Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 24
^wwwwwwwwv
24
ÞRIÐ JUDAGUR 23. MARS1993
Fréttir
Um tvö þúsund manns voru á
skíðum í Bláfjöllum á sunnudag-
inn en eitthvað minna á laugar-
daginn. Veður var gott í Biáfjöll-
um en gelck á með dimmum élj-
um. Á iaugardag var skíðasvæðiö
opnað um hádegi og gerði góða
glexmu þar.
Ágætis rennirí skíðafólks var í
Skálafellumhelgina. -GHS
Akureyii;
Kynnisferð
atvinnulífsins
til Svíþjóðar
Gylfi KristjánsBOn, DV, Akureyri:
Atvinnumálanefnd Akureyrar-
bæjar hefur sent um 150 aöilum
á Eyjaljaröarsvæðinu bréf þar
sem kynnt er fyrirhuguð ferð tii
Luleá í Svíþjóð í næsta mánuöi
og er þessum aðilum, sem eru
fyrirtæki, stofnanir og sveitarfé-
lög, boðið aö senda fulltrúa sína
í þessa ferö.
í ferðinni gefst þátttakendum
kostur á að kynna sér starfsemi
ýmissa fyrirtækja og stofnana og
hugmyndir eru uppi um að efna
til kynningar á ýmiss konar eyf-
irskri framleiöslu i þeirri von að
í Luleá kunni að reynast markað-
ir fyrir vörur sem framleiddar
eru í Eyjafirði.
Loðnuhængur
undan Jökli
Ómar Garöaraaan, DV, Eyjuin;
ísleifur VE og Albert VE lönd-
uðu 1500 tonnum af loðnu hjá
Vínnslustöðinní í Vestmannaeyj-
um á laugardag, Aflann fengu
þeir undan Jökli og einnig fékk
Örn KE þar nokkur hundruö
tonn.
Ekki er um nýja göngu að ræða
og aflinn mest hængur enda loön-
an að mestu búin aö hrygna.
Viðræðumar standa tæpt, segir Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ:
Margir efins um að
átök skili nokkru
„Ég met stöðuna svo að kjara-
samningamir standi afar tæpt. Mér
sýnist að við verðum að ræða málin
í þósi þeirrar stöðu í okkar stóru
samninganefnd. Við munum koma
saman um miðja vikuna og ráða ráð-
um okkar," sagði Benedik Davíðs-
son, forseti ASÍ í samtali við DV.
Hann sagði að ASÍ hefði litið á at-
vinnumálatillögumar, sem ASÍ og
VSÍ lögðu sameiginlega fyrir ríkis-
stjómina, sem grundvöllinn að frek-
ari viðræðum. Menn heíðu auðvitað
mestar áhyggjur af atvinnuástand-
inu. Ef VSÍ stæði ekki áfram að þeim,
þá væri komin upp gerbreytt staða.
Ef svo færi að upp úr samningavið-
ræðum slitnaði, sagði Benedikt að
ekki væri gott að segja hvað tæki
við. Hvort samningum yrði frestað
fram eftir árinu eða gripið yrði til
annarra ráða.
„Ég tel það vera slæman kost að
fresta kjarasamningum til hausts.
Það eru inní núverandi samningum
tímabundin ákvæði, eins og lág-
launabætur og fleira, sem þá myndu
tapast og kjörin þvi skeröast enn
frtekar," sagði Benedikt.
Hann sagði það öllum ijóst að stað-
an væri afar erfið úrlausnar. Margir
væm efins í að átök á vinnumarkaði
skilaði einhverju eins og staðan væri.
„En þetta skýrist allt um miðja vik-
una þegar við höfum komið saman í
stóru samninganefndinni og rætt
málin,“ sagði Benedikt Davíðsson.
-S.dór
Gunnlaugur Sölvason, sundlaugarvörður i Jaðarsbakkalaug á Akranesi,
en þar hefur verið komið fyrir nýstárlegu tæki sem drepur bakteríur í sund-
lauginni og kemur þannig í staðinn fyrir klór. DV-mynd Sigurgeir Sveinsson.
Jaðarsbakkalaug á Akranesi:
Geislafæki gerir
klórið óþarft
- borgar sig upp á einu og hálfu ári
„Þetta tæki gerir okkur kleift að
losna að mestu við klórið. Fastagest-
ir okkar hafa tekið þessu mjög vel,
eru ánægðir og segja þetta mun þægi-
legra. Menn losna til dæmis við klór-
lyktina af líkamanum en hún getur
loðað við kroppinn í nokkra daga,“
segir Gunnlaugur Sölvason, sund-
laugarvörður í Jaðarsbakkalaug á
Akranesi, en þar hefur verið komið
fyrir nýstárlegu tæki sem drepur
bakteríur í sundlauginni og kemur
þannig í staðinn fyrir klórið.
Jaðarsbakkalaug er fyrsta sund-
laugin á landinu sem setur svona
tæki upp og hefur tækið verið notað
síðan í nóvember. Allt vatn, sem
rennur í laugina, fer í gegnum tækið
sem geislar vatnið með koparjónum
og drepur þannig bakteríur.
