sína refs- ingu. En ég vona engu að síður að hesthússjóðurinn dafni. Annars er gott ef bændur og hestamenn eru einhverju nær um stöðu sína í svona málum. Það er hrikalegt þegar mað- ur er með ungviði inni í húsum en þorir varla að sleppa því út undir vegg hjá sér.“ Þórarinn V. Þórarinsson: Gengisfelling „Auðvitað hlýtur gengisfelhng að koma sterklega til greina þeg- ar þetta tekjufall verður í útflutn- ingsgreinunum, það væri barna- skapur að neita því. Einhvern veginn verður að mæta þessu. Einhvem veginn kemur kjara- skerðing tíl með að ganga fram. Gengisfall er hins vegar hæpin hjálp fyrir ahstóran hluía af fyr- irtækjunum vegna skuldsetning- ar sjávarútvegsins. Menn standa ansi ráðþrota frammi fyrir vand- anum, það er eins gott að viöur- kenna það bara,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ. „Við emm ekki að draga okkur út úr íillögunum til ríkisstjómar- innar. Við höfum sett fram okkar tillögur með ASÍ þar sem okkar áherslur koma fram, Við erum ekki að hlaupa frá þeim. Við er- um hins vegar að kaha effcir þvi aö fram fari gagnger umræða um horfumar í okkar efriahagslífi framundan og hvemig við eigi aö bregðast. TQ dæmis því aö 10% veröfall verði í sjávarútveginura. Það auövitað breytir öllum for- sendum og menn verða að meta það," segir Þórarinn. -Ari Annargraður Stuttu eftir að Sigurður hafði hand- samaö graöhest Páls gómaði hann annan graðhest við húsin hjá sér, um 13 vetra hest frá Eiðsstöðum. „Þessi graðhestur var hafður í hólfi eins og hestur Páls en hefur hins vegar ekkert verið að angra mig í vetur. Ég fór með þennan til hrepp- stjórans eins og hest Páls. Þeir Eiðs- staðamenn em hins vegar ekki eins skapi farnir og Páll og gerðu reikn- ingana strax upp við hreppstjórann." 15 þúsund króna greiðsla til Sig- urðar frá Páli á Höllustöðum, fyrir „greiðvikni, mannslund og dreng- skap“, rann beint í sjóð sem Sigurður stofnaði til byggingar graðhestahúss handa Páli og auglýsti rækilega. „Við skoðum innstæðuna fyrir næstu kosningar. Páll fær aurinn þegar sjóðurinn er kominn í 80 pró- sent af hesthúsverði." Þó Sigurður sé Björnsson er hann ekki skyldur Birni á Löngumýri. Hann er ættaður úr Miðfirði. Kona Sigurðar og Páll á Höllustöðum eru hins vegar systkinabörn. -hlh Ríkissaksóknari ákærir fyrir flárdrátt og umboðssvik: Lögmaður ákærð- ur fyrir að draga sér slysabætur - fékk greitt hjá Sjóvá-Almennum án þess að láta skjólstæðing vita í tæp 2 ár Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæm á hendur 32 ára héraðsdóms- lögmanni í Reykjavík fyrir að hafa dregið sér og notað til eigin þarfa Slysabætur skjólstæðings síns upp á rúma eina milljón króna. Með þessu er ákært fyrir fjárdrátt, umboðssvik og brot í opinbem starfi. Máhð er komið til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Sjómaöur af millilandaskipi hjá Nesskipum lenti í slysi í vélarrúmi þegar skipiö var statt á milli Banda- ríkjanna og Noregs árið 1988. Hann beið varanlega örorku af slysinu. Var hún metin 100 prósent fyrstu 12 mán- uðina eftír slysið en minni síðar. Umræddur lögfræðingur vann þá á lögfræðiskrifstofu sem sjómaðurinn leitaði til. Lögfræðingurinn tók síðan m.a. að sér að innheimta svokallaða skyldutryggingu fyrir sjómanninn hjá Sjóvá-Almennum. Hann tók síð- an við fjórum greiðslum hjá trygg- ingafélaginu á tímabilinu frá febrúar 1989 þar til 11. september 1990. Sjó- maðurinn sagði lögmanninn ávallt hafa tjáð sér á þessu tæplega tveggja ára tímabili að hann væri með málið í góðum farvegi - en hann hefði hins vegar ekki séð þær bætur sem hon- um bar. Þegar sjómaðurinn fór að kanna máhð nánar hjá Sjóvá-Almennum