Að sögn Gunnlaugs drepur geisl-
unin allt lífrænt efni í vatninu nema
þvagbakteríur og því verður enn að
nota örlítið klór. Klórstuðullinn í
Jaðarsbakkalauginni var 1,5-2 en
hefur nú lækkað í 0,2-0,4. Með smá-
breytingum er þó hægt að losna al-
farið við klórið.
„Klór er efni sem maður vonar að
hverfi úr sundlaugum. Yfir sumar-
tímann gufar klórið upp og fer beint
í andrúmsloftið. Það eru allir sam-
mála um að þetta sé óþverraefni og
þaö þarf stöðugt eftirlit með þessu.
Menn hafa verið að missa of mikið
klór í laugarnar og stundum dettur
klórmagnið niður og þá fara sýklam-
ir á fulla ferð. Þetta tæki vinnur hins
vegar stöðugt og það fer lítið fyrir
því,“ segir Gunnlaugur.
Hann segist halda að ef allt gangi
eftir muni tækið borga sig upp á einu
og hálfu ári.
„Klórausturinn er gífurlegur og við
eyðum tæpum 600 þúsund krónum á
ári í klórkaup. Þessi tala skiptir ör-
ugglega nokkrum milljónum í stærri
simdlaugum enda hafa menn komið
úr laugum af höfuðborgarsvæðinu
til að skoða þetta og virðast mjög
spenntir," segir Gunnlaugur.
-ból
AUKABLAÐ
TÍSKA
Á morgun, miðvikudaginn 24. mars, mun aukablað
um tísku fylgja DV.
Meðal efnis verður Fordkeppnin, tískusýning þar sem sýndur
er fatnaður frá 3 verslunum í Reykjavik. Verðlaunapeysur
úr ísl. ull, skartgripir, unnir úr ísl. náttúru, ísl.
fatahönnun, nærfatnaður f. dömur og herra
o.fl. o.fl.
Salmonella í sviðum:
Eðlilegt að upplýsa um
naf n framleiðanda
- segir formaður Neytendasamtakanna
„Við teljum eðlilegt og í raun sjálf-
sagt að upplýst sé um nafn framleið-
anda í þessu tilviki en Hollustuvernd
er á öðru máli,“ segir Jóhannes
Gunnarsson, formaður Neytenda-
samtakanna. Hollustuvernd hefur
stöðvað dreifingu frá einum fram-
leiðanda eftir að tólf einstaklingar
hafa sýkst í þremur tilfellum vegna
salmonellu í sviðum.
„Þeir telja sig vera komnir í veg
fyrir vandann og ég vona að svo sé.
Ef það er rétt skiptir nafnið minna
máli en meginregla er að gefa upp
nafn í svona tilvikum. Ég er á móti
svona feluleik í þessu sambandi.
Má ekki skaða framleiðendur
„Heilbrigðisyfirvöld verða að vega
og meta hversu langt eigi að ganga.
Við höfrnn líka mikilvægu hlutverki
að gegna í að skaða ekki framleiðend-
ur nema rík ástæða sé tíl,“ segir
Franklín Georgsson, forstöðumaður
rannsóknarstofu Hollustuvemdar
ríkisins.
„Viö tökum kannski ákveðna
áhættu með því að vera ekki með
innköllun en slíkt gæti orðið til þess
að viðkomandi framleiðandi yrði fyr-
ir gífurlega miklu tjóni. Sektin er
kannski ekki algerlega þeirra því það
er náttúrlega hugsanlegt að þeir hafi
fengið til slátrunar lömb sem vom
menguð. Við vitum ekki enn hvort
þetta er í sauöfé á þessu svæði eða
hvort þetta gerist í sláturhúsinu.
Við höfum alla vega greint þetta í
sviðnum og ósviðnum hausum hjá
ákveðnum framleiðendum. Hvar
þetta hefur komið nákvæmlega er
ekki hægt að segja nema rannsaka
þetta frekar. Mestar líkur eru á að
þetta hafi gerst við slátrunina í haust
og þá er hugsanlegt að einhver saur-
mengun hafi borist í hausana.
Það er náttúrlega ekki hægt að úti-
loka að sýkt kjöt sé í umferð en það
verður þá að gera ráð fyrir að það
sé búiö að neyta meginhluta þess.
Hættan er tiltölulega lítil ef fólk mat-
reiöir þetta á réttan hátt en í þessum
sýkingartilvikum kemur inn í röng
meðhöndlun á matvælum.
Hættan er auðvitaö til staðar og
þess vegna emm við alltaf að leggja
áherslu á viö neytendur að það verði
alltaf að líta á hrámeti þannig að það
sé hugsanlega mengað einhverjum
sýklum.
Kannski þyrfti að fara í gegnum
framleiðslu á sviðum og ég held að
það mætti margt betur fara. Það er
kannski ekki jafnvönduð meðhöndl-
un á þessum matvælum og annars
gerist,“segirFranklín. -pj