haustið 1991 kom í ljós að lögfræðing- ur hans haföi móttekiö fyrir hans hönd samtals um 1,3 milljónir króna vegna skyldutryggingar - án þess að hann hefði séð þá peninga sjálfur. Um þetta leyti réð sjómaðurinn sér annan lögmann til þess að reka mál sitt. Eftir það fór fram „nettóupp- gjör“ auk þess sem máhð var kært tílRLR. Samkvæmt upplýsingum DV frá málsaðilum hefur endanlegt sam- komulag nú tekist um greiðslur af hálfu lögmannsins til sjómannsins fyrrverandi. Lögmaðurinn hefur greitt þær upphæðir sem hann tók við hjá tryggingafélaginu auk drátt- arvaxta. Með ákærunni krefst ríkissak- sóknari þess aö héraðsdómslögmað- urinn veröi sviptur leyfi til málfiutn- ings auk refsingar. Maðurinn starfar ekki við lögmannsstörf í dag. Fyrrum skjólstæðingur hans, sem er roskinn maður og hefur lent í miklum van- skhum, sem hann rekur til mála- reksturs síns, hefur ekki farið á sjó á ný vegna örorku sinnar. -ÓTT Vestmannaeyjar: Bam kveikir í Eldur kom upp í gömlu húsi í Vestmannae>jum í gærdag. Bam var að fikta með eld og hafði kveikt í dóti sem geymt var í brunni við húsiö. Slíkir brunnar eru \úö mörg gömul hús í Eyjum en áður var mikill vatnsskortur. Margir hafa gert innangengt úr brunnunum í kjallara húsa sinna og nota brunnana nú sem geymslur. Vegfarendur sáu reyk leggja úr kjallara hússins og gerðu viðvart. Lítið tjón varð af völdum brunans enreyklagðiumahthúsið. -ból Stuttar fréttir Siguröur Ingvi Björnsson, bóndi á Guðlaugsstöðum í Svinavatnshreppi í Húnavatnssýslu, á Sóta sínum. Sigurður hafði ekki fyrr handsamað lausan graðhest frá Páli á Höllustöðum en annar graður var kominn að húsunum hjá honum, 13 vetra hesturfrá Eiðsstöðum. DV-mynd Magnús Ólafsson Arekstrarí Ágreiningur er kominn upp meðal innflytjenda bifreiða og hafa tvö umboð þegar sagt sig úr Bílgreinasambandinu, Brimborg og Bílaumboðið. Lengri biðtimi ;: Biðtími atvinnulausra eftir við-: tali við félagsráðgjafa hjá Félags- málastofnun Reykjavíkur hefur lengst úr viku í rúman mánuð. Nýr vettvangur hefur lagt til í borgarstjóm aö gerðar verði þær breytingar sem nauðsynlegar eru til aö auka þjónustuna. Aht að 700 bændur munu hverfa eignalitlir frá búskap á næstu árum. Alþýðublaðið hefur eftír aðstoðarmanni landbúnað- arráðherra að ástæðan sé meðal annars sú aö of £áir bændur hafi viljað selja framleiðslukvóta sinn. Gjaldtaka af oblátum InnflutningsgjÖld voru lögö á ýmis aðfóng til kirkna og kristi- legs starfs skömmu fyrir síðustu jól. Meðal annars voru kerti tí- unduð og gjald var lagt á oblátur. Stjórnvöld í Júgóslavíu-Serbíu og Svartfjallalands kreQast vega- bréfsáritunar af þeim Islending- um sem vhja heimsækja landið. íslendingar shtu einlriiða sam- komulag þessa efriis í maí. ÚAgrædir Utgerðarfélag Akureyrar hagn- aðist um 10 mhljónir á rekstrin- um í fyrra. Hehdareignir um ára- mótin voru bókfærðar á 3,5 mihj- arða en eigið fé ÚA er um 1,6 mihjaröar. ÚA gerir út 7 togara, þar af 2 frystitogara. Pólltískur Verdandi Ungt Alþýðubandalagsfólk stofnaði um helgina með sér ný samtök, Verðandi. Markmið fé- lagsins er að veröa vettvangur th að byggja upp framtiðina og koma með nýjar lausnir. For- maður var kjörinn Trygg\d Þór- hallsson. Borgin kýs Borgarstjórn Reykjavíkur kaus í gær sina fulltrúa í stjórnir tveggja sparisjóöa. Siguijón Pét- ursson og Hhdur Pedersen voru kosin í stjóm SPRON en Guö- mundur Háhvarðsson í stjóm Sparisjóðs vélstjóra. ðpnirnefndarfundir Salome Þorkelsdóttur, forseta Alþingis, finnst koma th greina að nefndir þingsins starfi að hluta th fyrir opnum tjöldum. RÚV haíði þetta eftír henni. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.